Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.1974, Blaðsíða 38
38 ' MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974 — Athugasemd Framhald af bls.27 yfir tímaleysi mfnu hérlendis, að hann vill ekki nýta „starfskrafta mína og kunnáttu", þegar þeirra er völ! Af framangreindu ætti því að vera ljóst, að forsendur Baldurs Johnsen fyrir riftun á ráðningar- samningi mínum eru falskar, og einungis settar fram í þessu formi til að breiða yfir raunverulegar ástæður, sem honum eru jafn- kunnugar og mér og öðrum, er til málsins þekkja. Sannleikurinn er sá, að um verulegan ágreining er að ræða milli okkar Baldurs um meng- unarvarnir og rannsóknir á iðju- mengun. Agreiningur þessi kviknaði fljótlega eftir að ég hóf störf og magnaðist eftir því sem á leið. Ágreiningur þessi endurspeglast reyndar i svari Baldurs við opnu bréfi náttúrufræðinema, 14. þ.m. 1 bréfi sinu lýsa þau stuttlega þeim ramma, sem sérhver vís- indamaður verður að starfa eftir, vilji hann láta kalla sig sérfræð- ing og láta allan almenning telja sig ábyrgan sem slíkan. Innan þessa ramma hef ég sjálfur ætíð kappkostað að starfa, jafnt í störfum mfnum við heil- brigðiseftirlitið sem og annars staðar. Baldur Johnsen hefur ekki annað um þau vinnubrögð að segja en að þau séu „upptugga á hjali stjórnmálamanna og blaða- manna Þjóðviljans", svo notuð séu hans eigin orð úr svargrein. Það var því ekki að ástæðulausu að einn fulltrúi náttúruverndar- ráðs svaraði opinberlega: „Ég harma þessi skrif Baldurs John- sen og vænti þess að sá álits- hnekkir, sem hann hefur bakað heilbrigðiseftirlitinu með þeim, verði bættur fyrr en seinna.“ Af tillitssemi við stofnunina ætla ég ekki að tíunda hér frekar öll okkar ágreiningsefni, en mun þó bregðast við, sjái ég mig þess til neyddan. Hitt get ég þó tilkynnt Baldri Johnsen, að fáir sérfræðingar myndu una því á nokkurri stofnun, að mega ékki sinna sér- grein sinni og verða að sitja með hendur i skauti meðan ákvarðanir eru teknar um mál, sem þú, Baldur, viðurkenndir fyrir ári, að enginn væri betur til fallinn að fjalla um en undirritaður. Ekki er núna áhuginn meiri að nota „starfskrafta mína og þekkingu“, þegar býðst! Þú hefur ásakað mig, Baldur, að ég láti stjórnast af pólitiskum öflum, rétt eins og þú ásakar náttúrufræðinemana, sem hlust- uðu á þig á Leirá; en, maður, líttu sjálfum þér nær! Ég vona, að þú sjáir að þér áður en það verður um seinan og trausti almennings giatað, og óska heilbrigðiseftirliti ríkisins gæfu í framtíðinni. Reykjavík, 19. desember, 1974, Einar Valur Ingimundarson, umhverfisverkfræðingur. 2Hor£imI)Iaí)ií) jftor£tmí)Iaí)it> Ný sending Pelskápur, Indianlamb, Kanínupelsar, kuldafóðraðar kápur og jakkar, loðhúfur í úrvali. Kápu- og dömubúðin, Laugavegi 46. FARSÆLDARRÍKIÐ OG MANNGILDISSTEFNAN EFTIR KRISTJÁN FRIORIKSSON iarsii.dar RÍKIÐOG IMANNGILDIS STKFNAN # bar er stoðu iðnaðarins gerð góð skil. # har kynnist ungt fólk hug- myndafræði og stjórnmálastefn- um. # Kennarar, foreldrar og aðrir uppalendur geta ekkí látíð hjá líða að lesa þar frumlegar tillög- ur um skölamál. # Stjórnmálamenn og áhuga- menn um pólitlk, hvar i flokki sem þeir standa, verða að lesa þessa bók. # þetta er bókin, sem Karl Kristjánsson fv. alþingismaður mælir með að allir kynnist. Kristján Frióriksson SKUGGSJÁ Þér verður hlýtt tíl hans Þurrkarinn frá ENGLISH ELECTRIC I er ómissandi í íslenskri veöráttu. Tvær hitastillingar. 5 kg. afköst. Einfaldur öryggisbúnaöur. Útblástursbarki einnig fáanlegur. Yfir 20 ára reynsla hérlendis. Varahluta- og viögeröarþjónusta frá eigin verkstæöi. oty&sa Laugavegi 178 Sími 38000 HFF HFF Nýársfagnaður 1975 Hjálparsjóður skáta heldur að venju nýárs- fagnað að Hótel Borg 1. janúar 1975. Upp- lýsingar í síma 26900. Skemmtinefndin. MJÖG GOTTVERÐ Lítið inn hja Skóverslun Péturs Andréssonar Laugaveg 17, Framensvegi 2. Bílastæði. heimsins beztu ryksugur og úrval annarra raf- tækja til jólagjafa. Öll beztu og vinsælustu vörumerkin. Opið til kl.10í kvöld Næg bílastæði. FÖNIX SÍMI 24420 — HÁTÚNI 6A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.