Morgunblaðið - 24.01.1975, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975
33
íian™ Morö ö kvenréttindarööstefnu
Jöhanna
Kristjönsdöttir
þýddí f
24
— I íbúð yðar?
— Já. Við gengum inn í svefn-
herbergið.
Hana rekur í vörðurnar, en
Christer hjálpar henni af stað aft-
ur.
— Og þegar þangað kom? Hvað
sagði hún sem var svona ljótt og
grimmdarlegt?
— Hún... hún staðhæfði að...
sko, það er svo brjálæðislegt að ég
getekkieinu sinni skilið af hverju
ég varð svona reið, vegna þess að
auðvitað trúði ég ekki orði af því
sem hún sagði, en það var eitt-
hvað í svipnum á henni, sem æsti
mig svo upp, að mig langaði mest
til að rjúka á hana og lúberja
hana. Ég á við. . . ég þekki hana
eiginlega ekki neitt, en við erum
saman I þessum klúbbi og hún var
gestur minn, en það var svo ósvíf-
ið af henni að ryðjast inn til mín
um hánótt og hæðast að mér. Og
allt sem hún þvaðraði! Eins og
Robert, hann Robert minn, mundi
nokkurn tíma hafa litið við druslu
eins og Betti!
Hún dregur andann djúpt og
litur kviðinn á hann, og skammast
sin í aðra röndina fyrir að hafa
notað svona ruddalegt orð.
— Segið mér nú nákvæmlega
hvað hún sagði. Christer talar
ósköp hægt og ekkert í fasi hans
ljóstrar upp um þann mikla
áhuga, sem vakinn er með honum.
— Sagði hún að maðurinn yðar
hefði haldið framhjá yður... með
henni? Og hvers vegna var hún
svona áfjáð i að segja yður þá
frétt?
— Ja, það... það skil ég nú
ekki. En þetta var engin frétt eða
neitt svoleiðis, þetta var bara
lygi... sem hún fann upp hjá
sjálfri sér til að vera kvikindisleg.
— Kvikindisleg við yður... eða
mann yðar?
— Mig auðvitað.
En þótt svarið komi hiklaust er
ljóst að spurning hans hefur gert
hana ruglaða í riminu. Christer á
erfitt með að horfa inn i kviðin
brún augun og hann bölvar
Robert i sand og ösku.
— Er það alveg áreiðanlegt?
Var henni eitthvað í nöp við yð-
ur? Höfðuð þið átt i einhverju
orðaskaki áður?
— Nei, nei. Alls ekki. En hún
getur ekki .... Því að það væri al-
veg fráleitt, er það ekki...?
— Munið þér hvað hún sagði
við yður? Ég meina orðrétt. Hún
stóð og beið í ganginum eftir að
þér kæmuð. Hvað sagði hún
fyrst?
En Louise Fagerman er ekki
sérlega ákjósanlegt vitni. Endur-
minningar hennar um atburði
næturinnar eru heldur þoku-
kenndar og hún hefur bersýni-
lega ekki skil'ið neitt í samtalinu
annað en það sem sagt var berum
orðum — og ekki skynjað að neitt
byggi þar að baki.
— Já, hún sagði að hún þyrfti
að tala við mig. Um dálítið sem I
væri mjög áriðandi. Og klukkan
var að verða eitt, svo að ég hugs-
aði með mér að henni hlyti að
liggja eitthvað merkilegt á hjarta.
En þegar við vorum komnar inn
til min, sat hún bara i makindum
og reykti og sagði eiginlega ekk-
ert sérstakt, nema hún sagðist
vilja vara mig við. Við hverju,
spurði ég, og þá sagði hún, að ég
væri svo trúgjörn og einföld og að
ég skyldi gæta mín á því að
treysta vissri manneskju um of.
Hún var svo leyndardómsfull og
illgjörn og merkileg með sig að ég
varð reið og sagði henni að hún
skyldi láta það ógert að hlaupa
með þvaður og blaður um vini
mína og þá sagði hún að þessi
vissa manneskja væri ekki bein-
línis vinur minn. — Ja, hún sagði
hreint út að það væri Robert.
— Nefndi hún áreiðanlega
nafnið?
