Morgunblaðið - 08.12.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1974
19
Kristján Fr. Guðmundsson, Hafnarfirði:
„Skynja ekki líf
fólksins í landinu
vegna sjálfselsku”
NÚ Á tímum er oft sagt, að fólk sé
hætt að taka mark á því, er stjórn-
málamenn láta frá sér fara í ræðu
og riti og ræður þeirra hafi engin
áhrif. Hvað fullorðnu fólki við-
kemur, hefur þetta ef til vill við
rök að styðjast, en hvað um ungl-
ingana? Sjást þess ekki merki i
hugsun þeirra og framkomu, að
hinn þungi áróður öfgamanna
hafi þar mótandi áhrif ? Við verð-
um að svara játandi. Ungur
maður sem les um ákveðið efni
frá einni hlið, hættir brátt að
mynda sér sjálfstæðar skoðanir
um það efni, en tekur að bera
fram sem sinar eigin þær hug-
myndir og skoðanir, er hann
hefur lesið svo ákaft. Þannig
móta oft ófyrirleitnir ævintýra-
menn óþjálfaðan og litt veraldar-
vanan ungling, t.d. er algengt að
rógur um þá er veljast til forystu í
fyrirtækjum eða í þjóðmálum
hefur þau áhrif (sem til er
ætlast) að viðkvæmar sálir og
þeir er hafa rika réttlætiskennd
sjá I forystumönnunum óvin
vegna þess að aftur og aftur er
verið að hamra á því, að þeir geti
öllu ráðið.
Þeir eru einungis svo vondir að
þeir vilja ekki að aðrir en þeir
sjálfir hafi gott af. Þannig fá heil-
ir stjórnmálaflokkar til liðs við
sig óþroskað fólk, sem lætur síðan
hafa sig í verk sem eru á móti
þess eigin lífsskoðun. Það vantar
greind og rökrétta skilgreiningu.
Þann 17. júní 1944 var gleðilegt
að vera þátttakandi í hátíðarhöld-
unum á Þingvöllum, þar var ein-
huga þjóð, sem sameinaðist um
stórt mál, eigið sjálfstæði og kaus
sér hæfan forystumann (Þó
nokkrir alþingismenn skærust úr
leik).
Þann 17. júni 1974 var gleði-
legur minningardagur, þar sam-
einaðist á helgasta stað lands vors
Steinþór Eiríksson, bílstjóri, Egilsstöðum:
„Þetta blinda hatur og
kallar sig menntafólk”
ÞAÐ vantaði ekki þróttinn i
raddir þess unga fólks sem flutti
mál sitt á samkomu stúdenta í
Háskólabíói 1. des. s.l. I upphafi
var vel farið með islenzkt mál i
söng og tali, enda voru þarna að
verki nemendur úr æðstu
menntastofnun okkar, Háskóla
lslands, og ég hugði gott til að
hlusta á lands okkar verðandi vor-
menn. En hvað var þarna á ferð?
Raddirnar urðu skerandi og hat-
ursfullar og skjótlega var farið að
þylja einhverja „buslubæn“ um
helztu stjórnendur þjóðfélags
okkar og atvinnuvega og svo
fengu samtökin „frjáls menning"
nokkur kíló af þungablæstri. Ég
vil þó taka fram að ég er sjálfur
ekkert hrifinn af Keflavíkursjón-
varpinu, enda er það ekki i sam-
ræmi við landslög og með lögum
skal land byggja. En þetta blinda
hatur á þeim sem eru ekki sama
sinnis í einstaka málum finnst
mér fara illa fólki, sem kallar sig
menntafólk. Menntunin ætti að
gera fólk víðsýnna og kenna því
að sjá málin frá fleiri hliðum. Það
er illa farið þegar maður hlustar á
þetta unga fólk, sem fær þarna
tækifæri umfram aðra til að koma
fram í opinberum fjölmiðlum, að
það fær mann tii að hugsa aftur
til þeirra tima er ofstækisöskur
brúnstakkanna á 4. áratug þess-
arar aldar ógnuðu heiminum með
alþekktum afleiðingum.
