Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 34
34 ---------------------------MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBÉR 1974 Eggert Kristjánsson hœsta- réttarlögmaður — Minning Fæddur 16. marz 1922 Dáinn 11. desember 1974 Eggert Kristjánsson hrl. andað- ist á Borgarspítalanum síðla dags þ. 11/12 þ.m. Hann hafði þá háð nokkurra mánaða hetjustríð við óiæknandi sjúkdóm, af karl- mennsku, til hinstu stundar. Egg- ert var fæddur 16/3 1922 og var því 52 ára. Við Eggert vorum skólabræður, þótt hann væri nokkru á undan mér i skóla. Aukin kynni tókust með okkur, þá við stunduðum framhaldsnám í Englandi, en kona mín hafði þekkt Eggert og Björgu eiginkonu hans um langt skeið og hélst sá kunningsskapur og vinátta æ síðan. Eggert var maður störfum hlaðinn alla sina tíð og fjallvegur milii vina, þar sem ég hefi alið aldur all fjarri hans heima. Mér veittist þó sú ánægja, að kynni okkar fóru vaxandi með árunum og átti það jafnt við um eiginkonur okkar. Minnist ég í þessu sambandi hestaferðalaga um óbyggðir, sem við tókum þátt í um árabil, á þeim tíma árs, þegar islenzk náttúra skartar sinu bezta. Gerði ég mér fljótt ljósa grein fyrir miklum og fjölhæfum gáfum Eggerts og mannkostum hans til orðs og æðis. Þá voru haust- og vetrarferðir um fjöll og firnindi unun hans og eyddum við margri helginni á þann veg. I þessum fáu línum ætla ég mér ei þá dui að lýsa jafn margslungn- um manni og Eggert var, enda þessi orð aðeins vinarkveðja. Fram hjá þvi mun þó ei gengið, að ýmislegt var það í skapferli Egg- erts, sem alltaf verður minnis- stætt. Það er álit mitt, að eðlislæg skaphöfn og einkenni hennar dafni eða dofni, til góðs eður ills, eftir samneyti mannsins sjálfs við hug sinn, og móti síðan allt liferni hans. Eggert var lærður maður og vel að sér, bæði í fagi sinu og í bókmennt almennt, en það, sem ég hreifst mest af í fari hans var ekki lært í skóla, þó fremur í skóla lífsins en öðrum, en það var hin næma réttlætiskennd hans. Ég treysti mér ekki til þess að leggja mat á hæfileika Eggerts, en með vissu veit ég að starfs- hæfni hans var mikil og viðmót hans við menn og málleysingja hafði yfir sér sérstæðan þokka. Ég er því þakklátastur honum fyrir þann aukna skilning, sem hann veitti mér á helgi mannsins og réttindum hans. Við tslending- ar erum þeir lánsmenn, ef mið er tekið af þeirri jörð, sem við byggj- um, að vera tiltölulega lausir við fjötra huga og handa, aðra en þá, sem hverjum manni eru hollir og nauðsynlegir og hann undir- gengst sjálfviljugur. Þótt lög- menn okkar þurfi því ekki að eyða miklum tlma i strið við ger- ræðisfull yfirvöld um mannrétt- indi islenskra þegna, er sú tog- streita ætið fyrir hendi, sem mis- rétti getur valdið, og hallar þá oft á þann veikari. Dómgreind Egg- erts var slik og réttlætiskennd svo rik, að jafn vel sé ég hann berjast til sóknar fullnægingu réttlætis sem órofa varnar gegn villudóm- um. Hjá honum sat maðurinn sjálfur, velferð hans og meðferð alltaf í fyrirrúmi. Sem betur fer þurfti Ekkert þvi ekki að ná svo mörgum rangdæmdum úr þeím rimlaklefum, sem svo algengir eru meðai stórra þjóða. En það eru til annars konar klefar með öðruvísi rimlum, sem alltof marg- ir sitja í, og horfa á heiminn aug- um haturs og þröngsýni, sjáandi helst það sem miður fer hjá með- bróður sinum. Ég tel, að Eggert hafi hjálpað mörgum út úr þess- um klefum, og vitundin um slíkan mann veitti þeim hugarfró, sem