Morgunblaðið - 16.03.1975, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975
Kom til að gera Island að aðila
í Alþjóðlegu blaðamannastofnuninni
AÐALRITSTJÓRI Sydsvenska
Dagbladet, Olof Wahlgren, var
nýlega staddur hér á landi, en
hann er mikill tslandsvinur og
hefur við blað sitt beitt sér
fyrir mörgum málefnum til
styrktar fslendingum, og þá má
sérstaklega minnast söfnunar
vegna Vestmannaeyjagossins á
sfnum tíma. Wahlgren er
doktor í hagfræði og var fyrir
nokkru kjörinn í stjórn Alþjóð-
legu blaðamannastofnunarinn-
ar (International Press
Institution), sem er félagsskap-
ur svipaðs eðlis og Amnesti
International að öðru leyti en
því að í IPI eru aðeins ritstjór-
ar víðs vegar að úr heiminum.
Hérlendis stofnaði Wahlgren
sérstaka nefnd, sem er fulltrúi
þessarar alþjóðlegu stofnunar
og er Jónas Kristjánsson rit-
stjóri formaður hennar.
Morgunblaðið hitti Olof
Wahlgren að máli og i fyrstu
spurðum við um hann sjálfan
og blað hans. Wahlgren sagðist
hafa verið aðalritstjóri
Sydsvenska Dagbladet frá 1967,
en fyrirtækið gefur einnig út
síðdegisblaðið Kvállposten.
Hvort blað er daglega gefið út í
120 þúsund eintökum eða sam-
tals í 240 þúsund eintökum.
Velta fyrirtækisins nemur á
sjötta milljarð íslenzkra króna
á ári. Blöðin eru óháð og frjáls-
lynd og Wahlgren sagði að þau
styddu eflgan ákveðin flokk, en
hefði hvatt til borgaralegrar
stjórnar. Blaðið berst fyrir hag-
fræðilegri velmegun, sagði rit-.
stjórinn.
1 raun er Sydsvenska Dag-
bladet fjölskyldufyrirtæki og
Wahlgren sjálfur er af dönsk-
um ættum. Móðurafi föður
hans var af Berlingsættinni,
sem svo fræg hefur orðið af
blaöaútgáfu í Danmörku. Afi
hans var ritstjóri Sydsvenska
Dagbladet á árunum 1895 til
1937, er faðir hans tók við rit-
Rœtt við aðal-
ritstjóra Syd-
svenska dag-
bladet, Olof
Wahlgren
stjórnastól og ritstýrði blaðinu í
30 ár eða unz Olof Wahlgren
tók sjálfur við 1967, eins og
áður er sagt. Hluthafar fyrir-
tækisins eru alls 80 og flestir
tengdir fjölskylduböndum og
sjálfur á Wahlgren 5% í fyrir-
tækinu.
Olof Wahlgren ér éins og áð-
ur er getið doktor í hagfræói,
en að auki hefur hann lokið
prófum í stjórnmálafræði og
heimspeki. Hann hefur fylgzt
með 3 forsetakosningum í
Bandaríkjunum sem blaðamað-
ur og var 5 ár fréttaritari blaðs
síns í París. Norrænt samstarf
er honum mikið áhugamál og
hefur hann m.a. komið á fót
sérstökum islendingadegi í
Málmey. Fyrir þessa framtak-
semi og aðra er lýtur að íslenzk-
um málefnum í Svíþjóð var
hann fyrir tveimur árum sæmd-
ur stórriddarakrossi fálkaorð-
unnar. Fyrir þremur árum var
hann og kjörinn formaður í
hinni sænsku nefnd IPI og varð
fulltrúi Svía, Norðmanna og
Dana í stjórn Alþjóðlegu blaða
mannastofnuninnar í Zúrich og
þar var hann síðan kjörinn
varaformaður.
„Þegar ég fékk riddarakross
fálkaorðunnar," segir Olof
Wahlgren, „hafði ég aldrei til
íslands komið. Ég var þá þegar
ákveðinn í að fara við fyrsta
tækifæri til Íslands. Þegar ég
var síðan orðinn fulltrúi
Norðurlandanna i IPI varð ég
þess áskynja að islenzkir rit-
stjórar voru ekki aðilar þar að.
