Morgunblaðið - 11.05.1975, Side 34

Morgunblaðið - 11.05.1975, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAl 1975 Sumarbúðirnar í Skálholti. Nánari upplýsingar um flokkaskiptingu o.fl. veit- ir Aðalskrifstofan, KF’UM og K húsinu Amt- mannsstig 2B. Æskulýðsstarf Þjóð- kirkjunnar rekur fjórar sumarbúðir í sumar. í Skálholti er ágætis aðstaða til sumarbúða- reksturs. Þar er hægt að stunda alls konar íþróttir auk göngu- og skoðunar- ferða um nágrennið. Óþarft er að eyða mörg- um orðum í að kynna þennan sögufræga stað, en þar getur verið mjög fallegt. í Skálholti er hverjum söfnuði út- hlutað vissum tíma til að gefa börnum úr sömu sókn kost á að vera á sama tíma. Þar eru flokk- ar fyrir stelpur og stráka á aldrinum frá 7—12 ára. Hinar búðirnar eru að Vestmannsvatni í Aóal- dal, þar eru flokkar fyrir krakka á aldrinum 7—9, 10—13 og 14—16. Einnig eru sumarbúóir að Eiðum í S-Múlasýslu og Holti í Önundarfirði. Nánari upplýsinga er að leita hjá viðkomandi sóknarprestum, svo og skrifstofu Æskulýðsfull- trúa, Biskupsstofu, Klapparstíg 27. |krosseötur| Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason Merki Skógarmanna K.F.U.M. „Afram að markinu." Við lok skóla og komu sumars reikar hugur margra til sólar og sumarfrís. Marga for- eldra í þéttbýli fýsir að koma börnum sínum í sveit. Ekki er þess þó alltaf kostur og verður því að leita annarra ráða. Undanfarin sumur hafa verið reknar ýmsar sumarbúðir fyrir börn og svo vei ður einnig nú. Krossgötur langar að kynna lítillega sumar- búóir KFUM og K og Þjóðkirkjunnar. Sumarbúðir Til hvers ertu að fara þangað? er spurning sem krakkar sem dvelja i sumarbúðum eru spurð að. Þarna eru krakkarnir með jafnöldrum og jafn- vei vinum sínum og njóta sameiginlegs sumarfrís. Það getur verið gaman i stórum krakkahópi. Alltaf nógir til að leika sér við. Já, þaö er hægt að gera ýmislegt í sumar- búðum. Fara í boltaleiki, stunda frjálsar iþróttir, að ekki sé talað um gönguferöir upp á fjall, inn í dal, niður á sléttu, skoða fossa, tré og steina, að ógleymdu því að kom- ast í vatn, á eða læk. Er þetta allt sem gert er í sumarbúöum? Nei, þar er lika teflt, spilað, teiknaö og sungið ef verið er inni við. Svo er eitt sem ekki má gleyma i þessum sumar- búðum. Hvaö er það? Á hverjum morgni er biblíulestur, þar sem Biblían, orð Guðs, er kynnt og sagt frá frelsara mannanna Jesú Kristi. Krakkarnir læra einnig Merki æskuiýðsstarfs Þjóð- kirkjunnar. Gamli skálinn í Vatnaskógi. Skálinn f Vindáshlfð. ýmsa söngva. Á kvöldin eftir kvöldvöku er svo endað með hugleiðingu út frá Guðs orði. Þannig er í stuttu máli líf í sumarbúðum, en orð- in segja ekki allt, eigin reynsla segir manni mest. Ef þig langar í sumar- búðir hvert áttu þá að fara, hvað er hentugast fyrir þig? Við ætlum að nefna nokkrar sumar- búðir og hvar er hægt að fá upplýsingar um þær, svo getur þú valið. Skógarmenn KFUM hafa sínar sumarbúðir í Vatnaskógi í Svínadal. Þessar búðir eiga sér langa sögu og geta feður sagt sonum frá. Eins og nafniö ber með sér er þar bæði vatn og skógur. Vatn til að sigla á og jafn- vel veiða í og skógur t.d. til indíánaleikja. Þar er einnig að finna ágæta íþróttavelli. Drengir frá 10—13 ára aldri eru þar velkomnir. KFUK rekur sumar- búöir að Vindáshlíð í Kjós. Umhverfið er íallegt og vel fallið til úti- vistar. Flkki má gleyma Laxá og þeim vinsældum sem hún nýtur meðal stelpnanna. Telpur frá 9—14 ára aldri geta fengiö að dvelja í Vindás- hlið. Vatnaskógur og Vindáshlíð bjóða einnig upp á unglingaflokka. KFUM og K út um landió eiga og reka sumarbúðir. Hafnfirö- ingar reka búðir í Kaldárseli, Akurnes- ingar í Ölveri undir Hafnarfjalli og Akureyr- ingar að Hólavatni. WLr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.