til þekktu. Eggert leit beint fram- an í menn, og ótrufluðum augum leit hann veröldina, til hinstu stundar, vammlaus og óvitandi um afsláttarmöguleika og aðra höndlun með sannleikann. Góða ferð vinur. Guð gefi þér og þinum styrk. Við hjónin þökkum og kveðjum. Þorlákshöfn að kveldi þess 11. des. Benedikt. I dag verður til moldar borinn Eggert Kristjánsson hæstaréttar- lögmaður. Hann var fæddur 16. mars 1922 á Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Kristján bóndi á Dagverðareyri og kennari á Akur- eyri Sigurðsson bónda á Dag- verðareyri Oddssonar og Sesilía Eggertsdóttir bónda á Möðruvöll- um í Hörgárdal Davíðssonar. Stúdent varð Eggert frá Akureyri 1941 og iögfræðingur frá Háskóla Islands 1947. Hæstaréttarlög- maður og endurskoðandi var hann og auk þess framkvæmda- stjóri viðskiptafyrirtækja. Hann var starfsmaður með afbrigðum og féll aldrei verk úr hendi. Vist mun óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt meðal okkar sunnanstúdenta þegar við áttum i fyrsta skipti að hitta þá félaga okkar að norðan, sem út- skrifuðust vorið 1941 og ætluðu að hasla sér völl hér I háskólanum um haustið. Þessi langþráði dagur rann auðvitað upp og ekki urðum við fyrir vonbrigðum með þá norðanmenn. Það var sannarlega fríður og föngulegur hópur. Einkum vakti þó athygli mína sér- staklega fríður og prúðmannlegur piltur og komst ég fljótlega að því að sá maður hét Eggert Kristjáns- son og var frá Dagverðareyri við Eyjafjörð. Síðar áttu kynni okkar eftir að verða bæði mikil og góð. Við völdum okkur báðir lögfræð- ina að námsgrein og vorum að heita mátti óaðskiljanlegir félag- ar þau 6 ár sem lögfræðinámið tók okkur. Við bjuggum saman i herbergi á stúdentagarðinum í nokkra vetur og lásum saman vetrarpart í húsakynnum þeirra feðga á Akureyri. Þar kynntist ég föður hans valmenninu Kristjáni Sigurðssyni kennara og fleira af því fólki og er mér ljúft að segja hér við þetta sorglega tilefni að allt var þetta fólk með afbrigðum miklir höfðingjar, bæði í sjón og raun svo ég hef fáa ef nokkra hitt þess líka. Mér líða aldrei úr minni þessir áhyggjulausu æskudagar, þegar ég átti kost á að blanda geði við þetta yndislega fólk. I jólaleyfinu var ekið á milli góðbúanna, Akur- eyri, Dagverðareyri, Möðruvellir, Grund, alls staðar var vinum og ættingjum að fagna, alls staðar voru móttökurnar eins og best verður á kosið. Siðar á æfinni hef ég all viða farið og setið margar veislur en nú finnst mér þegar ég lít til baka að engin þeirra jafnist á við þá rausn og höfðingsskap sem ættingjar Eggerts sýndu okkur próflausum lagastúdentum þessa ógleymanlegu vetrardaga fyrir 28 árum. Við gengum tveir saman upp til lagaprófs þann 29. mai 1947 og hlutum báðir gróðar einkunnir, hann þó miklu betri eins og efni stóðu til, þvi að gáfurnar voru alveg óvenjulegar og ástundun öil í besta lagi. Síðan tóku störfin við og er allur ferill Eggerts í þeim efnum óvenju glæsilegur svo sem vænta mátti og stóð hann þó aldrei hærra i þeim efnum heldur en einmitt þegar kallið kom. Um lög- fræðistörf hans og annan embætt- isrekstur munu aðrir rita, sem mér eru um það færari, en allt mun það hafa verið með þvílíkum ágætum að fátitt er, enda ljúka þar um allir upp einum munni. Minningarnar leita á hugann, en hér verður fátt af þeim rakið. Við vorum hvorugir mikið fyrir það að bera tilfinningar okkar á torg og hygg ég að Eggerti vini minum væri það ekki að skapi að ég