Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 15
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974
15
POLAROID
GOÐ MYNDAVÉL
SPENNANDI JÓLAGJÖF
MEÐ POLAROID VERÐUR LJÓSMYNDUN ÆVINTÝRALEG REYNSLA. AÐ FÁ MYNDINA STRAX SKAPAR SÉRSTAKA
STEMNINGU. POLAROID FYLGIR LÍF OG FJÖR OG ER ÞVÍ ÓMISSANDI Á GÓÐUM STUNDUM.
Eru Polaroid myndirnar eins skýrar og endingargóðar og venjulegar
myndir?
Skýrleiki og gæði Polaroid myndanna eru ótrúleg og fullkomlega sambæri-
leg við aðrar myndir. Margir telja reyndar litmyndir Polaroid vera með þvf
allra bezta sem gerist. Tugir islenzkra atvinnuljósmyndara, rannsóknar-
stofnanna og fyrirtækja nota að mestu Polaroid við Ijósmyndun sína. Er það
ekki ókostur að geta ekki fengið „kópíur" af Polaroid myndunum? Það
er hægt að fá „kópíur' og stækkanir af Polaroid myndunum í gegnum
þjónustumiðstoðvar Polaroid. ítarlegri upplýsingar um þessa þjónustu
munu fáanlegar hjá verzlunum strax uppúr áramótum.
Er myndataka með Polaroid ekki flókin og vandasöm?
Öðru nær. Polaroid myndarvélarnar eru með algjörlega sjálfvirkum Ijós- og
hraðastilli og eru þar af leiðandi einstaklega auðveldar í notkun.
Hverjir eru helztu kostir Polaroid myndavélanna?
Mesti kosturinn er sú stemmning sem því fylgir að fá myndirnar strax.
Jafnframt verður úr sögunni sú dapurlega reynsla sem fjöldi manna verður
fyrir að fá „dýrmæta" filmu sína ónýta úr framköllun, vegna þess að einhver
stilling gleymdist án þess eftir því yrði tekið. . . fyrr en allt var bú-
ið. . . ferðalagið, veizlan, eða hvað það nú var.
Eru Polaroid myndir ekki dýrari en venjulegar myndir?
Polaroid myndir eru eitthvað dýrari hvert eintak, en venjulegar myndir. Á
móti þvi vegur það að þú tekur ekki fleiri myndir en þú þarft. Á venjulegri
filmu eru gjarnan 20 eða 36 myndir sem menn freistast til þess að „klára"
svo þeir geti komið filmunni í framköllun. Með Polaroid gerist þessa engin
þörf. Þegar öllu er á botninn hvolft getur þvf myndataka með Polaroid i
reynd orðið ódýrari en með „gömlu" aðferðinni.
FAST M.A. HJA:
I REYKJAVÍK
Filmur & Vélar,
Skólavörðustíg 41
Fókus, Lækjargötu 6B
Hans Petersen, Bankastræti
Glæsibæ
Á AKRANESI
Bókaverzl. Andrésar Níelssonar
Á SAUÐÁRKRÓKI
Bókaverzl. K. Blöndal
Á AKUREYRI
Filmuhúsið, Hafnarstræti 104
°9 í KEFLAVÍK
Víkurbær
Á SIGLUFIRÐI
Verzl. Gests Fanndal,
Aðalbúðin.
í VESTMANNAEYJUM
Verzl. Miðhús.
HÚSAVÍK
Kaupfélag Þingeyinga.
BLÖNDUÓS
Kaupfélag Blönduós.
FLATEYRI
Kaupfélag Önfirðinga.
POLAROID-UMBOÐIÐ
MYNDIRhf.
Austurstræti 17,
sími 14377