Morgunblaðið - 16.03.1975, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.03.1975, Qupperneq 27
. • . 1 • ' ■- ■.» i —!—T- ■" • i - 1 n I MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MÁRÉ 1975 „Sé nú Austurstrœti í fyrsta sinn sem göngugötu ” ríkið borgar. Þannig hafa ..höfuðfjendurnir'' fyrir dóm- stólunum sameinast í því að hjálpa mér. En að fá fyrirgreiðslur hjá Tryggingastofnuninni er saga út af fyrir sig. Þegar ég kom þangað til að framvísa reikningum vegna sjúkra- — segir Jón Oddsson hrl. sem var blind- ur í 2 ár en hefur nú lögfræðistörf á ný Fyrir skömmu kom til landsins Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður, en undanfarin tvö ár hefur Jón barizt við blindu, en er nú orðinn alheill heilsu á ný. Sjúkdómur Jóns var orðinn svo alvarlegur, að hann varð að loka lögfræðiskrif- stofu sinni í fyrravor og tók Jón E. Ragnarsson við öll- um hans málum. Þegar við ræddum við Jón Oddsson sagði hann að sjúkdómurinn hefði ágerst með hverju árinu frá því að hann var unglingur og vor- ið 1973 var Jón orðinn svo til alblindur. Þá var hann lagður inn á Landakotsspít- ala vegna ígerðar t augum og undirgekkst það sumar þrjár skurðaðgerðir hjá dr. med. Guðmundi Björns- syni. Eftir að þær aðgerðir höfðu mistekist hóf Jón störf á skrifstofu sinni, en þá fór að ágerast sjóndepra. Varð hann þá að hætta störfum, lokaði skrifstofu sinni og fékk Jóni E. Ragn- arssyni hrl. mál skrifstof- unnar. í framhaldi af því setti Guðmundur Björnsson sig í samband við heimsfrægan sérfræðing í augnsjúkdóm- um f London, dr. Rice, þar sem Guðmundur taldi að skipta þyrfti um hornhimn- ur á báðum augum. Síðast- liðið sumar skar dr. Rice upp hægra augað á Morr- fields Eye Hospital í Lond- on og græddi í nýja horn- himnu. í febrúar s.l. skar Rice upp vinstra augað og græddi þar í nýja horn- himnu og tók saumana úr hægra auganu.. Hefur nú Jón betri sjón en hann hef- ur nokkru sinni haft og „ég var að sjá Austurstræti sem göngugötu í fyrsta skipti." — Mér er efst í huga þakklæti til hinna ágætu lækna þeirra dr. Rice og dr. Guðmundar Björnssonar, sagði Jón, þegar við ræddum við hann. Ennfremur til Ás- geirs Karlssonar og Jóns E. Ragnarssonar hrl., er veitti nafna sínum „framúrskarandi hjálp með því að vinna nætur og daga í þeim málum, er ég fékk ekki lokið, svo og þeirra Guðmundar heitins Magnús- sonar endurskoðanda og Konráðs O. Sævaldssonar endurskoðanda fyrir frábæra aðstoð. Hafsteinn Björnsson miðill hefur ekki heldur lagt svo lítið af mörkum." — Sóttirðu fundi hjá hon- um? — Já, ég fór á fund hjá honum. Ég var ekki þekktur að öðru en guðleysi, enda öll mín trúarbragðafræðsla frá frænda mínum, próf. Níelsi Dungal. Hins vegar stofnaði ömmubróðir minn Haraldur Níelsson prófessor sálarrann- sóknarfélagið. Á þéssum fundi hjá Hafsteini gerðust hlutir, sem ég fær ekki skilið og er algjörlega rökþrota til að gagnrýna. Hins vegar má segja það, að hið eina, sem ég hef orðið var við af kristin- dóminum í sjálfum mér, er það, að ég get aldrei lagt bílnum mínum á bílastæðið þar sem húsið hans séra Bjarna stóð. — Til viðbótar fyrir þakklæti má ekki gleyma þeim Guðmundi Ingva Sigurðssyni hrl., sem hefur verið óspar á að gefa mér góð ráð, eins og hans er von og vísa. Þá hefur Ólafur Jóhannesson dómsmálaráð- herra verið mér mjög