færi að tiunda á opinberum vettvangi allt það sem okkur fór á milli. Skal það heldur eigi gert. Hitt má gjarnan koma fram að sjaldan hefur mér brugðið verr en þegar ég frétti nú fyrir nokkr- um mánuðum að Eggert væri ofurseldur dauðanum. En ekki heldur þá brást karlmennska hans og manndómur. Ókvfðnir skulum vér örlaga biða öruggir horfa til komandi tíða ganga til hvfldar með glófagran skjöld glaðir og reifir hið sfðasta kvöld. Hafi þessi orð Guðmundar Guð- mundssonar skálds nokkurn tíma átt við er það nú þegar Eggert er kvaddur. Enginn maður sem ég þekki hefur mætt skapadægri sinu jafn ókvíðinn sem Eggert Kristjánsson. Sé það svo að jarðlíf okkar ráði einhverju um það sem á eftir fer, er það líka mjög að vonum að Eggert hafi mátt horfa ókviðinn til framhaldslífsins. Einar Benediktsson segir svo í einu kvæða sinna: Hvert augnablikskast, hvert ædarslag er eillfðarbrot. Þú ert krafinn til starfa. HvaA vannstu drottins veröld til þarfa þess verðurðu spurður um sðlarlag. Nú er komið sólarlag i lifi Eggerts Kristjánssonar. Þessi dagur er liðinn. Það getur eflaust vafist fyrir mörgum okkar að svara þeirri spurningu skáldsins hvað við höfum unnið drottins veröld til þarfa, en Eggert frá Dagverðareyri verður ekki í neinum slikum vandræðum. Allt hans líf og starf beindist aðþvi að gera öðrum gott, hjálpa þeim, sem þess þurftu við án þess að spyrja um önnur laun en þau, sem góð- verkið eitt veitti. Betri drengur hefur trauðla troðið jarðarstig. Verk hans hljóta því að vera drottni þóknanleg og uppskeran eftir því. Ég treysti mér ekki til að fara lengra út í þessa sálma og læt því staðar numið. Eggert kvæntist hinn 17. júlí árið 1954 eftirlifandi konu sinni Björgu, dóttur hjónanna Evu og Valgeirs Björnssonar, fyrrver- andi hafnarstjóra, sem nú sjá á bak ástkærum tengdasyni í hárri elli. Um hjónaband þeirra Eggerts og Bjargar mætti margt fagurt segja, svo samvalin voru þau i öllu, samrýnd svo á betra verður eigi kosið og hvort öðru samboðin. Björg reyndist Eggert alla tíð hin ágætasta eiginkona og þá best þegar mest á reyndi svo sem ævinlega hefur verið aðals- merki mikilla kvenna. Mig brestur orð til að lýsa þeim harmi, sem Björg vinkona min verður nú að bera, enda skal það heldur eigi reynt. En hugljúfar minningar á hún um sambúð þeirra og sú er harmabótin að hún grætur góðan dreng. Ég sendi I lok þessara fátæk- legu kveðjuorða hugheilar sam- úðarkveðjur frá okkur hjónum og börnum okkar til Bjargar, til Gunnars og Kristinar sem nú lifa ein eftir systkinanna frá Dag- verðareyri, til mágafóiks Eggerts, tengdaforeldra hans og allra ann- arra ættingja og venslamanna, sem nú eiga um svo sárt að binda. Eggert vini mínum óska ég góðrar heimferðar í fullri vissu þess að í þeim efnum verður honum raun lofi betri. Einar Agústsson. Kveðja Það mun hafa verið vorið 1948, að við Eggert Kristjánsson kynnt- umst, þótt ég þekkti hann af orð- spori áður. Hann hafði þá fyrir ári lokið embættisprófi i lögfræði. Við vorum því ókunnir í æsku, enda hann fæddur og alinn upp fyrir norðan en ég i Reykjavík. Vegir okkar áttu þó fljótlega eftir að liggja nær hvor öðrum, því að snemma árs 1949 sigldi hann til Englands til framhalds- náms, og vorum við nánast sam- býlismenn I London um nokkurt skeið, þar til ég fluttist heim um haustið sama ár. Þau kynni bundu okkur þeim vináttuböndum, sem aldrei brustu fyrr en nú við lát hans langt um aldur fram. Forsjónin hagaði