Morgunblaðið - 16.03.1975, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975
Erfitt fjölskyldulíf
if if if Family Life, bresk,
gerð 1971.
Leikstjóri: Kenneth Loach.
Byggt á sjónvarpsleikriti eftir
David Mercer. Framleiðandi:
Tony Garnett.
Aðalleikarar: Sandy Ratcliff,
Grace Cave, Bill Dean og
Malcolm Tierney.
Family Life segir frá örlög-
um ungrar stúlku, Janice að
nafni. Hún býr hjá góðviljuðum
foreldrum sinum, sem vilja
henni allt hið besta en jafn-
framt eru þau óhemju stjórn-
söm um athafnir hennar og
gerðir. Þau vilja ala hana vel
upp, en í því felst sama uppeldí
og móðirin fékk fyrir 50 árum.
Og þau eiga erfitt með að að-
laga þær aðferðir að nútíman-
um. Þegar stúlkan verður svo
óvart vanfær, sjá foreldrarnir
ekki aðra leið út úr skömminni,
„til að bjarga andlitinu gagn-
vart nágrónnunum", en þá að
láta eyða fóstrinu. Þetta leggst
hins vegar mjög þungt á hina
ungu stúlku, sem vill gjarnan
ala barnið. Smám saman leitar
stúlkan meir og meir inn í
sjálfa sig, en foreldrarnir, sem
líkar ekki breytingin á henni,
leita til sálfræðings. Hún byrj-
ar í eins konar hóplækningu
(group therapy) undir hand-
leiðslu ungs og skilningsríks
sálfræðings og virðist vegna
vel. En stjórn spítalans er ekki
jafn hrifin af læknisaðferðum
þessa unga manns, sem er
þarna í reynslutíma, og honum
er sagt upp. Þar með breytist
læknismeðferðin yfir i lyf og
raflost. Það virðist ætla að
ganga bærilega, en þegar hún
kemur heim aftur og hverfur
undir verndarvæng hinna
stjórnsömu foreldra sinna leit-
ar í sama horfið á ný. Eina von
hennar til bata er pilturinn,
sem hún er hrifin af, en þó
hann vilji hjálpa henni og leyfa
henni að flytja til sín, er það
þvert á vilja foreldra hennar,
sem telja slíkt líferni ekki sam-
boðið hinni sómakæru dóttur.
Þannig er stöðug togstreita um
stúlkuna, allir vilja hjálpa
henni en hún veit, að engin
getur það nema hún sjálf.
Það má ef til segja, að í þess-
ari mynd séu ýmis atriði gerð
einum of augljós og einföld og
að trúgirni áhorfenda sé stund-
um ofboðið. Hins vegar verður
því ekki á móti mælt, að mynd-
in er sterk ádeila á ýmsa þætti
mannlegs lífs, s.s. þröngsýni,
sjálfselsku og oftrú á lækninga-
mátt lyfja til geðlækninga.
Þannig eru einstakir þættir
myndarinnar mjög trúverðugir
og áhrifaríkir og þar sem mynd-
in er öll byggð upp mjög þátta-
skipt, verkar myndin í heild
mjög sterk. Veikleiki myndar-
innar liggur hins vegar í beina-
grind söguþráðarins, sem út af
fyrir sig er alls ekki mikilvæg-
ur í þessu tilfelli. Það eru hin
einstöku augnablik, sem skipta
máli og það er um þau, sem
verður endanlega deilt, eftir
sýningu myndarinnar.
Leikstjórinn Ken Loach er
Family Life. Sandy Ratcliff í hlutverki Janiee. Sandy leikur hér í
fyrsta sinn, og töldu ýmsir breskir gagnrýnendur hér hálla undir nýja
'dórst iörnu.
★ ★ The Concert for
Bangladesh amerfsk, geró 1972.
Leikstjóri: Saul Swimmer.
Framleiðendur: George
Harrisson og Allen Klein.
Mynd þessi er gerð í tilefni af
hljómleikum, sem George
Harrisson hélt 1971 í Madison
Square Gardens tii styrktar
flóttamönnum frá Bangladesh.
