Morgunblaðið - 16.03.1975, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975
47
— Minning
María
Framhald af bls. 22
ungs yrði ekki öllu lengra. María
Maack var fædd 21. okt. 1889.
Foreldrar hennar voru Pétur
Andrés Maack Þorsteinsson,
prestur á Stað i Grunnavík, og
kona hans Vigdís Einarsdóttir frá
Neðri-Miðvík í Aðalvík. Foreidrar
séra Péturs voru Þorsteinn Guð-
mundsson, frá Vörum í Garði og
Maria Bóthildur Jakobína Maack
en foreldrar Vigdísar voru Einar
Friðriksson bóndi í Stokkadal í
Aðalvik og Ragnhildur Péturs-
dóttir.
Þau séra Pétur og Vigdís eign-
uðust 5 börn, dæturnar Elínu
Þóru, sem giftist Vilhjálmi Snæ-
dal, bónda á Eiriksstöðum á Jök-
uldal, Brynhildi, sem giftist Jóni
Eyjólfssyni, gullsmið á Isafirði,
Maríu og Áslaugu sem giftist Þor-
steini Pálssyni á Reyðarfirði, en
yngsta barnið var sonurinn Pétur
Andrés, skipstjóri í Reykjavík,
sem giftist Hallfríði Hallgríms-
dóttur. öll voru systkini Maríu
látin á undan henni. Séra Pétur
drukknaði á heimleið frá Isafirði
í september 1892. Gekk Vigdís þá
með yngsta barnið, soninn Pétur.
Eftir fráfall séra Péturs fluttist
Vigdís að Faxastöðum í Grunna-
vík og þar ólst María upp. Er mér
sagt að Vigdís hafi verið mikil
gæðakona en ekki mun hafa ver-
ið auður í garði á Faxastöðum.
Maria Maack var heitin i höfuðið
á ömmu sinni sem hún mat mikils
og gera flest til geðs en þar
kom þó snemma í ljós að María
yngri vildi vera einráð um sina
hagi. Réðst hún til hjúkrunar-
náms við holdsveikraspítalann í
Laugarnesi, haustið 1909, og mun
það ekki hafa verið fyllilega að
skapi þeirra allra, sem að henni
stóðu og vildu veita henni forsjá.
María stundaði síðan hjúkrunar-
störf í 55 ár, þar til hún lét af
störfum 1964. Lengst af hjúkrun-
arferli sínum, eða allt frá 1918,
var hún í þjónustu Reykjavíkur-
bæjar, þar af frá 1920 yfirhjúkr-
unarkona Farsóttarhússins við
Þingholtsstræti.
María Maack verður manni að
mörgu leyti minnisstæður per-
sónuleiki. Henni lét ekki að
standa álengdar og horfa á amst-
ur mannlifsins. Þar varð hún að
vera virkur þátttakandi og leggja
sitt af mörkum og það gerði hún
af heilum huga, en hálfvelgja var
henni litt að skapi. Hún var kona
skapmikil og gat verið óvægin ef
svo bar undir, en jafnframt átti
hún hjartahlýju og nærgætni og
nutu þeirra eðliskosta hennar
ekki hvað sízt sjúklingar hennar
og börn sem urðu á vegi hennar,
en hún var ákaflega barngóð.
Hún gerði sér far um að fylgjast
með sjúklingum sínum eftir að
þeir voru komnir úr hennar um-
sjá, einkanlega þegar hún vissi að
þeir áttu við erfiðleika að stríða i
lífinu, og þeir voru margir sem
siðar lögðu leið sina í Farsótta-
húsið á fund Mariu með vandamál
sín.
Mörg áhugamál átti María. Hún
var mikiil unnandi náttúru lands-
ins og ferðagarpur hinn mesti.
Við erum mörg, sem eigum hvatn-
ingu og forgöngu Maríu að þakka
fyrstu kynni okkar af töfraveröld
islenzku öræfanna. En hjartfólgn-
astar voru henni æskustöðvarnar.
Sumar eftir sumar hélt hún, oft
með fjölmennu föruneyti, vestur i
Grunnavík og dvaldi þar um hríð.
Þótt heilsan væri tekin að bila og
kraftar að þverra lét María ekkert
aftra sér. Kjarkurinn og þrekið
voru ódrepandi. Af sama toga og
átthagatryggðin var einstök ætt-
rækni Maríu, en enda miklir kær-
leikar með henni og frændliði
hennar.
María tók mikinn þátt í félags-
störfum. Hún hafði eindregnar
stjórnmálaskoðanir, og fylgdi
Sjálfstæðísflokknum að málum
allt frá stofnun hans. Þátttaka
hennar í flokksstarfinu var fram-
lag sem um munaði. Hún var ein
þeirra kvenna, sem höfðu forustu
um stofnun Sjálfstæðiskvennafé-
lagsins Hvatar og formaður þess
um langt skeið. Þá var hún og
aðalhvatamaður að stofnun
Landssambands Sjálfstæðis-
kvenna og vann ötullega að stofn-
un sjálfstæðiskvennafélaga víðs-
vegar úm land. í stjórn lands-
sambandsins átti hún sæti frá
stofnun þess i apríl 1956 til 1969.
Þegar nú er kvaddur okkar
gamli samherji og vinkona, verð-
ur manni hugsað til margra sam-
verustunda, sívakandi áhuga
hennar og hvatningarorða og ein-
lægrar viðleitni hennar til þess að
auka áhrif kvenna í þjóðfélaginu,
en forganga hennar um stofnun
kvennasamtaka innan flokksins
var henni þáttur í þeirri viðleitni.
Við þökkum henni samstarfið.
Blessuð verði minning hennar.
Auður Auðuns, i
formaður Landssambands
sjálfstæðiskvenna.