— Já. Og ég held að það hafi
ráðið úrslitum að hún nefndi,
hann meðfornafni — einsog hún
hefði leyfi til þess! Ég ætti að
fylgjast með öllum viðskipta-
ferðalögunum hans til Stokk-
hólms, þá mundi ég komast að þvi
hvað hann hefði fyrirstafni þegar
hann þættist vera að vinna. Og
þegar éghrópaðiuppyfirmig að
þetta væru allt svívirðilegar lygar
vegna þess að Robert elskar MIG,
og að hann færi ekki til Stokk-
hólms til að hitta aðrar konur, þá
hló hún hátt og sagði að ég væri
svo einföld sál að það væri blátt
áfram hlægilegt. En nú hefði hún
búið mig undir þetta... sagði hún,
eins og hún hafði sagt Robert hún
myndi gera. Og svo yrði hann að
sjá um hitt. Hún sat þarna og
malaði eins og köttur og var svo
ógeðsleg að mig langaði mest.til
að slá hana, en við höfum vist
verið svo háværar að Eva Gun
hefur heyrt til okkar og hún kom
þjótandi inn og batt enda á sam-
ræðurnar og það var sannarlega
heppilegt, því að annars veit ég
hreint ekki, hvað ég hefði tekið til
bragðs.
— Hvernig brást Betti Borg við,
þegar Eva Gun kom og truflaði
ykkur?
— Þótt einkennilegt megi virð-
ast varð hún óskaplega vandræða-
leg þegar Eva Gun starði á hana
og svo hvarf hún í einni svipan.
— Og þér hafið auðvitað trúað
Evu Gun fyrir þessu?
— Já, og hún var alveg yndis-
leg. Hún hughreysti mig og sagði
að Betti hefði búið þetta til af
VELVAKANDI
Velvakandi svarar í slma 1 0-100
kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Fullyrðingar
og ályktanir,
dregnar af
hleypidómum
Emil Als læknir hafði samband
við okkur og hafði eftirfarandi að
segja:
„Vegna ummæla I erindi
Hilmars Jónssonar bókavarðar i
Keflavík þar sem hann skilar hví
frá sveitakonu að börn úr Reykja-
vík, sem verið hafi hjá hénni hafi
lélegan orðaforða, er rétt að
benda þessari sveitakonu á, að
hér mun um undantekningu að
ræða, ef niðurstaða hennar er
fengin af hleypidómaleysi og
sanngirni. Að sjálfsögðu haf reyk-
vísk börn meiri orðaforða en
sveitabörn þar eð þau njóta tiðari
mannlegra samskipta, hafa
aðgang að flestum blöðum lands-
ins, eru umkringd félagsstarfi af
öllum tegundum og hafa afnot af
fullkomnustu skólum landsins. Er
óþarft að eyða fleiri orðum að
þessu, en látin í ljós von um að
ekki sjáist fleiri svona hleypi-
dómar frá sveitakonum."
Svo mörg voru þau orð, og lík-
legt er að mörgum hafi runnið
í skap þegar Hilmar Jónsson
flutti þennan boðskap sveita-
konunnar. Það er nú orðin
vinsæl tízka, a.m.k. hjá sumum,
að þurfa sífellt að hafa Reyk-
víkinga, eða jafnvel börnin
þeirra, að skotspæni og skeyta
skapi sínu á ibúum höf-
uðborgarinnar i tima og ótíma.
Búið er að koma því inn hjá lands-
mönnum, að mannfólkið hér á
höfuðborgarsvæðinu njóti alls
hins bezta, sem landið hefur á
boðstólum, en önnur byggðarlög
verði þá útundan sem því nemur.
Að sjálfsögðu á að kappkosta að
jafna aðstöðu allra landsins barna
eins og frekast er unnt — um það
blandast vist fáum hugur, en
þessi stanzlausi fúkyrðaflaumur i
garð Reykvikinga og næstu ná-
granna þeirra er satt að segja að
verða all þreytandi.
Um orðaforða Reykjavikur-
barna, scm dveljast í sveit um
stundarsakir, er svo aftur það að
segja, að engan þarf að undra þótt
ekki kunni þau skil á orðum yfir
sveitastörf af ýmsu tagi, frekar en
hægt væri að ætlast til að sveita-
börn séu vel heima i máli og orða-
tiltækjum, sem lúta að vinnu-
brögðum og hlutum, sem þeim
eru ókunn. Annars væri gaman að
heyra skoðun annars sveitafólks á
þessu og þá alveg sérstaklega
hvernig börn frá t.d. Akureyri og
öðrum kaupstöðum — öðrum en
Reykjavík — eru á vegi stödd með
orðaforða sinn.