hjálp- legur. — Voru þessar aðgerðir ekki gífurlega kostnaðarsam- ar? — Jú, en tryggingastofn- unin hér greiðir mestan hluta þeirra og erfiðast hefur verið að eiga við það bákn. Það hefur verið sagt, að það skemmtilegasta, sem íslenzk- ir lögfræðingar gera, sé að fá brezka landhelgisbrjóta dæmda og i öðru lagi að fá mál við íslenzka ríkið. Svo var það þegar ég veikist, að það er brezkur læknir sem sker mig upp og íslenzka dvalar í London, þótti mönn- um í Tryggingastofnuninni þeir vera háir, en ég reyndi að útskýra hvers vegna, þar sem sjúkrasamlagið í London tekur ekki þátt i þessum kostnaði. Ég mætti þarna kl. 13.30 á skrifstofu, sem er opnuð kl. 13.00 og mér var sagt, að maðurinn, sem ég ætti að hitta mundi ekki mæta fyrr en 13.45, að minnsta kosti gerði hann það venjulega. Þarna virðist vera hópur manna, sem kallar sig sósialdemókrata, sem virðast vera komnir með þá mein- loku, að Tryggingastofnun rikisins eigi að greiða sósíal- demókrötum laun, hvort sem þeir mæta í vinnu eða ekki, og borga sem minnst af sjúkra-og slysabótum. Þegar ég var að útskýra reikninga í sambandi við sjúkrasamlagið í London sögðust þeir þurfa að fá staðfestingu beint frá sjúkrasamlaginu þar og ætl- uðu í einum hvelli að hringja út, en ég benti þeim á, að það væri ódýrara að senda bréf og einnig að ekki væri hægt að fá opinberar stað- festingar í gegnum sima. — Hvað stendur nú fyrir dyrum? — Nú er ég að innrétta nýja lögmannsskrifstofu •< í Garðastræti 2 í Reykjavík og er að bíða eftir grænu Ijósi næstu vikur frá mínum ágæta vini, dr. med. Guð- mundi Björnssyni, um að mega hefja störf að nýju. Dr. Rice í London sagði mér að Guðmundur Björnsson væri einn færasti sérfræðingur í augnlækningum, er hann þekkti. Rice kemur til íslands i sumar til að stunda silungs- veiðar. — Þú segist ætla að opna lögfræðiskrifstofu sjálfur á nýjan leik. Kom ekki eins til greina að fara að vinna hjá því opinbera? — Það þýðir ekki, því ég læt ekki að stjórn frekar en vinur minn Jón E. Ragnars- son. — Hvers saknaðir þú mest á meðan þú varst blindur? — Þjóðhátiðarinnar á Þingvöllum og geta ekki séð þegar þjóðhátíðarkyndillinn var tendraður á Arnarhóli Saknaði þess mest að geta ekki upplifað þjóðhátíðina með augunum Verslunarhúsnæði Verzlunarhúsnæði á Hverfisgötu 6 er til leigu. Aðstaða til vörugeymslu getur fylgt. Garðar Gíslason h.f. Norton-T riumpli-BS A bifhjólaeigendur vinsamlega athugið: Um leið og vér þökkum viðskipti á liðnum árum, þá tilkynnum vér, að Y élhjólayerzlun Hannes Olafsson, DUNHAGA 23, REYKJAVÍK, hefur nú tekið við allri varahlutaþjónustu í ofangreind hjól. FÁLKINN Samtök psoriasis og exemsjuklinga halda aðalfund sinn í Átthagasal Hótel Sögu mánudaginn 24. marz kl. 20.30. Á aðalfundinum verður stofnaður rannsóknar- sjóður psoriasissjúklinga. Mætið stundvíslega. Stjórnin. LOFT- OG VEGGKLÆÐNING Viðarþiljur Gullálmur, fura, palisander-, birki- og hvítt mahogni- fineline. O.H. panelplötur m/plastfilmu. Ýmsar viðarlíkingar. HEINOLA LIONBOARD (undir málningu) Veggþiljur 30x255 sm. nótaðar á hliðum og endum. Loftplötur 30x1 1 7,8 sm. nótaðar á hliðum og endum. DLH panelkrossviSur 5,5 mm., 244x1 22 sm. Viðarteg.: amerisk nota og palisander PÁLL ÞORGEIRSSON & CO Ármúla 27 — Símar 86-100 og 34-000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.