Morgunblaðið - 16.03.1975, Side 39

Morgunblaðið - 16.03.1975, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 39 Hættan er áþreifanleg að sögn vísindamanna sá hlýindatími hefst verður löng og dimm ísöld. Og i þessum skiln- ingi er ný ísöld þegar hafin. Þá vaknar eðlilega þessi spurning: Hvað liður langur tími þangað til við finnum fyrir áhrifum hennar? Samkvæmt hinni viðteknu skoðun á byrjun ísaldar ganga jöklarnir berserksgang. Snjór hleðst upp í skafla. Skaflarnir stækka og verða fjallháir, jöklarn- ir vaxa og sameinast niður á há- sléttur þar sem geysistór ísbreiða myndast. ísbreiðan stendur hátt svo þar snjóar fremur en rignir þannig að smám saman eykst hraði þessarar þróunar. Sam- kvæmt nútíma útreikningum myndast ísbreiða á stærð við meg- inland á 15.000 til 20.000 árum samkvæmt þessari þróun. Það er ekki svo voðalegt: mannkynið gæti lagað sig að breytingunni í mörg hundruð kynslóðir. Is- breiðan sæist skríða fram og menn gætu ráðlagt barnabörnum sínum að flytja sig nokkra kíló- metra sunnar. Nú er þessi kenning að þoka fyrir annarri kenningu sem ég kalla „leifturbylskenninguna“. Samkvæmt henni hækkar isbreið- an neðan frá, bæði á hásléttunum og fjöllum. Að visu mundi ís, sem hlæðist upp í „leifturbyljum“, einnig skríða til hliðanna eins og jöklar, en það er það eina sem kemur heim við hina viðteknu kenningu. Isinn sem sezt á norð- urslóðum kemur beint ofan frá himni eins og vetrarsnjór'sem bráónar ekki næsta sumar. Nokk- urra þumlunga snjólag sem bráðnar ekki frá einum vetri til annars getur gert land óbyggilegt. Geysistórt landflæmi getur lagzt undir is á einu slæmu sumri af völdum leifturbyls. Siðan mundi snjórinn einfaldlega hlað- ast upp í stærri og stærri skafla á snæviþöktum bersvæðum á mörg þúsund árum þar til sólin nær að bræða ísinn. Hubert Lamb og Alastair Wood- roffe settu fram þessa nýstárlegu kenningu 1970 þegar þeir gerðu rannsókn á því'hvernig vindar heimsins kunna aó hafa blásið á siðustu ísöld. Þeir studdust við nokkrar vísbendingar um að ísinn hafi breiðzt hraðar út i byrjun siðustu ísaldar en skýra mátti eft- ir viðteknu kenningunni. Til dæmis lækkaði sumarhiti Evrópu niður í sama hitastig og á jöklum uppi á um 1000—1500 árum, sem sést á þeim áhrifum er þetta hafði á plöntu- og dýralíf þeirra tíma. Siðan hafa komið fram fleiri visbendingar er styðja þá kenn- ingu að ísaldir hafi hafizt mjög skyndilega. Til dæmis sýna íssýnishorn sem fengust þegar borað var næstum bvi' niður á botn Grænlandsjökuls að smáísöld var fyrir 90.000 árum. Willi Dansgaard og starfsbræður hans við Kaupmannahafnarhá- skóla segja að breytingar á sam- setningu frumeinda issins sýni að á tæpum hundrað árum hafi isöld tekið við tiltölulega hlýju veður- skeiði og loftslagið færzt aftur I eðlilegt horf á um 1.000 árum. Enginn vafi er á þvi að eitthvað þessu líkt hefur gerzt: í kuldun- um þurrkuðust út eikarskógar Grikklands og miklar umhverfis- breytingar uróu á Mexikóflóa. Draga má í efa að þróunin hafi verið eins ör og Dansgaard segir. Issýnishorn hans hafa orðið fyrir miklum þrýstingi frá ísnum ofan á þeim og hreyfingar íssins sjálfs geta hafa átt þátt i breytingunum á samsetningu frumeinda íssýnis- hornanna. Hins vegar væri frá- leitt að taka ekki mark á