0 Vinnuþrælkun
og velgengni
Magnús Bjarnason, Aðalgötu
22, Sauðárkróki, skrifar:
„Bryndis Schram flutti fyrir
nokkru þáttinn „Um daginn og
veginn". Hann var vel saminn og
vel fluttur. Skoðunum Bryndisar,
sem þarna komu fram, er ég i
mörgu ósammála, sem eðlilegt er,
þar sem ég er alþýðumaður, en
hún svokölluð mennta- og lista-
kona, og hefir uppeldi hennar,
menntun og staða í þjóðfélaginu
mótast af því.
Bryndís minntist fyrst á mynd-
ina um Grindavik og virtist vera
ánægð með hana, af því að mynd-
in lýsti svo vel hve vinnuþrælkun-
in væri mikil á Islandi. Þó telur
Bryndís, að betra hefði verið að
taka myndina á fleiri stöðum en í
Grindavík, en furðar sig á þvi, að
Grindvikingar og ýmsir aðrir
skuli vera svona mikið á móti
myndinni.
Ég undrast það ekki. Myndin
átti að sýna starf og menningu
mannfólksins í íslenzku sjávar-
þorpi. Myndatökumennirnir velja
Grindavík, koma þar þegar loðnu-
vertið stendur sem hæst, ganga
um bæinn og tala varla við
nokkurn mann. Við, sem horfðum
á myndina, vorum harla ófróðir
um íbúana í Grindavík. Hins veg-
ar hefi ég um það heyrt, að slysa-
varnadeildin i Grindavík hafi á
undanförnum árum bjargað
mörgum mönnum frá dauða. Mun
þetta starf unnið i sjálfboða-
vinnu. Tel ég þetta menningar-
starfsemi, þó þessir menntamenn,
sem tóku myndina, telji það ekki
þess virði að minnast á það. I einu
orði sagt var myndin mjög
ómerkileg, þvi að hún náði ekki
þvi marki, sem stefnt var að og
var nánast árás á vinnandi fólk.
Eitt af dæmunum, sem þeir tóku
um menningarleysi Grindvíkinga
er það, að tvær málverkasýningar
voru sýndar í bænum og báðar
illa sóttar.
Bryndís vill sýnilega bæta um
fyrir jábræðrum sinum og fer nú
að lýsa lífinu á Isafirði. Þar er
ekki um auðugan garð að gresja,
erfitt að halda uppi mennta- og
listalífi, aðallega vegna vinnu-
þrælkunar, þar sem almúginn
vinnur myrkranna milli og hugsar
mest um að taka þátt í lifsgæða-
kapphlaupinu, en lítið sem ekkert
um Iistir.
Hún segir frá því, að nokkrir
unnendur lista á ísafirði gengust
fyrir því, að frönsk myndasýning,
sem verið hafði til sýningar í
Reykjavík, var flutt vestur á ísa-
fjörð og sýnd þar. Nú var hin
mikla stund runnin upp á Isafirði,
fólk átti nú kost á að sjá heims-
fræga list, sem hafði verið sýnd í
Reykjavik og líklega i listaborg-
inni Paris. Allir listunnendur
biðu í ofvæni, nú skyldi þorskur-
inn ekki vera einráður á Isafirði
næstu daga.
Bryndís og annað mennta- og
listafólk mun að sjálfsögðu hafa
verið mjög ánægt og talið sig vera
búið að gera skyldu sína. Kannski
það hafi fengið styrk til að flytja
list um landið? En hvað gerðist?
Bryndís segir frá þvi I þætti
sínum, en það er þó varla eftir
hafandi, það er svo ótrúlegt. Ekki
vil ég þó efa, að frúin fari með
rétt mál. Það kom enginn maður á
sýninguna. Hefur nokkur heyrt
annað eins. Það má næstum segja,
að Isfirðingar hafi sett met í
menningarleysi, ef mælistika
mennta- og listamanna er lögð á
atburðinn, enda átti blessuð frúin
erfitt að temja tilfinningar sinar.
