Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974 „Hugurinn þangað þrengist lengi” Þórleifur Bjarnason: □ Hreggbarin fjöll □ Al- menna bókafélagið, Reykjavík 1974. Þórleifur Bjarnason er bæöi fræðimaður og skáld. Frá hans hendi kom fyrst hin merka Horn- strendingabók, sem nú mun brátt koma út í aukinni og endurskoð- aðri útgáfu. þá átti hann mikinn og góðan þátt í hinu vandaða rit- verki Sléttuhreppur 1702—1952, og 1960 kom út á kostnað Al- menna bókafélagsins bókin Hjá afa og ömmu, bernskuminningar Þórleifs úr Hælavik, færðar i skáldlegan búning. Svo er þá skemmst að minnast bókarinnar Aldahvörf, sem ég hef þegar getið hér í blaðinu. Fyrsta skáidrit Þór- leifs var hin stutta saga Og svo kom vorið. Hún kom út 1946 á kostnað Þorsteins M. Jónssonar. Tveimur árum siðar gaf Norðri út skáldsöguna Hvað sagði tröllið? — og var hún gefin út að ráði Kristjáns Karlssonar. Annað bindi þeirrar sögu kom út hjá sama forlagi 1958. Það heitir Tröllið sagði. Þessi mikla saga gerist upp úr aldamótunum á Hornströndum, og er merkilegt heimildarrit og skáldrit, en hefur ekki vakið verðuga athygli, og mun það ekki sízt vegna þess, að Þórleiíur hefur ekki verið tengd- ur bókmenntalegum klikum höf- uðstaðarins. Ég leyfi mér að segja frá bví, að þá er hafizt höfðu nokkur kynni með þeim Þórleifi og Wiiliam Heinesen, sendi Þór- leifuv Heinesen þessar tvær bæk- ur. Heinesen skrifaði siðan Þór- leiii merkilegt bréf, þar sem hann lét ótviiætt í ljós, hve mikið hon- um fanust til um söguna, bæði • 'ningarlegt heimildarrit’ og skáldrit. Því miður hefur Þórleifi ekki ennþá gefist tóm til að ganga frá lokabindinu, s. .i á að bera heitið: Manna- þefur í helli mínum; segir þar frá eyðingu byggðarinnar á Hornströndum. Arið 1955 komu út eftir Þórleif Þrett- an spoi, bók sem hefur að geyma þrettán smásögur, allar allvel gerðar og sumar með ágætum. Þess skal að lokum getið. að Þói- leifur er mjög vel hagmæltur, og sagna- og skemmtimaður er hann fágætur í hópi vina og góðkunn- ingja. Hann hefur og sýnt það, að hann er góður leikari. Lék hann á Akranesi séra Sigvalda í Manni og konu, og hef ég heyrt Brynjólf Jóhannesson bera mikið lof á leik hans í því hlutverki. Nú er svo út komið hjá Al- menna bókafélaginu safn tiu smá- sagna eftir Þórleif, og heitir sú bók hinu kuldaiega nafni Hregg- barin fjöll. Fyrsta sagan í bókinni ber hið látlausa heiti Fylgdarmaður, og vissulega er og sagan sögð af fyllsta látleysi. En hún er einmitt glöggt dæmi þess, hve snjall smá- sagnahöfundur Þórleifur er, þar sem honum tekst allra bezt upp. Sögumaðurinn þarf fyrir hvern mun að komast sér ókunna bæjar- leið og vill ekki láta hrakviðri tálma för sinni, þó að leið hans liggi um tæpa og svellaða berg- stalla, sem eru ennþá háskalegri en ella þennan dag, þar eð vitað er, að brim, littstæður stormur og slydduél muni leggast á eitt um að torvelda ferðina. Úr allstórum hópi manna fæst aðeins einn til að takast á hendur til að fylgja sögumanninum, enda auðheyrt, að allir telja förina auðsæja lifs- hættu. Sögumaður verður þess vís, að Hallmundur, sem vill taka að sér fylgdina, þykir maður ærið tortryggilegur, en sögumaður læt- ur það ekki aftra sér. Lesandinn verður þess svo sannarlega vís af ferðarlýsingunni, að ekki hefur verið of mikið úr því gert, hver háski biði á leiðinni, en einnig kemst hann að raun um, að Hall- mundur er fágætur maður aó þreki, þori, snerpu og leikni. Að leiðarlokum segir hann sögu- manni, að hann hafi verið ákærð- ur fyrir innbrotsþjófnað, sökin ekki verið sönnuð, en hins vegar hafi hann æ síðan verið talinn þjófur. Nú hefði margur sögu- smiður látið söguna enda á því, að Hallmundur lýsti yfir sýknu sinni, en Þórleifur endar söguna þannig: „Já, mér var sleppt, sannaðist ekkert, og ég játaði ekki heldur." Hann glotti þrjózkulega. „En nú veiztu, hvern þú hefur haft að fylgdarmanni," sagði hann. Svo stóð ann snöggt á fætur og rétti mér höndina. „Ég þakka þér.. .