Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974
Athugasemd
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá Ein-
ari Val Ingimundarsyni vegna
ummæla Baldurs Johnsen hér I
biaðinu fyrir skömmu.
Þegar Baldur Johnsen, for-
stöðumaður heilbrigðiseftirlits
ríkisins, falaðist eftir þjónustu
minni við stofnunina sem sér-
fræðings í umhverfi og meng-
unarmálum, um síðustu áramót,
dró ég enga dul á það við hann, að
ég ynni enn að rannsóknum við
Lundúnaháskóla til doktorsgráðu,
og ég gæti ekki sætt mig við að sjá
á bak þeirri aðstöðu, sem mér
væri þar sköpuð, til að taka við
fullu starfi við heilbrigðiseftir-
litið.
Lagði hann þá á það rika
áherzlu, að þörfin fyrir mann með
mína menntun væri orðin svo
knýjandi innan veggja stofnunar-
innar, að nokkurra mánaða starf á
ári hverju væri strax betra en
ekkert, unz rannsóknum mínum
væri að fullu lokið og ég gæti
tekið við fullu starfi.
Um það var því samið á fundi
með þáverandi heilbrigðismála-
ráðherra, Magnúsi Kjartanssyni,
auk annarra, að ég fengi að sinna
rannsóknum mínum í Lundúnum
áfram að nokkru leyti, auk þess
sem ég gegndi störfum fyrir heil-
f
Angli skyrtur
Nýjar geröir —
ný munstur
í miklu úrvali.
V E R Z LUN IN
ozísm
\________________________________________:__________________________y
BOSCH
COMBI
TIL A
ENGIN
AFSÖKUN TIL, EF
SMÁVIÐGERÐA
ER ÞÖRF
HEIMILINU ER
Borvélar
og fjöldi fylgihluta
BOSCH ER NYTSÖM
JÓLAGJÖF
HANDA HENNI
HANDAHONUM
í/juuica ó'ÍózriWjon kf
Suðurlandsbraut 16 — Laugavegi 33
Glerárgötu 20, Akureyri
brigðiseftirlitið. Samið var um, að
ég yrði ráðinn lausum samningi,
þannig að ég fengi greitt fyrir alla
þá vinnu, sem ég leysti af hendi
fyrir stofnunina, en þægi ekki
laun allt árið sem fastráðinn
starfsmaður. Þessu hygg ég
Baldur muni vart mótmæla.
Þykir mér því sá framburður
Baldurs Johnsen i Morgunblað-
inu og Timanum, 18. þ.m. næsta
furðulegur, að „tilraunasamn-
ingur“, sá, sem gerður var við mig
í janúar 1974 skuli ekki endurnýj-
aður i ljósi þess hve stutt ég geti
starfað hér á hverju ári, t.d.
aðeins fjóra og hálfan mánuð í ár.
I fyrsta lagi var hér aldrei um
neinn „tilraunasamning11 að ræða
í munni Baldurs Johnsen um sið-
astliðin áramót, heldur þóttist
hann þá vera að tryggja stofnun-
inni „starfskrafta mina og dugn-
að“, svo notuð séu hans eigin orð
úr Morgunblaðinu og Timanum.
1 öðru lagi var í samningi okkar
aldrei neitt tekið fram um starfs-
tíma minn hér, eins og áður
greindi.
1 þriðja lági hef ég i höndunum
launamiða, sem staðfesta a.m.k.
sex mánaða starf fyrir heilbrigðis-
eftirlit ríkisins á árinu. Laun, sem
ekki hefðu fengist greidd, nema
komið hefði til staðfesting for-
stöðumanns að vinnan hefði verið
innt af hendi. Þá sakar ekki að
geta þess að mér voru ekki greidd
þau laun fyrir vinnu mína, sem
um var samið í upphafi, heldur
allnokkuð lægri upphæð. Gerði ég
ekki við það athugasemd, fyrr en
ljóst var að yfirvinna sú er ég
hafði leyst af hendi á þessu tíma-
bili, fengist ekki heldur greidd. I
stað þess bauð forstöðumaður
mér leyfi frá vinnu minni, jafn-
marga daga og aukavinnutfmi
sagði til um. Skýtur þetta all-
nokkuð skökku við, þegar Baldur
Johnsen kvartar nú opinberlega
Framhald ð bls. 38
Ný sending:
Síðir samkvæmiskjólar, brúðarkjólar hvítir og
mislitir, midi-pils, síð pils, blússur, herðasjöl,
sloppar, náttkjólar. Ódýrar jólagjafir
jólapakkningar.
Snyrtivörur og ilmvötn
frá Elizabeth Arden.
Gjafakassar
fyrir dömur og herra.
Aldrei fallegri en nú.
Kaupið jólagjafirnar
meöan úrvalið er nóg.
lá
Vesturgötu 2 - sími 13155
Nú fástallar
PHILIPS vörur
LÍKA
arf Sætúni 8
HEIMILISTÆKI SF.
Sætúni 8 simi 15655 og Hafnarstræti 3 simi 20455.