Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974
35
meira virði að reynslu og lærdómi
en orð fá lýst.
Nú á þessari kveðjustund, er
við nú kveðjumst að sinni, viljum
við Þórunn þakka honum alla
samfylgdina, fyrir allt traustið og
öryggið sem hann gaf okkur, ekki
síst á erfiðum tíma.
Björgu konu hans vil ég einnig
þakka fyrir allar stundirnar sem
við Eggert unnurn saman á heim-
ili þeirra. Hún var ávallt örv-
andi og gleðigjafi. Hún taldi
ekki eftir hinn langa vinnu-
dag hans, þó að einkastundir
þeirra yrðu færri i staðinn.
Hún var einkar skilningsrík
á mann sinn og allt hans starf,
var styrkur hans og stoð og nú
siðast i hans erfiðu veikindum.
Hún vék ekki frá sjúkrabeði hans
og gerði allt sem hún gat til að
létta honum þjáningarnar. Styrk-
ur hennar og ást komu þá skýrast
i ljós.
Við Þórunn sendum henni okk-
ar hjartans bænir á þessari
stundu, em von um að minningin
um hinn góða dreng verði henni
huggun og örvun á sorgarstund.
Tengdaforeldrum, systkinum og
öðrum ættingjum hans, sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Nú hefir minn göði vinur og
velgjörðamaður lagt upp i ferðina
miklu á undan okkur hinum, sem
eftir erum nú. Hann átti miklu
starfi ólokið, er kallið kom. En því
trúi ég og veit, að hann hafði
verið kallaður til „meira að starfa
Guðs um geim“. Sú fullvissa verð-
ur okkur vinum hans mikil hugg-
un, á meðan við bíðum sjálf eftir
kallinu mikla.
Að iokum vil ég kveðja minn
kæra vin, á sama hátt og hann
kvaddi sameiginlegan vin okkar
fyrir nokkrum árum.
Vinur
Far þú f friði.
FriðurGuðs þig biessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
Guð þér nú fylgi.
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Friðrik Jörgensen.
Þegar sá, sem þetta ritar, hóf
nám við lagadeild Háskólans
haustið 1941 ásamt ailmörgum
skólabræðrum frá Menntaskólan-
um í Reykjavík, settust við hlið
okkar nokkrir ungir menn, braut-
skráðir frá Menntaskólanum á
Akureyri þá um vorið. Við
sunnanmenn höfðum heyrt sitt-
hvað lofsvert um Menntaskólann
á Akureyri og þá liklega ekki sist
um rómaða stjórn Sigurðar
Guðmundssonar skólameistara
þar á staðnum, en það má víst
fullyrða, að enginn okkar átti von
á, að þaðan kæmi jafn fjölmennt
lið ágætra manna og raun varð á.
Einn þeirra var Eggert
Kristjánsson frá Dagverðareyri,
sem nú er látinn. Þetta haust
fyrir rúmum 30 árum hófust
kynni okkar og vinátta sem hélst
jafnan síðan.
Eggert lauk lagaprófi vorið
1947 með hæstu einkunn þeirra
17 kandidata, sem þreyttu próf að
því sinni. Hann stundaði fram-
haldsnám í sjórétti og trygginga-
rétti i London og varð siðar lög-
giltur endurskoðandi og hæsta-
rétarlögmaður. Um skeið veitti
hann forstöðu fyrirtækjunum
Desa h.f. og Vélum h.f., auk þess
sem hann var aðstoðarfram-
kvæmdastjöri Vélasölunnar h.f.,
en þessi fyrirtæki önnuðust m.a.
kaup á fjölmörgum fiskiskipum
frá Austur-Þýskalandi og Pól-
landi.
Þannig var starfsferill hans og
er þó aðeins stiklað á stóru. En
þessi upptalning segir vitanlega
ekkert um manninn sjálfan.
Eggert var maður hlédrægur að
eðlisfari og honum var litt að
skapi að trana sér fram. Hæfi-
leikar hans, skarpskyggni
og greind duldust þó engum,
sem áttu við hann per-
sónuleg kynni. Hann naut
því sívaxandi álits sem end-
urskoðandi og hæstaréttarlög-
maður og auk þess var hann i æ
ríkara mæli kvaddur til dóm-
starfa sem meðdómandi í ýmsum
málum, þar sem sérþekkingar
hans þurfti við og í ríkisskatta-
nefnd átti hann sæti frá 1972. öll
þessi störf Eggerts einkenndust
af kröfuharðri samviskusemi og
þeim heiðarleika, sem hvorki gef-
ur kost á undanslætti né mála-
miðlun.