þvi einnig svo, að við kvæntumst æskuvinkonum, og hefur ávallt verið náinn sam- gangur milli heimilanna, enda búið i nábýli lengst af. I þessu greinarkorni mun ég ekki rekja náms- eða starfsferil Eggerts. Til þess eru aðrir mér dómbærari. Mér varð fljótt ljóst eins og öðrum, sem Eggert kynnt- ust, að hann var óvenjulegrar gerðar og það leyndi sér ekki, að hann var af greindu og gegnu fólki kominn. Framkoma hans og lífsviðhorf bar þess svo ljósan vott. Að eðlisfari var Eggert við- kvæmur í lund og hjálpsamur, svo að óvenjulegt mátti teljast. Þeir eru áreiðanlega margir, sem nutu greiðasemi hans og hollráða, án þess að eiga þess kost að fá að gjalda með öðru en þakklæti sinu. En það, sem líklega einkenndi Eggert mest, var karlmannlegt lífsviðhorf og hæfileiki til að rata beínt að kjarna hvers máls með eðlislægri og óbrigðulli réttlætis- kennd. Hvers konar tvískinn- ungur var honum fjarri skapi. Þessi skaphöfn hlýtur að hafa verið honum hið ákjósanlegasta vegarnesti í þvi Iifsstarfi, sem hann valdi sér. Eggert var að nokkru alinn upp i sveit og gleymdi aldrei uppruna sínum. Það er fagurt við Eyja- fjörðinn og i vöggugjöf fékk hann næma tilfinningu fyrir tign og fegurð íslenzkrar náttúru, sumar- blíðunni og harðneskju vetrarins. Æðaslög íslenzks atvinnulífs bár- ust honum heim að Dagverðareyri úr túnfætinum, en á uppvaxtar- árunum var þar rekin ein stærsta síldarvinnsla landsins. Hvort tveggja mun þetta hafa átt sinn þátt í þvi, að honum reyndist ávallt auðvelt að skilja innri rök íslenzkrar þjóðfélagsbyggingar og skoða hvern hlut frá .fleiri en einni hlið. Það átti fyrir Eggert að liggja að gerast innisetumaður, eins og það er oft kallað. Hins vegar notaði hann hvert tækifæri sem gafst til útivistar, hvort sem var að vetri eða sumri, og voru þau Björg samhent í þvi. Þau ferð- uðust mikið bæði heima og er- lendis, og flest sumur um langt skeið ríðandi í hópi nokkurra góðra vina, oftast gamlar leiðir inn á hálendið. En eins og við mátti búast, þegar Eggert átti í hlut, hlóðust á hann svo mikil störf, einkum seinni árin, að tim- inn til að njóta þessara unaðs- semda eða hvildar varð of naum- ur. Gekk hann þó oft ekki heill til skógar. En starfsgleðin og hugur- inn var mikill og lét hann skeika að sköptu. Eggert átti fjölda vina og var mannblendinn í bezta lagi. Hann var víðlesinn, einkum i islenzkum bókmenntum, og hafði sérstakt yndi af ljóðum. Hef ég fáa heyrt standa honum á sporði, þegar hann las eitthvert ljóða þeirra, er hann hafði mætur á og þurfti þá ekki að styðjast við bókina. Við, sem áðum við Galtará fyrir mörgum árum, gleymum ekki snilldarlestri hans á Ferðalokum Jónasar. Þannig var það víðar á ferðum okkar. Honum var lagið að laða fram þann hugblæ, sem við átti hverju sinni. En nú er Eggert lagður upp í ferðina löngu, sem liggur fyrir okkur öllum að feta, svo að við eigum þess ekki kost að vera sam- ferðamenn um sinn. Er þá skylt að þakka að hafa notió samfylgd- ar og leiðsagnar svo góðs drengs sem Eggert ávallt reyndist. Einar G. Kvaran. Vinarkveðja. Þann 11. desember s.I. andaðist í Borgarspítalanum Eggert Krist- jánsson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi, aðeins 52ja ára að aldri. Það er mikill þjóðarskaði fyrir hina fámennu íslensku þjóð, að missa slikan starfsmann, mitt í úrvinnslu á fjölmörgum trúnaðar- störfum, bæði utan lands og inn- an. Sá missir, þar sem slíkur maður fellur frá á hátindi