Morgunblaðið - 21.02.1975, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.02.1975, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1975 skóla, en var á sumrum með móður sinni. Ormur þótti uppivöðslumikill og ófyrirleitinn um allt, en þó raungóöur. Alikært var með þeim systkinum. Þau Indriði og Sigríóur hittust nokkrum sinnum um þessar mundir, og höfðu menn það fyrir satt, að þeim geðjaðist allvel hvort að öðru, og sannaðist að því skipti það, sem mælt er, að sjaldan lýgur al- mannarómur. Indriði og Sigríöur voru nú á þeim aldri, sem karl og kona, er þekkjast og sjást og fellur hvort öóru vel í geð, trauðla geta vináttumálum einum bundizt. Vinátta sú og ylur, sem veriö hafði meó þeim, á meðan þau voru börn, var nú búinn að taka aðra stefnu í hjörtum þeirra og snúinn í heita og einlæga ást, er þau báru hvort til annars. Nú þótt svo megi virðast, sem ekki þurfi mikið áræði til þess að bera það mál upp fyrir einhverjum, er maður veit áóur, að honum er jafnkunnugt sem manni sjálfum, segist þó flestum svo frá, er í þá raun hafa komið, að ekki sé hið fyrsta ástarorð ætið auðlosað á vörum þeirra, sem unnast; og svo fór fyrir Indriða, þó hann við og við sæi Sigríði, enda vildi jafnan svo illa til, að þau Sigríður næstum því aldregi urðu tvö saman i einrúmi; en eftir því tóku menn, að Indriði fór að venja þangað komur sínar, sem hann vissi, að Sigríð- ar var von á mannfundi, og þess á millum gjöra sér ferðir að Tungu, þó lítið væri annað erindi en að sjá Sigriði; og einu sinni sem oftar kom hann þangað, og voru þar þá fyrir aórir gestir. Ingveldur lét vísa þeim gestunum í stofu og heita þeim kaffi, en bað Sigríði dóttur sína vera þar í stofunni og ræða við þá, HÖGNI HREKKVÍSI er hún sjálf ætti að snúast í mörgu, sem við lá á heimilinu. Ingveldur var vön því að gefa þeim Indriða og Sigríði auga og gæta þess, að þau töluðust ekki margt við, en með því að nú voru fleiri menn við í stofunni, hirti hún ekki um, þó Sigríóur ræddi viö Indriða eins og hina gestina. Nú bar svo einu sinni við, að þau Indriði urðu tvö saman eftir í stofunni. Sigríður hafði alltaf haldið uppi tali við þá gestina, en er þeir voru út gengnir, þagnaöi hún og leit í gaupnir sér; Indriða varð og orðfall um hríð, en bæði sátu þau sitt hvorum megin við dálítið borð, er þar var í stofunni. Svona leið dálítil stund, að þau yrtu hvorugt á annað, þangaó til Sigríður allt í einu lítur upp og framan í Indriða og varó í sama bili rjóð út undir eyru. Þess þáttar augnaráð og tillit stúlkna eru yngismenn vanir að skilja, og Indriði hefði orðið að vera skynskiptingur, ef hann hefði ekki ráöið í, hvað Sigríði þá flaug í huga. Manstu, Sigríður mín, segir hann, þegar við vorum lítil, hvaó okkur var vel til vina og þótti vænt hvort um annað? Já, alltaf man ég það, Indriði minn góður, sagði Sigríður, og varð henni einhvern veginn ósjálfrátt aö grípa um höndina á Indriða; en rétt í því henni slapp seinasta orðið af vörunum, var stofunni lokió upp, og fékk hún ekki tíma til að kippa aftur að sér hendinni, fyrr en móðir hennar var komin inn á mitt gólf, og hafói Ingveldur eitthvert veður af viðræðu þeirra Indriða og var nú ærið gustmikil; og varð ekki meira af viðtali þeirra Sigríðar og Indriða aö því sinni. Indriði ríður síðan heim og tekur nú aö íhuga svar Sigríðar og öll atvik; finnst honum þá, aö Sigríður mundi sér ekki fráhverf, ef hann beiddi hennar. Hann segir þessu næst foreldrum sínum fyrirætlun sína um að leita ráðahags við Sigríði, og leizt þeim vel á, en töldu þó ei ólíklegt, að