Morgunblaðið - 16.03.1975, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975
UGGUR um ad ný ísöld
sé f aðsigi hefur aukizt á
síðustu mánuðum vegna
nýrra uppgötvana
vísindamanna. En
hvenær og hvernig byrj-
ar næsta ísöld? Um það
fjallar meðfylgjandi
grein. Hún birtist upp-
haflega í brezka blaðinu
The Guardian og er eftir
Nigel Calder, sem er höf-
undur sjónvarpsþáttars-
ins „The Weather
Machine“ frá BBC, sem
hefur vakið mikla at-
hygli. Niðurstöður hans
eru heldur kuldalegar.
BÖRN að leik á snjósleðum í miðj-
um ágústmánuði. Leikni þeirra er
frábær enda hafa þau getað æft
sig samfleytt í níu mánuði. Snjór-
inn er ekki farinn að bráðna. Ut-
varpið flytur drungalegar fréttir
um tilraunir til að hópa ibúum
Bretlands saman i Kent og Devon.
Þetta gæti verið byrjun á vís-
indaskáldsögu. Menn sem hafa
gaman af að spá heimsendi gætu
líka talað svona. En þetta er mynd
af byrjun nýrrar ísaldar og hún
styðzt við staðreyndir. Þær hafa
komið fram á síðustu árum og
mánuðum í rannsóknum á ísöld-
um fortiðarinnar. Þær bera með
sér að hættan á nýrri ísöld er
jafnægileg, og hættan á kjarn-
orkustríði.
Norrænir menn töluðu um
fimbulvetur og trúðu því að með
honum hæfist heimsendir. Þessar
hugmyndir hurfu og þegar jarð-
fræðingar uppgötvuðu á síðustu
öld að stór landflæmi á norður-
slóðum hefðu verið hulin ís var
það aðeins talið áhugaverð vit-
neskja. Raunar voru ísaldarrann-
sóknir ekki teknar alvarlega fyrr
en fyrir fimm til sex árum. Þær
voru taldar jafnlangsótt rann-
sóknarefni og rannsóknir á enda-
lokum risaeðlunnar og sprenging-
um í fjarlægum sólkerfum.
Á ísöld leggjast Kanada og
Skandinavia undir eins og hálfs
kílómetra þykkar íshellur. Stórir
hlutar Rússiands og Bretlands
hverfa einnig undir ís auk norð-
urhluta Bandaríkjanna og margra
fjallasvæða eins og Alpafjalla.
Handan endimarka íshellnanna
verða stór svæði freðnar eyði-
merkur. Á síðustu isöld — sem
var síður en svo sú mesta sem
vísindin greina frá — uxu tré til
dæmis ekki norðar en í suðurhér-
uðum Frakklands. En þótt ísaldir
séu fyrst og fremst bundnar viö
norðlæg lönd breyta þær loftslagi
um víða veröld. Loftslagið kólnar
alls staðar, ísa gætir einnig á suð-
urhveli og alvarlegra þurrka á
hitabeltissvæðum.
Menn hafa lengi vitað að ísaldir
hafa orðið oftar en einu sinni í
sögu jarðarinnar en huggað sig
við það að lengi hefur verið talið
London á næstu ísölc
Yið megum
eiga von á
nýrri ísöld
að á milli ísalda líði 100—300.000
ára hlýindaskeið og að ísaldir þró-
ist hægt og hægt á mörg þúsund
árum. Nýjar uppgötvanir hafa
kollvarpað þessum skoðunum.
Næsta isöld hefst bráðlega og
hún getur byrjað skyndilega.
Tími hefur ekki unnizt til að
vinna úr nýfenginni vitneskju svo
að „bráðlega" og „skyndilega"
eru óljós hugtök i þessu sam-
bandi. En sióustu uppgötvanir
benda til þess að engin ástæða sé
til að draga í efa að ný ísöld geti
hafizt fyrir alvöru á okkar dögum.
Um 130 ár eru liðin síðan Louis
Agassiz reyndi með erfiðismunum
að sannfæra jarðfræðinga um að
stór íslög hefðu hulið Alpafjöll og
Skotland fyrir þúsundum ára. Ar-
ið 1909 komu Albrecht Penck og
Edward Briickner fram með
kenningu sína um fjórar ísaldir
og gerðu árnar Wúrm, Riss, Mind-
el og Gunz ódauðlegar með því að
kenna ísaldirnar við þær. En nú-
meraröð þeirra var röng og það
tók 60 ár að leiðrétta skekkjuna.
Á þeim tíma sem leið töldu vís-
indamenn sig finna vegsummerki
eftir fimmtu ísöldina og hina
elztu þá sem var kennd við Dóná,
og komust að þeirri niðurstöðu að
á hverri ísöld gætu verið fleiri en
einn ofsalegur kuldakafli. En
mestalla þessa öld hafa kenningar
Peneks og Brúckners haft yfir-
höndina og geislavirknitækni
sem má beita við timasetningar
hefur verið notuð til að styðja en
ekki til að hrekja kennifiguna um
langt hlýindaskeið á milli isalda
sem hefur verið mannkyninu svo
mikil huggun. Þannig hafa vís-
indaiegar skekkjur margfaldazt,
bæði í jarðfræði og fornleifa-
fræði, þar sem allar tímasetning-
ar hafa verið rangar.
