Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974 Það er hverjum safnara hug- leikið, að fara höndum um safn sít-t, stöku sinnum. Kemur þá oft fyrir að maður sér suma hluti í nýju ljósi. Þannig varð mér ljóst sögulegt samhengi þriggja seðla, er ég á i fórum mínum. Á myntsýningunni 1972 sýndi ég 2 seðla úr fyrstu út- gáfu íslenzkra seðla. Voru það fimm króna seðill nr. 13632 með undirskriftum Magnúsar Stephensen og Eiríks Briem og tíu króna seðill nr. 69555 með undirskriftum Magnúsar Stephensen og Kristjáns Jóns- sonar. Seðla þessa eignaðist ég fyrir nokkrum árum. Eru seðl- ar frá þessarri útgáfu afar fá- gætir og verðmætir ekki síst vegna þess að undirskriftirnar á þeim eru ekki prentaðar, eins og síðar varð, heldur er hver seðill undirritaður af viðkom- andi landshöfðingja og banka- stjóra eða gæzlumönnum Landsbankans, með bleki og penna. Þegar dr. Jóhannes Nor- dal, Seðlabankastjóri sá seðl- ana á Myntsýningunni, sagði hann mér þá skemmtilegu sögu að afgreiðsla lána hjá Lands- bankanum, á fyrstu starfsárum hans, hefði viljað dragast á langinn, þrátt fyrir vilyrði bankastjórnar um lán. Astæðan fyrir seinagangi á afgreiðslu lánanna hefði verið sú, að Magnús Stephensen, þáverandi landshöfðingi, sem áritaði með eigin hendí hvern seðii, vand- aði svo undirskrift sína, að það tök töluverðan tima fyrir hann að árita alla 5, 10 og 50 krónu seðlana sem viókomandi lántak- andi fékk svo í Landsbank- anum. Það sést einnig á myndum af seðlunum með undirskrift Magnúsar, sem fylgja þessarri grein, að hann hefir vandað sig, en það leynir sér ekki að undirskriftirnar eru mismunandi. Einn seðil til við- bótar úr þessarri útgáfu Lands- sjóðs eignaðist ég svo á siðast- liðnu árí. Erþaðseðill nr. 63558 með undirskriftum þeirra Magnúsar Stephensen og Tryggva Gunnarssonar. Þegar ég var svo að skoða þessa 3 ofangreindu seðla ný- lega varð mér Ijóst hið sögulega samhengi. Þeir Tryggvi inn, svo snögg voru banka- stjóraskiptin. — Það sama kvöld var spilakvöld hjá Tryggva. Var þar Sveinn Björnsson, síðar forseti, sonur Björns Jónssonar ráðherra, er spilaði, eins og oft áóur, kotru heima hjá Tryggva. Sveinn var góður kunningi Tryggva Gunn- arssonar. Ekki var þetta kvöld minnst einu orði á atburði dags- ins heldur spilamennskan látin ráða. Sunnudaginn 28. nóvember 1909 er svo boðað til mótmæla- fundar á Lækjartorgi vegna þessa máls. Varð þetta afar fjöl- mennur fundur því milli 5 og 7 þúsund manns munu hafa mætt á fundinn. íbúafjöldi Reykja- víkur var þá 11.000. Að fund- inum loknum hélt svo hópurinn til Ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu, þar sem Björn Jónsson ráðherra bjó. Ráðherr- ann kom fram á svalir hússins og reyndi að tala til mannfjöld- ans, en fékk eigi hljóð fyrir mannfjöldanum, sem kyrjaði stöðugt „Niður með ráðherr- ann“. Það er af lyktum þessa máls að segja að nú tóku vió tveir bankastjórar, þeir Björn Krist- jánsson og Björn Sigurðsson. En á fyrsta opnunardegi Lands- bankans i janúar 1910 var Kristján Jónsson mættur fyrir utan bankann. Nokkur mann- fjöldi hafði safnast saman fyrir utan bankann um morguninn, er opnað var. Þar var m.a. Jón Magnússon bæjarfógeti í full- um skrúða. Fór Kristján inn i bankann en kom út aftur að um 10 minútum liðnum, þar eð honum hafði verið sagt i bank- anum að hans starfi væri Iokið þar. Fékk Kristján síðan fógeta- úrskurð fyrir þvi, að hann skyldi áfram vera gæzlumaður Landsbankans, þar eð hann væri skipaður af Alþingi og hefði ráðhrra ekki haft vald til að svipta hann starfinu. Rannsóknarnefnd Lands- bankans tók saman lista yfir skuldara bankans. Gekk listinn undir nafninu „Svarta bókin“. Voru þar færó nöfn um 1100 manna, sem flokkaðir voru. 1 fyrsta flokki voru nöfn 740 manna, eignalausra, sveitar- lima og gjaldþrota manna. 1 öðrum flokki 55, sem eitthvað höfðu undir höndum. 