“ „Ég á þér meira að þakka,“ greip hann fram í, „en það skilur þú ekki —og kannski ekki von.“ „Sá sem saklaus er sakfelldur, hefur litið að þakka,“ sagði ég. „Hver segir, að ég sé saklaus. Það hefur ekkert sannast í mál- inu.“ Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Og hann sneri sér snögglega frá mér og hljóp við fót inn fjöruna þangað sem óveðrið lék við ófæri- rönd og brimrótið svarraði neðan tæprar bjarggötu." Endir og gerð síðustu sögunnar, sem heitir Vegurinn yfir heiðina vitnar ekki slður en sú fyrsta um hæfni Þórleifs til mannlýsinga og söguforms, og sama má raunar segja um Hreggbarin fjöll og Far- artálma, sögu sem leynir skemmtilega á kostum sínum, svo látlaus sem hún er. Ádeilusögurn- ar Beðið eftir björgun og Flótta- maður eru og vel skrifaðar og endirinn haglegur, og ekki má siður segja það sama um Glerið mitt góða. Þar forðast höfundur þá freistni að láta hinn glæsilega erlenda heimsmann komast í tygi við Ásu húsfreyju sem leigir hon- um herbergi, en leggur áherzlu á þá nýjunga- og lífsþægindafikn, sem furðusýnirnar í glerkúlu út- lendingsins vekja hjá henni, og gerir skáldið hana þannig að full- trúa velsældarvímunnar. Sagan Landvörn er vel gerð, en það spill- ir henni, hve lík hún er smásög- unni Nýir siðir, eftir snillinginn Þóri Bergsson, — svo lík er hún henni allt fram að lokum, að auð- sætt er, að annað tveggja hefur Þórleifur ekki þekkt þá sögu — eða alls ekki minnzt hennar. End- ir sögunnar er þó bót í máli. 1 sögulokin lætur Þórir Bergsson hina brezku hermenn skjóta bæði Önund gamla og dótturson hans, en Þórleifur lætur þá fá slika virðingu fyrir þrjózkri reisn Steins bónda Jónssonar, að þeir skerða ekki hár á hans höfði. Hófadynur virðist mér einna sízt formuð sagnanna, en samt engan veginn illa gerð. Svo er það þá langlengsta saga bókarinnar. Þó að allar sögurnar geti samhæfzt vestfirzkri náttúru, er það sú lengsta, Stöðin handan flóans, sem er í nánustum tengslum við átthaga Þórleifs og beiskju hans út af eyðingu byggðarinnar í Sléttuhreppi, Grunnavikurhreppi og raunar víðar á Vestfjörðum, til dæmis i heimasveit þess, er þetta ritar. Það var og fyrst og fremst sagan sú arna, sem skaut að mér heitinu á þessu greinarkorni. Ég minntist sem sé við lestur hennar eftirfarandi erindis úr 3ja man- söng Númarímnaskáldsins góða úr Rifgirðingum á Breiðafirði: „1 fleiri lönd þó fengi drengir forlaganna vaðið sjó, hugurinn þangað þrengist lengi, sem þeirra fögur æskan bjó.“ 1 þessari sögu kveður eydda heimbyggð sina og sjálft lífið sá maður, sem sýnt hefur henni mesta tryggð. Eftir að hún eydd- ist, hefur hann á hverju vori leit- að á vit hennar og dvalið þar sumarlangt, slegið túnið á sínu gamla býli, en annars ráfað með byssu um fjöll og strendur eða dorgað á miðum vfknanna og fló- ans; seinustu sumrin hefur hann raunar þyrmt þar refum og selum og notið þess að búa i friði með þessum byggðinni tryggu lífver- Þórleifur Bjarnason um. Nú hefur læknir kveðið upp yfir honum dauðadóm, hjartað er að gefast upp á sinni löngu og erfiðu þjónustu. Svo heldur hann á farkosti sínum brott úr kaup- staðnum, þar sem