Nútímaísaldarrannsóknir hóf-
ust eiginlega ekki fyrr en 1955
þegar ungur Itali við háskólann í
Chicago, Cesare Emiliani, notaði
þá geysimiklu tækni, sem hefur
komið til sögunnar eftir stríð, til
þess að mæla frumeindir og rekja
þannig frumeindageró steingerv-
inga lítilla sjávardýra. 1 ljós kom
að í leðjulögum á botni Karíba-
hafs áttu sér stað kaflaskil á hlut-
falli þungra súrefnistegunda í
steingervingum i réttu samræmi
við djúpstæðar breytingar á um-
hverfi heimsins.
Emiliani fann sjö slíkar sveifl-
ur í fyrstu sýnishornunum sem
hann rannsakaði og sannanirnar
fyrir tíðum ísöldum urðu ölium
auðsæjar. En sérfræðingarnir lok-
uðu augunum. En staðfestingar
bárust senn frá sveitinni um-
hverfis Brno í Slóvakíu þar sem
Georg Kukla fann ummerki að
minnsta kosti 10 isalda. Ljósleit,
rykug jarðlög sýndu vegsum-
merki frá tímabilum þegar ís-
hjúpur Skandinavíu og íshetta
Alpafjalla umluku Tékkósló-
vakíu, sem þá var köld auðn eins
og Gobi-eyðimörkin er nú á dög-
um. Kukla skýrði frá þessu 1961,
en fáir tóku eftir uppgötvunum
hans.
Tímasetningar voru helzti
vandi Emilianis og Tékkóslóvak-
anna. En mikil umskipti, sem
urðu á segulmagni jarðar fyrir
700.000 árum, styðja nýju ísaldar-
kenningarnar. Ummerki eftir
þessi segulmagnsumskipti hafa
fundizt í vissum leðjulögum á
hafsbotni og í vissum jarðlögum í
Tékkóslóvakíu og þau sýna að á
undanförnum 700.000 árum hafa
orðið að minnsta kosti átta ísaldir.
Þar sem ísaldir hófust fyrir tæp-
um tveimur milljónum ára hljóta
þær að hafa verið 20 samtals.
Þessi tala á aðeins við um meiri-
háttar ísaldir: á milli hafa verið
mörg styttri hlýinda- og kulda-
skeið.
Þessar uppgötvanir leiða í ljós
þrjárstaðreyndir: I fyrsta lagi hef-
ur eðlilegt ástand jarðarinnar síð-
ustu tvö milljón ár verið kalt en
ekki hlýtt. I öðru lagi hafa hlý-
indaskeiðin milli ísaldanna verið
mjög stutt — um tiu þúsund ár —
þannig að tíminn frá upphafi sið-
menningar mannsins til manna-
ferðanna til tunglsins samsvarar
dæmigerðu hlýindaskeiði milli
tveggja ísalda.
Þriðja staðreyndin er sú að að-
alorsök isalda er loksins ljós.
Kunnur jöklafræðingur lét svo
um mælt fyrir nokkrum árum að
líklegar ísaldarkenningar væru
að minnsta kosti 60 talsins. Nú
sem stendur er langlíklegasta
kenningin sú sem er kennd við
Milankovitch og hefur legið ryk-
fallin á bókahillum í hálfa öld. Sú
kenning skýrir tilkomu og hvarf
issins með smábreytingum sem
verða á afstöðu jarðar á braut
hennar umhverfis sólu og á braut-
inni sjálfri. Þessar breytingar
draga úr hita sólskins að sumri til
er bræðir vetrarsnjóinn á norður-
hveli jarðar. Stjarnfræðingar
geta reiknað út breytileika sum-
arsólskins. Þegar í ljós kom við
endurskoðun að frostakaflar hafa
verið tíðir og þegar þar við bætist
aó hægt er að styðjast við öruggt
ártal, 700.000 ár frá vorum dög-
um, var kominn timi til að dusta
rykið af kenningunni og athuga
hvernig hún samræmist hinni
nýju vitneskju sem hefur komið
fram. Nýlega birtust í „Nature“
nýir útreikningar, sem byggjast á
þvi að Milankovitch-kenníngunni
er beitt þannig að menn gefa sér
einfaldar forsendur. Samkvæmt
þeim niðurstöðum, sem við þetta
fengust, komu tímasetningar all-
ar mjög vel heim við síóustu tíma-
ákvarðanir samkvæmt rannsókn-
um á leðju af hafsbotni.
Milankovitch-kenningin er
mjög handhæg en samkvæmt
henni var gullöld loftslags jarðar
þvi miður fyrir 5.000 árum þegar
steinaldarmenn byggóu yfir sig í
Norðvestur-Evrópu. Þá skein sól-
in björt og hlý á sumrum og
hvassir vindar léku yfir Sahara og
norðvestanvert Indland og færðu
regn til svæða, sem nú eru eyði-
merkur. Síðan hefur þróunin ver-
ið niður í móti þó að visu hafi
skipzt á „litlar ísaldir" og hlýinda-
skeió. Önnur eins hlýindi og þá
verða ekki i norðlægum löndum
fyrr en eftir 120.000 ár og áður en
Er þetta framtíðin?