Hvort sem hann sótti mál fyrir
skjólstæðing sinn eða sat í
dómarasæti var honum jafnan
rikast í huga að upplýsa allar stað-
reyndir máls svo unnt væri að
leggja á það hlutlægan dóm. Eng-
in fyrirhöfn var of mikil, þegar
afla þurfti gagna, er kynnu að
varpa nýju ljósi á málsatvik. 1
Hann flutti mál sitt af hógværð og
háttvisi og þessir eiginleikar voru
raunar einkenni hans og aðals-
merki.
Hann var gæddur svo ríkri rétt-
lætiskennd, að honum hefði
aldrei komið til hugar að kasta
höndum til nokkurs máls, er hon-
um var trúað fyrir, hversu smátt
sem eitthvert einstakt atriði þess
gat virst í augum annarra. Þeir,
sem nutu vináttu hans og leið-
sagnar, mátu hann líka því meira
sem þeir kynntust honum betur.
Ég heimsótti hann nokkrum sinn-
um á sjúkrahúsið þar sem hann
háði langa og stranga baráttu við
ólæknandi sjúkdóm. Hugur hans
var þá einatt bundinn við verk-
efni, sem hann átti óleyst fyrir
skjólstæðinga sína og vildi ljúka
áður en það yrði um seinan.
Með Eggert Kristjánssyni er
fallinn í valinn einn mætasti lög-
fræðingur þessa lands. Eftirlif-
andi konu hans, Björgu Valgeirs-
dóttur, og öðrum venslamönnum,
sendi ég og fjölskylda mín
samúðarkveðjur á þessari stundu
sárrar reynslu. Sjálfur þykist ég
þess fullviss, að nú þegar Eggert
leggur mál sitt í þann dóm, sem
allra bíður að lokum, verður hann
dæmdur eftir þeim gögnum, sem
hann hefur aflað á lifsferli sínum
og þeim dómi þarf þessi góði
maður áreiðanlega ekki að kvíða.
Guðm. Vignir Jósefsson.
Afram —og allfaf heim
inn gegnum sundin blá.
Guðirnir gefa þéim
glpði sem landið sjá.
Loks pftir langan dag
leit ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli ég inn Eyjafjörð.
ÞANNIG orti Davið Stefánsson
frá Fagraskógi, um fjörðinn
þeirra, sýslungi Eggerts Krist-
jánssonar. Ég stanzaði við þetta
ljóð þegar ég fór að hugsa um
Eggert af því að ég veit hvað
honum þótti vænt um fjörðinn
sinn. Ég held að honum hafi þótt
meira og meira vænt um hann
eftir þvi sem árin liðu. Það eru
ekki nema fáir dagar siðan við
ræddum saman um Eyjafjörð, og
hann sýndi mér gullfallegar
myndir af æskuheimili sinu, Dag-
verðareyri. Þar standa falleg hús
i fögrum garði, verk foreldra
hans, og þangað Ieitaði hugur
hans oft I seinni tið.
Eggert Kristjánsson fæddist á
Akureyri 16. mars 1922 og lést á
Borgarspitalanum hér í Reykja-
vik 11. desember 1974. Hann
kvaddi því þennan heim aðeins 52
ára gamall.
Foreldrar hans voru hjónin
Kristján kennari Sigurðsson
bónda á Dagverðareyri Oddssonar
bónda á sama stað Jónssonar og
konu hans Rannveigar Jónsdóttur
frá Syðra-Hóli, og Sesselja
Eggertsdóttir bónda á Ytri-
Tjörnum og Möðruvöllum í
Hörgárdal Daviðssonar og konu
hans Jóninu Kristjánsdóttur.
Foreldrar Eggerts voru óvenju-
lega vel gerðar manneskjur, hún
nærgætin, fögur, vel gefin, hlý og
myndarleg i besta lagi, en hann
góður bóndi og áhugasamur um
félagsmál. Hann sat m.a. lengi í
hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps,
var i stjórn Kaupfélags Eyfirð-
inga í mörg ár og einn af aðal
hvatamönnum að stofnun
Mjólkursamlags K.E.A. Formaður
var hann í Búnaðarfélagi Glæsi-
bæjarhrepps frá stofnun þess til
dauðadags, og búskap stundaði
hann á Dagverðareyri jafnframt
því sem hann var kennari á Akur-
eyri. Kristján var góður söng-
maður, var m.a. einn af stofn-
endum Karlakórsins Geysis á
Akureyri og félagi i honum á
þriðja áratug.
