Morgunblaðið - 11.05.1975, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAI 1975
Aslauí; og Alan um svipað lcyti og
þau gengu í hjónaband.
Hélthann œtti að
fara til Egyptalands
— var sendur til Islands
Rætt við dr. Alan Boucher, sem kom hingað hermaður snemmsumars 1940
Iljónin Aslaug og Alan Boucher. Myndin var tekin á heimili þeirra I
Keykjavik nú í vikunni.
Dr. Alan Boucher var í hópi
bre/kra hcrmanna, sem komu IiI
Islands snemmsumars 1940.
Ilann var þá 22ja ára gamall,
hafði iokið B.A. prófi l'rá
Uambridgo og sfðan ger/.t at-
vinnuhcrmaður. Hann hafði áður
verið um hrið i Krakklandi, en
síðan hárusl honum hoð um að
liunn yrði sendur til nýs staðar.
Taldi hann í l'yrstu, að a-tlunin
\a-ri að senda sig til Kgyplalands
og það \ar ekki l'yrr en licrliðið
\ar komið um horð í skip og lagt
hafði verið úr höfn, að greint var
frá því að Island va-ri ákvörð-
unarslaðurinn. Alan Boueher
dvaldi hér í la p tvö ár og kva-nt-
ist íslenzkri konu, Aslaugu
Þórarinsdóttur. I*au hjuggu sfðan
i Kiiglandi i tutlugu og tvö ár,
Boucher lauk magisterprófi og
(ók síðan doktorsgráðu með
litgerð um Ilalllreð vandra-ða-
skáld, að hvatningu Sigurðar
Nordals pról'essors og undir
handleiðslu hans. Ilann skrif-
aði ha-kur fyrir hörn og unglinga
og vann i miirg ár hjá BBU og sá
um að vclja þa-lti i skólaútscnd-
ingar. I*au hjónin flutlust alkom-
iii lil Islands árið 1904 og hcfur
Boucher siðustu árin verið
prófessor i heinispekideild Ilá-
skóla Islands. Auk þess hcfur
hann uiinið að þýðingum ís-
len/kra verka, rilgerða og greina
og lexta á ensku.
Um komu sina IiI lslands segir
Alan Bouclu-r:
— Isk-ndingar spyrja enn,
hvaða hugmyndir við bre/ku her-
mennirnir hölum haft um Island,
áður en við komum hingað og
hvernig veruleikinn liafi verkað á
okkur. Eg held að lslendingar séu
svolitið viðkvæmir fyrir áliti út-
lendinga á landinu og niér finnst
það skiljanlegt, þegar litið er á
l'ávizkuna, sem alls staðar rikir í
þeim efnum. En spurningunni er
ekki auðvelt að svara, þar sem
hermenn eru menn, eins og aðrir,
ekki ailir eins, þótt þeir séu eins
klæddir.
„Þvir t*ru ukki t*ins
«{> útli*ndingar‘‘
Um Islendinga sagði einn her-
manna við mig: „Þeir eru alls
ekki eins og útlendingar." Og
þetta er mikið hrós frá Englend-
ingí. En fyrir mig að minnsta
kosti var þessí Islandsferð ævin-
týraleg. Einn eftiriætishöíunda
minna. þegar ég var strákur, var
VVilliam Morris, sem kom tvivegis
til lslands og þýddi margt úr forn-
sögunum. Eg var cinnig búinn að
ákveða að ferðast til Islands,
hafði iengi langað á norðlægar
slóðir. Og þarna var ég nú á leið-
inni á kostnað hans konunglegu
hátignar. Þaö var dásamlegt
veður, sólskín og loftið var tært
og sjórinn spegilsléttur. l>að var
ekki margt fólk á ferli, þegar víð
gengunt á land og gegnum bæinn.
Aðrir hermenn voru enda komnir
á undan. Mér sýndist þetta vera
litill og skemmtilegur bær — þad
voru þá ekki nema 40 þús. íbúar i
Reykjavík — og hann var bæði
litlagur og hreinlegur i santan-
burði við reyksvartar borgir Bret-
lands. Við vorum vist ófáir sem
lituðumst um með lorvitni um
leið og við gengum Aðalstrætið,
framhjá llótel Islandi og síðan
llerkastalanunt, heimkynnum
þess cina hers sem þekktist á Is-
landi frá dögum Jörundar. Siðan
upp Suðurgötu og til tjaldstæð-
anna sem var búiö að reisa handa
okkur hjá loftskeytastöðinni.
