Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975
Miðstöðvarofnar
Höfum hafið framleiðslu á miðstöðvarofnum.
Sænsk gerð. Hagstætt verð. Stuttur afgreiðslu-
frestur.
Gerum tilboð ef óskað er.
Uppl. í símum 99-4373 og 99-4374.
Vélsmiðja Sigurðar og Æ vars, Hveragerði.
Forstöðustarf
unglingavinnu
Hafnarfjarðarbær óskar að ráða mann til að sjá
um unglingavinnu á vegum bæjarins í sumar.
Umsóknir skulu sendar undirrituðum eigi síðar
en 21. þ.m.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
[fi ÚTBOÐ
Tilboð óskast í eftirfarandi efni fyrir Hitaveitu Reykjavikur.:
1. Þensluslöngur.
— Opnunardagur tilboða 1 7. apríl 1 975.
2. Suðufittings
— Opnunardagur tilboða 23. apríl 1 975.
3. Lokar og gildrur.
— Opnunardagur tilboða 24. apríl 1975.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3.
INIMKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR ;
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 *!
Eigum ennþá fyrirliggjandi á gamla verðinu, hljóðkúta
og púströr í flestar gerðir bifreiða. Setjum pústkerfi
undir bíla.
Sími á verkstæðinu 83466.
Bílavörubúðin Fjöðrin h.f.
Skeifan 2, stmi 82944.
Guðrún Lárusdóttir
áttræð á morgun
Þú verður áttræð á morgun 17.
mars föðursystir mín. Hver getur
trúað því, svo létt í spori sem þú
ert og svo dugleg í önnum dags-
ins. Vissulega á ég margar minn-
ingar um þig — allar eru þær á
eina lund um ástúðlega frænku er
ávallt var stærst og best þegar
erfiðleikar lffsins voru mestir. Til
þín flúði ég daglega með litinn
son minn er við dvöldumst á Víf-
ilsstaðahæli hjá þér og manni þín-
um Helga Ingvarssyni yfirlækni,
þáðum við þar skjól og yl.
1 æsku fór ég flestar helgar upp
að Vífilsstöðum til þess eins að
vera hjá þér, njóta fegurðar heim-
ilis þins og gestrisni ykkar hjón-
anna, en á Vffilsstöðum var ætíð
fullt hús og allir velkomnir.
Sjaldnast var þó húsbóndinn
heima því margir voru sjúkir, en
lfknar hendur læknisins ósér-
hlífnar.
Flest jól æsku minnar dvaldi ég
á Vífilsstöðum ásamt fjölskyldum
okkar, en þar svignuðu öorðin af
hvers konar gómsætum jólamat.
Við frændsystkinin sungum,
dönsuðum og fórum i jólaleiki
saman. Meðal okkar var alia jafn-
an hann Haukur Guðmundsson er
sumir kölluðu „pressara“, yfir
hann var látið ganga allt hið sama
og okkur. Þið hjónin hafið aldrei
gert manna mun, en verið minnug
orðanna er svo hljóða: „Allt hjá
yður sé i kærleika gjört.“ Já um
jólin ljómaði gleðin i sálum okk-
ar. En var nú vfst að svo væri alls
Námskeið Heimilisiðnaðarfélags íslands.
Uppsetning á vef
kvöldnámskeið.
Byrjar 21. marz — 14. apríl.
Upplýsingar í verzlun félagsins.
íslenzkur heimilisiðnaður,
Hafnarstræti 3, sími 11 785.
staðar, nei, það vissi líka læknir-
inn, sem leit yfir syngjandi og
glaðan gestahóp sinn — er hijóðn-
aði andartak. Læknirinn iyfti
hönd sinni lftið eitt og sagði.
Elskurnar minar nú skulið þið
njóta alls þess, sem til er í húsi
mínu og gleðjast áfram. Ég mun
ganga út á hælið til skjólstæðinga
minna. Svo hvarf hann út til
þeirra sjúku, en í nálægð hins
fórnfúsa og hljóðláta læknis
fengu sjúklingarnir frið og nutu
jólanna betur, fjarri ástvinum.