þeim möguleika að kólnað geti mjög skyndilega meðan beðið er frek- ari sannana rneð eða á móti. Nicholas Shackleton við háskól- ann í Cambridge hefur undir höndum ótviræðari sannanir. Hann hefur útfært hugmyndir Emilianis og notar breytilega frumeindasamsetningu lítilla sjávarsteingervinga til að áætla ísmagn heimsins á hverjum tíma. Síðustu útreikningar hans gefa til kynna að fyrir um 120.000 ár- um hafi þykkt ísbreiðanna aukizt um 18 þumlunga á ári á stórum svæðum Norður-Ameríku og Evrópu. Fundur Ermarsundsjökulsins, sem Konunglega vísindafélagið skýrði frá 1974, staðfestir leiftur- bylskenninguna vel. Við uppgröft fyrir sex árum við M5- hraðbrautina í Somerset á Eng- landi fundu jarðfræðingar sér til furðu geysistórar jökulleifar. Samkvæmt ísaldarkortum, sem lengi höfðu notið virðingar, lágu íshellurnar á Englandi frá há- lendinu í norðri suður að Finchley, en ekki lengra, jafnvel ekki þegar isinn var mestur. Að visu hvarf Wales einnig undir jökul og hann teygði sig einnig yfir Bristolsund. Ef Somer- set-leifarnar hefðu verið aðeins sunnar hefði enginn orðið hissa. Fundur þeirra varð til þess að rannsóknir, sem Geoffrey Kella- way tókst á hendur, leiddu til þeirrar niðurstöðu að á mestu is- öldinni hefði sjálft Ermarsund verið stór jökull. Aóalatriðið er að Ermarsundsjökullinn færðist úr vestri til austurs eins og litli jökullinn, sem fór yfir Somerset. Hann hlýtur að hafa komið frá snjófjalli, sem hefur myndazt á sjávarbotni suður af Irlandi. A ísöldum frýs svo mikió vatn á landi að yfirborð sjávar lækkar og hafsbotninn kemur upp. A þess- um slóðum hafa blásið leiftur- byljir frá Atlantshafi og hafsbotn- inn hefur verið þurr. Isinn hefur hrannazt upp. Mikið af honum hefur brotnað í jaka sem hafa borizt lengst út á Atlantshaf. En mikió af honum hefur sigið aust- ur á bóginn og upp Ermarsund. Þannig getur leifturbylur haldið hafsbotninum í greip sinni og það sýnir að áhrifin verða miklu meiri á þurru landi. I fáum orðum sagt hefur verið sýnt fram á að ísaldir hafa verið tíðar og þær hafa verið timasettar upp á nýtt. Við höfum undir höndum skýringar á því hvers vegna og hvernig isaldir verða til og nýja kenningu um hvernig ís- lög vaxa eins og snjóskaflar i blindbyl. Ef við færum okkur þessa vitneskju í nyt, hvernig get- um við lauslega metið þá hættu sem mannkynið stendur frammi fyrir? Samkvæmt útreikningum Milankovitch fer næsta isöld hægt af stað miðað við nokkrar fyrri ísaldir. Sumarsólvarmi sem er nauðsynlegur til að halda norður- ísnum i skefjum, minnkar með öðrum orðum tiltölulega- lítiö, eða um 2 af hundraði, þó að þar séu ekki tekin meó í reikninginn þau áhrif sem ryk af mannavöldum getur haft i þá átt að byrgja burtu sólskin. Hvað sem þessu líður má gera ráð fyrir samkvæmt út- reikningum Milankovitch um byrjunarkafla isaldarinnar að ís- magnið á landi aukist um 50% á næstu 16.000 árum eða þar um bil. Svæóið, sem hverfur undir ís, verður hlutfallslega meira sam- kvæmt leifturbylskenningunni. Ef allt það svæði, sem hvarf undir ís á siðustu ísöld, leggst einnig undir is á næstu isöld, táknar 50% aukning ismagnsins að is mun þekja Kanada, Skandinaviu Skotland og mörg önnur svæði og þykkt issins verður 1.600 fet að meðaltali (og þá er gert ráð fyrir að