Morgunblaðið - 11.05.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAl 1975
31
hentar mér vel, mér finnst það
spennandi. Ég vinn myndirnar í
kopar og zink. Þar næ ég beztum
árangri. En slíkt er auðvitað alltaf
persónubundið. Einn kostur við
grafik er sá, að hún nær til miklu
stærri hóps áhorfenda en önnur
myndlistarverk. Hver mynd er
gerð í mörgum eintökum. Þess
vegna er hægt að sýna sama
verkið samtímis á mörgum stöð-
um. Eg t.d. sýni um þessar mund-
ir sömu myndirnar í Júgóslavíu,
Finnlandi, Noregi, Danmörku og
á Islandi.
Björg: Ég sýni grafikmyndir á
sömu stöðum, að Júgóslavíu
undanskilinni, en til viðbótar á ég
myndir á sýningum i New York
og Miami. Raunar er ég að fara út
til New York núna, þar sem ég á
myndir á sýningu, sem er að opna.
Ragnheiður: Það er mjög erfitt
fyrir Islendinga að sýna málverk
og höggmyndir erlendis vegna
flutningskostnaðar og dýrra
trygginga. Grafik má sendi milli
landa með litlum tilkostnaði. Með
þátttöku i slíkum sýningum erum
við komin i samband við aðila
viðsvegar í heiminum. Ein sýning
Björg segist ekki geta gert upp á milli listgreina. Hér er hún með eitt
verka sinna, þar sem hún notar blandaða tækni til að ná fram
sérkennilegri speglun.
FJÁRFESTING -
ENDURMAT
Á bak við hverja SELKÓ hurð er 25 ára reynsla
í smíði spónlagðra innihurða. Skipulögð fram-
leiðsla SELKÓ innihurða hófst hjá Sigurði Elías-
syni h. f. fyrir 15 árum. í ár fögnum við því tvö-
földum áfanga í hurðasmíði.
Einkunnarorð framleiðslunnar hafa ætið verið
hin sömu: Vönduð smíði, góður frágangur og
fallegt útlit. Enda hafa SELKÓ hurðir fyllilega
staðizt erlenda samkeppni um árabil.
Þess vegna er það mjög algengt að þeir, sem
vilja endurnýja útlit eldra húsnæðis með t. d.
tvöföldu gleri, nýjum húsgögnum, og fallegum
teppum, fjárfesti einnig í nýjum SELKÓ inni-
hurðum.
SELKÓ innihurðir gefa heimilinu traustan og
áferðarfallegan svip, samræma heildarútlit hús-
næðisins við nýja búslóð, og hækka verðmæti
íbúðarinnar, þegar meta þarf til skipta eða end-
ursölu.
Þér tryggið útlit og verðmæti íbúðarinnar með
SELKÓ innihurðum.
SELKÖ INNIHURÐIR — GÆÐI i FYRIRRÚMI
SIGURÐUR
ELÍASSON HF.
AUÐBREKKU 52,
KÓPAVOGI, SÍMI 41380
heiminum, sé vissum skilyrðum
fullnægt. En staðir, sem eru
auðugir að heimslistinni og þar
sem gróska er í listalifinu, geta
verkað sem aflgjafar eða hvatar
fyrir listamenn. Hér heima sjáum
við lítið annað en íslenzka list.
Síðan Norræna húsið kom til, hef-
ur þó norrænum sýningum hér
fjölgað.
Björg: Já, Norræna húsið hefur
gert okkur mjög gott með því að
færa okkur norrænar sýningar.
Það er mikils virði. Við mynd-
listarmenn höfðum einmitt
bundið vonir við Kjarvalsstaði, að
þar yrði regluleg menningarmið-
stöð, þar sem alltaf væri eitthvað
forvitnilegt að gerast. Þar er
grundvöllur til að kynna jafnt er-
Ienda sem innlenda list. Við erum
þvi ákaflega vonsvikin og sár yfir
því hvernig komið er og að lista-
mönnum skuli ekki vera treyst til
að hafa þar forustu og ráð.
