Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 21. DESEMBER 1974 hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur KonráS Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASaistrœti 6, sfmi 10 100. ASalstræti 6, sfmi 22 4 80 Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakiS Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar Borgarstjórn hefur sam- þykkt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1975. Fjárhagsáætlun- in ber að sjálfsögðu merki þeirrar óðaverðbólgu, sem ríkt hefur í landinu og valdið borginni verulegum búsifjum á þessu ári. Verð- lagsbreytingar koma jafn- an mjög illa við sveitarfé- lögin í landinu. Þau búa við tekjustofna, sem haldast óbreyttir miðað við efna- hagsástandið árið áður en verða að mæta verðlags- hækkunum á fjárhagsár- inu með fullum þunga. Af þessum sökum hafa öll stærstu sveitarfélögin í landinu ratað í mikinn f jár- hagsvanda á þessu ári. Engum blöðum er um það að fletta, að fjárhags- erfiðleikarnir, sem fram komu á þessu ári vegna verðbólgunnar, koma niður á framkvæmdum borgarinnar á næsta ári. En þrátt fyrir minni fram- kvæmdir að magni til er sérstök áhersla lögð á áframhald skólabygginga, einkum þó í nýjum hverf- um, byggingu stofnana fyrir aldrað fólk og aukin framlög til heilbrigðis- stofnana. Þá er ennfremur gert ráð fyrir auknum framlögum til umhverfis- og útivistarmálefna í sam- ræmi við þá merku stefnu- mörkun, sem borgarstjórn gerði í þeim efnum fyrr á þessu ári. Milli fyrstu og annarrar umræðu um fjárhagsáætl- unina í borgarstjórn gerði borgarráð tillögur um 28,2 millj. kr. hækkun á fjár- hagsáætluninni. Stafar sú hækkun m.a. af auknum framlögum til skóla, æsku- lýðsmála og kirkjubygg- ingarsjóðs, auk styrkveit- inga til margs konar félags- og menningarstarfsemi. Við gerð þessarar f járhags- áætlunar hefur verið gætt fyllsta aðhalds eins og nauðsynlegt er miðað við núverandi aðstæður í efna- hagsmálum. Stefnt er að því aö greiða verulegan hluta af verðbólguskuld- inni, er safnaðist á þessu ári, þegar á árinu 1975 og endanlega á að greiða það lán niður á þremur árum. Vitaskuld skerðir þetta nokkuð framkvæmdafé borgarinnar á næsta ári. Hitt ætti öllum að vera ljóst, að skynsamlegast er að greiða sem fyrst niður slíkar skuldir, sem einvörð- ungu eiga rætur að rekja til óðaverðbólgunnar. Gagnrýni fulltrúa minni- hlutaflokkanna á fjármála- stjórn og fjárhagsáætlun borgarinnar hefur aldrei verið jafn kynleg eins og nú. Fyrri hluta þessa árs gagnrýndu þeir harðlega seinagang við framkvæmd- ir borgarinnar og lögðu ríka áherslu á stórauknar framkvæmdir á öllum svið- um borgarmálefna. Þegar ljóst varð, að verðbólgan myndi valda Reykjavíkur- borg miklum fjárhagserfið- leikum sneru þeir blaðinu við og hófu að gagnrýna meirihlutann fyrir of mikl- ar framkvæmdir og að of seint hafði verið gripið til niðurskurðar og samdrátt- araðgerða. Á þessu hefur verið klifað síðan allt þar til fjárhagsáætlunin kom fram fyrst í þessum mán- uði. Þá var blaðinu enn snúið við og bornar fram þungar ásakanir vegna þess, hversu seinlega gengi að koma framkvæmdum áfram. Og nú eru fluttar tillögur um miklar fram- kvæmdir, sem hefja á þegar í stað. Þannig rekur sig hvað á annars horn og í raun réttri er þessi mál-1 flutningur hrein mark- leysa. Sannleikurinn er sá, að borgaryfirvöld í Reykjavík brugðust skjótt við þeim erfiðleikum, sem efnahags- ringulreiðin og verðbólgan höfðu í för með sér, með markvissum sparnaðarað- gerðum í rekstri og með frestun framkvæmda. Birgir ísleifur Gunnars- son, borgarstjóri, sagði á fundi borgarstjórnar um þetta atriði: ,,Án þess að gera einstakar ályktunar- tillögur að umræðuefni nú, vil ég þó segja það, að frá því á fyrri hluta ársins í ár hafa mjög