aukning ismagns á Suður- skauti og á Grænlandi verói í há- marki.) Ef við gerum ráð fyrir að þróunin hefjist nú og verði hæg og jöfn mun ísinn aukast um eitt fet á hverjum tíu árum að meðal- tali. En þessi lauslegi útreikning- ur er villandi og verið getur að hið raunverulega ástand sé langt- um alvarlegra. Á það verður að leggja áherzlu að útreikningar Milankovitchs eru mjög lauslegir. Þeir byggjast á einföldum tilgátum um sam- bandið milli sumarsólskins á 50. gráðu norðlægrar breiddar og ís- magnsins i heiminum. Svo vill til að það kemur allvel heim við nýjar skýrslur um breytingu á ísmagni í heiminum á siðustu 700.000 árum. En þó að skakkað geti nokkrum hundraðsstigum eða meir eru út- reikningarnir kvíðvænlegir. Astæðan er sú að ísinn hverfur ekki, hann safnast alltaf fyrir. A þeirn 5.000 árum. sem liðin eru síðan siðast var verulega hlýtt í heiminum, hefur aukning íss á landi lækkað yfirborð sjávar um hér um bil sex fet. Ef aukning issins og lækkun sumarhitans hefðu haldizt í hendur hefði yfir- borð sjávar átt að lækka um 30 fet eða þar um bil. Með öðrum orðum ættu borgir eins og Toronto, Leníngrad og Glasgow að vera horfnar undir þykkt íslag. Þróunin er þegar hafin með dvin- andi sólskini en leifturbylurinn lætur bíða eftir sér. Veðurlagið i heiminum verður að breytast og kólna til þess að leifturbylur geti hafizt. Lamb og Woodrowe hafa gefió veðurfræði- lega lýsingu á byrjun isaldar. Samkvæmt henni verður breyt- ingin ekki meiri en svo að aóeins verður um stigsmun að ræða, að visu nokkuð snarpan miðað við það veður, sem nú rikir og var algengara á timabilinu frá fjórt- ándu öld til þeirrar nítjándu. Ráðandi vindar úr norðri er blása yfir hinar stóru hásléttur Norður- Ameríku og Bretlandseyjar eru tengdir almennu veðurkerfi sem beinir rakakenndu og hlýju lofti frá Mexikóflóa og Atlantshafi til Norðaustur-Kanada og Norðaust- ur-Evrópu. Snjóbyljirnir, sem þetta kerfi kemur af stað, gætu aukið snjókomu við Hudsonflóa. Ef einhver vonar að nýr ís hrannist fyrst upp á Grænlandi og tslandi rekur hann sig á það að veðurfræðingar telja ástandið á Mið-Atlantshafi tiltölulega stöðugt og snjóbylji tiltölulega litla. Tilgangslaust er að bolla- leggja hvenær Skotland grafist undir isi. Reikna verður i tölvum hve skjótt kuldi frá nýjum íslög- um hefur áhrif á veðurfarið, breyti því og geti ýtt undir mikla vetrarsnjókomu og ísköld sumur á nálægum svæðum. Aðeins er hægt að segja að veðurkerfið get- ur komið af stað leifturbyl á næstum þvi öllu þvi svæði, sem er hætta búin, á aðeins einu eða tveimur árum. Það sem við verðum því að horf- ast i augu við er, aó einhvern tíma í fyrirsjáanlegri framtió, er lik- legt að isöld muni hefjast skyndi- lega. Utreikningar Milankovitch gefa til kynna að eftir 2.000 ár muni is hafa hrannazt upp á svæð- um, sem verða tvisvar sinnum stærra en Grænland, — nema því aðeins að ísöldin hafi hafizt fyrr. Við skulum því gera ráð fyrir að leifturbylurinn hljóti að byrja á næstu 2.000 árum. Það gæti gefið til kynna að við hefðum mjög góða möguleika á að sleppa við hana að minnsta kosti í nokkrar aldir. Því miður getur ástandið verið verra því við lifum á hættu- legum tima. Við þau áhrif, sem verða sam- kvæmt Milankovitchkenning- unni, bætast aðrar