Ingveldur mundi verða því mótfallin. Er þá svo ráð fyrir gjört, að Ingibjörg móðir Indriða skuli bera þetta mál upp fyrir þeim mæðgum, er hún hitti þær, og skyldi allt fara sem hljóðast fyrst um sinn. Eitthvert skipti um haustið skyldi vera brúðkaup nokkuð á prestsetrinu í Sigríðartunguhrepp; ætlaði síra Tómas aó gifta aðstoðarprestinum dottur sína. Til þessarar veizlu var þeim Tungumæðgum boðið, svo og þeim hjónunum frá Hóli og Indriða. Þau mæðgin frá Hóli riðu til boðsins, en Jón hreppstjóri var krankur og fór þvi ekki. Þær mæðgurnar í Tungu höfðu og ásett sér aö fara, en þennan sama morgun fundust ekki hestarnir í Tungu, og var þeirra þó leitað fram undir hádegi, og fannst eng- inn nema klár einn gamall og staður, er kallaður var Níðhöggur, sem aldrei gekk úr túninu; honum skyldi fylgdarmaður riða, ef eitthvað fengist fyrir þær mæðgurnar; og með því þeim þótti leitt að setjast aftur, er þær voru ferðbúnar, var það til bragðs tekið að senda á næsta bæ fyrir neðan Sigríðartungu og biðja þar um hesta. Þar var ekki mikið til um Úr ýmsum áttum Á ÁRI hverju fara fram ótalmörg skákmót i heiminum, svo mörg. að ekki er nokkur kostur að greina frá nema litlum hluta þeirra í þætti sem þessum. í dag mun þó freistað, að fara i nokk- urs konar yfirreið um skákheim- inn og segja fréttir af nokkrum skákmótum, sem fram hafa farið að undanförnu. Þess er þá fyrst að geta, að fyrir skömmu fór fram litið al- þjóðlegt skákmót á Hamri i IMor- egi. Úrslitin urðu sem hér segir: 1. Arne Zwaig (Noregi) 7,5 v., 2. —3. Leif Ögaard og Svein Jó- hannessen (Noregi) 6,5 v., 4. E. Lundin (Sviþjóð) 5,5 v„ 5. Aik (Frakkl.) 5 v„ 6. Westerinen (Finnl.) 4 v„ 7. Ornstein (Sviþjóð) 3.5 v„ 8. Daan de Lange (Noregi) 2.5 v„ 9.—10. Ledken og Nilsen (Noregi) 2 v. eftir JÓN Þ. ÞÓR Spánverjar eru iðnir við að halda skákmót og nýlega lauk einu sem fram fór í Orensee. Þar urðu úrslitin þessi: 1. Bent Larsen (hann er nú orðinn spænskur rík- isborgari) 11,5 v„ 2.-3. Ulf Anderson (Sviþj.) og L. Ljubojevic (Júgósl.) 10,5 v., 4—5. F. Georghiu (Rúmeniu) og M. Quint- eros (Argentina) 10 v„ 6.—7. W. Lombardy (U.S.A.) og A. Pomar (Spánn) 9 v„ 8. G. Garcia (Kúba) 7,5, 9. R.D. Keene (England) 7 v. o.s.frv. Þátttakendur voru alls 16. f borginni Stary Smolensk i Tékkóslóvakiu er nýlokið hinni árlegu keppni um Tatra bikarinn og urðu úrslitin þessi: 1. Kneze- vic (Júgósl ), 9 v„ 2.—3. Libert (A-Þýzkal.) og Plateka (Tékkósl.) 8 v„ 4. — 5. Peev (Búlgaria) og Adamski (Pólland) 7 v„ 5.—6. Hug (Sviss) og Bednarski (Pól- land) 6,5 v. o.s.frv. Þátttakendur voru 14. Loks er að geta lítils alþjóða- móts, sem fram fór i Leipzig fyrir skömmu. Þar urðu úrslitin þessi: 1.—2. Uhlmann og Vogt (A,- Þýzkal.) 6,5 v„ 3.—4. Baumbach og Möhring (A.-Þýzkal.) 5,5 v„ 5. Schöneberg (A.-Þýzkal.) 5 v„ 6.—7. Klúger (Sviss) og Blatny (Tékkósl.) 4,5 v„ 8. Pietsch (A- Þýzkal.) 3,5 v„ 9. Grígorov (Búl- garia) 2 v. og 10. Bernard (Sviss) 1,5 v. í siðasttalda mótinu var eftirfarandi skák tefld. Hvitt: Klúger Svart: Baumbach Slavnesk vörn 1 d4 — d5, 2. c4 — c6, 3 Rf3 — Rf6, 4. Rc3 — e6, 5. e3 — Rbd7, 6. Bd3 — dxc4, 7. Bxc4 — b5, 8. Bd3 — Bb7, 9. e4 — b4, 10, Ra4 — c5, 1 1 e5 — Rd5, 1 2. 0-0 — cxd4, 1 3 He1 — Be7, 1 4. Rxd4 — Da5, 1 5. a3 — 0-0, 16. Bd2 — Hfd8, 17. axb4 — Bxb4, 18 Rb3 — Dc7. 19 Hc1 — Db8, 20. f4 — a5, 21 Be4? — Rxf4!, 22, Df3 — Bxe4, 23 Dxe4 — Rg6, 24. Bxb4 — Dxb4, 25 Dxb4 — axb4, 26 Rac5, — Rdxe5, 27. He4 — Hab8 og svart ur vann auðveldlega nokkrum leikj- um síðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.