Morgunblaðið - 16.03.1975, Síða 48
SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975
Samningarnir:
Líklegt að línurnar
skýrist um helgina
Fundur sáttasemjara
med adilum vinnu-
markaðarins hófst kl. 10.00
í gærmorgun í Tollstjóra-
húsinu og þó aó ekkert sér-
stakt hefði gerzt, er Mbl.
leitaði þar frétta um
hádegisbilið, var að heyra
á samningamönnum að lík-
legt væri að línurnar
myndu skýrast eitthvað
um helgina.
Mbl. spurói Björn Jónsson for-
seta ASl hvort þeir hefðu lagt
fram gagntilboð við 3800 kr. boði
vinnuveitenda og Björn sagði:
„Við höfum ekki beinlínis gert
það, en vió höfum lagt fram
vinnuplagg, sem við teljum að
ætti að geta auðveldaó að taka
ákvörðun um upphæðina og ger-
um þar m.a. ráð fyrir að ekki
verði breytt hlutföllum milli dag-
vinnu, eftirvinnu og nætur-
vinnu." Aðspurður um horfurnar
sagði Björn: „Það er mjög óráðið,
en vió höfum enga hreyfingu
fundið inn fyrir okkar dyrastaf
frá því að vinnuveitendur héldu
sinn stóra fund á fimmtudag. Við
erum nú að athuga tæknileg
atriði, annað er ekki í gangi.“
Ólafur Jónsson framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambandsins
sagði: „Ég vil helzt sem minnst
um þessi mál segja, þau eru nú í
höndum sáttasemjara, sem stjórn-
ar vinnubrögðunum. Tilboðið,
sem við gerðum á sínum tíma, var
þá okkar lokatilboð og á því hefur
engin breyting orðið. Það mið-
aðist m.a. við að kauphækkunin
kæmi einungis á dagvinnu, þar
sem það var skoðun okkar manna
að bæta dagvinnulaunin betur, en
láta ekki hækkun koma á eftir-
vinnu og næturvinnu. Um
horfurnar er ekki gott að segja,
þær eru óvissar, en ég held þó að
línurnar skýrist yfir helgina."
Torfi Hjartarson sáttasemjari
nefndunum í gærmorgun.
LJósm. OI.K.IH.
á fundi með samninga-
Loðnan gefur
sig aðeins
yfir dagtúnann
FRÁ ÞVl í fyrrakvöld og fram til
hádegis f gær var loðnuveiðin
frekar lítil, en það sem fékkst
fengu bátarnir að mestu í Faxa-
flóa. Þegar loðnan er komin þetta
vestarlega, og jafnvel búin að
hrygna, hagar hún sér þannig að
hún veiðist mest á daginn, öfugt
við það sem er fyrri hluta vertfð-
Fimmtán skip höfðu þó
tilkynnt um afla um hádegi f gær,
en þá var farið að bræla á ný á
miðunum, alls voru skipin með
um 3000 lestir. Skipin, sem til-
kynntu um afla, voru þessi:
Hilmir 270 lestir, Sigurður 400,
Reykjaborg 250, Gullberg 150,
Halkion 180, Olafur Magnússon
80, Börkur 400, Sæberg 120,
Heimir 220, Harpa 200, Sveinn
Sveinbjörnsson 150, Sigurbjörg
200, Vonin 130 og Faxaborg 260.
Nýir sölusamningar á saltfiski við Portúgal og Spán:
þeim allt að 24 þús-
verði
Seljum
una tonn á hagstæðu
TVEIR forráðamenn Sölusambands fsl. fiskframleiðenda, þeir Tómas
Þorvaldsson, stjórnarformaður, og Helgi Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri, eru nýkomnir úr söluferð um Pfreneaskaga, þar sem þeir gengu
formlega frá sölu á um 24 þúsund tonnum af saltfiski til Portúgal og
Spánar og er þá miðað við að samningarnir verði fullnýttir. Sérstak-
lega er sölusamningurinn við Portúgal mikilvægur, því að þar getur
orðið um að ræða allt að 18 þúsund tonna útflutning. Landið er þannig
eitt helzta markaðsland okkar hvað saltfiskútflutninn snertir og
raunar einnig mjög mikilvægt þegar litið er á heildarútflutninginn,
þvf að þangað fóru um 11% af öllum útflutningi landsins á sl. ári
samkvæmt hagtölum. Hins vegar hefur orðið stjórnarbreyting f land-
inu eins og öllum er kunnugt, og þess vegna ekki að undra þótt ýmsir
leiddu hugann að því hvort stjórnvöld f landinu kynnu að breyta
sfnum viðskiptaháttum.