En allur þessi atburður er eins
og dularfullt fyrirbæri. Ekkert
var dularfullt við það, almenn-
ingur, sem vinnur myrkranna á
milli kæmi ekki. En hvar voru
mennta- og listamennirnir á Isa-
firði? Bryndis var áður búin að
telja upp skólana á staðnum og
þeir voru margir og þar á meðal
bæði menntaskóli og tónlistar-
skóli. Kennarar allra þessara
skóla, svo og embættismenn og
allir þeir, sem vinna alls konar
þjónustustörf og fjölmargir aðrir
vinna ekki myrkranna á milli,
margir 5—8 tima daglega. Ég gæti
þvi trúað, að þessi hópur væri
fjölmennari á Isafirði heldur en
sjómenn og verkafólk, sem vinn-
ur í frystihúsum. Það er þvi mis-
skilningur hjá biessaðri mennta-
mannafrúnni, að áhugaleysi fyrir
listum sé að kenna vinnu —
þrælkun, sem hún nefnir svo.
Það eru margar ástæður fyrir
því, að listsýningar eru oft illa
sóttar. Ein er sú, að margir eru
ekki hrifnir af nútimalist. Vert er
að gjalda varhug við þeirri skoð-
un, að einhverjir útvaldir séu ein-
ir færir um að dæma, hvað sé list
og hvað ekki. Hver einstaklingur
á auðvitað að dæma um það
sjálfur.
I áðurnefndri listamannastétt
fjölgar með hverju árinu sem
líður og gerir hún sífellt meiri og
meiri kröfur um stuðning og sér-
réttindi. Þetta fólk finnur mjög
til sin og þykist hafa meira vit á
list en aðrir. Meiri hluti málar-
anna málar abstrakt sem kallað
er. Sama virðist hvernig rnyndin
snýr, og ekki er hægt að sjá af
hverju hún er, þó menn horfi á
hana dögum saman. Margir rit-
höfundar og skáld ganga með þær
grillur, að þeir séu listamenn og
þjóðin geti ekki án þeirra verið.
Þessi hópur I þjóðfélaginu fer að
skipta hundruðum og er hávær
um eigið ágæti. Við heyrum oft i
útvarpinu um hádegið þessar
listaperlur, sem kallaðar eru ljóð,
en sem almenningur nefnir atóm-
ljóð, enda algjört öfugmæli að
kalla þetta ljóð eða kvæði, þó ís-
lenska ríkið verðlauni vitleysuna.
Á ellefu hundruó ára hátið Is-
lands byggðar gat ekkert af þess-
um svokölluðum skáldum ort
kvæði, sem boðlegt væri á hátið-
inni. Svo mikil var eymd þeirra og
aumingjaskapur. Það er þess-
vegna mjög eðlilegt, að almenn-
ingur hlaupi ekki upp til handa
og fóta, þegar þetta fólk er á ferð
og finnst með réttu, að þangað sé
oft og tiðum harla lítið að sækja.
Þarna er ein orsökin til þess, að
þetta fólk fær oft litla aðsókn.
Þá talar frúin um Ieiksýningar
á tsafirði og er þar svipaða sögu
að segja og um myndasýningar,
fólk sækir illa og frúin telur
orsökina vera þá, að fólkið vinnur
myrkranna á milli. En þar er um
sama misskilning að ræða og ég
hefi áður bent á. Frúnni finnst, að
Isfirðingar séu mjög undarlegir
menn, þeir fari suður í Reykjavík,
já jafnvel til útlanda, til að sjá
leiksýningar, en láti ekki sjá sig
heima og virðist hún vera hálförg
yfir þessu. Ekki getur frúin um
það, hve mörg prósent af ísfirð-
ingum eru svona undarlegir og
hefði það þó verið fróðlegt.
0 Skömm að vinna?
Það má heita sérkennileg árátta
hjá sumu þessu mennta- og lista-
fólki að vera sífellt að skamma og
gera litið úr því fólki, sem vinnur
langan vinnudag. Þetta fólk er þó
miklu nauðsynlegra fyrir þjóðar-
búið en það sjálft. En hvers vegna
eru menn að vinna svona lengi?
Það eru aðallega tvær orsakir til
þess. Launþegar taka þátt í lifs-
gæðakapphlaupinu. Frúin talar
með litilli virðingu um kapp-
hlaupið. En hvernig er það, hefir
hún ekki sjálf tekið þátt i því?