I>egar tillu var komið fyrir, leng-
unt við íoringjarnir að fara út og
skoða bæinn, en það var brýnt
fyrir okkur aö vera alis staðar
með skammbyssur. Hvort það var
varúðarráðstöfun gegn þýzkri
árás eða tií að sýna Isiendingum
herafla okkar, veit ég ekki, enda
var reglan afnumin nokkru siðar.
Sljórn vió
loltvarnabyssur
á Áll tanusi
Nokkrum dögum seinna fórum
viö með loftvarnabyssurnar — en
verkefni mitt var stjórn þeirra —
út úr ba-num að Görðum á Alíta-
nesi, en ég sljúrnaði fjórunt
Skíðaa-fing í Artúni.
byssurn og hafði fimmtiu manna
fiokk nteð mér. Við vorum í tjöld-
um fram á haust og var fremur
votsamt og kuldalegt hjá okkur.
Seinna byggðum við bragga og
steyptum eldhús og þá leið okkur
betur. Eg var svolítið hreykinn af
eldhúsinu, því að þaó var fyrsta
húsasmiðin ntin og mun rneira að
segja standa enn og vera nú notaö
sem einhvers'konar geymsla.
Þennan vetur sátum við hjá
byssunum og biðunt. Til að
blekkja þýzku flugvélarnar, ef
þær gerðu árás, vorunt við með
gervibyssur úr tré skammt frá.
En aðeins voru farin íáein njósna-
flug hingaó frá Stavangri. Þessar
vélar kontu alltaf snemma ú
sunnudagsmorgnum, flugu dálitió
unt og fóru svo á braut. Þetla
hafði verið svo friðsamt, að við
ætluðum ekki að trúa okkar eigin
auguni í fyrsta skipti, þegar flug-
vél flaug úl úr morgunsólinni og
var með svarta krossa á vængj-
ununt. Við hleyptum úr byssun-
um og æsingurinn var svo mikill
hjá okkur, að við héldunt áfram
að skjóta þegar flugvélin var kom-
in iangt út í himinblámann, og
ntunaði engu að byssurnar skytu
hausana af okkur í stjórngryfj-
unum.
Fluttur í
adalbækistöóvarnar
vió Ártún
En sem tíniar líóu varð ég leið
ur á að sitja á kletti úti á Alfta-
nesi og biða eftir áætlunarflug-
vélununt frá Stavangri og hafði
sótt um að verða fluttur, einnig
vegna þess að mér samdi ekki alls
kostar við yfirmann minn. Eg var
nú fluttur til aðalbækistöðvanna
hjá Artúni við Elliðaár. Eg átti
að yera í upplýsingadeildinni og
voru þrir foríngjar og tveir is-
lenzkir túlkar þar, þeir Guðjón
heitinn bryti og Olafur Guttorms-
son. Við skiptumst á að vera á
vöktum allan sólarhringinn.
Höfðum vió samband við flugher-
inn og stiiðvar okkar út um allt
land.
Eina nótt i mai 1941 var ég á
vakt og kom þá skeyti um ferð
þýzka orrustuskipsins Bismark
vestur um haf. Þá varð nú heldur
betur handagangur i öskjunni! Eg
hringdi strax í flugherinn og
hann sendi Hudsonvél til leitar.
Skipið fannst og seinna varö
mikil sjóorrusta fyrir sunnan ís-
land, þar sem Bismark var sökkt
þann 27. mai.
Annars get ég ekki þótzt hafa
leikið stórt hlutverk á íslandi í
eílingu striðsins! Það var víst
ábyrgðarmikið starf, sem mér var
eitt sinn falið, þegar ég var send-
ur upp i refabú við Geitháls,
vegna heræfinga sem áttu að fara
fram i Mosíellssveit. Eg átti að
gæta þess að tóíurnar misstu ekki
fóstur sín, því að þá hefði herinn
orðið skaóabótaskyldur. Nú, ég
fór og nokkuð i ferðir með yfir-
iöringjunum, þegar þeir fóru aó
skoða herstöðvar og gæta öryggis
þeirra í árás, ef hún yrði geró.
Alan Boucher, Myndin var tekin
nokkru áður en hann kom til Is-
lands með hernámsliðinu.