Þú föðursystir mín horfðir bros-
andi á eftir manninum þínum og
gerðir engar kröfur, en tókst á
þinar herðar að vera með okkur
áfram brosmild og veitul. Það
munu allir vinir þínir viðurkenna
að þú hefur staðið með mannin-
um þínum heilshugar, um leið
hefur þú fært fórnir með því að
skilja hina sjúku er voru á leið
þinni um áratuga skeið. Það er
hió eina rétta hugarfar hverrar
lækniskonu.
Nú á afmælisdegi þínum mun
heimilið ykkar veita af sömu
risnu og áður en læknirinn mun
fá dvalið með þér í ró á þessum
heiðursdegi — þó er hann ekki
hættur að vitja hinna sjúku og
færa þeim frið —. Og enn horfir
þú brosandi á eftir honum — en
þú frænka mfn hefur aldrei hugs-
að um sjálfa þig þegar framundan
hefur verið að bæta liðan með-
bræðranna. Ég vil því aó lokum
tileinka j^kkur læknishjónunum
þetta gamla ljóð.
„Alla þá sem eymdir þjá
er yndi ad hugga,
og lýsa þeim sem I jósið þrá,
en lifa í skugga“.
Með þannig hugarfari hefur
ævistarf ykkar verið háð,þess eru
svo margir minnugir.
Eg árna þér allra heilla um leið
og ég þakka allt hið liðna.
Guðrún Jakobsdóttir.
ISLAND EFTIR 10 AR
— Hvaða markmiðum eigum viðað ná
DAGSKRA RAÐSTEFNUNNAR
FÖSTUDAGUR 21. MARZ
17.30 Rádstefnan sell (Rádstefnusalur).
Gunnar Helgason, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna f Reykjavfk flytur ávarp.
17.50 Stðriðja eftir 10 ár — böl eða blessun.
Dr. Vilhjálmur Lúðvfksson, efnaverkfræðingur.
18.15 Landbúnaður eftir 10 ár — horft fram f tfmann.
Gunnar Bjarnason, ráðunautur.
18.40 Veitingar.
19.00 Umræðuhópar starfa (ca. 4 hðpar eftir umræðuefni).
20.30 Skýrslur umræðustjóra.
20.50 Frjálsar umræður. Fyrirspurnum svarað.
Undir þessum lið verða fluttar stuttar ræður þar sem áhugamenn setja fram hugmyndir og
tillögur um stóriðju og landbúnað.
20.15 Lok fyrri dags.
LAUGARDAGUR 22. MARZ
10.00 Hvert á að stefna í iðnaði næsta áratuginn?
Þorvarður Alfonsson, aðstoðarmaður ráðherra.
10.25 Sjávarútvegur — hvað fæst úr gulikistunni eftir 10 ár?
Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri.
10.50 Umræður.
Undir þessum lið verða fluttar stuttar ræður þar sem áhugamenn setja fram hugmyndir og
tillögur um sjávarútveg og iðnað.
12.30 HADKGISVERÐUR (Víkingasalur).
Jónas Ilaralz flytur ræðu um Island í alþjóðlegu, efnahagslegu samhengi næstu árin.
14.00 Umræðuhópar aðstörfum (10—15 f hverjum hóp).
15.30 Kaffiveitingar.
16.00 Skýrslur umræðustjóra.
16.30 „Panel" uinræður (Ráðstefnusalur).
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk framsögumanna ræða sfn á milli og svara fyrirspurnum frá
ráðstefnu-gestum.
18.00 Ráðstefnuslit.
RÁÐSTEFNUSTJÓRAR:
Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri
Óiafur B. Thors, deildarstjóri.
Ráðstefna Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, haldin að til-
hlutan Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, 21.
og 22. marz 1975 að Hótel Loftleiðum.
Þátttökugjald ráðstefnunnar er kr. 650.00
og innifalið er ráðstefnugögn og veitingar
kl. 18.40 á föstudeginum og ki. 15.30 á
laugardeginum.
Til að auðvelda undirbúning er æskilegt að
þátttaka tilkynnist í síma 17100 eða 18192
sem allra fyrst!