Morgunblaðið - 21.02.1975, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1975
31
r
I stuttu máli
íslandsmótið 1. deild
Iþróttahúsið I Hafnarfirði 19.
febr.
URSLIT: Haukar — FH 17:23
(12:17)
Gangur leiksins
Mfn. Haukar FH
í. 0:1 Arni
2. 0:2 Olafur
3. Stefán 1:2
4. 1:3 óiafur
6. Arnór 2:3
7. 2:4 Þórarinn
7. 2:5 Ólafur
8. Olafur 3:5
9. 3:6 Jón
11. Hördur (v) 4:6
13. ólafur 5:6
13. 5:7 ólafur
14. Hörður (v) 6:7
14. 6:8 Gunnar
16. 6:9 Þórarinn
18. 6:10 Þórarinn (v)
20. 6:11 Þórarinn (v)
21. 6:12 Tryggvi
22. 6:13 Gunnar
23. Frostl 7:13
23. 7:14 Gunnar
23. Elfas 8:14
24. Hörður 9:14
26. Hörður (v) 10:14
26. 10:15 Gunnar
28. 10:16 Þórarinn (v)
29. Hörður 11:16
30. 11:17 Þórarinn
30. Frosti 12:17
Hálfleikur
37. Stefán 13:17
39. Hörður (v) 14:17
39. Arnór 15:17
41. Hörður (v) 16:17
43. 16:18 Þórarinn
46. 16:19 Geir
51. 16:20 Gunnar (v)
57. 16:21 Þórarinn
58. 16:22 Ólafur
59. 16:23 Ólafur
60. Frosti 17:23
MÖRK HAUKA: Hörður Sigmarsson 7,
Frosti Sæmundsson 3, Stefán Jónsson 2,
Arnór Guómundsson 2, ölafur ólafsson 2,
Elías Jónasson 1.
MÖRK FH: Þórarinn Ragnarsson 8, ólafur
Einarsson 6, Gunnar Einarsson 5, Arni Guð-
jónsson 1, Jón Gestur Viggósson 1, Tryggvi
Harðarson 1.
BROTTVÍSANIR AF VELLI: Gunnar
Einarsson, Tryggvi Harðarson og Kristján
Stefánsson, FH, f 2 mfn., Frosti Sæmundsson,
Elfas Jónasson og Svavar Geirsson, HaUkum,
f 2 mfn.
MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Ólafur Torfa-
son varði vftakast Þórarins Ragnarssonar á
45. mfn. og Hjalti Einarsson varði vftakast
Harðar Sigmarssonar á 47. mfn.
DÓMARAR: Björn Kristjánsson og Óli
Olsen og dæmdu þeir yfirleitt með ágætum.
—stjl.
v.#*'
Islandsmótið 1. deild
Iþróttahúsið Hafnarfirði 19. febr.
URSLIT: Grótta — IR 19:16
(8:10)
Gangur leiksins
Mín. Grótta ÍR
3. 0:1 Guðjón
4. Halldór 1:1
7. 1:2 Brynjólfur
8. 1:3 Guðjón
8. Árni 2:3
11. 2:4 Ásgeir
12. 2:5 Bjarni
15. 2:6 HörðurA.
15. Halldór 3:6
17. Halldór 4:6
17. 4:7 HörðurH.
18. Sigurður 5:7
19. 5:8 Brynjólfur
21. Magnús 6:8
25. Halldór 7:8
26. Björn 8:8
28. 8:9 Hörður H.
28. 8:10 Asgeir
Hálfleikur
32. Árni 9:10
34. Halldór 10:10
35. Halldór 11:10
36. Kristmundur 12:10
39. Georg 13:10
40. 13:11 Guðjón (v)
42. 13:12 Guðjón (v)
44. 13:13 Guðjón
45. Magnús 14:13
47. Halldór 15:13
50. 15:14 Guðjón (v)
52. Halldór 16:14
55. Georg 17:14
57. Björn (v) 18:14
58. 18:15 HörðurH.
59. Magnús 19:15
60. 19:16 Bjarni
MÖRK ÓRÓTTl': llalldðr Kristjánsson 8.
Arni Indriðason 2, Björn Pétursson 2, Georg
Magnússon 2, Sigurður Pétursson 1,
Kristmundur Asmundsson 1.
MÖRK ÍR: Guðjón Marteinsson 6, Hörður
Hákonarson 3, Brynjólfur Markússon 2,
Bjarni Hákonarson 2, Asgeir Elíasson 2,
Hörður Arnason 1.
