Morgunblaðið - 16.03.1975, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975
Hér eru nokkur eþfópsk börn f fslenzkum fötum.
Fórnarvika kirkjunnar hefst
1 dag — þakkir frá Eþíópíu
Týr afhentur — Kemur
til Reykjavíkur eftir viku
VARÐSKIPIÐ Týr var afhent ís-
lenzkum stjórnvöldum við hátfð-
lega athöfn f Árósum f gær. Fram-
kvæmdastjóri skipasmíðastöðvar-
innar afhenti skipið þeim Pétri
Sigurðssyni, forstjóra I.andhclg-
isgæzlunnar, og Guðmundi
Kjærnested, skipherra. Um leið
og búið var að afhenda Islending-
um skipið var fslenzki fáninn
dreginn að húni.
Áætlað er að Týr leggi af stað
til tslands n.k. þriðjudag og til
Reykjavíkur mun skipið væntan-
iega koma á sunnudag.
Vilja flýta fyrir
neyðarbíl norður
Eins og kunnugt er
stendur nú yfir söfnun til
kaupa á neyðarbíl, sem á aó
vera á Akureyri. Norðan-
menn í Reykjavík, undir
forystu Eyfirðingafélags-
ins, hyggjast á næstunni
efna til fjársöfnunar í því
skyni að bíllinn fáist til
landsins fyrr en ella.
Bingóið hefst kl. 8.30, en sala
bingó-spjalda hefst í anddyri
hússins kl. 8.
Þessir sitja
hafréttar-
HJÁLPARSTOFNUN
kirkjunnar hefur borizt
orðsending frá Eþíópíu um
þaö, aó tekið hafi verió á
móti rúmum 25 tonnum af
fatnaói frá íslandi og dreif-
ing hafi farið fram.
Meó orósendingunni
fylgja innilegar þakkir til
Reimin rán-
dýra er kom-
in í leitirnar
gefenda fyrir rausnarlega
aðstoð á neyóarstundu.
Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá
Hjálparstofnun kirkjunn-
ar, en þar segir einnig, að
beöiö verói með síðustu
sendingu, til aó tryggt sé
að hún komizt til réttra aó-
ila, en ástand hefur verið
órólegt í landinu að undan-
förnu.
Um þessar mundir er liðið eitt
ár frá því að söfnun vegna fólks á
þurrkasvæðunum í Eþíópíu lauk,
og samkvæmt upplýsingum
norskra og fslenzkra kristniboða
mun hún hafa haft mikil áhrif á
það hve vel tókst til með björgun
um 93 þúsund manns frá hungur-
dauða.
í dag hefst árleg fórnarvika
kirkjunnar, en markmiðið með
henni er að minna á tengsl fórnar
og föstu hjá kristinni þjóð.
Að þessu sinni verður fé ekki
safnað til eins ákveðins verkefnis,
en verkefni Hjálparstofnunar
kirkjunnar eru að sjálfsögðu allt-
af óþrjótandi.
Giróreikningur stofnunarinnar
er nr. 20000.
Mánudagskvöldið 17. mars efn-
ir Eyfirðingafélagið til bingós í
Súlnasal Hótel Sögu. Vinningar
verða þar margir. Má þar nefna
Spánarferð, páskaferð með
Guðmundi Jónassyni, flugferð til
Akureyrar og dvöl þar og margar
framleiðsluvörur helstu iðnfyrir-
tækja á Akureyri, til dæmis Gefj-
unar, Heklu, JMJ, KEA og fleiri.
Jón B. Gunnlaugsson og Hafliði
Jónsson stjórna bingóinu, en i
upphafi flytur Árni Gunnarsson,
formaður söfnunarnefndar Blaða-
mannafélagsins, stutt ávarp.
ráðstefnuna
Eins og skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðínu, hefst 3. hluti haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Genf 17. marz n.k. 1 gær
barst Morgunblaðinu fréttatil-
kynning frá utanrikisráðuneyt-
inu, þar sem sagt er hverjir munu
skipa sendinefnd Islands á ráð-
stefnunni. Nefndin er skipuð sem
hér segir:
Hans G. Andersen, sendiherra,
sem er formaður nefndarinnar,
Jón L. Arnalds, ráðuneytisstjóri
sjávarútvegsráðuneytisins, Már
Elísson, fiskimálastjóri, Jón Jóns-
son, forstöðumaður Haf-
Ávarp frá Sjálfsbjörg
REIMIN, sem Mbl. skýrði frá fyr-
ir nokkru, að stolið hefði verið frá
Stjörnumjöli hf. i Örfirisey, er
komin í leitirnar. Fannst hún
skammt frá þeim stað þar sem
hún hafði verið tekin, tveimur
dögum eftir að frétt um þjófnað-
inn kom I blaðinu. Virðist sem
þjófarnir hafi fengið samvizkubit
við lestur fréttarinnar og skilað
reiminni. Eins og fram kom i
fréttinni var þetta hvít reim af
færibandi, 76 metrar á lengd.
Verðmæti hennar er á bilinu
2—300 þúsund krónur.
Siglufirði 14. marz.
I DAG var opnað hér nýtt rafverk-
takafyrirtæki í eign Ragnars
Hanssonar. Fyrirtækið er til húsa
I Aðalgötu 6 og mun annast allar
almennar viðgerðir og raflagnir.
