Morgunblaðið - 16.03.1975, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975
Hjónaminning:
Agústa Krístjánsdóttir
Jakob Benediktsson
frá Þorbergsstöðum
Ágústa Kristjánsdóttir
F. 14. ágúst 1906
D. 8. febrúar 1975.
Þá er hún Ágústa okkar dáin.
Þegar manneskja fær hægt andlát
að afloknu ævistarfi, án nokkurr-
ar erfiðrar sjúkdómslegu, þá er
naumast hægt að segja, að menn
eigi um mjög sárt að binda. Sárs-
aukaminna getur það varla verið.
Hinsvegar erum við nokkuð
mörg, sem nú söknum persönu,
sem var umtalsverður þáttur i til-
veru okkar um langt árabil. Það
erum auðvitað við venzlafólkið
frá Þorbergsstöðum í Dölum, en
auk þess nágrannarnir, gestirnir,
vegavinnustrákarnir og aðrir,
sem góðs nutu af rausn hennar og
léttlyndi.
Ég veigra mér ekki við að segja,
að við Agústu hafí átt orð Fjall-
ræðunnar: sælir eru einfaldir. Og
þá hugsa ég orðin vitaskuld i
sömu jákvæðu merkingu og höf-
undur þeirra. Hún var nefnilega
ekki haldin miklum sálarflækjum
og var ekki heldur að ergja sig á
því að grufla út í hinztu rök tilver-
unnar, skáldskap eða vísindi.
Þetta töldu einstöku menn ljóð á
hennar ráði, þeir sem héldu sjálfa
sig vera eitthvað gáfaða. En
Ágústa var ekkert að seilast út
fyrir þann völl, sem hún hafði
haslað sér, þar sem hún var
drottning í sínu ríki: sem myndar-
ieg húsmóðir á sínu heimili og
höfðingi heim að sækja.
Og það var áreiðanlega ekki af
neinni vanmetakennd, sem hún
tók ekki þátt í orðaskaki um svo-
kölluð menningarmál og pólutík.
Fáa hef ég vitað gædda jafnheil-
brigðri sjálfsvirðingu. Hún hafði
einfaldlega ekki áhuga á svona
þrugli. Hún mat t.d. stjórnmála-
menn mest eftir útliti þeirra og
framkomu, en hirti lítið um mál-
flutning þeirra. Þetta þótti mér
einusinni fráleitt, en seinna hefur
mér stundum orðið hugsað til
þess, að málflutningur stjórn-
málamanna hefur of oft reynzt
enn svikulli en útlit þeirra og
framkoma.
Liklega hefur hið skýrt afmark-
aða og flækjulausa áhugasvið
valdið því, að Ágústa var flest-
um öðrum léttari i lund og gat
hlegið hjartanlegar en nokkur
annar. Það var ekki til undir-
hyggja í þeim smitandi hlátri,
þótt hún hefði fágæta gáfu til
þess að koma auga á sitthvað
spaugilegt í fari manna, sem aðrir
tóku ekki eftir, fyrr en hún gat
um. Þá gat maður oft velzt um
einsog á Sjaplín-mynd. Stundum
sá hún þessar skopmyndir jafnvel
í spábolla.
Ágústa var flestum konum
föngulegri að sjá og sópaði mjög
að henni á dansgólfi, sem hún
stundaði enda mikið og lengi.
Þótti mörgum eftirsóknarvert að
komast á gömlu dansana með
Agústu, ef þær vildu skemmta sér
reglulega vel. Hún lét lika oft svo
sem hún væri ekki i miklum vafa
um, að flestir karlmenn væru svo-
lítið hrifnir af sér. En þá ekki
eins og hún væri neitt að miklast
af því. Þetta var svo sjálfsagt mál.
Um sextugt fór hún t.d. í eina
skiptið með ferðaskrifstofu til
Evrópu. Fararstjórinn var kvænt-
ur þekktri ungri leikkonu. En í
eina skiptið sem hún rakst á þau
hjón eftir þetta, lét hún það ekki
fara fram hjá sér í sinni léttu
frásögn, að leikkonan hefði verið
eitthvað undarleg í viðmóti.
Yndi Ágústu var annars að taka
á móti gestum og láta þeim líða
vel. Hún var mjög trygg öllum
þeim, sem á einhvern hátt höfðu
verið undir hennar handarjaðri.
Um það getur undirritaður borið
og mælir áreiðanlega fyrir munn
margra. En auk þeirrar umhyggju
og hlýju, sem maður naut, þá var
ekki síður upplífgandi sálarbót að
vera samvistum við Agústu eða
heimsækja hana og láta mislynd-
an hug sinn smitast af hennar
hreinhjörtuðu kátinu.
Agústa var fædd á Patreksfirði.
Árið 1936 giftist hún Jakob
Benediktssyni frá Þorbergsstöð-
um í Dölum. Þar dvöldust þau
síðan lengstaf á sumrum fram til
1970 við vegagerð eða bústörf,
þótt þau væru mestanpart i
Reykjavik á vetrum. Þau eignuð-
ust einn son, Sigurð Kristján.