I rauninni er lítið um myndina
annað að segja. Hún er að vissu
ieyti frábrugðin mörgum slík-
um myndum þar eð reynt er aó
forðast hraðar klippingar og
ýmis tæknibrögð (split-screen)
en myndirnar að mestu tak-
markaðar við þá listamenn, sem
leika hverju sinni. Myndin
verður þannig látiausari og gef-
ur áhorfendum gott tóm tii að
virða fyrir sér ýmsa þekkta tón-
listarmenn eíns og Harrisson,
Ringo Starr, Bob Dylan, Leon
Russel, Ravi Shankar, Billy
Preston og ýmsa fleirí. Frekari
gagnrýni er hljómlistarlegs
eðiis.
SSP.
NVJA BÍO.
THE CONCERT FOR BANGLA
DESH * *
í samanburði við
WOODSTOCK, þá býður
T.C.F.B.D. uppá betri tónlist,
bæði hvaðsnertir flutníng lista-
mannanna og meiri tóngæði.
Enda aðstæður allar betri fyrir
tæknimenn. Afturámóti er
kvikmyndataka og klipping
öilu daufari og ófrumlegrí en í
W. Kemur það m.a. sorglega vel
í Ijós er Bob Dylan er í sviðs-
Ijósinu. En það er auðvitað tón-
listin sem á að vera I fyrirrúmi,
og þeir Billy Preston, Leoin
Russel, Clapton, (það litla sem
heyrist til hans) og Dyian,
standa vel fyrir sinu. Þá tekst
Harrison einnig alivel upp á
köflum. En tónlist Ravi Shank-
ar var löng og náði ekki til min,
því miður.
S.V.
GAMLABlO
Allt í lagi, vinur. ★
Bylmingshögg Bud Spencer
gerast nú æ leiðigjarnari, orðin
reyndar hálf hversdagsleg.
Þetta er gamla sagan. Ef eitt-
hvað gengur vel i áhorfendur,
þá er uppskriftin margnotuð,
aðeins breytt um nöfn á
myndunum og söguhetjunum
— til að blekkja sakleysingj-
ana.
S.V.
þekktur í Bretlandi fyrir ýmsar
skilningsríkar myndir um
vandamál unglinga, þó nafn
hans muni með öllu óþekkt hér.
Hann vann upphaflega fyrir
BBC og gerði þar mjög fræga
seríu, sem nefnist „Cathy Come
Home“, en helstu kvikmyndir
hans til þessa eru Poor Cow
(sem ég man ekki, hvort hefur
verið sýnd hér) og Kes, sem hér
hefur ekki verið sýnd. Kes er
gerð 1969 og hlaut mjög góðar
viðtökur á sínum tíma og er
vonandi, að eitthvert kvik-
myndahús bæjarins sjái sér
fært að sýna hana.
Eitt
stvkki
Gable
Það er ekki hlaupið að því að
finna leikara til að fara með
hlutverk kunnra persóna og
ekki bætir það úr skák þegar
persónurnar sem á að túlka,
eru heimsþekktar kvikmynda-
stjörnur. Af þessum sökum er
valið í aðalhlutverk myndarinn-
ar GABLE AND LOMBARD að-
alvandamálið sem upp hefur
komið við gerð hennar. Univer-
sal er nú að ráðast í kvikmynda-
gerð sem byggð er á hinu
munnmælakennda ástasam-
bandi þessara tveggja „súper-
stjarna" síns tíma.
sambandi þessara tveggja
„súperstjarna“ síns tíma.
Handritið er skrifað af ung-
um manni, Barry Sanders, sem
er nýútskrifaður frá kvik-
myndadeild Kaliforníuháskóla,
(L.A.). Alls er áætlað að kvik-
myndatakan kosti um 4 millj. $,
leikstjóri er Sidney J. Furie.
Takan sjálf hefst í maí n.k., ef
það verður þá búið að hafa
uppá nýjum Gable og Lombard.