Eggert var því af góðu fólki
kominn i báðar ættir. Lif hans og
lífsskoðun bar þvi glöggt vitni að
hann var alinn upp á stóru
myndarheimili i hópi margra
mannvænlegra systkina, við hin
fjölbreytilegustu störf heima á
Dagverðareyri og við sildveiðar á
sumrin eftir að hann fór að
þroskast. Snemma hneigðist
hugur hans til mennta, og fór
hann því ungur í Menntaskólann
á Akureyri og lauk þaðan stúd-
entsprófi vorið 1941. Um haustið
settist hann i Háskólann, las þar
lög og lauk prófi 1947. Eggert
gekk mjög vel í skóla, enda fram-
úrskarandi vel gefinn og góður
námsmaður.
Eftir prófið fór hann að starfa
hér í bæ á lögfræðiskrifstofu, en
fór utan til London snemma árs
1949 og var þar við framhaldsnám
i sjórétti og sjóvátryggingarétti í
eitt og hálft ár.
Eftir heimkomuna tók hann til
við lögfræðistörf og endurskoðun,
fyrst hjá Ragnari Ölafssyni hrl. og
siðan á endurskoðunarskrifstofu
Kolbeins Jóhannssonar & Co.
Hann lauk prófi sem löggiltur
endurskoðandi 1963, og hæsta-
réttarlögmaður varð hann 1970.
Auk lögfræði- og endurskoðun-
arskrifstofu veitti Eggert Krist-
jánsson fyrirtækinu Desa h.f. for-
stöðu um skeið, en á þess vegum
voru fluttir inn nokkrir tugir
togara og báta frá A.-Þýzkalandi.
Var það vandasamt starf eins og
slík störf eru jafnan, en Eggert
fórust þau vel úr hendi. Kynntist
hann þá mörgum sjómönnum, út-
gerðarmönnum og skipstjórum,
sem lærðu að meta hann og báru
til hans traust og hlýjan hug. Þá
starfaði Eggert um nokkurra ára
skeið í nánu sambandi við Véla-
söluna h.f. og annaðist mörg og
mikilvæg samningastörf fyrir
hana, bæði við skipakaupendur
hér á landi og við erlendar skipa-
smiðjur I Noregi, Póllandi og
Þýskalandi.
Eggert tók mikinn þátt i félags-
málum, var um skeið i stjórn Fé-
lags löggiltra endurskoðenda og
átti sæti í Lögmannafélagi Is-
lands.
Eggert var ágætur lögfræðing-
ur og endurskoðandi. Hann var
vandaður, samviskusamur og
drengur góður i hvivetna. Þeim
málum var borgið sem hann tók
að sér, og fyrir marga sem erfitt
áttu af ýmsum ástæðum vann
hann vel og mikið.
Eins og ljóst er af ofantöldu
kom Eggert Kristjánsson víða við
þótt starfsævi hans yrði ekki löng.
Afkastageta hans var með ólík-
indum, enda var hann vinnufær
með ágætum og eftir hann liggur
óhemjumikið starf.
Hann var gæddur mjög góðrf
greind og var því fljótur að átta
sig á hinum flóknustu málum sem
hann þurfti að takast á við. En
ríkasti þátturinn i fari hans var
frábær samviskusemi, og einnig
hafði hann til að bera mjög næma
og sterka réttlætistilfinningu,
liklega meiri en aðrir menn sem
ég hef þekkt. Ráð hans voru
traust og réttlát og auðvelt eftir
þeim að fara. Það var því ekki
óeðlilegt þótt eftir honum væri
sóst til dómarastarfa i hinum
erfiðustu málum nú seinni árin.
Og að öðrum ólöstuðum hefur
ekki verið auðvelt að finna hæfari
mann i Rikisskattanefnd, en þar
hefur hann setið að undanförnu.
Eggert Kristjánsson var vel
meðalmaður á vöxt, frekar grarin-
vaxinn, en samsvaraði sér vel.
Hann var fríður sýnum, dökk-
hærður, með liðað hár, augun
fögur og svipurinn drengilegur.