Hvergi
andúóar vart
— Oft hefur verið minnzt á
andúð sent hafi gert vart við sig
hjá Islendingunt i garð hernánts-
liðsins. Varðstu oft var við það?
— Nei, ég minnist þess alls
ekki. Hins vegar kann að vera að
kona min hafi stundum fundið
til óþæginda að vera með
mér úti á götu, þegar ég var
í einkennisbúningi. Við höfó-
um kynnzt á dansleik á Hótel
Borg, skömmu eftir að ég
kom hingað. En mér fannst
það fólk sem ég kynntist hér sýna
okkur vinsemd í hvívetna. Og mér
leið ágætlega í aðalbækistöðv-
ununt. Mér fannst ég kominn í
annað andrúmsloft þar, svipað
eins og við háskólann. Hershöfð-
inginn okkar, Curtiss, var elsku-
legur maður. Hann var mikill
fuglafræðingur og hafði miklu
meiri áhuga á fuglaskoðun en
stríðsrekstri. Hann lagði mikið
kapp á að víð æfðum okkur á
skíðum. Einhver hafði komið
fram með þá hugmynd að við gæt-
um elt þýzka herinn á skiðum ef
hann gerði innrás! Í foringja-
mötuneytinu var oft gestkvæmt.
Þangað komu meðal annars Her-
mann Jónasson forsætisráðherra,
hertoginn af Gioucester, sem var
bróðir Bretakonungs, Eric
Linklater, sem var að semja bók
um herstöðvar í norðri. Og í ágúst
1941 kom Churchill hér vió.
Honum var boðið upp á te, en
hann kvaðst heldur vilja brenni-
vín.
Þegar ég var ekki á vakt eyddi
ég fristundum ýmist í göngu-
ferðir, eða var við silungsveiðar á
Elliðavatni. Og svo æfðum við
okkur á skautum á Stífilsdals-
vatni, að ógleymdum skiðaferðun-
um. Geta má þess að vetrarstriðs-
sérfræðingur var sendur hingað
frá London til að stofna vetrar-
stríðsskóla fyrir norðan og kenna
okkur að búa í tjaldi á jöklum og
margt annað, en þvi miður fékk
hann kuldabólgu og varð að
leggjast á spítala...
Hermenn kvarta
hvar sem þeir eru...
— Oft hefur heyrzt að mikil
leiðindi og óánægja hafi verið
meðal hermanna i Islandsdvöl.
— Það voru vissulega ekki allir
sem höfðu gaman af að vera hér.
En hermenn kvarta alltaf hvar
sem þeir eru: þeir vilja það eitt að
komast heim til sín. Auðvitaó var
margt fábrotnara hér en þeir áttu
að venjast og þeir höfðu ekki tök
á að nota sínar frístundir. Enda
voru fæstir þeirra atvinnuher-
menn og höfðu því aðra afstöðu.
Hvað sjálfan mig snertir voru
tilfinningar mínar öðruvisi, þar
sem ég var mjög hrifinn af Is-
landi og þótti leitt þegar mér var
skipað aó hverfa heim. Eg átti þá
aó fara til skóla upplýsingadeild-
ar hersins við Matlock og með því
að Bandaríkjamenn voru aó taka
við af okkur, virtust ekki líkur til
að ég kæmi aftur.
Þann 28. febrúar 1942 gengum
við Áslaug i hjónaband. Brúð-
kaupsveizlan var haldin i Iðnó.
Svaramaður okkar tók ágætar
ljósmyndir af því tilefni, en var
svolitið kenndur og gleymdi að
láta filmu i ntyndavélina. Næsta
dag fórum við hjónin svo um borð
i stórt herflutningaskip. Það var
ofsaveður og kafbátar á sveimi á
Atlantshafinu og við fórum
krókaleið og vorum tíu daga á leið
til Skotlands. Þegar þangað kom
var rigning og dimmviðri.
Þá voru enn óliðin þrjú ár
styrjaldarinnar. Þann tima var ég
við ýmis störf hjá hernum i Bret-
laridi, kona mín keyrði vörubíla
hjá hernum og var oft i miklu
meiri hættu en ég. En síóar átti ég
eftir að koma til Islands, var hér
tvo vetur við háskólann til undir-
búnings doktorsritgerðar minnar
og þar kom að síðar að við hjónin
fluttumst hingað alkomin með
börnum okkar þremur.