Arsœll Jónsson kafari:
„Orðnir of margir í
Háskólanum - vant-
ar sjóvinnuskóla”
ur á ekkert erindi í útvarpið. Við
hér í Reykjavík sem vorum farnir
að vinna fyrir okkur 1918, höfum
ekki getað hugsað okkur, að hér
væri boðið upp á þvílikt sem var,
svo mikil hrifning var hér þá af
áfanganum og þeim mönnum,
sem lögðu störf og erfiði til mál-
staðar sjálfstæðisins.
Ég held, að þeir séu orðnir of
margir i Háskólanum. Það sem
íslenzku þjóðina vantar núna er
Sjóvinnuskóli Islands fyrir eitt
þúsund nemendur. Og stefnt sé að
því að þrefalda islenzku sjó-
mannastéttina.
Þar með verður lika virt þeirra
starf, sem nú mest og bezt hafa
unnið af yfirráðarétti land-
grunnsins, sem er einn sterkasti
hlekkurinn i sjálfstæði íslenzku
þjóðarinnar allt frá 1. des. 1918.
Utvarpið frá samkomu stúdenta
1. des. var hrein útsagt fyrir neð-
an allar hellur. Þessi málflutning-
Ragnar Edvardsson bakari:
•• *
„Ofugmæli að kalla
þetta fullveldisfagnað’,
íslenzk þjóðarsál, nú þurfti eng-
inn þingmaður að sitja hjá, árang-
ur áratuga starfs sá fyrir þvf, frá
Lögbergi var hægt að fylgjast
með, er staður og stund var svf-
virtur með fíflalátum nokkurra
ungmenna, er höfðu ekki lært að
hugsa sjálfstætt.
1. desember er í hugum flestra
Islendinga tákn um stóran
áfanga. En dagskrá 1. des. síðast-
liðinn, kallar fram spurningar.
Háskólastúdentar sáu um dagskrá
í útvarpi, getur það verið, að þessi
„lærðu“ ungmenni hafi á þessumí
degi ekki annað að færa þjóð-
Framhald á bls. 47.
MÉR finnst það öfugmæli að kalla
þetta fullveldisfagnað, því að
þarna var á ferðinni dæmigert
stofukommapartý, sem lauk eins
og bezt hæfði þessu afsprengi
komma, með því að sunginn var
hinn gamli þjóðsöngur Rússa og
verður ekki annað sagt en gengið
hafi verið hreinlega til verks. Allt
þetta var í einum og sama dúr og
sem litið dæmi má nefna, að einn
ræðumanna réðst á Kristján
Ragnarsson fyrir ummæli hans
um fjölmiðla, námslánakerfið og
misnotkun þess, og sannaðist eins
og oft áður að sannleikanum
verður hver sárreiðastur, því
ræðumaður hellti úr skálum reiði
sinnar, í skjóli þess að Kristján
hafði ekki aðstöðu til að bera
hendur fyrir höfuð sér. Það hlýt-
ur að vera öllum hugsandi
mönnum áhyggjuefni að Ríkisút-
varpið skuli, þrátt fyrir djúpa
reynslu, telja það virðingu sinni
samboðið að taka þátt í slíkri at-
höfn en er um leið glöggt dæmi
þess hvernig kommúnistar tröll-
riða f jölmiðlunum.
cBreyttur veitingasalur, en barinn er á sínum stað
Viö höfum breytt veitingasalnum á 9. hæö Allt þetta sem VÍÖ bjóöum
þannig, aö nú er hann nokkurs konar upp á, hefur eitt
sambland af veitingasal og veitingabúö,
(restaurateria).
Þannig velja gestir okkar sér rétti af mat-
seðlinum viö afgreiösluboröiö, greiöa fyrir
matinn og taka hann meö sér á borö í
salnum. Ef steikja þarf eöa útbúa matinn
sérstaklega, þá setjast gestirnir og bíöa
stutta stund, uns þeim er færður maturinn.
Viö bjóöum gestum okkar úrval rétta, allt
frá heitum samlokum upp i stórar steikur.
Einnig eru á boðstólum súpur, forréttir,
eftirréttir, kaffi og meö því, að ógleymdum
rétti dagsins hverju sinni.
sameiginlegt, og þaö er
veröiö, þaó er eins lágt og
hægt er aö hafa þaö.
Opiö frá kl. 08.00
til 22.00 alla daga.
n
Suðurlandsbraut 2 Reykjavík.
Simi 82200 Telex nr. 2130
Hótel Esja, heimiliþeirra er Reykjavík gista