Hann var stilltur maður og
prúður, geðgóður og hjartahlýr og
mátti ekki aumt sjá. Höfðingi var
hann heim að sækja, og við hann
var gott aó blanda geði.
Eggert Kristjánsson kvæntist
17. júlí 1954 Björgu Valgeirs-
dóttur Björnssonar frv. hafnar-
stjóra i Reykjavík. Við hjónin átt-
um margar ánægjustundir að
heimili þeirra Bjargar og Eggerts
að Selvogsgrunni. Við Eggert
vorum vinir í áratugi, og okkur
Ingu var boðið i brúðkaup þeirra.
Frá þeirri stundu hefur verið vin-
átta á milli heimila okkar.
1 ótalin sumur höfum við
ferðast saman á hestum um há-
lendi lslands. Vart er til sú leið
milli Norður- og Suðurlands að
við höfum ekki kannað hana.
Fjallaferð á gæðingum með tjöld
og nesti var sumargleði okkar.
Frá slíkum feróum eru í hugum
okkar margar ógleymanlegar
endurminningar. Sumar þeirra
eru tengdar tjaldlífi, þegar við
höfðum loksins ná áfangastað
lúin og þreytt. Aðrar eru tengdar
villu og óhöppum á Sprengisandi
eða sandbleytu við Arnarfell hið
mikla, eða þá er Inga tindi handa
Björgu og Eggert blómvönd úr
grösum fjallanna á brúðkaups-
degi þeirra og færói þeim, en við
vorum einmitt oft á fjöllum þann
júlidag. En flestar endurminning-
arnar eru tengdar náttúrufegurð,
mismunandi fjallasýn sem hvergi
er að finna nema i óbyggðum —
og þá helst á ákveðnum tima
sólarhingsins þegar sólin er að
koma upp og varpar gulllitaðri
slæðu yfir bláa fjallstinda eða á
fannhvíta jökla. Slik sjón
magnast í fegurð sinni ef örvilj-
ugur gæðingur ber mann á
kostum eftir götuslóðum, tifar við
taum, tryggur mél og ber sig hátt,
„Betra á dauðlegi heimurinn
eigi“.
1 sumar leið fórum við nokkrir
vinir i slíka ferð norðan úr Skaga-
firði suður Kjöl. Eggert og Björg
komu heim á föstudegi frá Pól-
landi, en þar hafði Eggert verið í
samningum um togarakaup. Þau
flugu norður i Eyjafjörð og gistu
á Dagverðareyri hjá Gunnari,
bróður Eggerts, sem þar býr
ásamt syni sinum Oddi. Næsta
dag ók Oddur þeim hjónum
vestur í Skagafjörð. Við riðum
suður yfir Kiðaskarð í Stafsrétt.
Veðrið var eins og best verður á
kosið. Við stönsuóum aðeins hjá
Sveini á Varmalæk um leið og við
fórum um hlaðið. Sveinn var
góður vinur okkar sem oft hefur
fylgt okkur yfir fjöll. Leiðin rakti
sig upp og vestur hlíðina. Hest-
arnir rákust vel, og margir þeirra
voru harðviljugir. Við vorum í
sólskinsskapi. Afram var haldið á
Hveravelli og i Hvitanes, og hægt
og sigandi runnu hestarnir suður
Kjöl, yfir Bláfellsháls, niður
Tungur og Laugardai. Allt gekk
sæmilega, og á tilsettum tíma
náðum við suður.
-o-o-
Þannig endaði þessi sumarferð
um fjöllin, og þannig enda allar
ferðir — menn ná áfangastað.
Eggert vinur minn átti erfitt
siðasta áfangann i lifinu. En hann
var stöðugt þann tima sem hann
beið veikur hetja sem lærdóms-
rikt var að þekkja.
Vinskapur skilur eftir sig mis-
munandi spor. Sum eru djúp og
sterk, fáir fara á mis við þau.
Önnur eru mild, og úr þeim grær
vinátta, tryggð, og trúmennska.
Gott eiga þeir sem skilja slik spor
eftir í minningu manns .þá þeir
kveðja. Eggert Kristjánsson lög-
fræðingur er nú horfinn inn fyrir
móðuna miklu, en vinir hans vita
að þar er ljós sem lýsir góðum
dreng í góða höfn.
Björgu ekkju hans og ástvinum
öllum votta ég samúð okkar.
Hjalti Pálsson.