hann hefur haft vetursetu, og stefnir i stormi og hættulegu sjólagi yfir flóann til síns gamla heima. Er mikill meiri hluti sögunnar lýsing á baráttu hans við storm og úfnar öldur og á þeim hugsunum, sem að honum sækja á leiðinni. Sumar eru sprottnar af beiskju, en aðrar höfða til ljúfra en nú sárra minn- inga, svo sem æsku hans um gleði- leiki uppi við Álfhól með einu kvenverunni, sem hann hefur unnað um dagana, en ekki notið — einmitt þá konu hefur hann nýlega hitt i kaupstaðnum, ein- mana, lotlega og sem skugga þess, er hún einu sinni var. Helzt mundi það mega finna að þessari sögu, að söknuður höfundarins sjálfs geri hann um of margorðan og mál hans of þrungið sjálfsvió- Framhald á bls. 26 Morgunst j arnan Morgunstjarnan □ Höf- undur: Marylis □ Mynd- ir: Systir José Van Peer □ Þýðing: Torfi Ólafs- son □ Prentun: St. Fran- ciskussystur Stykkishólmi □ ÍJtgefandi: Kaþólska kirkjan á Islandi. Jarðraki og loðsilungur Jón Gíslason: □ ÍJR FARVEGI ALDANNA. □ Annað bindi. □ Skuggsjá 1974. JAÐRAKI er að sögn Jóns Gísla- sonar vitrasti fuglinn í Flóanum. Jón hefur skemmtilega sögu af jaðraka og ferðamanni eftir föð- urbróður sínum, Hannesi Jóns- syni á Stóru-Reykjum. Ferða- maðurinn var á leið um neðan- verðan flóann þar sem hann er hvað blautastur og var ókunnug- ur á þessum slóðum. Með dálæti sínu á hljómmiklum lýsingarorð- um lýsir Jón landslaginu m.a. svo: Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON „Þar voru keldur hræðilegar, for- æði hryllilegt, flóð botnlaus og sökk og lausajörð skelfileg og ógnandi". Það er skiljanlegt að ferðamaðurinn hafi verið I vanda staddur. En hann tók eftir þvi að jaðraki fylgdi honum eftir eins og hann vildi leiðbeina honum. Hann lagði við eyrun og þóttist skilja hvað jaðrakinn var að segja. Þegar ferðamaðurinn mátti halda áfram sagði hann ,,Vadduí“ (vaddu út i), en þegar hann átti aó halda kyrru fyrir sagði hann „Stattui" (stattu í). Ferðamaður- inn nauí leiðsagnar jaðrakans uns hann kom að Ölfusá, en þá var hann úr allri hættu. Jón Gíslason segir fleiri jaðrakasögur, m.a. um spádóms- gáfu fuglsins og birtir fleiri orð úr máli hans. Hann segir lika frá auðnutittlingi, spóa, tjaldi, smyrli, lóm og himbrima. Er margt fróðlegt í -þessum þáttum af fuglum og hegðun þeirra og nýtur Jón frásagna Gisla föður síns og Hannesar, sem fyrr var nefndur, en þeir bræður söfnuðu eggjum fyrir P. Nielsen, verslunarstjóra við Lefolíverslun- ina á Eyrarbakka. Heimild að sögu um dularfullt hvarf kálfs frá Gegnishólum i Flóa sækir Jón til ömmu sinnar Kristínar Þorláksdóttur. En Jón lætur sér ekki nægja að endur- segja frásögn ömmu sinnar, heldur teygir óþarflega úr sögu- efninu. Honum er mikið í mun að fræða lesendur, en fróðleikur hans er of almennur í þetta skipti, gerir ekki annað en draga úr áhrifum sögunnar. Merkasti kaflinn í bók Jóns Gíslasonar er Loðnusilungurinn í Úlfsvatni í Vörðufelli. í þessum kafla er sögð saga, sem er dæmi- gerð fyrir islenska þjóðtrú. Jón Gislason segir að þjóðtrúin eigi sínar skýringar, „sem ekki eru vandabundnar hinum eðlilegu JAn Gfslason. rökum raunvísinda og sanninda", og bætir við: „Sú trú er mér heill- andi. Hún er mér sönn í rökum sínum og eðli“. Þetta eru grund- vallaratriði, sem hver sögumaður verður að tileinka sér, ef einhver á að trúa honum. Jón Gíslason skýrir frá því að gömul kona, Þóra Jónsdóttir frá Álfsstöðum á Skeiðum, hafi sagt honum þessa sögu. „Hún sagði ljóst og alþýðlega frá. Mál hennar var hreint og fagurt, frá- sagnastíll hennar mótaður af munnlegri