BROTTVÍSANIR AF VELLI: Guðjón
Marteinsson, lR, f 2 mfn.
MISHEPPNUÐ VlTAKÖST: Jens G. Einars-
son varði vítakast Björns Péturssonar á 20.
mfn.
DÓMARAR: Magnús V. Pétursson og Valur
Benediktsson. Þeir áttu fremur slakan dag að
þessu sinni, —gerðu of mörg mistök.
— stjl.
Kvikmyndasýning um
mannúðarsálfræði
SAMBAND á Islandi um
mannúðarsálfræði efnir til kvik-
myndasýningar næstkomandi
laugardag kl. 3 i stofu 103 í Arna-
garði. Sýndar verða tvær 45 mín-
útna kvikmyndir með bandaríska
sálfræðingnum Carl Rogers. I
þeirri fyrri fæst innsýn inn í sál-
lækningaraðferð dr. Rogers,
(Client Centered Therapy), i
þeirri seinni, sem nýlega hlaut
verðlaun sem besta fræðslumynd
ársins í Bandaríkjunum, sést dr.
Rogers leiðbeina sálvaxtarhóp
(Encounter Group).
Öllum, sem áhuga hafa er
heimill aðgangur og þátttaka í
umræðum um efni myndanna.
— Danir viðbúnir
Framhald af bls. 1
sen að kreppan sem öll iðnaðar-
riki ættu við að stríða stafaði af of
veikri stjórn þjóðfélagskerfisins.
„Við getum ekki leyst kreppuna
einir. Við verðum að beita áhrif-
um okkar i alþjóðasamtökum,
ekki sizt á vettvangi Efnahags-
bandalagsins, til að leysa krepp-
una,“ sagði Jörgensen.
Hann sagði að sósíaldemókratar
stæðu við tillögu sína um bráða-
birgðalán frá ríkinu tii húsnæðis-
bygginga. Hann sagði að þær yrðu
auknar þar sem atvinnuleysi væri
mest í byggingariðnaði og boðaði
ráðstafanir til að bæta aðstöðu
útflutningsfyrirtækja í iðnaði og
öðrum atvinnugreinum og stuðn-
ingi við hann. Þau yrðu tryggð
gegn taprekstri, þau fengju lán úr
sjóði sem yrði komið á fót til
styrktar þeim, þau mættu auka
afskriftir og létt yrði undir með
þeim á annan hátt.
Jörgensen sagði enn fremur að
reynt yrði að ráða fram úr erfið-
leikum vegna atvinnuleysis ungs
fólks. Um yfirstandandi samn-
inga um laun opinberra starfs-
manna sagði hann að hinir hæst-
launuðu gætu ekki gert sér vonir
um launahækkanir. Hann hvatti
til hófstillingar í kjaramálum og
skoraði á verkalýðsfélög aó sýna
ábyrgðartilfinningu.
Jafnframt sagði Jörgensen að
skattalögin yrðu einfölduð og
skattabyrðunum jafnar skipt.
Tekinn yrði fyrir í þinginu réttur
til frádráttar vegna vaxta og
skulda.
Hann sagði að útgjöld rikisins
mundu ekki aukast hlutfallslega
meir en verðlag og kaupgjald að
fráteknum nauðsynlegum út-
gjöldum til að auka atvinnu. „Við
verðum að brjótast út úr þeim
vitahring sem þróunin hefur kom-
izt í,“ sagði Jörgensen og hvatti til
samvinnu allra flokka um lausn
efnahagsmálanna.
— Portúgal
Framhald af bis. 1
skattálögur á rekstrarfjármagn.
Helztu atriði áætlunarinnar
eru: Aukið pólitískt eftirlit með
efnahagslifinu þannig að það
þjóni hagsmunum almennings
bétur, rikisaðstoð til að koma í
veg fyrir gjaldþrot og atvinnu-
leysi, bætt heilbrigðis- og mennta-
málaþjónusta og önnur félagsleg
þjónusta, þ.á m. auknar atvinnu-
leysisbætur og almannatrygging-
ar. Gert er ráð fyrir að ríkið yfir-
taki 51% hluta í helztu atvinnu-
greinum landsins, bæði með
hlutabréfayfirtöku og beinni
þjóðnýtingu. Þessar atvinnu-
greinar eru nýting olíu, jarðgass,
kola, úraníum, járns, kopars, blýs,
sinks og vissra annarra málma,
stáliðja, olíuhreinsun, viss bensín-
efnaiðnaður, tóbaksframleiósla,
vopnaframleiðsla, og framleiðsla
og dreifing raforku.