Listaverk Sigurjóns Ólafsson-
ar, Móðir og barn, 72 sm á hæð,
skorið í tré. Sýnt á Chariotten-
borgarsýningunni 1944. Lista-
safn Islands keypti þessa
mynd fyrir fsl. kr. 150 þús.,
sem þykja mikil reyfarakaup.
Að sögn þeirra Tómasar og
Helga varð þess ekki vart. SÍF tók
strax upp þá stefnu að fara að öllu
með gát hvað þetta markaðsland
snerti, en fylgdist þó allan tímann
náið með þróun mála í Portúgal.
Voru aðstæóur metnar þannig, að
ekki væri ráðlegt að hefja sölu-
samninga í þessu markaðslandi
fyrr en síðustu dagana i febrúar
en að eigin ósk höfðu viðskipta-
aðilar SÍF í Portúgal komið
Reyfarakaup á ís-
lenzkum listaverkum
Listasafn íslands keypti styttu Sigurjóns
Kaupmannahöfn 14. marz.
Frá Braga Kristjónssyni.
LISTAVERKAUPPBOÐ Arne
Bruun-Rasmussen í Breiðgötu í
Kaupmannahöfn hélt í gær
alþjóðlegt uppboð á lista-
verkum.
Listaverkasalar frá New
York, London, París og Róm
komu til uppboðsins. Verð voru
mjög misjöfn. Þó var það mál
manna, að verðin hefðu yfir-
leitt verið mjög hagstæð. Verk
eftir hin þekktari „nöfn“ fóru
þó á svipuðu verði og venja er.
George Braque fór á ísi. kr.
40—800 þúsund, Chagall á
400—500 þúsund, standlampi
eftir Alberto Giacometti á 500
þúsund, graflist eftir Picasso á
100—800 þúsund og svo mætti
lengi telja.
Meðal þessara alþjóðlegu
listaverka voru þrjú íslenzk:
Olíumálverk eftir Júlíönu
Sveinsdóttur af 'Herðubreið,
54x65 sm, seldist mjög ódýrt
eða sem næst ísl. kr. 120
þúsund. Olíumálverk Gunn-
laugs Blöndals, Gladíólur í
vasa, 61,5x46 sm, ekki meðal
bestu verka málarans, seldist
fyrir um 300 þúsund krónur og
þótti það ekki dýrt. Bæði þessi
listaverk höfnuðu hjá dönskum
listaverkasöfnum, sem i seinni
tíð hafa lagt sig allmikið eftir
íslenzkum málverkum og lista-
verkum hér í Kaupmannahöfn.
Listasafn íslands bauð í verk
Sigurjóns Ölafssonar, Móðir og
barn, unnið í tré, áður sýnt á
Charlottenborgarsýningunni
1944. Var listaverkið fyrir
uppboðið metið á sem næst 200
þús. krónur, en seldist fyrir
mun minna eða sem næst 150
þúsund. Hreppti Listasafn ís-
lands það fyrir það verð. Þykja
það mikil reyfarakaup.
Listfræðingur frá Ríkislista-
safni Dana, sem voru viðstaddir
uppboðið, höfðu orðið mjög
hrifnir af íslenzku listaverkun-
um, einkum mynd Sigurjóns,
en höfðu að þessu sinni ekki
heimiid til að bjóða í þau.
Sögðu þeir, að næst, þegar góð
íslenzk listaverk yrðu til sölu á
uppboðinu, myndu þeir samt
ekki sitja hjá eins og nú.
hingað til lands fyrri part janúar
og verið hér á landi í nokkra daga
til viðræðna. Sagði Tómas að
niðurstaóa þeirra viðræðna hefði
m.a. orðið sú að biða átekta þar til
seinnipartinn í febrúar, þrátt
fyrir þrýsting hér heima fyrir um
að hefja samningsumleitanir fyrr.