1 þriðja og fjórða flokki voru nöfn 280 bjargálna og 30 efnaðra manna. Forvitnileg hefir mörgum sjálf- sagt þótt „Svarta bókin", en ekki trúi ég þvi hún hafi verið vinsæl hjá almenningi. Við samningu greinar þess- arar hefi ég stuðst við bók Kristjáns Albertssonar um Hannes Hafstein III bindi og bók Þorsteins Thorarensen „1 fótspor feðranna". Er þeim, sem vilja lesa meira um þetta mál bent á þessay bækur. Þor- steinn Thorarensen kallar þétta Landsbankamál „Eitt stærsta og voðalegasta óhappa- verk i íslenzkri stjórnmálasögu, sem varð hámark allra póli- tískra æsinga hér á landi lik- lega fram að nóvember bardag- anum ásíðari kreppuárunum". Það liggur því óneitanlega mikil saga bakvið þessa 3 seðla, sem ég hef í safni mínu — og sjálfsagt margar aðrar sögur. Hús Landsbanka tslands 1899—1915. Þrír seðlar úr safni og Landsbankamálið 1909 Gunnarsson, Kristján Jónsson og Eiríkur Briem voru ráða- menn Landsbankans árið 1909, er hið fræga Landsbankamál bar sem hæst. Þar sem nú eru rétt 65 ár síðan þetta varð vek ég athygli á I grein þessarri, en eins og áður hefir komið fram í þáttum mínum um myntsöfnun eru myntsöfnun og saga, Is- iandssaga eða mannkynssagan afar tengd. Af þessum 3 mönnum er Tryggvi Gunnarsson þekkt- astur. Einhver merkasti fram- kvæmdamaður, sem Island hef- ir átt. Mynd af honum þekkja allir þvi hún er á 100 króna seðlinum, sem nú er í umferð. Kristján Jónsson var, er saga þessi gerist dómforseti, en hann varð þriðji ráðherra ís- lands, eftir þeim Hannesi Haf- stein og Birni Jónssyni. Eiríkur Briem var þingmaður og varð prófessor við nýstofnaðan Há- skólann 1911. Það er líklega upphaf Lands- bankamálsins, að Björn Jóns- son leggur fæð á Tryggva Gunnarsson, bankastjóra Landsbankans, er Tryggvi lánar prenturum fé svo þeir geti keypt prentsmiójuna Gutenberg árið 1904. Um leið létu flestir prentarar af störf- um hjá Isafoldarprentsmiðju, en hana átti Björn Jónsson. Þar var hans málgagn prentað og prentsmiðjan var hans tekju- lind. Hugsaði Björn Tryggva lengi þegjandi þörfina, en er hann var svo orðinn ráðherra árið 1909 lætur hann til skarar skríða. 1 apríl 1909 skipar Björn Jónsson ráðherra þriggja manna rannsóknarnefnd, er rannsaka skyldi allan hag Landsbankans, eða eins og ráð- herra orðaði það — til að yfir- líta hag og horfur bankans, en ekki í neinum saknæmum til- gangi. Liklega átti nefndin aðeins að finna átyllu til að hægt væri að víkja Tryggva Gunnarssyni úr bankastjóra- stöðunni. Nefndarskipunin olli miklum óróa bæði hér á landi og meðal erlendra viðskipta- banka Landsbankans. Margir drógu út fé sitt af ótta við að bankinn lenti ígreiðsluvandræð um. Erlendis var þetta athæfi litið mjög rannsakandi augum. Gat það verið að Landsbankinn, undir stjórn Tryggva gamla væri í vandræðum? Víst var bankinn i vandræðum með pen- inga. Á þessum árum voru mestu uppgangstímar á Islandi. Stórkostlegt átak var gert í landbúnaði, togaraútgerðin er að hasla sér völl og allt hagkerfi landsins í meiri þenslu en áður hafói þekkst. Tryggva vantaði peninga til að lána öllum sem um lán báðu. Er það ekki svo enn í dag að bankastjórar vildu hafa 10 eða 20 sinnum meira ráðstöfunarfé til að geta af- greitt fleiri lánabeiðnir? Það næta sem gerist er að Tryggva Gunnarssyni er sagt upp bankastjórastöðunni, með hálfs árs fyrirvara, frá næstu áramótum. Enn starfaði rann- sóknarnefndin, en í henni urðu þó nokkur mannaskipti, því ekki hefir Birni Jónssyni þótt nógu hart fram gengið í rann- sókninni. Með haustinu heimt- ar ráðherra svo að bankastjórn- in haldi daglega gjörðabók, og sendi afrit hennar upp í Stjórnarráð. Enn fremur fer ráðherra fram á, að ekki aðeins skuli getið um hverjum var veitt lán i Landsbankanum, heldur og hverjum var synjað og þá hvers vegna! Var afrit gjörðabókar svo sent daglega i Stjórnarráðið i nokkrar vikur, seint á árinu 1909, þó án upp- lýsinga um lánasynjanir. Hinn 22. nóvember 1909 eftir RAGNAR BORG Eirfkur Briem. Kristján Jónsson. springur svo bomban. Sendill úr Stjórnarráðinu kemur niður i Landsbanka með bréf til Tryggva Gunnarssonar banka- stjóra og þeirra Kristjáns Jóns- sonar og Eiríks Briem gæzlu- stjóra, þar sem þeim er sam- stundis sagt upp störfum. Tryggvi var með víxil í hend- inni, sem hann var að afgreiða, er landritari og Björn Krist- jánsson, er tók við bankastjóra- störfunum af Tryggva, voru mættir og tilkynntu að banka- stjórnin skyldi tafarlaust hafa sig á brott og afhenda lyklavöld bankans. Fékk Tryggvi ekki tækifæri til að afgreiða víxil- Tryggvi Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.