Þegar við fórum heim til
Jakobs þriðjudaginn 18. febrúar
skv. umtali kvöldið áður til að fá
hjá honum mynd af Agústu með
þessum minningarorðum, þá
hafði hann sjálfur skilizt við
þennan heim fyrir stundu. Þá
varð að ráði að láta eitt yfir bæði
ganga.
Jakob Benediktsson
F. 24. júní 1898.
D. 18. febrúar 1975.
Aldamótakynslóðin síðasta hlýt-
ur ætíð að teljast gegna örlaga-
ríku og umsvifamiklu hlutverki í
sögu íslendinga. Hún lifir nefni-
lega umskiptin frá frumstæðu
bændaþjóðfélagi til hins tækni-
vædda þjóðfélags nútímans. Þeg-
ar Jakob fæddist bjuggu t.a.m.
80% þjóðarinnar í sveit, en þegar
hann dó, voru ekki eftir á lands-
byggðinni nema 12—15%. Þetta
var tími mikilla umbrota, þegar
Einar Benediktsson kvað, að nú
þyrfti
að velta i rústir og byggja á ný.
Auðdraumar Einars H Kvarans
frá fyrstu árum aldarinnar blöstu
líka við þessu fólki, hvort sem það
vissi mikið af tilveru þess manns
eður ei. Menn toguðust á milli
fastheldninnar og elskunnar á
ættjörð sinhi annarsvegar, og von-
arinnar um skjótfenginn frama
og fé í nýríki veröld hinsvegar.
Kristján gamli Tómasson á Þor-
bergsstöðum átti um aldamótin
drjúgan hluta af Laxárdalshreppi
i Dölum. Sá auður skiptist eðli-
lega milli afkomenda hans og Ásu
Egilsdóttur, en Benedikt sonur
hans tók við óðalinu.
Áðurnefnd togstreita birtist
kannski í hnotskurn i sjö börnum
Benedikts og Margrétar ömmu
Guðmundsdóttur. Aðeins tvö
þeirra verða fast viðloðandi sveit
sína, Hólmfríður móðir mín og
Ágúst, sem dó fyrir aldur fram
1936. Ása dó ung i Reykjavík frá
sonum sínum og Sigurðar Björns-
sonar brúasmiðs. Egill, Kristján
og Lilja freistuðu gæfunnar á
sviði borgarlífsins með atorku
meðfæddrar framkvæmdasemi.
Þar gekk á ýmsu, hæðum og lægð-
um, og þau uppskáru sína umbun
í samræmi við það.
Jakob stóð kannski meir en
önnur systkini hans milli tveggja
elda. Hann var góðlyndur, kátur
og athafnagjarn ungur maður, en
hafði einkennilega sterka taug til
jarðarinnar á Þorbergsstöðum og
sást jafnvel lítt fyrir, ef um hana
var að tefla. Við höfum víst flest
meiri eða minni snert af slíku,
sem þaðan erum runnin, en jafn-
vel hundingjalegan ungling eins-
og ég var um tíma, setti stundum
hljóðan, þegar ég fann þessa
heitu tilfinningu Jakobs, þá er við
unnum saman að einhverju þar.
Því hann var ekki vanur að láta
neina væmni vella útúr sér í tíma
og ótíma.
Jakob fór í bændaskólann á
Hólum haustið 1920, en haustið
eftir til eins vetrar vinnu á bú-
garði í Danmörku. En hann undi
sér hvergi til lengdar annarsstað-
ar en heima á Þorbergsstöðum,
þar sem hann vann á búi föður
síns síðustu æviár hans. Hann var
samt með annan fótinn í Reykja-
vík öðru hverju, meðan þeir
Ágúst bjuggu saman 1931—37 eft-
ir dauða Benedikts afa. Þó sté
hann jafnan fastar í Dalafótinn —
eða ístaðið ætti víst betur við að
segja. Nokkur umskipti hafa orð-
ið á þeirri vogarskál, þegar hann
giftist Ágústu. Hún vildi ekki
búa í sveit, sízt á vetrum. Þetta
vita allir Dalamenn. En það ber
ekki að álasa Agústu fyrir það.
Hún var borgarbarn i eðli sinu.
t
Útför móður okkar
HERDÍSAR BJARNADÓTTUR
frá Neðra Vatnshorni, Vesturbraut 1 9. Hafnarfirði
fer fram frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði þriðjudaginn 1 8. marz kl 2 e h.
Aðalsteinn Sigurðsson,
Herbert Sigurðsson.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns og
bróður okkar
ÞORSTEINS ÁSMUNDSSONAR.
Gunnarssundi 1
Hafnarfirði.
Markrún Felixdóttir og börn.
t Sonur okkar, bróðir og faðir,
TORFI HAFSTEINN BALDURSSON,
húsgagnasmiður,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudag nn 1 8 marz kl. 3 e.h.
Ingibjörg Torfadóttir, Baldur Sveinsson,
Þórir Baldursson. Ingibjörg Torfadóttir,
Ásgeir Torfason, Freyja Torfadóttir.
t
Konan min
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR BJÖRNSON
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. marz, 1975, kl
13.30 Fyrir hönd fjölskyldunnar,
GunnlaugurG. Björnson
Ástin spyr hinsvegar ekki að leik-
reglum.