Þar með var ég búinn *að fá
ástæðu fyrir Íslandsferðinni og
hingað er ég kominn til þess að
stofna íslenzka nefnd, sem
verður aðili að IPI. Formaður
nefndarinnar er Jónas
Kristjánsson, ritstjóri Vísis, en
aðrir í henni eru Matthías
Johannessen og Styrmir
Gunnarsson, ritstjórar Morgun-
blaðsins, Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri Tímans, og Freysteinn
Jóhannsson, ritstjóri Alþýðu-
blaðsins. I þessum samtökum
eru um 1.900 ritstjórar í 60
löndum og þótti mér ærin
ástæða til að koma Islandi inn í
myndina. Takmark þessa
félagsskapar er að vinna að því
að frjálst fréttastreymi eigi sér
stað og skipzt sé á uppiýsingum.
Efnt er til ráðstefna til þess að
fjalla um vandamálin og reynt
að setja niður deilur. Er mikið
verk að vinna í þessum málum
sérstaklega í Asíu, Afríku og
Suður-Ameríku. Er mikill
styrkur að því að ráðamenn I
Olof Wahlgren,
aðalritstjóri
Sydsvenska Dagbladet
blaðaheiminum sameinist, og
með þeim þunga, sem þeir hafa
yfir að búa, ætti árangur að
nást.
Siðari hluti þessa árs verður
ársfundur samtakanna i Lagos í
Nígeriu og er undirbúningur i
fullum gangi. Þó hafa nokkur
vandkvæði verið á því fundar-
haldi, vegna þess að rikisstjórn
Nigeríu er bundin af samkomu-
lagi Afrikuríkja, sem m.a. felur
í sér að jafnvel vinveittir S-
Afríkumenn hvítir megi ekki
koma til þessara landa en vonir
standa til að öll vandamál leys-
ist og fundurinn fari fram. Þá
er og ákveðið að ársfundurinn
1976 verði i Philadelphia i
Bandaríkjunum og 1977 í Osló.
Þá verður í september sérstak-
ur fundur Norðurlandadeildar
IPl. Verður hann i Helsinki.
Slikur fundur var síðast hald-
inn í Málmey síðastliðið haust."
Á meðan á heimsókn Olof
Wahlgren ritstjóra hér á landi
stóð hitti hann m.a. forseta Is-
lands, herra Kristján Eldjárn,
og þakkaði þann heiður, sem
honum hafði verið sýndur með
riddarakrossi fálkaorðunnar.
Þá ræddi hann og við forystu-
menn íslenzkra stjórnmála, þar
á meðal Geir Hallgrímsson, for-
sætisráðherra.
Fjórtándi og
síðasti 150
lesta bátur-
inn á flot
Gnúpver j avirk jun
mundi auka
orkuvinnsluget-
una um 1000 GM
Þýzk-bandarísk-
ur leikflokkur
á Seltjarnarnesi
Akureyri 14. marz.
HUNDRAÐ og fimmtíu lesta
fiskiskipi var hleypt af stokkun-
um í morgun hjá Slippstöðínni
h.f. og hlaut nafnið Þórsnes 2.
SH-109. Skipið er eign Þórsness
h.f. í Stykkishólmi og er útbúið til
línu- neta-, nóta- og togveiða. Það
er 14. skipið og hið síðasta aó
sinni, sem Slippstöðin hefur smið-
að í raðsmíði eftir samskonar
teikningu, en nú verður að
minnsta kosti hlé á smíðum þess-
háttar skipa. Skipstjóri á Þórsnesi
2. verður Kristinn Ö. Jónsson og
1. vélstjóri Baldur Ragnarsson.
Skipið verður afhent eigendum
innan skamrns og mun þá strax
hefja veiðar.