Sumir segja að listamenn fari
utan til að sækja sér ákveðna
listastefnu, til að vinna i. Er ein
hver ákveðin listastefna efst á
baugi nú? Viðmælendum Mbl.
kemur saman um að breiddin sé
ákaflega mikil I listum. Og þar
með frelsið til að tjá sig eftir eigin
geðþótta. Urlausn hvers viðfangs-
efnis sé það sem máli skiptir,
enda sé listastefnum gefið nöfn
eftir að þær hafa orðið til. Eng-
innn listamaður segir t.d. ,,nú
ætla ég að mála í þessum stil eða
hinum.“ Það koma til persónuleg
viðhorf hvers og eins.
Grafikalda virðst ganga yfir Is-
land, og er ekki vonum fyrr. Hér
koma nú upp bæði íslenzkar óg
erlendar grafiksýningar. Hvernig
ætli að standi á þessu? Ætli það
geti ekki verið fyrir áhrif frá
félaginu Islenzk grafik, sem hér
hefur starfað í 6 ár og gengist
fyrir 4 stórum sýningum, þ.e. Is-
lenzkri sýningu í Unuhúsi 1970,
alþjóðlegri sýningu frá Atelíer 17
í París i Norræna húsinu 1971,
norrænni sýningu á Listahátið
1972 og samsýningu í Norræna hús
inu fyrir 2—3 vikum. Hún fékk
mjög góðar móttökur og raunar
hefur fólk verið að átta sig betur
á þessari listgrein, bæði hér og úti
á landi. Fyrsta sýning félagsins
var send út á land. Nú hefur því
verið boðið að senda sýningu víðs-
vegar um landið.Ragnheiður fæst
eingöngu við þessa listgrein. Við
spyrjum hana hvers vegna?
Ragnheiður: Það er rétt, ég
vinn eingöngu við grafik. Það
Þorbjörg vinnur að stóru málverki heima hjá sér. Slíkar mynair er
erfiðara að fara með milli landa á sýningar.
leiðir af sér margar aðrar. Þarna
gefast tækifæri til að vera með, og
að kynnast verkum listamanna
frá fjarlægum heimshornum.
Fyrir nokkrum vikum voru hér
t.d. grafiksýningar frá Frakk-
landi, Bandaríkjunum,
Sovétríkjunum og Kína.
Þorbjörg: Ég er sammála því,
sem hér hefur verið sagt um
grafikina. Ég er líka með grafik-
myndir á sýningunni í Bergen.
Annars hefi ég lítið unnið að
grafik. Aðstæður eru slæmar. Eg
verð að vinna í verkstæðinu i
Handiðaskólanum, svo þetta verð-
ur meira ígripavinna. Eg er þvi
mest við að mála. En það verður
óhjákvæmilega minni hreyfing á
málverkunum hjá manni. Ekki er
svo auðveldlega hlaupið með þau
milli landa. Erlendis hefi ég því
mest sýnt teikningar, grafik-
myndir, upplimingar (collage) og
þess háttar. 1 fyrra var ég með
slíkt a samsýningu SUM, sem fór
um Norðurlönd, en ég hefi starfað
með SUM í nokkur ár. Og ég ætla
einmitt að fara að sýna á samsýn-
ingu þeirra samtaka. I þeim verk-
um verður beitt blandaðri tækni
— klippt og teiknað.
Björg: Ég vinn jöfnum höndum
að málverkum og grafikmyndum.
Og ég hefi mikla nautn af þvi að
fást við stóran myndflöt, eins og
málverkið hefur upp á að bjóða.
Ég get ekki gert upp á milli
þessara tveggja greina. Hvor um
sig hefur sína möguleika.