Þannig atvikaðist það, að eftir
að Ágúst dó og Agústa kærði sig
ekki um sveitabúskap, þá hné
vogarskál Jakobs í þá veru, að
hann var borgarbarn á vetrum, en
sveitabarn á sumrum. Á veturna
vann hann einkum við veitinga-
rekstur Egils bróður síns og
Margrétar. Frá 1937—1950 voru
Hólmfríður elzta systir hans, Ása
dóttir hennar og Páll ábúendur
Þorbergsstaða i tvibýli. En þau
áttu jörðina ekki, og liklega hefur
framkvæmdaáhuginn verið minni
fyrir bragðið.
Jakob varð hinsvegar vegaverk-
stjóri í Dölunum á sumrum eftir
föður sinn strax frá 1931 og fram
um 1970. Að þvi starfaði hann
einkum í vesturhluta sýslunnar,
og mun kunnust af þeim fram-
kvæmdum vera ruðning vegarins
um Skarðsströnd á árunum um og
eftir 1950. Þar mun hann vart
hafa átt minni þátt I öflun fjár og
vinnutækja til verksins en heima-
menn sjálfir eða alþingismenn
þeirra.
En þegar Jakob loks tók við
Þorbergsstöðunum aftur um
1950, þá entist honum ekki lengur
þrek til að fullkomna þá miklu
jarðræktun og húsbyggingar, sem
hann og Sigurður sonur hans tóku
til við, þar sem frá var horfið
rúmum áratug fyrr. Svona er lifið
oftast. Menn njóta sjáldnast
þeirra elda, sem þeir kveikja.
Þótt allt gengi ekki að óskum,
held ég Jakob hafi verið fremur
hamingjusamur maður. Hann var
félagslyndur og fjölhæfur á yngri
árum. Hann var organisti i kirkj-
um, hann var Iþróttamaður og
glímukóngur Laxdælinga, hann
tók þátt í leiksýningum, hann var
kvenhollur og ölkær, hann söng
t.d. gjarnan:
Glaður jafnan er ég á
öllum vinafundum,
eða:
Við ógiftir höfum það gott,
eða:
lipur þolinn lifaður
litli folinn brúni.
Jakob var talinn fjáraflanxaður
og vildi víst áreiðanlega vera það
einsog fleiri. Það þóttist jafnvel
móðir min vera, og eignaðist hún
þö aldrei annað en átta börn og
kannski svolitla ánægju í lífinu.
Jakob og Ágústa virtust hinsveg-
ar haga sér að hætti framsýns
fólks þessa tíma og eignuðust
ekki nema eitt barn. — En það er
einsog Jakob hafi ekki kunnað að
notfæra sér kerfið, þótt hann feg-
inn vildi. Hann varð aldrei rikur í
okkar tíma skilningi.' Rótföst
áhugasemi hans var honum e.t.v.
viss fjötur um fót í efnahagsbar-
áttunni. Skarðsstrendingar og
fleiri munu minnast þess, að hann
var ekki alltaf fyrst að hugsa um
eigin hag, þegar hann vildi brjóta
veginn áfram.
Sakir heilsubrests neyddist
Jakob að endingu til að yfirgefa
og selja sína víðlendu kæru jörð.
Það var honum án efa þungbært.
Hann vildi að við frændsystkinin
nokkur keyptum jörðina í félagi.
Það hefði í sjálfu sér verið laf-
hægt, þótt samningar tækjust
ekki af ástæðum, sem hér verða
ekki raktar. Nú eru Þorbergsstað-
ir aðallega nytjaðir af hesta-
mannafélagi.
1 bernsku þótti mér Jakob
nokkuð umdeildur. En smám sam-
an virtist mér allir vera í reynd
sammála um það, hvort sem þeir
áttu við Jakob í stríðu eða blíðu,
að hann væri í eðli sínu fyrst og
fremst hjartagóður og léttlyndur
piltur.
Arni Björnsson
Útgerðarmenn
Óska eftir bátum í viðskipti. Til greina getur
komið að gerast hluthafi í frystihúsi eða í
hráefnisvinnslu á Suðurnesjum. Uppl. sendist
Mbl. fyrir20.3. merkt: Hráefnisöflun 9696.
Skrifborð —
fermingargjöf
Við bjóðum yður falleg unglingaskrifborð úr
Ijósri eik. Plötustærð 60x120 sm. Ennfremur
létta skrifborðstóla.
Sökkull sf.
ÞÓRODDSSTÖÐUM SÍMI 19597 REYKJAVÍK
Hestamannafélagið Hörður
Kjósarsýslu
Árshátíð félagsins verður haldin að Fólkvangi
Kjalarnesi, laugardaginn 22. marz kl. 20.30.
Verðlaunafhending.
Dans: Hljómsveit Gissurar Geirs.
Aðgöngumiðar hjá Sveini, Bjargi, Teiti, Móum,
Haraldi, Fremra Hálsi.