— Páskaferðir
Framhald af bls. 2
Steinn Lárusson er við spjöll-
uðum við hann. í þá ferð eru
komin 80—90 manns og eitthvað á
örugglega eftir að bætast við. í
þessa ferð verður farið 25. marz
og stendur hún í 11 daga.
Þá sagði hann að Urval hefði
einnig selt nokkuð af miðum í
Kanaríeyjaferðir Flugleiða.
Ennfremur stendur Urval fyrir
skíðaferð til Akureyrar um pásk-
ana og þegar hafa 50 manns látið
skrá sig í þá ferð.
Kjartan Helgason hjá Landsýn
sagði að þeir væru með Kanarí-
eyjaferð um páskana og í hana
væri löngu uppselt. Þá væri
einnig um að ræða ferð til Lund-
úna. i þá ferð væri einnig uppselt
— Dylgjur
Framhald af bls. 2
Sala á loðnumjöli og lýsi er háð
útflutningsleyfum frá viðskipta-
ráðuneytinu og verða þau að
fylgja farmskírteinum og vöru-
reikningum, sem innheimtir eru
aí Landsbanka islands eða Ut-
vegsbanka islands hjá kaupend-
um.
Viðskiptaráðuneytið veitir ekki
útflutningsleyfi á fiskmjöli eða
lýsi, nema verðið sé talið vera í
samræmi við markaðsverð, þegar
varan er seld. Það fer þvi ekki
milli mála fyrir hvaða verð þessar
vörur eru fluttar úr landi og
seldar á erlendan markað.
Þótt oft hafi reynzt auðvelt að
vekja tortryggni meðal manna, þá
er til fullmikils ætlazt, þegar
mönnum er ætlað að trúa því, að
meira en helmingur útflutnings-
verðs vöru glatist eða hverfi fyrir
samspil stjórnvalda, banka og
framleiðenda sjálfra.
Oddamaður við verðákvarðanir
Verðlagsráðs sjávarútvegsins er
tilnefndur af sjávarútvegsráðu-
neytinu. Um v'erðlagið fjalla full-
trúar sjómanna, útvegsmanna og
verksmiðjanna. Þeir styðjast m.a.
við upplýsingar frá viðskiptaráðu-
neytinu. Hver trúir þvi, að allir
þessir aðilar taki höndum saman
til þess að hlunnfara sjómenn?
F.h. Félags ísl. fiskmjölsfram-
leiðenda. Sveinn Benediktsson.
formaður. |
— Saltfiskur
Framhald af bls. 48
aðslanda geti orðið um 24 þúsund
tonn af blautverkuðum fiski af
framleiðslu vetrarvertíðar þetta
ár sem komi til afskipunar á tíma-
bilinu apríl-ágúst, sem er ekki
ósvipað og oft hefur verið. Þá er
enn ósamið við tvö hefðbundin og
mikilvæg markaðslönd — Italíu
og Grikkland, og verður farið i
það nú á næstunni þegar heppi-
legt þykir.
Morgunblaðið spurði þá Tómas
um verð í þessum tveimur sölu-
samningum og hvort þeir gæfu að
einhverju leyti vísbendingu um
verðþróunina hvað varðar salt-
fisksútflutninginn á þessu ári.
„Það má segja, að miðað við allar
markaðsaðstæður og sölur og verð
á siðasta ári sé útkoman í þessum
samningum hagstæð," sagði
Tómas. „Það er talið öruggt að
þetta útflutningsverð standi und-
ir framleiðslukostnaðinum, svo
framarlega sem stjórnvöld og þeir
sem fara með yfirstjórn þessara
mála geri framleiðsluna ekki
hreinlega óhagstæða fyrir fisk-
framleiðendur. Persónuleg skoð-
un min er sú að nú þegar sé orðin
ofstjórn í þessum málum, og slíkt
ýtir ekki undir þá menn sem í
þessari atvinnugrein standa. I
þessu sambandi má t.d. geta þess,
að saltfisksframleiðslugreinin
greiddi milli 800 og 900 millj.
króna í verðjöfnunarsjóð á sl. ári
og einnig u.þ.b. 12% í útflutnings-
gjöld." Tómas upplýsti einnig að i
sölusamningunum tveimur við
Portúgal og Spán væri samsetn-
ingin eftir stærðum, gæðum og
tegundum nokkuð mismunandi
millum þeirra. Af þeim sökum
væri meðalverð í Portúgalsamn-
ingnum nokkru lægra en á Spáni,
sem væri þó ekkert frábrugðið
því sem verið hefur. Um verð-
horfurnar að öðru leyti vildi
Tómas ekki tjá sig á þessu stigi
nema hvað hann sagði mjög þung-
ar horfur með sölu á smáfiski
bæði varðandi afsetningu og verð-
þróun.
EFTIRTALDAR STÆRÐIR AF
■
Bingó
aö
á mánu-
dagskvöld
til styrktar fjársöfnun til kaupa á hjartabíl
handa norölendingum.
Bingóiö hefst kl. 20.30 í Súlnasal.
Sala bingóspjalda hefst kl. 20.00 í anddyri
Hótel Sögu.
Margir mjög glæsilegir vinningar.
Meöal annars: Spánarferöir - Páskaferö
meö Guömundi Jónassyni - Rugferö til
Akureyrar ásamt dvöl þar.
Auk þess eru í vinninga margar glæsilegar
framleiðsluvörur ýmissa helstu iönfyrirtækja
á Akureyri svo sem Gefjun, Heklu, JMJ.,
KEA. og fl.
Mætum öll og spilum bingó og styrkjum um leió mjög þarft málefni.
Eyfiröingafélagiö í Reykjavík.
Hótel
Sögu