Morgunblaðið - 11.05.1975, Page 24

Morgunblaðið - 11.05.1975, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÍ), SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. horbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40,00 kr. eintakið Funcium hafréttarráó- stefnu Sameinuöu þjóðanna í Genf er nú lokið með þeim árangri, aó lagt hefur verið fram sameigin- legt frumvarp um alþjóð- legar hafréttarreglur. Hér er um aó ræða tillögur frá formönnum þriggja aðal- nefnda ráðstefnunnar, er fjalla um alþjóóahafsbotns- svæðió, lögsögu ríkja yfir landhelgi, efnahagslög- sögu, lögsögu yfir land- grunni og sundum og um vísindalegar rannsóknir og mengun. Hér er um mikils- verðan áfanga að ræða við mótun þjóðréttarreglna um þessi efni. Á hinn bóg- inn verður aó hafa í huga, aó engar ákvarðanir hafa verið teknar um þessi efni og að þvi leyti hefur ráð- stefnan i Genf ekki borið þann árangur, sem bjart- sýnustu menn höfðu von- azt til. Ljóst er, að ráðstefnunni lýkur í fyrsta lagi á næsta ári og jafnvel ekki fyrr en 1977. En þrátt fyrir það, að mál hafa þokazt hægar fram en vonir stóóu til hef ur íramvinda mála á ráó- stefnunni verió okkur hag- stæð. 1 því sameiginlega frumvarpi, sem lagt hefur verið fram, felast mikil- vægar réttarbætur að því er varðar efnahagslögsög- una. Þannig er gert ráð fyrir því, að strandríki megi upp á eigin spýtur ákveða efnahagslögsögu sína allt að 200 sjómílum frá grunnlínum. Þá er lagt til, að hvert strandríki ákveði sjálft leyfilegan há- marksafla innan efnahags- lögsögunnar og það ákveði einnig getu sina til þess að hagnýta aflann. Þetta eru þau tvö atriði, sem Islend- ingar hafa frá öndverðu lagt höfuóáherzlu á aó knýja fram. Hans G. Andersen, for- maður íslenzku sendi- nefndarinnar á hafréttar- ráðstefnunni sem hefur unnið ómetanlegt starf fyr- ir ísland á þessari ráð- stefnu segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að sú staðreynd, að þessi tvö meginsjónarmið séu í frumvarpinu, verði að telj- ast ómetanlegur árangur og mikilsverður í hafrétt- armálum og þá ekki sízt fyrir okkur Islendinga. Það er einnig mat Hans G. And- ersens, að ólíklegt verði að teljast, að þessi atriði falli niður í meðferð ráðstefn- unnar úr þvi sem komið er. Af þessu má ráða, að störf ráðstefnunnar hafa engan veginn verió árangurslaus. Engum vafa er undirorpið eftir þennan Genfarfund, að við höfum aldrei staðið jafn vel aö vígi við út- færslu landhelginnar eins og einmitt nú. A hinn bóg- inn verðum við að gera okkur ljóst, að þess er ekki að vænta að við getum fært landhelgina út i 200 sjómíl- ur átakalaust meðan ekki hefur verið gert bindandi alþjóðlegt samkomulag um hafréttarmálin. Ljóst er, að sókn útlend- inga á fiskimiðin hér við land hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en nú. Hlutdeild Islendinga í heildaraflanum hér við land hefur ekki aukizt að neinu marki á undanförn- um árum og nú eru horfur á, aó þorskaflinn hér við land verði 20 þúsund lest- um minni en i fyrra. Það er þvi komið að því að vió verðum að færa fiskveiði landhelgina út í 200 sjómil- ur. Matthias Bjarna- son sjávarútvegsráðherra sagði í ræóu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir viku, að ríkisstjórnin myndi færa fiskveiðilög- söguna út í 200 milur á þessu ári, hvað sem haf- réttar ráðstefnunni liði. Ráðherrann lagði hins veg- ar áherzlu á, að þjóðin yrói að vera undir það búin að hagnýta landhelgina á þann hátt, að hún hlyti af þvi fulla sæmd. Matthías Bjarnason sagði að íslenzka ríkisstjórnin heföi lýst yfir því, að hún vildi taka upp viðræður við önnur ríki um viðurkenn- ingu á 200 mílna efnahags- lögsögu við Island. Ráð- herrann sagði hins vegar, að á móti yrðum við að vera reiðubúin til þess að semja til skamms tíma um takmörkuð veiðiréttindi Mikilsverðum áfanga náð í hafréttarmálum annarra þjóða innan fisk- veiðilandhelginnar. Matt- hías Bjarnason lagði enn- fremur áherzlu á, að í slík- um samningum yrði að minnka hámarksafla er- lendra þjóða hér við land stórlega frá því sem kveðið er á í gildandi samningum við einstakar þjóðir. Af þessum yfirlýsingum má ráða, að framundan eru mikil og erfið verkefni. 