— Erfiðleikar
Framhald af bls. 32
háð erlendu efni og vegna gjald-
skrárþvingana á undanförnum
þremur árum hefur hún þurft að
taka erlend lán að upphæð sam-
tals um 7,8 milljónir dollara.
Gengisfellingin nú kemur sér þvi
mjög illa fyrir Rafmagnsveituna
og eykur t.d. skuldir hennar um
233 milljónir króna en eykur
vaxta- og afborganabyrðina um
57,5 milljónir. Við þetta má svo
bæta áætluðum efniskaupum er-
lendis frá á þessu ári að upphæð
75 milljónir króna.
Aðalsteinn kvaðst vonast til að
rikisstjórnin myndi sýna skilning
á erfiðleikum Rafmagns-
veitunnar, Hann benti á að viðast
hvar annars staðar i heiminum
væri talið eðlilegast að dreifi-
veitur á borð við Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, sem ekki önnuðust
beina orkuöflun, fjármögnuðu sig
sjálfar, en þyrftu ekki að treysta á
lánsfjármagn. Þá taldi Aðalsteinn
að opinberar álögur á raforku-
söluna væru orðnar óeðlilega
miklar, en söluskattur og verð-
jöfnunargjald næmu nú 32%
Benti Aðalsteinn á að 13% verð-
jöfnunargjaldið sem komst á i
október s.l. myndi kosta Raf-
magnsveituna á þessu ári um 244
milljónir kr. og rynni þessi upp-
hæð beint til ríkisins til að jafna
raforkuverðið í dreifbýiinu.
Jóhannes Zoega hitaveitustjóri
tók mjög í sama streng og Aðal-
steinn. Hann kvað hækkunarþörf
Hitaveitunnar nú einhvers staðar
á milli 30 og 40%. i lok síðasta árs
fór Hitaveitan hins vegar fram á
9—10% hækkun en það hefur
ekki fengizt afgreitt enn. Kvað
Jóhannes Hitaveituna rekna með
bullandi tapi og fyrstu sjúkdóms-
einkennin í rekstri fyrirtækisins
væru þegar farin að koma fram,
þar sem væri niðurskurður á
framkvæmdum við lagningu hita-
veitu í nágrannabæjunum og á
ýmsum brýnum framkvæmdum
innan borgarinnar.
— Krafla
Framhaid af bls. 2
fimm vinnsluholur við Kröflu
næsta sumar. Þá er einnig ætlun
in að steypa upp stöðvarhús og
gera það fokhelt, svo að innivinna
geti farið þar fram næsta vetur.
ir Frárennsli vandamál
Ekki hefur enn verið tekin
endanleg afstaða til þess hvað
gert verður við frárennslisvatn
virkjunarinnar, en það kann að
valda nokkrum vanda. Náttúru-
verndarráð hefur eindregið lagzt
gegn því að frárennslisvatnið
renni í Mývatn, enda er hér um
geysimikið magn að ræða eða um
500 sekúndulítra og 100° C heitu
vatni. Þrjár lausnir koma til
greina:
1) Að bora nýjar holur og leiða
vatnið i þær og þannig niður í
jörðina aftur.
2) Að leiða vatnið i pipum og
dæla því yfir um 100 metra
hæðarhindrun, svo að það geti
runnið í átt til Jökulsár á
Fjöllum.
3) Að gera undirstöðulón við
virkjunarstað þar sem meginhluti
útfellingar steinefna ætti sér stað
en frárennsli þess lóns ætti að
vera skaðlaust samkvæmt reynslu
I öðrum löndum.
Þessi sfðasti kostur er lang
ódýrastur en hinn fyrsti dýrastur,
svo dýr að hann myndi kollvarpa
fjárhagsgrundvelli virkjunar-
innar, ef valinn yrði vegna hins
gifurlega borunarkostnaðar.
Jarðgufuvirkjanir eru öruggari
á vetrum en á sumrum vegna
meiri kælingar að vetrarlagi.
Þessu er öfugt farið við vatns-
virkjanir og kemur þetta því
Norðlendingum sérstaklega vel.
Búizt er við að afköst^vélanna við
Kröflu verði allt að 70 MW. við
hagstæð vetrarskilyrði. Fram-
leiðendur vélanna hafa ábyrgst að
þær þoli vel þetta aukaálag.
— Sv. P.
