Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 257. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. NÍU MANNS fórust í snjóflóði, sem féll á Neskaupstað í gær og þegar Morgunblaðið fór f prentun um klukkan 03 f nótt var enn óvíst um afdrif fjögurra. Leit stóð enn yfir og var fyrirhugað að halda henni áfram unz allir hefðu fundizt sem saknað var. Þrfr lágu slasaðir í sjúkrahúsinu, þar af fundust 2 með lffsmarki klukkan 21.30. Þá liggur einnig kona illa slösuð f sjúkrahúsinu en hún komst af með barni sfnu. Þeir, sem vitað var að farizt höfðu, voru 2 konur, 2 börn og 5 karlar. Fjöldi barna hefur misst foreldri sitt f þessum skelfilegu hamförum. Almannavarnanefnd Neskaupstaðar setti upp stjórn- stöð hjálpar- og björgunarstarfsins f sfmstöðinni f Nes- kaupstað í gær. Böðvar Bragason bæjarfógeti stjórnaði björgunarstarfi. Hann sagði f gærkvöldi f viðtali við Morgunblaðið, að fleiri hjálparflokkar væru á leið til Norðfjarðar frá Eskifirði og Reyðarfirði. Leitarstarfi átti að halda áfram í nótt, en það er mjög erfitt og voru norðfirzkir leitarmenn orðnir þreyttir og þvf veitti ekki af liðsauka. Var búizt við Eskfirðingunum og Reyðfirð- ingunum um hálftvöleytið í nótt. Hjálparstarfið var skipulagt í flokka. t nokkrum tilfellum er manna sakn- að, sem ekki er ljóst, hvar leita á að, en eins og áður er sagt, vantaði 4 menn í gærkvöldi. Allir, sem vettlingi gátu valdið, unnu við björgunarstörf. Þess má geta að ófært er til Norðfjarðar, nema af sjó og hafa aðstoðarmenn við leit og björgun verið fluttir með skipum frá nærliggjandi fjörðum, svo og stórvirk tæki. Mynd frá Neskaupstað, sem sýnir bæinn og strandlengjuna, þar sem snjóflóðið féll í gær.. Snjóflóðið hljóp fram á tíma- bilinu milli klukkan hálftvö og tvö og féll á svæði, sem kallað er Strönd. Svæðið takmarkast af svo- kölluðu Shellporti og alla leið inn Framhald á bis. 3. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra: Samúð og samhugur alþjóðar GEIR Hallgrlmsson forsætisráð- herra sagði f samtali við Mbl. f gærkvöldi: Landsmenn allir fylgjast með hínum voveiflegu og hörmulegu atburðum, sem átt hafa sér stað f Neskaupstað, og hvarvetna um land bfða menn milli vonar og ótta. En ljóst er að mannskaði hefur átt sér stað og margir eiga um sárt að binda. Þeir eiga samúð og samhug alþjóðar. Allt verður gert sem mann- legur máttur má til að bægja frekari haéttu og tjóni frá. Við dómsmálaráðherra höfum ráð- gert að hittast með þingmönnum Austurlandskjördæmis f bftið f fyrramálið til að ræða ástand og horfur. Mér er kunnugt um, að dómsmálaráðhcrra og almanna- varnir hafa fylgst náið með at- burðunum og reynt er að veita þá aðstoð, sem unnt er. „Ægileg tilfinning að sjá snjó- flóSð koma æðandi úr ljaUinu” \ Frásagnir sjónarvotta, sem sluppu naumlega í Neskaupstað „ÉG FÓR út úr bifreiðaverk- stæðinu strax og faðir minn hafði hringt og varað mig við. Eg hef þó varla verið kominn nema um 20 metra frá verk- stæðinu, þegar ég sá snjóflóðið koma. Eg byrjaði að hlaupa, kannski 4—5 skref, en þá datt ég. Það var ægileg tilfinning að sjá snjóflóðið koma æðandi, en eftir að það skall á mér, vissi ég ekki meir. Eg sópaðist með þvf 30—40 metra, þvf að þegar ég kom upp var ég töluvert langt f.vrir neðan veginn. En þegar ég stöðvaðist var ég á kafi f snjó. Eg var þó svo heppinn að ég lá réttur og sá glitta f himin- inn fyrir ofan mig. Eg átti til- tölulega auðvelt með að rffa mig upp úr snjónum, en þegar ég kom upp vissi ég ekki hvar ég var, það var allt breytt, ekkert nema sléttur snjór allt f kring.“ Þannig fórust Asmundi Ei- ríkssyni, ungum Norðfirðingi, orð í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var einn þeirra er slapp naumlega úr snjóflóðun- um í Neskaupstað í gær. Hann var einn að vinna í bifreiða- verkstæði föður síns, Eiríks Ás- mundssonar. Eiríkur var sjálfur að heimili sínu Bjargi, sem er í um 600—700 metra fjarlægð frá bifreiðaverkstæð- inu sjálfu. „Það var sannast sagna hrein tilviljun að ég skyldi vera heima,“ sagði Eirikur í samtali við Morgunblaðið, „því að yfir- leitt er ég alltaf á þessum tíma út á verkstæði. Ég heyrði skyndilega geysilegan þyt í iofti, og leit út um gluggann, en sá ekkert nema hvíta þúst sem ég hélt að væri skafrenningur. Síðan kom ógurlegur hvellur, það hrikti i húsinu og rúður brotnuðu þvi að útjaðar flóðs- ins hafði lent á þvi. Eg rauk þá strax I símann og hringdi i son minn út á verkstæði til að vara hann við. Hann var rétt aðeins kominn út úr húsinu, þegar hitt flóðið skall á honum. En senni- lega hefur það þó orðið honum til lífs að hann skyldi ekki vera inni i húsinu þegar það féll.“ Gunnar Jósefsson var á gangi eftir Strandgötunni þegar snjó- flóðið féll. „Flóðið kom allt i einu, það skipti engum togum,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. „Ég heyrði fyrst mikinn hvin og skruðninga, en sá ekkert vegna þess hve dimmt var í Iofti. Vissi ég ekki fyrr en ég lenti í útjaðri snjóflóðsins, svo að ég komst upp úr snjón- um svo að segja strax. Þá var voðalegt um að litast, en ég fór strax að Mánabragga, sem hafði gjörsamlega farið i mask, til að reyna að bjarga þar út fólki. Mér skildist að þar hefðu verið um sex manns, en mér er ekki almennilega enn kunnugt um, hvernig því reiddi af, fólkið var flutt í sjúkrahúsið. Það er ótti meðal fólksins hér við frekari snjóflóð, mikill óhugur og fólk hefur verið beðið um að færa sig á öruggari staði." Hallgrímur Þórarinsson var að vinna ofan á sléttu þaki á austurenda frystihússins, þegar snjóflóðið féll. „Ég vissi ekki fyrr en það skall á húsinu. Það sópaði mér ofan af þakinu, svo að ég féll niður af því og ofan á rútu sem var þar fyrir neðan. Með henni sópaðist ég svo niður undir sjó. Annars gerðist þetta allt svo snöggt, að ég man eigin- lega ekki hvað gerðist."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.