1 fyrsta lagi verður innan skamms tíma að taka ákvörðun um útfærslu í 200 sjómílur og í öðru lagi að tryggja meö samningum verulega minnkun á afla erlendra þjóða hér við land. Hverjum manni má ljóst vera, að fullur sigur vinnst því aðeins að ein- huga þjóð fylgi málum fram. Þar sem ekki náðist bind- andi samkomulag á Genfar- fundinum nú, verða Islend- ingar að taka einhliða ákvöröun um útfærslu. I þessu sambandi er vert að hafa í huga, að í Genf var engin samþykkt gerð um bann við einhliða útfærslu eins og ýmsir óttuðust aö vera myndi, og forseti tók sérstaklega fram að hann tæki ekki undir áskorun landluktra ríkja um þetta efni. Þessi málalyktir á Genfarráðstefnunni styrkja því enn aðstöðu okkar við einhliða út- færslu. Þaó sem mestu máli skiptir er sú stað- reynd, að við stígum nú lokaskrefið í baráttunni fyrir yfirráðum yfir fiski- miðum landgrunnsins á sama tíma og hillir undir alþjóðlega viókenningu á slíkri lögsögu strandríkja. Áð loknum landsfundi Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins um síðustu helgi var hinn ánægjulegasti. Mikill samhugur ríkti um kjör formanns og vara- formanns flokksins, og voru þeir báóir kjörnir með öllum þorra at- kvæða. Við kosningu miðstjórnar skiptust atkvæði hins vegar meir eins og ætíð er, þvi að margir eru þá í framboði, kjördæmin leitast við að fá menn kjörna, ungir menn, konur o.s.frv. Vill þá stundum svo fara, að reynt er að ná samstöðu milli mismunandi hópa og útkoman kann að verða nokkuð tilviljanakennd. Við þessu er raunar ekkert að segja. Fulltrúar á landsfundi eru þang- að komnir m.a. til að velja mið- stjórnarmenn, og hver og einn er frjáls að því að greiða þeim mönn- um atkvæði, sem hann kýs. Mann- valið er lika mikið, enda mundu flestir þeir, sem landsfund sækja, vel sóma sér i miðstjórn. Þá var einnig full samstaða um afgreiðslu stjórnmálaályktunar, þótt áður hefðu farið fram um hana miklar umræður, bæði á landsfundinum sjálfum, i stjórn- málanefnd og hinum ýmsu starfs- nefndum, sem settu fram athuga- semdir og breytingartillögur. Að vísu var talsvert vandaverk að samræma sjónarmiðin, þótt í grundvallaratriðum væru menn sammála. En við gerð ályktunar- innar nutu menn forustu Jónasar H. Haralz bankastjóra, sem var formaður stjórnmálanefndar og framsögumaður hennar. Og svo vel tókst til eins og áður segir, að endanleg gerð ályktunarinnar var samþykkt meó öllum greiddum atkvæðum. Að því var stefnt, að hafa stjórnmálaályktunina, sem stytzta og gagnorðasta. En samt sem áður er hér um að ræða hina merkustu ályktun, og skulu nokkrir þættir hennar ræddir hér á eftir. Grunntónn ályktunarinnar Grunntónn stjórnmálaályktun- ar landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins er sá, að nú um sinn verði að leggja megináherzluna á að treysta efnahag landsins og leggja hornsteininn að framtíðarbygg- ingunni. „Það, sem nú skiptir máli, er að styrkja þann grundvöll, sem vei- megun og öryggi þjóðarinnar hvílir á, starfsemi atvinnulífsins og traust í viðskiptum við aðrar þjóðir. Fyrir þessu meginmark- miði hljóta önnur sjónarmið að víkja um sinn,“ segir í ályktun- inni. Kannski er þetta ekkert til- takanlega frumlegt, en staðreynd er það samt, að efnahagslíf