Þeir Tómas og Helgi héldu utan
hinn 26. febrúar sl. og voru þeir
tæpan hálfan mánuð i þessum
tveimur löndum — Portúgal og
Spáni. Tómas og Helgi sögðu um
ástandið i Portúgal, að þeir hefðu
ekki orðið varir við neina breyt-
ingu á ytra borðinu nema hvað nú
mátti sjá áróðursplaköt frá stjórn-
málaflokkunum, sem ekki sáust
áður. Að öðru leyti kváðust þeir
ekki hafa orðið varir við annað en
að allt gengi þar sinn vanagang.
Að þessu sinni fóru samningavið-
ræðurnar fram við ríkisfyrirtæk-
ið Reguladora, sem nú annast
allan innflutning á saltfiski.
„Þetta fyrirtæki hefur raunar oft
áður farið með innflutning á salt-
fiski eða alveg fram til 1968 að
hann var gefinn að nokkru leyti
frjáls en engu að síður hefur
þetta fyrirtæki jafnan haft með
veitingu innflutningsleyfa að
gera,“ sagði Tómas.
Hið portúgalska fyrirtæki hefur
að sögn þeirra forráðamanna SÍF
látið þá ósk uppi að sem minnst
verði látið uppi um þessa
samninga fyrst um sinn, enda
standi fyrir dyrum ýmsar skipu-
lagsbreytingar á þessu sviði inn-
flutningsins. Þeir Tómas og Helgi
kváðust þó geta upplýst, að í þess-
ari ferð hefði verið gerður sölu-
samningur um 16000 tonn af
blautsöltuðum þorski og 500 tonn
af öðrum tegundum saltfisks en í
samkomulaginu væru ákvæói sem
gerðu það að verkum að út-
flutningsmagnið gæti hækkað
upp í allt að 18 þúsund tonn.
Sölusambandið hefur hins vegar í
hendi sér afhendingu á hluta
þessa heildarmagns. Kom mjög
fram i viðræðunum, að sögn
þeirra SÍF-manna, að forráða-
menn I Portúgal hygðust draga
verulega úr innflutningi á
þurrkuðum fiski.
Að loknum samningum i
Portúgal héldu þeír tvímenning-
arnir til Spánar og hittu þar
helztu viðskiptaaðila SÍF. Þar
höfðu einnig verió blikur á lofti
varðandi markaðinn nú upp úr
áramótum og jafnvel horfur á að
loka yrði algjörlega fyrir inn-
flutning á saltfiski.
Astæðurnar eru þær, að
spænskir útgerðarmenn hafa lagt
fast að stjórnvöldum að loka fyr-
ir innflutning á sjávarafurðum
þar eð þeir hafa sjálfir setið
uppi með töluvert af birgðum.
Meðan þessu fór fram
tóku spænsk stjónvöld t i draga
veitingu innflutn' gsleifa.
Þar eð SÍF hafði • kið þá
ákvörðun að bíða einnig átekta
hvað snerti samninga vió þetta
markaðsland bitnaði þessi dráttur
ekki á því og samningunum nú á
Spáni lyktaði með því aó SÍF
gerði sölusamning og ekki talin
ástæða til að óttast hömlur á veit-
ingu innflutningsleyfa. Hins veg-
ar hefur verið settur sérstakur
skattur á innflutninginn eða sem
svarar 5 pesetum á hvert kíló salt-
fisks og er þetta gert til að styðja
við bakið á spænsku útgerðinni. I
sölusamningnum eru einnig
ákvæói um að spænsk stjórnvöld
geti breytt þessu fyrirkomulagi
án fyrirvara. Heildarmagn þessa
samnings er 6 þúsund tonn af
blautsöltuðum fiski og er þaó
aukning um 1000 tonn frá þvi í
fyrra.
Að sögn Tómasar og Helga fela
þessir tveir samningar í sér að
útflutningurinn til þessara mark-
Framhald á bls. 47.
sjCtJð&oIl
LESBÓK Morgunblaðsins kemur
ekki út um þessa helgi né næstu
helgar vegna pappírsskorts,