frásögn eingöngu,“ segir Jón. Hann kveðst vita að hann nái ekki að segja söguna með sama hætti og gamla konan. Eftir lýsingu hans að dæma á ósvikinni list gömlu konunnar hljóta lesendur að taka undir þau orð. Málalengingar spilla nokkuð fyrir eðlilegum gangi sögunnar, en þrátt fyrir ýmsa vankanta er þetta minnisstæð saga. Sagan greinir frá silungsveiði í Úlfsvatni í Vörðufelli og læknum, sem úr vatninu rennur. Sam- kvæmt þjóðtrúnni var mikill silungur áður fyrr í Úlfsvatni. Bændurnir á Alfsstöðum og Birnisstöðum voru helstu keppinautar um veiðina, enda var afkoma þeirra að miklu leyti komin undir veiðinni. Svo fór að Álfsstaðabónd- inn veiddi lítið sem ekkert í vatninu, en veiði Birnisstaða- bóndans óx mjög. Álfsstaðabónd- inn fékk þá mann undan Eyja- fjöllum sér til aðstoðar. Hátterni þessa manns var hið kynlegasta, en fljótlega eftir að hann kom breyttust hlutföll veiðinnar Álfs- staðabónda i hag. Bóndinn á Birnisstöðum var nú orðinn áhyggjufullur og leitaði til manns úr Mýrdal sem kunni veiðigaldur, en þá var helst að finna i Skafta- fellssýslu. Hinn fjölkunnugi veiðimaður á Álfsstöðum varð þá að lúta I lægra haldi. Hann sætti sig ekki við það og þuldi særingar og bölbænir yfir vatninu með þeim árangri að ekkert veiddist nema óætur loðsilungur eftir það. Jafnvel landið blés upp. Sjálfur hvarf hann á braut, en eftir lá Mýrdælingurinn dauður i kofa sínum. Hann hafði étið hina eitruðu veiði. 1 þessari forneskjulegu sögu er að finna skýringu þjóðtrúarinnar á veiðileysi í Úlfsvatni. Gaman hefði verið að Jón Gislason rifjaði upp fleiri sögur Þóru Jónsdóttur. Því er ekki að heilsa í þessu bindi Úr farvegi aldanna. Ögetið er langra kafla, sem nefnast Fyrirhleðslan á Brúna- staðaflötum árið 1889 og Sagnir frá smiði Þjórsárbrúarinnar. Þessir kaflar styðjast að mestu við heimildir, sem mörgum eru kunnar, en innan um eru upplýs- ingar, sumar smálegar, aðrar for- vitnilegar, sem Jón hefur fengið hjá sveitungum sinum. Þetta er hugþekk saga um lít- inn engil. Eitt sinn, á jólum, hélt hann til jarðar með Jesúbarninu. Litli engillinn brann af löngun t.þ.a. gera vel, en flest fór honum úrhendis, og við leiðarlok á jörðu varð honum ljóst, að hann hafði ekki farið nógu vel með þær gjaf- ir sem honum var falið að flytja til þægu barnanna á jörðinni. Þá grípur hann til þess ráðs, sem síðar varð honum til mikils hugar- angurs. María mey kemur honum þá til hjálpar, og allt fer vel að lokum. Þetta er falleg saga, lofsöngur um gjafmildina, í heimi Guðs átt þú alltaf einhverja gersema hans að rétta fram, hversu tóm sem þér kann að virðast hönd þín til gjafa. Mér varð hugsað við lestur sög- unnar: Er þetta ekki sagan um nunnurnar sem koma hingað t.þ.a. gefa sjálfar sig í þjónustu við sjúka bræður og systur? Kannski ekki, en þó veit eg, að Bókmenntlr Sigurður Haukur Guðjónsson skrif- ar um barna- og unglingabækur þau ykkar, sem notið hafa að- hlynningar þeirra, munu mér sammála, er ég líki þeim við engla, sem okkur eru sendir I fylgd Jesúbarnsins. Þýðing Torfa er ágæt. Myndir bókarinnar eru mjög vel gerðar. Allur frágangur til fyrirmyndar. Ég vil og minna á tvær mynda- bækur, gerðar um biblíutexta gefnar út af Kaþólsku kirkjunni: Fieðing Jesú og Jesús kyrrir storminn á vatninu. Myndir beggja bókkornanna eru eftir De Kort, einfaldar að gerð, snotrar. Frágangur útgefanda til sóma, letrið skýrt og stórt, auðvelt ung- um börnum. Eg hló, er ég sá hve auðvelt er að breyta h í k. Þökk fyrir vel unnin verk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.