Mér er nær að halda það. Og
þegar fólkið, sem vinnur stuttan
vinnudag, getur veitt sér gæðin,
kemur þá ekki af sjálfu sér, að
almenningur keppi eftir því
sama. Er ekki sagan alltaf að end-
urtaka sig: Það sem höfðingjarnir
hafast að, hinir ætla sér leyfist
það. Ég man það, að á viðreisnar-
árunum var deilt hart á stjórnina
fyrir að fólk gæti ekki lifað af
dagvinnunni einni og var i þvi
sambandi rætt uni vinnuþrælkun.
Ný stjórn tók við. Hún hét þvi
veglega nafni Vinstristjórn. Sett
voru lög, þar sem ákveðið var að
daglegur vinnutimi skyldi vera
rúmir 7 timar. Sjálfsagt hafa
margir verið hrifnir af þessu og
búist vió, að nú þyrftu þeir ekki
að vinna nema dagvinnuna. En
hrifningin hjaðnaði furðu fljótt.
þegar menn urðu þess varir, að
þeir höfðu sjaldan eða aldrei
verið fjær þvi, að daglaunin
nægðu fyrir daglegum þörfum.
Verðbólgan óx hjá vinstristjórn-
inni og það svo mikið, að hún setti
Evrópumet, áður en hún veltist
úr völdunum. Ætli verðbólgan sé
ekki ein aðalorsökin fyrir löngum
vinnudegi. Frúin ætti því að hug-
leiða, hvaða þátt hún á I þessari
þróun. Hin orsökin er sú, að
sjávarútveginn vantar vinnuafl,
þegar mikill afli berst að landi.
Eina úrræðið verður að biðja fótk-
ið að vinna lengur, til þess að
bjarga verðmætum frá skemmd-
um. Falla þarna saman hags-
munir beggja, verkafólks og at-
vinnurekenda.
Vinnan er nauðsynleg hverjum
manni og við Islendingar höfum
allt frá landnámsöld orðið að
vinna myrkranna á milli, þegar
mikið hefur verið um að vera,
bæði við landbúnað og sjávarút-
veg. Þessi mikla vinna er sjálfsagt
ein af orsökum þess, að við höfum
lifað af harðindin, sem dunið hafa
yfir þjóðina á undanförnum
öldum. Og þrátt fyrir tæknina,
þurfum við enn að vinna mikið
á köflum, en vinnan er nú oftast
miklu léttari en áður var.
En hefur þetta mennta- og lista-
fólK nokkuð hugleitt það, hvernig
færi, ef sjómenn og fiskvinnslu-
fólk ynni aðeins rúma 7 tima á
dag. Veit það ekki, að efnahagsleg
velferð okkar veltur á því að afla
sem mest, vinna úr hráefninu og
fá sem hæst verð fyrir fiskinn.
En þetta fólk hefir öflugan
stuðningsmann þar sem er út-
varpsráð. Má í þvi sambandi
minna á ráðningu þeirra tveggja
manna, sem gerðu hina frægu
Grindavikurmynd. Fréttamenn
sjónvarpsins eru fjölhæfir og
hæfir í sinu starfi. Þeir hafa haft
umsjón með töku margra mynda
og hefir þeim tekist mjög vel. Er
það ekki hygginna manna háttur,
ef einhver vinnur vel, að fela hon-
um starf áfram. Ekki fannst út-
varpsráði það, heldur ræður 2
nýja menn til að gera 7 ómyndir.
Hefði nú ekki verið vitlegra að
byrja með 2 myndir og vita hvern-
ig tækist til og ákveða svo um
fleiri myndir. Nei, útvarpsráði
fannst það ekki. Það virðist hafa
verið áhugamál þess, að fá fram
ákveðnar skoðanir, einmitt þa>r.
sem komu fram í myndinni um
Grindavík. Þá má lika hugleiða
hvort ekki hefði verið hag-
kvæmara að nota eigin mannafia
við myndatökuna.
Manni verður á að spyrja, hvort
útvarpsráð gæti ekki sýnt meiri
sparnað og hagsýni í rekstrinum.
til að minnka tugmilljóna tekju-
halla.
Magniis Bjarnason."