— Atli Dam
Framhald af bls. 32
fá aðstöðu til veiða á Islands-
miðum, ella væri vart hægt að
reka þau.“
„Teljið þið saltfisktogarana
verksmiðjuskip?“
„Nei, alls ekki. Saltfiskverk-
un er eldgömul aðferð við
vinnslu fisks, sem í langan tíma
hefur verið stunduð bæði á Is-
landi og í Færeyjum með svip-
uðu móti. Aflinn er saltaður um
borð, erí síðari fullunninri í
landi og pakkaður þar. Við telj-
um ekki mögulegt að skipa
þessum togurum á bekk með
frystitogurum Þjóðverja og
Breta.
Þessar veiðar skipta miklu
máli í fiskveiðum okkar Færey-
inga og það eina í þessum veió-
um sem er frábrugðið veiðum
annarra fiskiskipa okkar er það
að um borð eru nokkur tæki
sem spara nokkra menn. Þetta
er því aðallega vinnuhagræðing
og allt allt annað en verk-
smiðjuskip eins og frystitogar-
arnir stóru.“
„Hvernig leggjast viðræðurn-
ar f ykkur?"
„Við teljum að íslendingar
vilji gera eins vel við okkur og
unnt er og verði okkur þvi
jákvæðir. Við höfum sama
sjónarmið varðandi það hverjir
eiga að hafa mestan rétt til fisk-
veiða, þ.e. þær þjóðir sem
byggja allt sitt á fiskveiðum og
vió erum jafnframt sammála
um að þaó séu stóru þjóðirnar,
iðnaðarþjóðirnar, sem verði að
gefa eftir í þeim efnum. Vió
teljum að samningaviðræður og
samningar Breta og Þjóðerja
við islendinga séu á allt öðrum
grunni en okkar viðræður, því
fiskveiðar skipta þær þjóðir svo
litlu. Við vonum því að sjónar-
mið Islendinga gagnvart Bret-
um, Þjóðverjum og öðrum með
svipaða stöðu komi ekki inn í
þetta mál gagnvart okkur, því
við teljum okkur ekki passa í
bát með þeim, heldur Islend-
ingum sem skilja aðstöðu okk-
ar.“
— Allar úrbætur
Framhald af bls. 32
ríkisstjórnina að fyrrgreind
endurskoðun á launajöfnunarbót-
um færi fram.
Jón Bergs, formaóur Vinnuveit-
endasambandsins, kvaðst ekkert
geta sagt um þetta atriði á þessu
stigi málsins nema hvað fulltrúar
beggja aðila vinnumarkaðarins
ættu í dag fund meó ríkisstjórn-
inni, aðallega um hlióarráðstafan-
ir ríkisstjórnarinnar, en ekki væri
ósennilegt, aó launajöfnunarbæt-
ur kæmu þar einnig til umræðu.
Morgunblaðinu tókst ekki að ná
tali af Geir Hallgrimssyni for-
sætisráðherra i gær til að spyrja
hann hvað liói fyrrgreindri end-
urskoðun launajöfnunarbóta.
r
Aburðarhækkun
Framhald af bls. 3
þar sem notkun og útgjöld dreif-
ast jafnar yfir árið.
4. Meiri munur verður en áður
á búrekstrarlegri aðstöðu ein-
stakra bænda, en því veldur:
a) Mismunur á jörðum innan
byggðarlaga og milli landshluta á
uppskeru af hverjum hektara
ræktaðs lands miðað við sama
áburðarmagn.
b) Misjafn úthagi og afréttar-
land til beitar, sem fær aukið
gildi ef dregur úr ræktunarbú-
skap.
c) Misjöfn efnahagsleg staða
þeirra, einkum byrjenda i bú-
skap, sem orsakar að þeir ná ekki
sömu hagkvæmni í búrekstri, ef
fjárhagsleg geta takmarkar kaup
á jafn þýðingarmikilli reksturs-
vöru og áburði.
5. Meðaláburðarnotkun virðist
hafa verið innan þeirra marka,
sem hagkvæmt má telja, miðað
við hlutfall heyverðs og áburðar-
verðs.
6. Við samdrátt á innlendri fóð-
urframleiðslu gæti beitarálag á
úthaga aukist það mikið, að gróðri
væri hætta búin.
Með hliðsjón af fyrrnefndum
niðurstöðum um afleióingar stór-
felldrar hækkunar á verði á
áburði á landbúnað og almennt
efnahagslíf, bendir nefndin á
eftirfarandi leiðir til að mæta
þeim vanda:
1. Mætt verði stórfelldri verð-
hækkun á áburði n.k. vor með þvi
að dreifa henni á 3—4 ár. Því
greiði rikissjóður hluta hennar
niður. Niðurgreiðslan verði þó
ekki meiri en svo, að á n.k. vori
hækki áburðarverð í liku hlut-
falli og verðiag annarra útgjalda í
verðlagsgrundvelli landbúaðar-
ins mun gera frá fyrra vori.