loftslags- sveiflur. Þar munar mest um kenninguna um litlar ísaldir á 2.500 ára fresti. George Denton við Maine-háskóla, sem hefur rannsakað hreyfingar jökla frá lokum síðustu „stóru“ isaldar- innar, segir að um greinilega hrynjandi sé að ræða og hún virðist standa i sambandi við hæg- ar breytingar á sólinni sjálfri. I þessu felst að þrátt fyrir hlýtt veður á tuttugustu öld erum við enn á miðri lítilli ísöld, sem hófst fyrir 400—500 árum og á eftir að standa í önnur 400—500 ár. Þar sem kólnað hefur á norður- slóðum síðan 1950 og hræðilegir þurrkar hafa geisað i Afríku og á Indlandi á undanförnum árum getur vel verið að við séum aftur farnir að finna fyrir áhrifum lítillar ísaldar. Það eitt er nógu alvarlegt fyrir plánetu okkar og siaukinn fjölda íbúa hennar en jafnframt eykur það hættuna á stórri isöld. Ef ísöldin kemur ekki á næstu 400 árum er reyndar ekki líklegt að hún komi á næstu 2.000 árum ef á eftir fylgir það tiltölu- lega hlýja skeið sem búizt er við. Ég læt öll veðmál öðrum eftir, en tek fram aó það sem raunveru- lega gæti hleypt af stað nýrri ís- öld væri röð stórra eldgosa, sem þeyta ryki upp í himinhvolfið og kæla allan heiminn í nokkur ár. Einnig er hugsanlegt að aukinn reykur og ryk af mannavöldum yfir iðnaðarsvæðum á norðlægum slóðum verði orsökin (það sem Reid Bryson kallar „manneld- fjallió") Þeir, sem vilja heldur dæmi en fræðilegar röksemdir geta kynnt sér leifturbyl i lítilli mynd, sem varð á varplöndum snjógæsa í Kanada, nánar tiltekið á Bylot- eyju á norðanverðu Baffinlandi. Síðan 1972 hefur snjó ekki leyst þar á sumrum. Fuglarnir geta ekki verpt og stofninn er í alvar- legri hættu. Getum við afstýrt ísöldinni? Ef við fáum ráðrúm í nokkra áratugi getum við kynnt okkur betur veðurfræði og loftslagsvísindi og sæmileg tækniþekking gefur ástæðu til nokkurrar bjartsýni. Eitt úrræðið gæti verið i því fólgið að auka kolsýrumagn í loft- inu þar sem talið er að það geti aukið hlýindi. En ókleift er með öllu að sjá fyrir afleiðingarnar og veðurkerfið er svo mótsagna- kennt að þaö getur haft þveröfug áhrif. Hlýr sjór er til dæmis upp- spretta snjós. Ef til vill helzt heimurinn hlýr ef hafnir okkar og láglendi sökkva, því ísinn mun minnka á Grænlandi og á Suðurskautinu en auðvitaó er það mikil fórn, ef við gripum til þess ráðs. Isvarnir verða geysierfitt vandamál i framtíðinni. Flest lönd verða að lokum fyrir barðinu á isöldinni, annað hvort vegna þurrka eða kulda. En hún kemur harðast niður þar sem nú er vígi hvíta mannsins og valds hans í efnahagsmálum. (Jafnvel Mao hefði ekki dottið i hug að snjórinn gæti að lokum orðið beittasta vopnið gegn heimsvalda- sinnum). Eins og nú er ástatt í alþjóðamálum er ólíklegt að Ara- bar, Afríkumenn og Asiumenn taki nærri sér að New York og Moskva geti horfið undir ís og þeir gætu jafnvel beitt sér gegn alþjóðlegum ráðstöfunum til aó halda isnum í skefjum. Raunar má draga undarlegan lærdóm af athugun á íshættunni. Ef heimurinn verður ekki san*- gjarnari og veglyndari hann'“r' nú áður en 'lsöldin kemur komumsl Vlð eða afkomendur okkar að því hvernig það er að heyra til betliþjóóum heimsins og eygja ekki betri daga vegn» hörundslitar okkar. Er þetta framtíðin?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.