Héðan fóru í dag 19 unglingar
til að taka þátt 1 íslandsmeistara-
mótinu i badminton, sem haldið
verður í Hafnarfirði. Sæmilegur
afli er hjá grásleppubátunum,
þegar gefur, hinsvegar er lítill
afli hjá línu- og netabátum.
Fréttaritari.
Eyborg með tvö verka sinna.
Eyborg sýnir í
Norræna búsinu
Eyborg Guðmundsdóttir list-
málari opnaði sýningu á verkum
sínum í Norræna húsinu í gær. Á
sýningunni eru um 55 myndir, —
málverk og hlutir (objects), en
verkin eru allflest gerð á sfðasta
ári.
Eyborg Guðmundsdóttir
stundaði myndlístarnám sitt i
Frakklandi. Hún er fyrsti ís-
lendingur, sem sýndi „op-list“ hér
á landi.
Eyborg Guðmundsdóttir hefur
haldið margar einkasýningar hér
og erlendis, auk þess sem hún
hefur tekið þátt i fjölda sam-
sýninga.
Sýningin í Norræna húsinu
verður opin kl. 14—22 alla daga,
en henni lýkur 24. marz.
landssambandi fatlaðra
Rjúfum einangrun fatlaðra.
Fatlaðir eiga sama rétt til at-
hafna og aðrir.
Þetta eru einkunnarorð al-
þjóðadags fatlaðra, sem árlega er
haldinn hátíðlegur þriðja sunnu-
dag i mars.
I hverju er einangrun fatlaðra
fólgin, munu margir spyrja? Eina
veigamestu orsökina til ein-
angrunar fatlaðra er að finna i
skipulagi bygginga og umhverfis-
sköpun í heild.
Samfélag okkar er skipulagt af
ófötluðu fólki, fyrir ófatlað fólk.
Þar hefur skammsýni jafnan ráð-
ið ríkjum og sjóndeildarhringur-
inn verið þröngur, því að engum
var ætlað að komast leiðar sinnar,
sem ekki var fleygur og fær.
Hinar miklu vísinda- og tækni-
framfarir síðustu áratuga hafa
valdið gjörbyltingu á ýmsum
sviðum, meðal annars hvað við-
víkur hjálpartækjum fatlaðra.
Tökum til dæmis bifreiðina, þetta
undratæki, sem jafnvel stórfatl-
aður maður getur stjórnað af full-
komnu öryggi. En það er ekki nóg
að geta ekið að dyrum íbúðarhúss-
ins, skólans, vinnustaðarins eða
samkomuhússins, það þarf líka að
komast inn. Þá er enn komið að
því, sem áður greinir, fatlaðir
eiga ekki jafnan rétt til athafna
og aðrir. Þeir komast ekki inn i
skólann, sem þeir samkvæmt
lögum eiga rétt á að stunda nám í.
Utan dyra eru háar, jafnvel
handriðslausar tröppur og
þröskuldar. Inni eru stigar, engar
lyftur, þröngar dyr og salerni svo
lítil, að hjólastóll kemst þar ekki
að.
Þetta eru þvi námsréttindi í
orði, en ekki á borði. Það eru
sérréttindi hinna heilbrigðu.
Sömu sögu er að segja um
meginþorra allra bygginga, þótt
vaknandi viðleitni sé farið að
gæta varðandi sumar nýbygging-
ar og er það vissulega gleðiefni.
Við skorum á samfélagið að
forðast þær tálmanir og ryðja
þeim hindrunum úr vegi, sem eru
meginorsök einangrunar fatlaðra.
Fatlað fólk VILL taka á sig skyld-
ur og hafa réttindi til jafns við
aðra. Það VILL eiga jafnan rétt
til athafna og aðrir.
Á FÖSTUDAGSKVÖLD kom
skólakór frá Viborg Katedral-
skole, sem er menntaskóli í Vi-
borg á Jótlandi, í heimsókn til
Menntaskólans við Hamrahlíð.
1 kórnum eru 55 nemendur, og
þrír kennarar eru með í förinni
auk söngstjórans Ole Gad. Kór
þessi er mjög eftirsóttur og hefur
sungið víða um lönd. Undanfarið
hefur hann farið tvisvar á ári um
Evrópu í söngferðir. Kórinn mun
syngja í hátíðasal Menntaskólans
við Hamrahlíð sunnudaginn 16.
mars kl. 20.30, og gefst þar íbúum
rannsóknastofnunarinnar,
Benedikt Gröndal, alþingismaður,
Gils Guðmundsson, alþingismað-
ur, Haraldur Henrýsson, dómari,
Þórarinn Þórarinsson, alþingis-
maður, og Þór Vilhjálmsson,
prófessor.
Ekki er gert ráð fyrir að
nefndarmenn sitji ráðstefnuna
allir á sama tíma.
höfuðborgarsvæðisins tækifæri
til að heyra þennan ágæta kór.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn.
Kirkjutónleika heldur kórinn f
Háteigskirkju miðvikudaginn 19.
mars kl. 20.30. Kórinn og
kennararnir munu dveljast hér 6
daga og búa á heimilum hjá
nemendum og kennurum
Menntaskólans við Ilamrahlíð.
Kórinn mun ferðast um nágrenni
Reykjavfkur og til Vestmanna-
eyja og syngja á Laugarvatni á
fimmtudag.
Skólakór Viborg Katedralskole, sem kominn er til Islands og heldur
hér tónleika.
Danskur menntaskólakór
syngur í Hamrahlíðarskóla