Niðurgreiðslan komi á fram-
leiðslustigi áburðarins og greiðist
til Aburðarverksmiðjunnar á
fyrstu fimm mánuðum ársins.
Þessi ráðstöfun dregur úr stór-
aukinni lánsfjárþörf til rekstrar í
landbúnaði, sem ekki er sjáanlegt
að bankakerfið yrði fært um að
leysa. Þá mun 'slíkt koma í veg
fyrir annars fyrirsjáanlegan sam-
drátt í fóðurframleiðslu i landinu,
og ekki sist, að með þvi yrði unnið
gegn margföldum verðþenslu-
áhrifum þessarar hækkunar á al-
mennt efnahagslif í landinu.
Nefndinni er ljóst, að horfur á
afkomu ríkissjóðs á þessu ári gefa
ekki svigrúm til útgjalda af þessu
tagi, nema auknar tekjur komi á
móti.
Því felst í þessari tillögu
nefndarinnar, að finna verði
tekjustofn til að mæta ofan-
greindum niðurgreiðslum. Nefnd-
in telur sig ekki bæra til að gera
tillögu um ákveðinn tekjustofn,
heldur þurfa réttir aðilar að fjalla
þar um.
Nánari skýringar um áhrif
áburðarverðshækkunarinnar á
lánsfjárþörf og almennt efna-
hagslif er að finna í greinar-
gerðum.
2. Stuðlað verði að betri
geymslu og meðferð búfjár-
áburðar og stórefldar rannsóknir
þar að lútandi.
Fulllítil áhersia hefur verið
lögð hin seinni ár á notagildi bú-
fjáráburðar. Við hækkað verðlag
á tilbúnum áburði og með tiiliti til
þess, að góðri nýtingu búfjár-
áburðar getur fylgt gjaldeyris-
sparnaður fyrir þjóðina, er nauó-
synlegt að leggja ríka áherslu á
betri nýtingu hans og auknar
rannsóknir og leiðbeiningastarf-
semi á þessu sviði. Auka þarf
einnig leiðbeiningaþjónustu um
notkun á tilbúnum áburói hjá ein-
stökum bændum.
3. Rfkisstjórnin láti nú þegar
hefja athugun á hagkvæmni
aukinnar framleiðslu áburðar hér
á landi, með innlendri orku sem
aflgjafa. Haft verði samráð við
stjórn Aburðarverksmiðjunnar f
Gufunesi og kvaddir til þeir sér-
fræðingar innlendir og erlendir,
sem nauðsynlegir þykja til þess
að fá óyggjandi niðurstöðu. At-
hugun þessari verði hraðað svo
sem kostur er.
Ljóst er, að með þessu yrði ekki
leystur sá vandi, sem nú steðjar
aó, þar sem undirbúningur og
bygging nýrrar verksmiðju tekur
óhjákvæmilega nokkur ár. Nefnd-
in telur þó mjög nauðsynlegt, að
slík athugun verði gerð nú, til
þess að fá úr því skorið, hvort hin
stórfellda hækkun orkuverðs í
heiminum hefur lagt grundvöll að
aukinni áburðarframleiðslu
innanlands. Auk þess ber að meta
það öryggi, sem innlend fram-
leiósla á áburði veitir landbún-
aðinum.
Nefnd sú sem vann að könnun
áburðarmálanna var sett á stofn
að beiðni landbúnaðarráóherra i
september s.l. 1 henni áttu sæti
Gunnar Guðbjartsson bóndi, til-
nefndur af Stéttarsambandi
bænda, Bjarni Helgason jarðvegs-
fræðingur, tilnefndur af Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins,
Garðar Ingvarsson hagfræðingur,
tilnefndur af Seðlabanka Islands,
Helgi Bachmann viðskiptafræð-
ingur, tilnefndur af Landsbanka
Islands, Pálmi Jónsson bóndi og
Jón Helgason bóndi tilnefndir af
Búnaðarfélagi Islands og Guð-
mundur Sigþórsson landbúnaðar-
hagfræðingur, formaður án til-
nefningar. Nefndin sendi út
spurningaform til bænda, ráóu-
nauta, söluaðila áburðar og fleiri
aðila og aflaði sér gagna á sem
víóustum grundvelli. Út frá þeim
gögnum komst hún að framan-
greindri niðurstöðu.