Ekki hafði Þórsnes 2. fyrr runn-
ið í sjó fram út úr smíðahúsi
Slippstöðvarinnar en kjölur varð
lagður að 470 lesta skuttogara,
sem verður 50' metra langur og
smíðaður fyrir Mumma h.f. í
Sandgerði. Smíði þesstogara er
raunar fyrir nokkru hafin í hlut-
um. Ráðgert er að smíði hans
verði lokið eftir rúmt ár. Horfur
eru á að bráðlega verði gerðir
samningar um smíði annars sams-
konar togara og þannig hefur
Slippstöðin fyrirsjáanlega næg
verkefni að minnsta kosti tvö
næstu árin.
Sv.P.
Þýzk-bandarískur leikflokkur
sýnir leikritið „Veggteppið I
Fischbeck“ eftir Manfred Haus-
mann í Félagsheimili Seltjarnar-
ness n.k. mánudagskvöld.
Leikflokkurinn er hingað kom-
inn á vegum Bandalags íslenzkra
leikfélaga og dr. Egons Hitzler,
sendikennara, en leikflokkurinn
er frá Þýzka leikhúsinu f Salt
Lake City. Leikflokkurinn kemur
hingað aö loknum gestaleik i New
York á leið sinni til Vestur-
Þýzkalands.
Höfundur leikritsins kallar það
„kraftaverkaleik“. I Fischbleck-
klaustri í Þýzkalandí hangir
gamalt veggteppi, og í leikritinu
er teppið látið segja sögu klaust-
ursins frá stofnun þess fyrir
þúsund árum. Sagan er sögð í sex
atriðum. Atburðarásin er rofin
með nútíma hugleiðingum um
það, sem gerist, þannig að víxl
milli nútíðar og fortíðar eru tíð á
sviðinu.
1 NYUTKOMINNI skýrslu Lands-
virkjunar fyrir árin 1972—73erí
kafla um rannsóknir og áætlanir
talað um Gnúpverjavirkjun.
Verkfræðiþjónusta dr. Gunnars
Sigurðssonar skilaði á árinu
skýrslu um 320 MW virkjun I
Efri-Þjórsá, Gnúpverjavirkjun,
þar sem gert er ráð fyrir að nýta
allt fallið í Efri-Þjórsá neðan
miðlunarlónsins i einni virkjun,
en lall þetta er 241 m og meðal-
rennsli 109 ni
Aðgerðarrannsóknir hafa sýnt,
að með Gnúpverjavirkjun mundi
orkuvinnslugeta kerfisins aukast
miðað við tryggða orku um 2000
GWh á ári miðað við 1435 GL
miðlun, um 1830 GWh á ári miðað
við 950 GL miðlun. Engin ákvörð-
un hefur verið tekin um virkjanir
á Efra-Þjórsársvæðinu.
I mai 1972 hafði Verkfræði-
þjónusta dr. Gunnars Sigurðsson-
ar skilað skýrslu um miðlum í
Þjórsárverum, svonefnda Eyja-
vatnsmiðlun. Er þar gerð grein
fyrir 3 mismunandi háum stiflum,
miðlunarmagni, kostnaði og áhrif-
um á gróður o.fl. Lægsta stífla með
vatnsborði 581 m yfir sjávarmál
gefur 325 GL miðlunarrými, mið-
stifluhæð með vatnsborði 589,2
m.y.s. gefur 950 GL miðlunar-
rými, en hæsta stifla með vatns-
borði í 593,3 m.y.s. gefur 1435
GL miðlunarrými. Talið er að eng-
in virkjun i Efri-Þjórsá verði fjár-
hagslega hagkvæm án Eyjavatns-
miðlunar, auk þess sem slík miðl-
un mundi auka hagkvæmni allra
virkjana í Þjórsá.
F araf anov
sendiherra
á íslandi
Moskvu, 13. marz. AP.
GEORGY Farafanov hefur verið
skipaður sendiherra Sovétríkj-
anna á Islandi í stað Yuri
Kirichenko sem hefur fengið ann-
að embætti að þvi er Tass-
fréttastofan skýrði frá í dag.
Farafanov hefur verið aðstoðar-
forstöðumaður Noróurlandadeild-
ar utanríkisráðuneytisins síðan
1972 og hefur starfað i utanríkis-
þjónustunni siðan 1946 að sögn
Tass. Hann er 55 ára gamall.
Svipmyndir úr „Veggteppinu í Fischbeck'