Það er ekki ólíklegt að það
verði óþekktir leikarar sem að
lokum hafna i hlutverkunum,
en Universal er samt vel með-
vitandi um aðdráttarafl stór-
stjarnanna á kvikmynda-
plakötunum. Burt Reynolds var
sá leikari sem kvikmyndaverið
hafði fyrst og fremst í huga, en
hann hafnaði. Síðan voru aðal-
hlutverkin boðin þeim hjónun-
um Steve McQueen og Ali
McGraw, en þau litu ekki við
þeim. Því næst varð Warren
Beatty fyrir valinu og sam-
þykkti hann að taka að sér hlut-
verkið meó vissum breytingum
á handritinu, m.a. yrði Gable-
karakternum gefið falskt nafn,
en þvi neitaði Furie algjörlega,
svo Beatty er úr leik.
„Flestar karlstjörnur gera
sér grein fyrir því að gagnrýn-
endur sem áhrofendur muni
bera þá saman við Gable, og
þeir hafa hreinlega ekki kjark
til þess að leggja útí saman-
burð,“ segir Furie. „Lombard
er minna vandamál, hún stend-
ur ekki hinum ungu kvik-
myndahúsgestum jafn- ljós-
lífandi fyrir sjónum.“ Á meðal
þeirra sem tiðast hafa verið
orðaðar við hlutverk hennar
eru Valerine Perrine, sem þar
að auki er samningsbundin hjá
Universal og Sally Kellerman,
sem er hin eina af velþekktum
stjörnum vestra sem hefur til
að bera áþekkan stil og yfir-
borðsfágun og Carole Lombard.
Á meðan hafa bréfin með vis-
bendingum streymt inn, frá öll-
um ríkjum Bandaríkjanna, og
Clarke Gable
kmk
mund
/íöon
SÆBJÖRN VALDIMARSSON
SIGURÐUR SVERRIR PALSSON
hver einasti umboðsmaður i
Hollywood telur sig hafa réttu
andlitin í hlutverkin. Furie,
sem er rétt að hefja prófanir á
umsækjendunum, segir: „Að
lokum veljum við sjálfsagt tvo
leikara sem enginn kannast við,
og ef kvikmyndin slær i gegn,
þá munu þessir tveir leikarar
eiga stærsta hlutann í vel-
gengni næstu mynda sem þeir
gera.“
Caroie tomoara
VESAUNGS TONY RICHARDSON
Fyrir rúmum áratug hlaut
bretinn Tony Richardson hin
eftirsóttu Oscars-verðlaun fyrir
bestu leikstjórn, vegna myndar-
innar TOM JONES. Jafnframt
þvi hlaut myndin enn fleiri
verðlaun, gagnrýnendur voru
ósparir á lofið, pg hvarvetna
flykktust áhorfendur á mynd-
ina. Siðan hefur Richardson,
sem þá var ein skærasta von
bresks kvikmyndaiðnaðar, leik-
stýrt röð misheppnaðra mynda
sem allar hafa kolfallið i að-
sókn. Meðal þeirra eru tvær
umdeildar satírur, THE LOV-
ED ONE og THE HARGE OF
THE LIGHT BRIGADE, og
tvær eftirsóknarverðar en illa
sóttar myndir, LAUGHTER IN
THE DARK og NED KELLY.
Enn eitt reiðarslagið kom svo
yfir Richardson nú á dögunum,
en þá var hann rekinn frá leik-
stjórn myndarinnar MA-
HOGANY. Var hann hálfn-
aður með kvikmyndatökuna,
sem fjármögnuð er af Motown
Records, og með þeim Diana
Ross og Billy Dee Williams í
aðalhlutverkum, (en þau léku
einmitt saman í hinni vinsælu
mynd Furies LADY SINGS
THE BLUES, sem byggð var á
dapurlegri ævi bluessöngkon-
unnar frægu, Billy Holyday).
Það má því með sanni segja að
Richardson megi muna tímana
tvenna.
S.V.