starfs síns, skilur ekki aðeins eftir djúp sár hjá hans nánustu venslamönnum og vinum, held- ur einnig hjá þjóðinni allri. Við fráfall hans verður lengi autt sæti, sem hann skipaði á svo mörgum sviðum islensks þjóðlifs, bæði hér heima og víða erlendis. Ég kynntist Eggert jafnaldra mínum ekki fyrr en við vorum báðir komnir vel yfir unglingsár- in. Kynni okkar hófust í gegnum sameiginlega vini og þá fyrst og fremst í leik. A þeim árum fórum við ásamt sameiginlegum vinum I styttri og lengri ferðir á hestum, bæði um byggðir og óbyggðir Is- lands, og frá þeim ferðalögum á ég margar ógleymanlegar minn- ingar, sem hægt er að verma sig við, nú að leiðarlokum. Þó að hestaferðalög okkar vinanna beri hátt í minningasjóðnum þá áttum við með vinum okkar margar og góðar minningar um önnur ferða- lög og vinafundi. Þar var hann ávallt hrókur alls fagnaðar. Spurði mikið og sagði skemmti- lega frá; margfróður, og umfram allt söngvinn. Hann elskaði að syngja og fá aðra til að syngja með. Kunni urmul af vísum og kvæðum og vildi fá alla viðstadda til að samfagna á gleði-fundum. Allar þessar mörgu minningar um sólskinsstundirnar i lífi okkar og okkar sameiginlegu vina, rifj- ast nú upp á kveðjustund. Þær ylja nú hjarta mitt og vina hans, og ég er sannfærður um, að ein- mitt þessar minningar eiga eftir að hjálpa okkur til að komast yfir söknuðinn, og þá um leið að vera þakklát forsjóninni fyrir að hafa gefið okkur hann að vini og sam- ferðamanni, þó þetta lengi. Mér hefir nú dvalist um stund við minningar mínar um Eggert og samferðamennina, þar sem æskuþrótturinn og framtiðarvon- irnar réðu ferðinni og þar sem samverustundir okkar voru næst- um alltaf gleðimót. Um starf hvers og eins var ekki mikið rætt, það hæfði öðrum vettvangi. En svo kom að þeim þætti I samskiptum okkar, sem ég minn- ist best og lengst, þrátt fyrir hve ljúfar og góðar endurminningar eru frá þeim tíma, er ég hefi áður lýst. Þá kynntist ég alvöru lífsins með honum. Þá kynntist ég starfs- manninum Eggert Kristjánssyni. Það var mikill lærdómur og skóli, að fá að fylgjast með hvernig Egg- ert vann úr verkefnum sínum. Sjá hvernig hann tengdi saman þekk- ingu sina við samviskusemi og heiðarleik i öllum störfum. Fyrir nokkrum árum tók hann að sér erfitt og vandasamt verk fyrir mig. Þó að hann gerði sér í upphafi fulla grein fyrir hversu gifurlega vinnu yrði að leggja í þetta mál, þá tók hann það að sér með þeim einlæga ásetningi, að ekkert skyldi frá honum fara nema það væri full unnið, án til- lits til þeirra vinnustunda, sem í það væri lagt. Við það stóð hann til hinsta vinnudags. Við sátum saman og unnum að þessu dag eftir dag, mánuð eftir mánuð að meira eða minna leyti i 4 ár, eða þar til starfskraftar hans þrutu. Stundum urðum við þreyttir á miðjum starfsdegi, þá stakk hann upp á að við færum i stutta gönguferð til hressingar og hvíldar, og það gerðum við oft. Að ganga úti i hressandi svölu ís- lensku lofti, það er allra meina bót. Það styrkir jafnt líkama og sál, sagði hann oft við mig. Reynd- ar gekk hann mikið og oft og þá sérstaklega með konu sinni. Það voru hans unaðsstundir. Fyrir allar þessar samveru- stundir okkar á ég mikið að þakka, svo mikið, að það verður aldrei fullþakkað. Það var mikill lífsskóli fyrir mig, að hann skyldi gefa mér svo mikinn tima af sinni stuttu starfsæfi. Þessar stundir með góðvini minum eru mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.