Morgunblaðið - 24.01.1975, Síða 11

Morgunblaðið - 24.01.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975 11 aðeins eitt augnablik og öll saga mannsins. Á sama hátt er mynd- rista á hellisvegg, málverk eftir Pícasso, lítil þjóðsaga, öll skáld- verk veraldarinnar, söngur Seiki- losar og sinfóníur allra tíma, einn- ar ættar, galdur undarlegrar veru sem með eigin viti og þekkingu á ef til vill eftir að tortíma sjálfri sér. Jón Ásgeirsson. S.U.S. mótmælir fasteigna- gjöldum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna, þar sem mótmælt er nýlegri hækkun á fasteigna- gjöldum og ftrekuð sú skoðun sambandsins að afnema eigi fast- eignagjöld af fbúðarhúsnæði. Ályktunin fer hér á eftir: „Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna mótmælir þeim hækkunum á fasteignagjöldum, sem ríkisstjórnin hefur heimilað með því að samþykkja 100% álag á fasteignamat. Það er skoðun stjórnar Sambands ungra sjálf- stæðismanna, að afnema eigi fast- eignagjöld af almennu íbúðar- húsnæði, enda er sú skoðun í sam- ræmi við þá stefnu Sjálfstæðis- flokksins f húsnæðismálum, að fólk búi í eigin húsnæði. Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna telur nauðsynlegt, að sem fyrst verði fundnar aðrar leiðir til tekjuöflunar fyrir bæjar- og sveitarfélög". Búið að stöðva olíuleka úr Hvassafellinu 1 FYRRADAG var búið að stöðva olíuleka úr Hvassafellinu þar sem það var skammt frá strandstað við Orresund fyrir utan Kotka í Finnlandi. I fyrra- dag var skipið dregið á flot og kom þá í ljós einhver olíuleki og einnig hafði sjór komizt í botn- tanka. Omar Jóhannsson hjá skipadeild SÍS sagði í viðtali við Mbl. í gær, að verkfræðingur deildarinnar hefði verið væntan- legur á strandstað í gærkvöldi, m.a. til að kanna skemmdirnar á skipinu, en þegar þeirri könnun verður lokið munu teknar ákvarð- anir um frekari aðgerðir vegna strandsins. Allir skipverjar eru um borð í Hvassafellinu þar sem það liggur við ankeri skammt frá strandstað. Gististaðir á norðurleið I FRÉTT í blaðinu fyrir skömmu frá Siglufirði kom það fram, en enga gistiaðstöðu væri að fá á leiðinni frá Siglufirði til Akra- ness. Þetta mun ekki vera alls- kostar rétt, því unnt mun vera að fá gistingu i Varmahlið, á Blöndu- ósi og á Stað í Hrútafirði, en þess- ir aðilar munu hafa ákveðið að bjóða upp á slika gistiaðstöðu þrátt fyrir það að enginn rekstrar- grundvöllur er fyrir sliku að vetr- arlagi. Copperreið- hjól í óskilum ÍBÚI í húsinu nr. 15 vió Hofs- vallagötu hringdi til okkar og kvaðst vera með í geymslu hjá sér copperreiðhjól. Hjólið fannst fyrir utan húsið við strætisvagna- skýli fyrir nokkrum dögum og getur eigandi þess spurzt fyrir um það í síma 26832. mætti afsiðun þekkingarinnar. Þekkingunni og nytsemd hennar er nú hatrammlega teflt gegn list- inni og gagnsleysi hennar, en 1 siðlausu kapphiaupi hinnar eyð- andi tæknivæðingar hef- ur gleymst að maðurinn er tilfinn- ingavera og fegurð og ást er hon- um ekki síður nauðsyn en brauð. I galdradansi nútímans er þekking og gáfur orðnar ógnvaldur mann- lífsins, notaðar til að kveða galdrasöngva haturs og tortíming- ar. Listin hefur og mun bjarga manninum frá þessari brjálsemi þekkingarinnar og gefa lifinu inntak og fegurð. Rudolf Serkin flutti okkur boð- skap og mál tilfinninga, er eiga sér engin iandamæri, boðskap sem ekki verður skilgreindur, að- eins lifaður, tilfinningar, sem gera lífið þess virði að lifa því. Rudolf Serkin gerir meira en að leika Beethoven. t mótun stefja napr hann fram myndgerð tilfinninganna, svo formgerð verksins stendur fyrir hugskots- sjónum manns sem goðkynjuð mynd. Saga tónlistarinnar hófst hjá frummanninum, sem fyrstur skynjaði „magik“ tónlistarinnar og milli hans og Rudolf Serkin er Lenqstu revnsluna viö að Skipuleggia dvölina eftir óskum og þörfum íslendinga Revndasta starfsfólkið, sölumenn, flugllöa og farar- stjóra sem tryggir farþegum okkar trausta og örugga ferðaþjónustu. Mesta Úrvalið, af hótelíbúðum og smáhúsum meö sundlaugum, þjónustuaðstööu snertir. Læasta verðið á fargjöldum, sem þýðir það að 2ja vikna ferö kostar frá 28.800 krónum, og 3ja vikna ferð kostar frá 31.400 krónum. BÝÐUR NOKKUR BETUR? ISLAMDS LOFTLEIDIfí 3Set0unI>Iabit< nucivsincnR ^*-w22480 Rudolf Serkin Efnisskrá: Sónata 1 f-moli op. 2, nr. 1. Sónata f c-moil op. 111. Diabelií tilbrigðin, op. 120. Saga tónlistarinnar fram til okkar daga hefur nær eingöngu verið miðuð við Evrópu og þá sérstaklega miðhluta hennar. Eins og aðrar listgreinar hefur hún þróast í tengslum og í and- stöðu við kirkjuna, nærð af hug- sjónum, mögnuð brunasviða rang- lætis, en ávallt með fegurðina að leiðarljósi. Þegar Rudolf Serkin tekur að kveða okkur drápur Beethovens, er hann ekki aðeins píanósnillingur, heldur fulltrúi hámenningar, sem er hafin yfir andlega fátæka vopnaleiki og ver- aldarvafstur og það sem kalla | Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.