fá ný verk verið sett í gang á vegum borgar- sjóðs. Undantekning er á vegum skólabygginga og gatnagerðar, þar sem lóða- úthlutanir höfðu fyrirfram bundið hendur borgar- FESTA í FJÁRMÁLA- STJÓRN BORGARINNAR sjóðs. Ég vil eindregið benda borgarfulltrúum á, að þótt hér séu nú sam- þykktar fjárveitingar til einstakra framkvæmda á ýmsum sviðum er fjárhags- staða borgarsjóðs enn slík og svo margt í óvissu enn um afkomu á næsta ári, að fara verður mjög hægt í að setja nýjar framkvæmdir af stað, og raunar tel ég að nýjar byggingafram- kvæmdir geti engar farið af stað fyrsta ársfjórðung næsta árs. Ef það er í raun sameiginlegur vilji borgar- fulltrúa að bæta greiðslu- stöðu borgarsjóðs, verða þeir að gera sér grein fyrir þessu og sameinast um það.“ Þessi orð sýna svo að ekki verður um villst, að borgaryfirvöld hafa tekið á erfiðleikunum af festu og svo verður gert áfram. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að við slík- ar aðstæður er nauðsyn- legt að gæta fyllsta að- halds. Vitaskuld bíða margs kyns mikilvægar og brýnar framkvæmdir, en það væri óábyrg afstaða, ef borgaryfirvöld tækju ekki tillit til þeirra erfiðu fjár- hagsaðstæðna, sem eru fyrir hendi. Mörg ný hverfi hafa sprottið upp með miklum hraða og þar vant- ar vitaskuld þjónustustofn- anir af ýmsu tagi. 1 þessu sambandi má t.d. nefna hverfin í Breiðholti, en eigi að síður hefur þriðjungur af framkvæmdafé borg- arinnar á þessu ári farið til þessara hverfa. Hvemig samkomulag tókst í Vladivostok SKÝRING Fords forseta á sam- komulaginu í Vladivostock (Salt II) var engin skýring. Hvers vegna, var hann spurður, samþykktu Rússar það? „Að þvf er ég fæ bezt séð,“ svaraði hann, „hafa þeir þungar áhyggjur af vígbúnaðarkapp- hlaupinu." Auðvitað hafa þeir það. En hvers vegna hafa þessar áhyggjur knúið þá til þess að gera þær tilslakanir sem dr. Kissinger rakti á blaða- mannafundi sínum — tilslak- anir sem hann hefur reynt að toga út úr þeim hvað eftir annað í nokkur ár? Andstæðingar hans halda því fram að i raun hafi tilslakan- irnar komið frá dr. Kissinger og viðræðurnar um samkomulagið voru vafalaust eins langar og harðar og umræðurnar um fyrra samkomulagið um tak- mörkun kjarnorkuvígbúnaðar- ins (Salt I). Af frásögn hans virðíst mega ráða að Kreml- herrarnir hafi skyndilega snúizt á þá skoðun — sem hann hafði brýnt fyrir þeim árum saman — að báðir aðiljar væru að koma sér upp of mörgum kjarnorkuvopnum og ákveðið allt í einu að fallast á lægra „þak“ eða hámarksfjölda. „Ég geri ráð fyrir,“ sagði hann, „að aðalritarinn (Brezhnev) hafi komizt að sömu niðurstöðu og við: að það skipti ekki máli hvað þakið er hátt, það nægi til þess að tor- tíma mannkyninu og rúmlega það svo að hin eiginlega hæð þaksins hafi ekki eins mikla úrslitaþýðingu og sú staðreynd að þakið hafi verið sett á.“ En um þetta hafa allar Salt- viðræpurnar snúizt. Kreml- verjar eru ekki vanir því að kúvenda allt í einu þegar augu þeirra opnast, engu fremur en mennirnir i Hvíta húsinu. Allar tilraunir til þess að draga senniiegri ályktanir hljóta að byggjast á ýmsum öðrum at- hugasemdum dr. Kissingers. Sovézkir ráðamenn, sagði hann, verða nú að semja „við nýjan forseta". Hann taldi að það gæti hafa haft áhrif á ákvarðanir þeirra „þar sem það tryggði lengra stjórnmálajafnvægi.“ Það sem þetta ófagra orðalag táknar er að Ford verður i framboði 1976 og hefur góða möguleika að að verða um kyrrt i Hvíta húsinu til 1980 og bægja Jaekson öldungadeildarmanni frá dyrum þess. Hann verður ekki ófær um að stjórna eins og Nixon hefði orðið ef hann hefði lifað af Watergate-málið. Raunar virðist Vladivostock- samningurinn byggjast á þegj- andi samkomulagi mannanna i Hvita húsinu og Kreml um að halda Jackson í skefjum og stuðla að endurkosningu Fords. Andstæðingar Kissingers telja þetta sjálfsagt samvizkulausa stjórnmálabrellu likt og þeir litu á ferðalög hans til Peking og Moskvu og viðræður hans um friðarsamningana í Viet- nam sem þeir töldu lið i kosn- ingabaráttu Nixons. Aðdáendur Kissingers segja sjálfsagt að ef það sé eina leiðin til að tryggja samkomulag um takmörkun kjarnorkukapphlaupsins að stuðla að endurkjöri Jerry Fords verði svo að vera. Sovézk blöð hafa fylgzt ná- kvæmlega með öllum yfirlýs- ingum frá Hvíta húsinu um fyrirætlanir Fords 1976. allt frá Kissinger: hann sannfærði Brezhnev því hann heyrðist fyrst segja feimnislega „kannski" þar til hann gaf afdráttarlausa loka- yfirlýsingu rétt áður en hann fór til Vladivostock. I þessum skrifum sovézkra blaða má finna bendingar um viðhorf valdhafanna í Moskvu. Þeir myndu enga hvöt finna hjá sér til þess að gera annan samning um takmörkun kjarnorkuvíg- búnaðar sem hálfóstarfhæfur forseti geti ekki varið gegn and- stæðingum undir forystu Jack- sons — á sama hátt og Nixon var fyrirmunað að verja við- skiptaívilnanirnar sem hann lofaði Brezhnev. En vegna áhuga Moskvu- manna á endurkosn- ingu Fords fékk Kissinger i hendur það vopn sem hann þarnaðist. í siðustu lotu varð áhugi Brezhnevs á endurkosn- ingu Nixons til þess að Kreml- herrarnir lokuðu augunum þegar Nixon hóf nýjar loft- árásir á Norður-Víetnam í sama mund og hann fór í heimsókn til Moskvu. Meira að segja Kiss- inger fannst Nixon hafa gengið of langt, en Brezhnev braut odd af oflæti sínu og tilkynnti að fundir þeirra yrðu haldnir eftir áætlun. Þetta fór ekki framhjá Kissinger — en núna varð hann að nota Jackson sem hótun. Hann þurfti heldur ekki að leggja áherzlu á þessa hótun þvi að Kremlherrarnir hafa gert Jackson að svo mikilli grýlu, með stöðugum blaðaárás- um á þeirri forsendu að hann sé maðurinn sem ætli að endur- vekja kalda stríðið, að þeir voru farnir að trúa sfnum eigin áróðri. Það sem Kissinger þurfti að gera var að sýna Kremlverjum hvernig þeir ættu að afstýra hættunni á því að Jackson gæti orðið forseti — og hvernig hann geti ógilt Salt II ef hann yrði forseti þrátt fyrir allt. Samkvæmt þeirri tiu ára áætlun sem gert er ráð fyrir i Salt II og skýrt hefur verið frá verður næsti forseti, meira að segja Jackson ef hann verður forseti, bundinn af því „ríg- fasta þaki“ sem Ford forseti minntist á. Hvorugur aðila getur framleitt fleiri eldflauga- skotvopn en samingurinn kveður á um. Það eina sem næsti forseti gæti gert, nema því aðeins að segja upp samn- ingnum, væri að auka gæði bandarískra vopna án þess að fjölga þeim. Kapphlaupinu um Eftir VICTOR ZORZA fjölda eldflauga yrði haldið í skefjum. Kremlverjar voru fúsir að fórna miklu til þess að slá þannig Jackson út af laginu. Þetta er ein skýringin á þeim tilslökunum sem hefur verið skýrt frá. Nýi samningurinn getur einnig gert það að verk- um að þegar Ford hefur kosn- ingabaráttuna 1976 getur hann komið fram í hlutverki manns- ins sem kvað niður kjarnorku- drauginn og kallað Jackson eða annan andstæðing af sama sauðahúsi manninn sem vilji vekja hann upp. Og ef Jackson verður ekki mótframbjóðand- inn 1976 og Salt II- samningurinn ekki mál mál- anna sannast að heita má að batnandi sambúð sé „óaftur- kallanleg" eins og Brezhnev hefur veðjað á og þar með lagt völd sín 1 hættu. En hvernig sem þróunin verður fær Brezhnev vilja sfn- um framgengt að mestu leyti — eða það hefur Kissinger sann- fært hann um. Salt I var aðal- lega samkomulag um gagn- ílaugar. Salt II er aðallega samningur gegn Jackson — þótt hann gæti vitaskuld stöðv- að kjarnorkukapphlaupið. Það mál verður tímabært að ræða þegar samningurinn liggur fyrir í öllum smáatriðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.