Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 29 Tvö umferðar- slys á Akureyri Akureyri 14. marz. TVÖ umferðarslys urðu á götum Akureyrar í dag. Hið fyrra varð á Höfðahlíð rétt um hádegisbil. Þar varð 11 ára stúlka fyrir bíl og hlaut áverka á höfði, en var ekki talin alvarlega meidd. Þá varð fimmtán ára piltur á vélhjóli fyrir bíl á Hjalteyrargötu um kl. 17.20. Pilturinn hlaut opið fótbrot og er ef til vill eitthvað meira meiddur. Sv.P. Sjötugsafmæli Sjötug verdur í dag frú Jó- hanna Erlendsdóttir, Akri. Hún tekur á móti gestum f dag, eftir klukkan 3, að heimili dóttur sinnar að Drápuhlfð 33. Sýning á verkum Guðmundar frá Miðdal Þór Magnússon þjóðminjavörður og hluti munanna á sýningunni. Á borðinu eru ýmsir hlutir, sem eiga það sameiginlegt að hafa það fram yfir notagildið, að vera fagurlega skreyttir. A þeim tíma, sem Sigurður málari safnaði gömlum gripum var lftið sótzt eftir öðru en því, sem eitthvað hafði verið í borið. Sýning á verkum og safn- gripum Sigurðar málara SÝNING á verkum Sigurðar Guð- mundssonar málara, minjum um hann og gripum, sem hann safn- aði, var opnuð í Bogasal Þjóð- minjasafnsins i gær. í fyrra var 100 ára ártíð Sigurð- ar málara og er sýningin haldin i tilefni hennar. I Þjóðminjasafn- inu er mikið af ýmiss konar grip- um, sem Sigurður safnaði á sinni Tveir harðir árekstrar TVEIR mjög harðir árekstrar urðu f Reykjavík og nágrenni á fimmtudaginn. 1 báðum tilfellun- um urðu mjög miklar skemmdir á ökutækjum en slys ekki teljandi, utan að kona mjaðmargrindar- brotnaði. Fyrri áreksturinn varð við Rauðavatn um klukkan 18. Slysið vildi til með þeim hætti, að leigu- bíll ók í áttina til Reykjavíkur og skammt á eftir honum kom stór amerískur fólksbíll. Leigubifreið- in ætlaði aó beygja inn á af- leggjara rétt austan við vatnið og hægði því á sér. Fólksbíllinn ætl- aði að smeygja sér framhjá en rann mjög snögglega til og lenti afturendi bifreiðarinnar á Hvera- gerðisrútunni sem kom á móti, á leið til Hveragerðis. Varð árekst- urinn gífurlega harður og má segja, að afturhluti fólksbílsins hafi hreinlega fokið út í buskann. Þannig lágu benzíntankur og fleiri hlutar úr bílnum úti á Rauðavatni í 50—60 metra fjar- lægð frá þeim stað sem árekstur- inn varð. Einnig urðu miklar skemmdir á rútunni. Tveir menn voru i bílnum og skárust þeir töluvert í andliti en sluppu að öðru leyti merkilega vel út úr þessum mikla árekstri. tíð, en hann lagði fyrstur manna grundvöll að forngripasafni hér á landi. A sýningunni er m.a. sýnishorn uppdrátta og vinnuskjala Sigurð- ar málara, en hann gerði t.d. teikningu að „sund-dokk", upp- drátt af útivistarsvæði við Elliða- árnar og teiknaði Skólavörðuna. Þá getur að líta safn bóka hans og handrita, myndir eftir hann og uppdrætti af búningum á sýning- unni. Meðal nterkilegra gripa, sem Sigurður safnaði, er á sýningunni smeltur kross frá upphafi 13. ald- ar. Þar er um að ræða franska smíð og hefur krossinn verið hér í kirkju. Þarna er einnig gamall prédikunarstóll, en Þór Magnús- son þjóóminjavörður sagði, að Sigurður , Guðmundsson hefði ekki lagt mikil kapp á að ná i kirkjumuni. Á sýningunni er mik- ið af útskornum munum, ýmist húsgögnum eða hlutum úr hús- gögnum og innréttingum, m.a. hluti úr rúmi, þar sem Þórhallur Bjarnason biskup mun fyrst hafa séð dagsins ljós, og þýzkur, útskor inn skápur, sem hefur verið í eigu Staðarhóls-Páls. Sýningin verður næsta hálfa mánuð á þeim tíma, sem safnið er opið á, nema á laugardögum og sunnudögum, en þá er opið til 6. SYNING á verkuni Guðmundar Einarssonar frá Miðdal var opnuð á Kjarvalsstöðum í gær. Sýnd eru alls 133 verk, olíumyndir, vatns- litamyndir, eirstungur, teikn- ingar, höggmyndir og leirmunir. Guðmundur Einarsson frá Mið- dal var fæddur árið 1895 og lézt árið 1963. Hann hóf myndlistar- nám hjá Stefáni Eiríkssyni árið 1911. Hann stundaði nám í Kon- unglega fagurlistaskólanum í Kaupmannahöfn og var við Lista- akademíuna i Múnchen 1921—1925. Guðmundur lagði jafna stund á málaralist, högg- myndageró og eirstungu. Guðmundur var brautryðjandi í leirmunageró hér á landi og not- aði íslenzkt efni við þá iðju. List- vinahúsið stofnaði Guðmundur árið 1917. Það var fyrsta verk- stæði sinnar tegundar á Islandi og er starfrækt enn. Mörg verka listamannsins eru á opinberum stöðum hér og erlend- is. Má þar nefna minnismerki um Sibelius, sem er í Helsingfors, og minnismerki um Jón Arason biskup og Skúla landfógeta. Hann gerði lágmyndir í Austurstræti og á húsi Landspítalans, hvelfingar í Háskóla íslands og Þjóðleikhúsió og steinda glugga i Bessastaða- kirkju og Akureyrarkirkju, svo dæmi séu nefnd. Það eru ekkja og börn Guðmundar Einarssonar frá Mið- dal, sem standa að sýningunni, sem haldin er f tilefni af því, að Guðmundur hefði orðið áttræður á þessu ári. Nokkrar eirstungumyndir og örfáar myndir aðrar verða til sölu á sýningunni, en langflestar myndanna eru annaðhvort í eigu opinberra aðila eða einkaeign. Sýningin verður opin daglega frá kl. 16—22. A fimmtudagskvöldið kl. 21 varð mjög harður árekstur á mót- um Grensásvegar og Fellsmúla. Bifreið sem ók norður Grensásveg beygði til vinstri inn á Fellsmúla, i veg fyrir bíl sem ók suður Grens- ásveg. Varð áreksturinn mjög harður. Þrennt var flutt á slysa- deildina. Maður og kona sluppu án teljandi meiðsla en kona hlaut mjaðmargrindarbrot. Bílarnir eru mikið skemmdir. Synir Guömundar frá Miðdal, talið frá vinstri: Ari, Einar, Egill og Yngvi. Á myndinni sjást nokkur verkanna á sýningunni. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Aðalfundur safnaðarins verður haldinn sunnu- daginn 23. mars n.k., eftir messu kl. 3. e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Safnaðarstjórnin. Litljósmyndir til sölu Stærð 50x60 cm. og 30x40 cm. Innrammaðar í gyllta, fallega ramma. Myndirnar eru af: Ólafsvík, ísafirði, Grundarfirði, Hellissandi, 3 gerðir af Borgarnesi. Get útvegað Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Stykkishólm. Tek einnig við pöntunum í litljósmynd af Þing- völlum. Myndin var tekin við hátíðarhöldin 1974. Stærð ca. 27 X 58 cm. Uppl. í síma 93-1346 kl. 12 — 13:30 og á kvöldin. Vilmundur Jónsson. Zimsen við Suðurlandsbraut erflutl að Ármúla 42 STÆRRI VERSLUN. BETRI ÞJÓNUSTA HAFNARSTRÆTI 21, ÁRMÚLA 42

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.