Morgunblaðið - 24.01.1975, Page 36
RUCIVSinCflR
^t*-*22480
Prentum
stort
sem
smátt
fre yjugötu 14 S«mi 17467
FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1975
Gjaldeyrisvarasjóðuríim nam
aðeins 2ja vikna innflutningi
Gjaldeyrisstaðan
rýmaði 1974 um
7,2 milljarða króna
LOKATÖLUR liggja nú
fyrir um gjaldeyrisstöðu
bankanna í árslok 1974
og nemur nettó-
gjaldeyriseign bankanna
samkvæmt þeim 1.914
millj. kr. miðað við skráð
gengi í árslokin. Er þá búið
að draga frá gjaldeyris-
eigninni lán, sem Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn veitti
vegna hækkunar olíuverðs
ásamt öðrum reiknings-
skuldum bankanna. .
Reiknað á gengi í árslok
1974 hefur gjaldeyrisstaða
bankanna rýrnað um 7.158
millj. kr. á árinu, en um
5800 millj. kr., ef reiknað
er á meðalgengi ársins.
Tölur um vöru- og þjónustuvið-
skipti í desember eru enn ekki
fyrir hendi, en samkvæmt laus-
legu bráðabirgðayfirliti er nú
gert ráð fyrir, að viðskiptahallinn
1974 hafi numið um 15.300 millj.
kr. reiknað á meðalviðskiptagengi
ársins. Er það um fjórfalt meiri
halli en árið 1973. Þessi mikli
halli hefur verið jafnaður með
rýrnun á gjaldeyrisstöðunni, sem
nemur um 5.800 millj. kr. reiknað
á meðalviðskiptagengi ársins,
ásamt löngum erlendum lán-
tökum, en áætlað er, að innkomin
löng erlend lán, að frádregnum
afborgunum slíkra lána, hafi
numið um 9.100 millj, kr. Þá
hefur nettó-innstreymi frá ýms-
um öðrum fjármagnshreyfingum
numið um 400 millj. kr.
Þá ber þess að geta, að ofan-
greind gjaldeyrisstaða 1.914
milljónir króna nægir aðeins fyrir
tveggja vikna innflutningi og
jafnframt er búizt við því að
gjaldeyrisstaðan muni enn versna
á næstunni.
Eins og sést á þessari mynd
er NORGLOBAL engin smá-
smiði, enda yfir 26 þúsund
lestir að stærð. Skipið getur
brætt 1500—2500 lestir af
loðuu á sólarhring, og ætti
þvf að koma loðnuflotanum
að miklu gagni, ekki sfst þar
sem skipið getur fylgt loðnu-
flotanum, eftir þvf sem loðn-
an færir sig vestur á bóginn.
Fljótandi loðnuverk-
smiðja á miðin
Gervimjólk
úr fiskslógi
RANNSOKNASTOFNUN fisk-
iðnaðarins hefur sfðan f vor
verið með tilraunir til að
vinna úr fiskslógi efni, sem
notað er sem gervimjólk fyrir
kálfa. Mikil eftirspurn mun
vera eftir þessu efni, Frakkar
nota t.d. 4—6 þúsund tonn á
ári, og eftir þeim upplýsing-
um, sem fyrir hendi eru, er
verðlag helmingi hærra á
þessu dufti en á fiskmjöli.
Mbl. leitaði frétta af þessum
tilraunum hjá dr. Birni Dag-
bjartssyni, framkvæmdastjóra
stofnunarinnar. Sagði hann að
tilraunirnar hefðu gengið vel.
Fengist ágætis framleiðsla
úr slógi með svokallaðri sjálf-
meltingu. Hvatarnir úr maga
Framhald á bls. 22
FYRIRTÆKIN Hafsfld h.f. á
Seyðisfirði og Isbjörninn h.f. f
Reykjavfk hafa ákveðið að taka
norska bræðsluskipið Norglobal
sem er 26000 lestir að stærð á
leigu, til að bæta upp það vinnslu-
tap, sem hlaust er sfldarverk-
smiðja Hafsildar á Seyðisfirði
skemmdist af völdum snjóflóðs
fyrir skömmu. Skipið er væntan-
legt á loðnumiðin fyrstu dagana f
febrúar og verður a.m.k. 45 daga
á Islandsmiðum. Norglobal getur
brætt allt að 2500 lestir af loðnu á
sólarhring eða 1400 lestum meira
en en þær tvær verksmiðjur, sem
urðu fyrir snjóflóðunum á Seyðis-
firði og f Neskaupstað. Þessi fljót-
andi fiskimjölsverksmiðja er
algjörlega óháð allri aðstöðu f
landi eins og t.d. með vatn og f
áhöfn skipsins eru 60 manns.
Bræðurnir Jón og Vilhjálmur
Ingvarssynir hjá Isbirninum og
Hafsíld sögðu í samtali við
Morgunblaðið seint í gærkvöldi
eftir að gengið hafði verið að
tilboði Norðmanna um leigu á
skipinu, að það gæti losað úr 4
loðnuskipum samtímis, 200 tonn
úr hverju á klukkustund eða alls
800 tonn. Hráefnisgeymar skips-
ins taka um 4000 lestir, þannig að
hráefnið er alltaf svo til nýtt
þegar það er brætt, og betri afurð-
ir fást fyrir bragðið. Afköstin eru
minnst 1500 lestir á sólarhring en
mest 2500. Norglobal hefur mjöl-
geymslur fyrir 9000 lestir, og er'
mjölið geymt laust; til að koma í
veg fyrir sjálfsíkveikju er sett í
það antioxidant. Lýsistankar þess
taka 2400 lestir.