þjóð- arinnar er svo grátt leikið vegna glundroðans, sem ríkjandi hefur verið síðustu árin, að hreinn voði er framundan, ef nú tekst ekki að treysta efnahagslífið á þann veg, sem ríkisstjórnin og stuðnings- flokkar hennar keppa að. Og landsfundurinn ályktar, að alls ekki megi slaka á stjórn efnahags- málanna, heldur verði að beita fyllsta aðhaldi á meðan verið er að draga úr verðbólgunni og leggja grundvöllinn að nýrri framfararsókn. Frjálst hagkerfi Þá leggur landsfundurinn mikla áherzlu á að kostir frjáls markaðskerfis og einkaframtaks verði hagnýttir til að ná ýtrustu hagkvæmni. „Heilbrigt einka- og félagsframtak verður að fá aó njóta sín og stuðla verður að al- mennri þátttöku í atvinnurekstri, ekkí sízt í nýjum atvinnugrein- um.“ Þessari nýskipan atvinnulífsins á að ná m.a. með endurskoðun laga um hlutafélög og samvinnu- félög og heilbrigðari reglum um skattlagningu hlutafjáreignar og arðs af henni, með starfrækslu heilbrigðs fjármagnsmarkaðar og afnámi úreltra álagningarreglna ásamt frelsi í innflutnings- og gjaldeyrismálum. Sjálfstæðisflokkurinn er and- vígur útþenslu rikisbáknsins og vill stemma stigu við því. Hann leggur meginkapp á frjálsræði i atvinnulifinu og heilbrigða sam- keppni, en sú leið ein getur tryggt hag neytenda og öruggar fram- farir, þar sem vinnuafl og fjár- magn er hagnýtt til að bæta kjör þjóðarheildarinnar og einstakl- inga. Sjálfstæðismenn vilja dreifa hinu efnahagslega valdi, þeir gera sér Ijósa grein fyrir hættunni, sem því er samfara, að pólitískt vald og fjármálalegt sé allt á sömu hendi. Þess vegna leggja þeir meginkapp á félags- rekstur og einkarekstur og vilja, að sem allra flestir landsmenn séu þátttakendur í honum. í sam- ræmi við þá stefnu lýsti Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra því yfir, að athuga bæri um eignar- aðild almennings að stórfyrir- tækjum. Sú stefna er raunar þekkt i öðrum löndum, að ríkið losi sig við atvinnurekstur. Þannig var t.d. í Vestur- Þýzkalandi stofnað almennings- hlutafélag um Volkswagenverk- smiöjurnar eftir styrjöldina og um mikinn stálhring og fleiri fyr- irtæki. I Israel hefur einnig verið tíðkað, að ríkið kæmi fyrirtækj- um á fót, en losaði sig siðan við þau með því að selja þau einstakl- ingum. Er vissulega timabært, að Islendingar stefni inn á þessa braut. Utanríkis- og varnarmál I utanríkis- og varnarmálum rikti full eindrægni á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Allir voru um þaó sammála, að öryggi landsins yrði að tryggja með aðild að Atlantshafsbandalaginu og varn- arsamningi við Bandaríkin, og ætið yrði að gæta þess, að vörnum landsins væri hagað í samræmi við ytri aðstæður. Athygli er vak- in á auknu hernaðarlegu mikil- vægi hafsvæðanna umhverfis landið og ályktað, að við verðum „að vera á verði gagnvart öllum þvingunum og hótunum erlendra ríkja, hvort sem þær birtast í orðum og áróóri eða með öðrum hætti, svo sem auknum umsvifum í lofti og á höfunum í kringum landið.“ Hér er talað tæpitungulaust um það, að við Islendingar verðum að halda vöku okkar. Þvi miður er það staðreynd, að Rússar leggja nú meginkapp á að efla úthafs- flota sinn í Norðurhöfum, og öll- um er ljóst, að meginmarkmið þeirra er að koma Norðurlöndun- um á sitt áhrifasvæði. Þeim hefur þegar tekizt að ná þeim tökum á Finnlandi að naumast er unnt að tala um óskorað frelsi þeirrar þjóðar, því að ráðamenn verða að bera margháttaðar mikilvægar ákvarðanir undir rússneska valdhafa, og svo rammt kveður að íhlutuninni, að útgáfa bóka og sýning kvikmynda er bönnuð í Finnlandi, ef talið er að ráða- menn í Kreml geti móðgazt. Siðasta dæmið um þrýsting

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.