Ég hitti Eggert Kristjánsson að-
eins nokkrum sinnum þegar við
sátum í verzlunardómi Reykjavik-
ur.
En eins og bezta handbragð
leynir ekki meistaranum, birtist
Eggert i vandvirkni sinni, sam-
vizkusemi og alúð, er hann lagði
við sérhvert dómstnál.
Því kynntist ég Eggerti vel.
Ósérhlifinn, staðfastur og af ör-
uggri þekkingu leitaði hann réttr-
ar niðurstöðu.
Hann var mikill maður réttlætis
og sanngirni, háttprúður og vin-
gjarnlegur.
Valmenni er fallið — fyrir-
mynd stendur.
Jóhann J. Olafsson.
ÞEGAR minnst er Eggerts Krist-
jánssonar er sár söknuður efst í
huga, góður vinur og sambýlis-
maður er horfinn, langt fyrir
aldur fram. En samt hlýtur að
fylgja með þakklæti fyrir að hafa
fengið að vera samneytis við
þennan góða dreng á þriðja ára-
tug.
Arfur hans frá æskustöðvunum
og uppeidisáhrif foreldrahús-
anna, þar sem hann ólst upp, að
Dagverðareyri við Eyjafjörð
dugði honum til að skilja eftir
ómetanlegar minningar allt til
hinztu stundar. Því miður hafði
sá er þessar línur ritar ekki tæki-
færi til að kynnast foreldrum
Eggerts, en allt sem ég hef heyrt
frá þeim sem samneyti áttu við
þau staðfestir að ekki er undra-
vert að sonur þeirra skildi eftir
sig mikil og góð áhrif hjá þeim
sem umgengust hann.
Æskustöðvarnar að Dagverðar-
eyri voru Eggerti alltaf mjög
kærar, og það var einmitt þar sem
kunningsskapur okkar breyttist í
vináttu eitt sumar þegar ég var i
síldarleit frá Melgerðismelum. Þá
eyddum við saman nokkrum tíma
á þessum stað sem honum var alla
tíð svo kær, enda má segja að þar
hafi hann þekkt hverja þúfu og
sögu Dagverðareyrar þar sem for-
feður hans höfðu búið mann fram
af manni, þvi er það skiljanlegt að
æskustöðvarnar voru Eggert ætíð
ofarlega í huga, ekki sízt síðustu
mánuðina.
Ég og fjölskylda min áttum því
láni að fagna að vera í sambýli við
Eggert og Björgu konu hans frá
því við byggðum að Selvogs-
grunni 14 árið 1954. Allan þann
tíma hefur aldrei orði hallað í
okkar samskiptum og Eggert
hefur ætíð verið sem faðir barna
okkar, fylgst með áhugamálum
þeirra og átt trúnað þcirra alla
tíð.
Frá þvf að við Eggert kynnt-
umst hefur hann ávallt verið sá er
var veitandi, ef svo má að orði
komast, gefandi gott fordæmi um
mannleg samskipti og hann sem
kunni manna bezt að hafa „aðgát i
nærveru sálar“ var jafnframt
skilningsbeztur allra á það sem
mannlegt var og tamdi sér að
skoða málefnin frá öllum hliðum.
Eggert var ekki hraustur maður
en hann var hraustmenni og lagði
mikla vinnu i að brjóta mál til
mergjar, þrátt fyrir oft á tiðum
slæma heilsu.
Marga stund áttum við saman
þar sem skipst var á skoðunum
um óskyld efni en ekki rekur mig
minni til að við höfurn rætt mikið
trúmál. Hinsvegar finnst mér
þegar horft er yfir farinn veg að
Eggert hafi i allri sinni framkomu
og með sinni miklu og þroskuðu
siógæðisvitund, tileinkað sér það
sem kristin kirkja hefur i boð-
skap sinum þó ekki hafi hann
staðið á torgum og haft um það
mörg orð.
Þvi er það vissa min að Eggerti
sé búin vistarvera í þeirn undra-
geim sem henn hefur verið til
kallaður.
Eg vil svo biðja guð að blessa
Eggert og styrkja Björgu á þess-
um erfiða tima.
Karl Eiríksson.
Dauóinn er öllum vis. Það er
eina sporið í allri okkar framtíð,
sem við vitum með fuilri vissu, að
við eigum að stiga. Hér standa
Sjá nœ»tu ]
tíðu Ú