Þeir Jón og Vilhjálmur sögðu,
að skipið væri nú rétt að koma til
Noregs frá Þýzkalandi, en þangað
kom það frá Afríkumiðum til að
losa mjöl, legði af staó frá
Kristiansand eftir nokkra daga og
ætti ekki að koma seinna en 2.—3.
febrúar á Islandsmið. Þegar við
spurðum þá hvers vegna þeir
hefðu ákveðið að taka skipið á
leigu, sögðu þeir, að eftir að full-
víst hefði orðið að verksmiðja
Hafsildar á Seyðisfirói yrði- ekki
starfrækt á þessari loðnuvertíð,
þá hefðu þeir tekið að kanna þessi
mál og komist í samband við
Norðmennina gegnum Úlf Sigur-
mundsson hjá Útflutningsstofnun
iðnaðarins. Strax hefði komið já-
Getur brœtt allt
að 2500 lestir
á sólarhring
kvætt svar að utan og leitað hefði
verið til Matthíasar Bjarnasonar
sjávarútvegsráðherra í fyrradag.
Hann hefði brugðið skjótt við og
leitt málið til lykta þegar í gær-
kvöldi. — Við gerum okkur góðar
vonir um að skipið geti komið
flotanum að góðu gagni, svo fremi
að ekki komi til verkfalla.
Ef reiknað er með, að Norglobal
geti brætt með lágmarksafköstum
í 45 daga á loðnuvertíðinni, þýðir
það að skipið gæti brætt 67500
lestir af loðnu. Skipið er rösklega
Framhald á bls. 22
Annar Blönduósbátanna kœrður
„Róum í fyrramálið,” segir fram-
kvæmdastjóri rækjuvinnslunnar
SJAVARÚTVEGSRAÐUNEYT-
IÐ hefur nú kært skipstjóra ann-
ars Blönduósbátsins Nökkva til
dómsmálaráðuneytisins fyrir
ólöglegar rækjuveiðar f Húna-
flóa, <ð þvf er Matthfas Bjarnason
sjávarútvegsráðherra tjáði
Morgunblaðinu f gær. „Þessi bát-
ur hefur ekki veiðileyfi og veiðar
hans þar af ólöglegar,“ sagði ráð-
herra f samtali við Morgunblaðið.
Verður farið með mál bátsins
eins og um fiskveiðibrot sé að
ræða.
Síðasta olíuhækkun kostar
fiskiskipaflotann 450 millj.
Gasolían ódýrari í öðrum nágrannalöndum
HÆKKUNIN sem varð á gasoliu fyrr í þessum mánuði,
er gasolíulítrinn til fiskiskipa hækkaði úr kr. 5.80 í kr.
8.20 mun kosta fiskiskipaflotann nálægt 450 milljónum
króna á ársgrundvelli. Þessi aukni olíukostnaður skiptist
þannig, aó 215 milljónir króna leggjast á bátaflotann —
þar með talda loðnubátana — en um 224 milljónir á
togarana. Olíueyóslan í þessu dæmi er miðuð við olíu-
notkun flotans í september.
Rétt er að taka fram að í raun er
gasolíuverðið til fiskiskipa hið
sama og til húshitunar eða kr.
16.70 en útgerðin fær hana niður-
greidda og er afgangurinn 8.50
kr. greiddur úr sérstökum sjóði i
vörzlu ríkisins. Samkvæmt
upplýsingum Landssambands ísl.
útvegsmanna er heildarverðið á
gasolíu hérlendis töluvert óhag-
stæðara en í þeim höfnum sem
íslenzk fiskiskip sigla helzt með
afla til erlendis. Þannig kostar
lítrinn af gasolíu í enskum höfn-
um kr. 15.35, í Þýzkalandi kr.
12.30 og í Danmörku kr. 14.10.
Af þessu tilefni sneri Mbl. sér
til Önundar Asgeirssonar, for-
stjöra Oliuverzlunar Islands, og
spurði hann nánar um markaðs-
aðstæður í Evrópu. Önundur kvað
verðlag á gasolíu yfirleitt hafa
verið mjög stöðugt í Evrópulönd-
um marga undanfarna mánuði og
tiltölulega lægra en gasoliuverðið
Framhald á bls. 22
Þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við Kára Snorrason, fram-
kvæmdastjóra rækjuvinnslunar á
Blönduósi og skipstjóra annars
rækjubátsins, kvað hann báta við
Húnaflóa ekkert hafa róið siðustu
daga vegna veðurs en í rækju
vinnslunni væri nú verið að ljúka
vinnu við aflann er Nökkvi kom
með úr siðasta róðri. Varðandi
kæru sjávarútvegsráðuneytsins
sagði Kári, að hann teldi hann
ekki óeðlilega úr því að ráðherra
teldi sig hafa lögin á bak við sig.
Forstöðumenn rækjuvinnslunar
drægju það hins vegar mjög í efa
„og við munum róa strax í fyrra-
málið ef veður leyfir.“
Að sögn Kára hefur Blönduós-
verksmiðjan nú aðeins yfir
Nökkva að ráða, þar sem Aðal-
björg — hinn rækjubáturinn —
verður að fara í slipp. Verksmiðj-
an hefur aftur á móti auglýst eftir
bátum í viðskipti og einn skip-
stjóri sýnt því áhuga. Skrifaði
hann sjávarútvegsráðuneytinu til
að spyrjast fyrir um hver við-
brögð þess yrðu, ef hann flytti sig
með bát sinn yfir á Blönduós en
fékk loðin svör eftir því sem Kári
sagði. Þessi skipstjóri missti hins
vegar bát sinn fyrir skömmu og er
nú á höttum eftir leigubát, sem
Kári kvaðst vonast til að mundi
leggja upp hjá Blönduósverk-
smiðjunni.