Þorbjörg: Ég held að kannski sé
kominn timi til að halda lika á
loft teikningum. Hingað til hefur
teikningum verið litill sómi sýnd-
ur, málverkin tekin fram yfir. Þar
er ég hrædd um að komi inn fjár-
festingarhugarfarið, að meta
mest það sem dýrast er. En aðal-
atriðið er að verkið sé gott. Ég
held þó að þetta sé nokkuð að
breytast. Nú er greinilega að
vakna mikill áhugi á grafik og
teikningum. Og nú hefi ég hugsað
mér að nota hluta af launaða
starfstimanum til að koma upp
sérstakri teiknisýningu. Ég ætla
að mála og teikna í þessa átta
mánuði og stefni að málverkasýn-
ingu, þegar þessum starfstima er
lokið. En hefi hugsað mér að hafa
teiknisýningu einhvers staðar inn
i milli.
Þeir sem fást við slíkar list-
greinar, sem þessar þrjár lista-
konur, verða að hafa nokkuð
rnikið umleikis og hafa vinnuað-
stöðu. Við forvitnumst um hvern-
ig þær standi að þvi. Það kemur í
ljós að tvær þeirra halda heimili,
Ragnheiður stórt heimili með 5
börnum, en Þorbjörg, sem er laus
og liðug eins og sagt er, bætir á
sig verkefnum sem bjóðast, eins
og t.d. við bókaskreytingar, upp-
færslur hjá Þjóðleikhúsinu, vegg-
skreytingar o.fl.
Björg: Hér er vöntun á sér-
hönnuðum vinnustofum. Flestir
listamenn verða að notast við al-
mennt ibúðarhúsnæði með venju-
legri lofthæð og oft ófullkomnum
birtuskilyrðum. Sjálf hefi ég
vinnuaðstöðu fyrir grafik heima.
Ragnheiður: Eg hefi líka rúm-
góða vinnustofu heima, með
pressu, sýrubökkum og tilheyr-
andi tækjum og verkfærum, sem
nauðsynleg eru til að vinna með
við málmætingar. Það hefur ýmsa
kosti að hafa vinnustofuna innan
veggja heimilisins. Timinn nýtist
betur. Heima er stundum sagt að
ég hafi heimilisstörfin sem tóm-
stundaiðju, en þetta bjargast allt
svo lengi sem ég blanda ekki sýr-
unni i súpuna.
— Þegar ég er að teikna á plöt-
ur, sem ég geri inni á heimilinu,
þá eru krakkarnir venjulega lika
allir komnir að borðinu með sina
vinnu, bætir Ragnheiður við, er
við spyrjum hvernig krakkarnir
falli inn í slíkt heimilishald. —
Þau vilja vera þar sem maður er
sjálfur. Það truflar mig ekkert.
Maður venst öllu. Og mér finnst
þau taka mikið tillit til min.
Það er sennilega mikið upp-
eldisatriði að börn venjist
snemma á að umgangast listir.
Þessu samsinna listakonurnar.
Þorbjörg: Ég hefi vinnustofu
heima og legg undir mig íbúðina,
eins og þær hinar. En ég er líka á
vinnustöðum úti, t.d. í Þjóðieik-
húsinu og við kennslu i Mynd-
listarskólanum við Freyjugötu.
Ekki fer á milli mála að viðmæl-
endur okkar eru mjög starfsamir
listamenn, enda hefur að undan-
förnu gefist kostur á að sjá margt
skemmtilegt eftir þessar þrjár
listakonur, auk þess sem verk
þeirra e’ru á sýningum viða er-
lendis. Og á svo vafalaust eftir að
verða í næstu framtið — E.Pá
á góða pressu og nauðsynlegt tæki
fyrir málmætingar. Það er mikill
kostur. Hins vegar mála ég i stof-
unni, sem er rúmgóð. Raunar er
heimilið ein allsherjar vinnu-
stofa, þar sem venjulegur hús-
búnaði er blandað saman við sér-
þarfir málarans.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU