Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974
Landsliðsæfingarnar
fleiri en jólasteikumar
— VIÐ verðum að vona, að menn
bæti ekki á sig yfir jólin og það
ættu hinar mörgu æfingar að
koma f veg fyrir, sagði Birgir
Björnsson landsliðsþjálfari f
handknattleik, er við ræddum við
hann í gær. Landsliðin f hand-
knattleik og körfuknattleik
munu æfa nær þvf á hverjum
degi yfir hátfðirnar auk þess að
félögin verða með sfnar æfingar.
Þó svo að jólasteikurnar verði
væntanlega margar og góðar er
ólfklegt, að þær verði eins margar
og hinar fjölmörgu jólaæfingar
landsliðsmannanna, sem fljótlega
upp úr áramótum munu verja
heiður íslenzkra fþróttamanna f
leikjum f Danmörku, Svfþjóð og
Noregi.
12 Iandsliðsæfingar á 19 dögum.
Landsliðsmönnunum í hand-
knattleik verða ekki nein grið gef-
in frá æfingum yfir hátíðarnar.
Alls verða 12 æfingar hjá hinum
24ra manna landsiiðshópi á 19
dögum. Fyrsta. æfingin var í
fyrradag og sú síðasta f þessari
æfingalotu verður 5. janúar. Allar
fara þessar æfingar fram f
Iþróttahúsinu í Hafnarfirði.
Er við ræddum við Birgi
Björnsson landsliðsþjálfara og
einvald í gær sagði hann, að á
þessum æfingum yrði iögð höfuð-
áherzla á einstaklingsæfingar,
snerpu, úthald og þess háttar.
Leikaðferðir verða svo æfðar í
æfingaleikjum í janúarmánuði
eftir að lið það, sem fer á NM i
Danmörku í byrjun febrúar, hef-
ur verið valið. Sagðist Birgir
reikna með, að 15 manna hópur
færi á Norðurlandamótið.
Félögin í 1. deildinni verða
einnig með æfingar yfir hátíðarn-
ar og sagói Birgir, að hann setti
það ekki sem skilyrði að þeir, sem
skipa landsliðshópinn, mættu á
hverja einustu æfingu með lands-
Uppgjör toppliða
í sjónvarpinu í dag
í íþróttaþætti sjónvarpsins í dag
verður meðal efnis leikur Derby
og Everton úr ensku 1. deildinni,
tveggja toppliða deildarinnar.
Leikurinn fór fram um síðustu
helgi og þótti hinn skemmtileg-
asti, þó svo að úrslitin væru ef til
vill ekki sanngjörn. Mikii barátta
var í leiknum og harka, enda
þykir Everton leika hörðustu
knattspyrnuna í ensku 1. deild-
inni um þessar mundir.
Auk þessa efnis i fþróttaþætti
sjónvarpsins í dag má nefna við-
tal Ómars Ragnarssonar við Örn
Eiðsson formann FRÍ um frjálsar
íþróttir og sýndur verður 40 mín-
útna kafli úr leik FH og Hauka,
sem fram fór í íþróttahúsinu í
Hafnarfirði síðastliðinn miðviku-
dag.
Á gamlársdag verða íþróttir á
dagskrá sjónvarpsins og þá
verður meðal efnis fjallað um
helztu iþróttaviðburði ársins, sem
er að líða. Aðaluppistaðan í þætt-
inum verður þó mynd um Sögu
hins fræga Wembleyleikvangs í
Lundúnum.
Maðurinn, sem alltaf
er á ferðinni
Svo aftur sé vikið að sjónvarps-
leiknum milli Derby og Everton,
sem sýndur verður í sjónvarpinu í
dag, þá er rétt að vekja athygli á
hinum sterka miðvailarleikmanni
Derby County, Skotanum Archie
Gemmill. Hann er fyrirliði liðs
sins og því arftaki núverandi
framkvæmdarstjóra Derby, Dave
Mckay, og landsliðsmannsins Roy
Macfarland.
Það hefur verið sagt um Gemm-
ill, að hann standi aldrei kyrr þær
90 mín. sem knattspyrnuleikur
stendur yfir. Komi slíkt fyrir má
fastlega gera ráð fyrir að knöttur
inn sé ekki í leik. En það er ekki
aðeins Gemmill, sem vekur
athygli í liði Derby. Með honum á
miðju vallarins er hinn skotfasti
og skemmtilegi leikmaður Bruce
Rioch. Colin Todd er kjölfestan í
vörn liðsins og í fremstu víglínu
er meðal annars ekki ómerkilegri
knattspyrnumaður en sjálfur
Francis Lee. Hann hefur að vísu
misst nokkuð af sinni fyrri yfir-
ferð, en tæknin er sú sama og
fyrr.
Um lið Everton er það að segja,
að liðið byggir mest upp á jöfnum
leikmönnum og í því er styrkur
liðsins, sem nú trónar á toppi
fyrstudeildarinnar ensku, fyrst og
fremst fólginn. Fram hjá því
Hinn sfvinnandi Archie
Gemmill á ferðinni.
verður þó ekki litið að meðal leik-
manna liðsins er riæst dýrasti
Ieikmaður Englands. Bob Lateh-
ford, sem siðastliðinn vetur var
keyptur til Everton fyrir 350 þús-
und pund. Latchford skoraði
mikið af mörkum fyrir félag sitt á
síðasta keppnistímabili. Meiðsli
hafa hins vegar háð honum það
sem af er þessum vetri. Eigi að
síður hafði hann skorað sex mörk
fyrir Everton er leikur Iiðsins við
Derby hófst siðasta laugardag.
Þór fékk
frestun
AKUREYRARLIÐIÐ Þór átti
að koma suður til tveggja
Ieikja í 2. deild Islandsmótsins
í handknattieik um helgina,
en vegna óhagstæðs veðurút-
lits hefur að beiðni Þórsara
verið ákveðið að fresta leikj-
unum. Vildu Þórsarar ekki
taka þá áhættu að verða veður-
tepptir f Reykjavfk yfir jólin.
Leikjunum, sem vera áttu við
IBK og Þrótt, hefur verið
frestað fram yfir áramót, en
ekki er enn ákveðið hvenær
þeir fara fram.
liðinu, svo framarlega sem þeir
æfðu þá með félögunum.
31 körfuknattleiksmaður
út strax eftir nýár.
Hjá Iandsliðsmönnunum I
körfuknattleik verður heldur
ekki um nein rólegheit að ræða
þessa hátíðisdaga, sem í hönd
fara. Bæði landsliðið og unglinga-
landsliðið búa sig af krafti undir
mót í Danmörku og Svíþjóð og
landsleiki í Noregi. A-landsliðið
tekur þátt í fjögurra landa keppni
í Kaupmannahöfn 3.—5. janúar
ásamt V-Þjóðverjum, Luxemburg-
urum og Dönum. Þar ætla körfu-
knattleiksmennirnir sér annað
sætið á eftir Þjóðverjunum, sem
fyrirfram eru taldir sterkastir.
Unglingalandsliðið tekur þátt í
Norðurlandamóti unglingalands-
liða í Svíþjóð sömu daga og held-
ur sfðan til Noregs. Þar munu
bæði liðin leika tvo landsleiki við
Norðmenn 6. og 7. janúar. Alls
verður það 31 körfuknattleiks-
maður, sem tekur þátt í þessari
ferð, leikmenn og fararstjórar.
Leikmennirnir léku æfingaleik í
gærkvöldi, á annan í jólum hefst
svo lokalota þjálfunarinnar fyrir
þessa leiki. Æft verður á hverjum
degi þar til farið verður, nema
hvað gamlársdagur verður frídag-
ur hjá körfuknattleiksmönn-
um.
Með í ferð körfuknattleiks-
mannanna verða tveir íslenzkir
dómarar. Alþjóðadómararnir
Hörður Tulinius, sem dæmir í
Kaupmannahöfn, og Kristbjörn
Albertsson, sem dæma mun á NM
unglinga í Sviþjóð.
Frá landsliðsæfingu síð-
astliðinn vetur er lands-
liðið undirbjó sig fyrir
þátttöku í Heimsmeist-
arakeppninni. Það er
Einar Magnússon, sem
reynir markskot yfir
Hörð Kristinsson. Einar
er í landsliðshópnum,
sem æfa mun af krafti
yfir hátíðirnar, en Hörð-
ur er ,,úti í kuldanum".
Knattspy
Það kann að virðast einkenni-
legt, en er engu að sfður stað-
reynd, að knattspyrnan er sú
grein fþrótta, sem hefur flest
meiðsli iðkenda f för með sér.
Meira að segja hnefaleikar
áhugamanna eru smámunir f
samanburði við knattspyrnuna
hvað meiðsli og slys áhrærir.
Rannsókn á slysum íþrötta-
manna, sem nokkur trygginga-
fyrirtæki í Vestur-Þýzkalandi
létu gera árið 1972, leiddi þetta
m.a. I ljós. I niðurstöðum rann-
sóknarinnar segir, að tæp 3%
þeirra, sem æfa knattspyrnu eigi
á hættu að slasast alvarlega.
Samkvæmt þessari rannsókn er
knattspyrnan langhættulegasta
íþróttagreinin, sem iðkuð er.
Tvær milljónir v-þýzkra knatt-
spyrnumanna lentu árið 1972 I 54
þúsund slysum. Sami fjöldi fim-
leikamanna í V-Þýzkalandi lenti
hins vegar aðeins í tæplega 10
þúsund slysum við æfingar eða í
keppni. I heild náði þessi v-þýzka
rannsókn til 8 milljóna íþróttaið-
kenda — keppnisfólks — og af
þeim fjölda þurftu 90 þúsund að
leita til lækna vegna meiðsla
sinna.
Iþróttir eins og borðtennis,
rnan hættulegust
sund og tennis sleppa bezt frá
meiðslunum og það kemur I sjálfu
sér ekki á óvart þar seirí I þessum
greinum er ekki um átök á milli
manna að ræða. Sambærileg
könnun hefur verið gerð f fleiri
löndum og niðurstöður orðið
svipaðar. Hér á landi hefur könn-
un sem sú v-þýzka ekki enn farið
fram, en hér á eftir fara helztu
niðurstöður könnunar Þjóðverj-
anna.
Fjöldi Fjöldi Meiðsli Hluti f
iðkenda meiðsla f % öllum meiðslum
Knattspyrna 2.000.000 53.910 2.7 59.9
Hjólreiðar 14.000 360 2.57 0.4
Körfuknattl. 46.000. 1.080 2.35 1.2
Handknattleikur 430.000 9.720 2.26 10.8
Júdó 134.000 540 1.83 0.6
Lyftingar 70.000 720 1.03 0.8
Blak 110.000 990 0.90 1.1
Frjálsar fþróttir 350.000 1.800 0.51 2.0
Fimleikar 2.000.000 9.450 0.47 10.3
Tennis 550.000 720 0.13 0.7
Sund 500.000 630 0.13 0.6
Borðtennis 443.000 540 0.12 0.6
iisra
*