Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.05.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAt 1975 íslandsmótið í bridge: Úrslitakeppnin hefst á fimmtudaginn kemur (JRSLITAKEPPNIN í íslands- mótinu í bridge hefst á fimmtu- daginn kemur og stendur fram á annan f hvítasunnu. Átta sveitir keppa til úrslita um titilinn ts- landsmeistari í bridge 1975. Sex sveitir eru úr Reykjavík, ein frá Akranesi og ein frá Siglufirði. Spilað verður í Domus Medica og veróur aðstaða fyrir áhorf- endur og sýndir leikir á sýningar- töflunni. Ranghermt var í blaðinu í gær að keppnin hæfist 22. maí og eru hlutaðeigandi beðnir velviróingar. Annir hjá sáttasemjara EKKI náðist samkomulag á fundi með fulltrúum starfsmanna Semcntverksmiðjunnar, Aburð arverksmiðjunnar og Kísil- iðjunnar annars vegar og fulltrúum stjórna verksmiðjanna hins vegar en eins og fram kom í Morgunblaðinu I gær, er verkfall boðað vegna ágreinings um starfsmat á morgun, mánudag. Deiluaðilar áttu að koma aftur til fundar hjá sátlasemjara sfðdegis i gær. Þá mun í dag hefjast fundur með verkfræðingum og tækni- fræðingum annars vegar og fulltrúum verkfræðistofnanna hins vegar, en verk- og tækni- fræðingar við þessar stofnanir hafa boðað verkfall á morgun hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Þá er á morgun, mánudag, fyrsti fundur hjá sáttasemjara milli 9 manna nefndar Alþýðu- sambands Islands og samninga- nefndar Vinnuveitendasam- bandsins og er þar um að ræða samninga um breytingu á til- högun vísitölunnar. Al''ta.Y'SINCiAStMINN Klt: 22480 Enginn fundur hafði i gær verið boðaður vegna togaradeil- unnar. Verkfallið á stóru togur- unum hefur nú staðið síðan 9. april og hafa allir togararnir iöngu stöðvazt, 22 að tölu. Þá hafa vélstjórár á kaupskipaflotanum boðað samúðarverkfall með togaramönnum og hefst það 14. maí, hafi samningar ekki tekizt i togaradeilunni. Hraunprýði með fjársöfnun HINN árlegi fjáröflunardagur slysavarnadeildarinnar Hraun- prýði i Hafnarfirði er mánudag- inn 12. maí. Merki deildarinnar eru seld á götum bæjarins. Sölu- börn komi í Bæjarbíó frá kl. 9 á mánudagsmorgun. Kaffisala verð- ur að þessu sinní í Skiphól frá kl. 3—10 e.h. Starfshópar er vilja panta kaffi eru beðnir að gera það fyrir hádegi. Þær konur sem vilja gefa kökur komi þeim í Skiphól. Allur ágóði af fjáröfluninni renn- ur til byggingar björgunarsveitar- húss, sem Hraunprýói stendur að, ásamt björgunarsveitinni Kiska- kletti. + Móðir mín og tengdamóðir JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, frá Hemru, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. maí kl. 1.30 e.h. Guðrún Einarsdóttir, Ólafur Guðmundsson. + Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu INDÍÖNU GARIBALDADÓTTUR er andaðist 5 þ m fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12 þ m kl. 3 e h Arthúr Moon, Elísabet Pálsdóttir, Aldís Pála og Dlana Björk Arthúrsdætur. + Systir okkar og móðursystir, DÝRFINNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Safamýri 87, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 14 ma! kl. 10 30 fyrir hádegi Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu vinsamlega láti llknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn Guðjónsdóttir, Einar Guðjónsson, Jóna Sigurðardóttir. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir, og amma, SIGRÍOUR HAFSTEIN GRÖNDAL Hátún 8, Rvk. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 13 maí, kl. 3e.h. Blóm og kransar afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess HAUKUR GRÖNDAL Páll Gröndal Valgerður Grondal, Guðfinna Gröndal, Helgi Victorsson, Benedikt Gröndal, Gunnar Gröndal, Oddný Björgvinsdóttir, Haukur H. Gröndal, Margrét Gunnlauasdóttir, Hannes Hafstein og barnabörn. Karlakórinn til Kanada I TILEFNI 10 ára afmælis byggð- ar Islendinga 1 Kanada á þessu ári, heimsækir Karlakór Reykja- víkur Nýja-lsland í Manitoba í haust og syngpr á fyrsta degi menningarviku Vestur- lslendinga hinn 3. október n.k. í Winnipeg, sem er hinn raunveru- legi afmælisdagur byggöar Is- lendinga I Manitoba-fylki, en þann dag sigldi fyrsti hópur land- nemanna nióur Rauóá frá Winni- peg til Winnipegvatns og allt til Gimli. Afkomendur landnemanna munu endurtaka siglinguna með fríðu föruneyti, en Karlakór Reykjavíkur mun einnig fara I heimsókn til margra byggða Vest- ur-lslendinga á Nýja-lslandi og halda þar hljómleika. Knattspyrnan í gang á Akureyri Akureyri, 9. maí. FYRSTI stórleikur sumarsins á Akureyri verður háður á Sana vellinum á sunnudaginn og hefst kl. 3 siðdegis. Þar eigast við Knattspyrnufélagið Valur (I. deildar lið) og Knattspyrnufélag Akureyrar, sem mun leika í 3. deild í sumar. Að sjálfsögðu er þessi leikur með öllu óháður allri deildarkeppni í knattspyrnu. Sv.P. — Sigalda Framhald af bls. 48 varnaglar fyrir þvi að staða sem þessi gæti ekki komið upp á ný. Samþykkt var að afgreiða end- anlega hættusvæðaþóknun og setja á ákveðnum hættusvæðum tvöfalds slysatryggingu, en fyrir þessu hafa verkalýðsfélögin bar- izt í rúmlega eitt ár. Þá voru og með samkomulaginu leyst ákveð- in vandamál í sambandi við fs- lenzkan járnabindingaflokk. Sagði Sigurður Öskarsson að menn vonuðu nú að friður myndi haldast á vinnusvæðinu við Sig- öldu. Sigurður sagði að hann teldi að ákveðin trygging væri fyrir þvi að þetta nýja samkomulag yrði virt. T.d. sagði hann að það atriði, að ASÍ og VSl hefðu samþykkt samningana væri ákveðin trygg- ing fyrir að þeir yrðu virtir. „Telj- um við það mjög mikils virðí að þessir stærstu aðilar vinnumark- aðarins á Islandi hafi samþykkt samkomulagið, sagði Sigurður. 1 sérstakri bókun, sem fylgir sam- komulaginu var og ákveðið að koma upp sérstöku eftirlitskerfi með því að samningar yrðu haldn- ir og skekkjur og misfellur yrðu leiðréttar eins fljótt og mögulegt væri. — APN Framhald af bls. 48 son, fréttastjórar hljóðvarpsins, sögðu, að starfsmaður Novosti- fréttastofunnar hefði hringt i byrjun vikunnar og spurt hvort fréttastofan hefði áhuga á frétt beint frá Moskvu í tilefni afmælis styrjaldarlokanna. Var honum frá því skýrt, aó fréttastofan tæki að sjálfsögðu við fréttum sem víðast að. Kom fréttin á fjarrita á upp- stigningardag og var hluti frétta- skeytisins notaður i fréttaauka það sama kvöld. Síðar kom full- trúi Novosti að máli við frétta- stjórana og spurði hvernig frétta- skeytið hefði likað. Jafnframt + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýnt hafa okkur samúð við andlát og jarð- arför, EGILS JÓNSSONAR bif reiðastjóra, Ásgarði 49. Ragna Guðnadóttir og börnin. spurði hann hvort áhugi væri á áframhaldi á beinum fréttasend- ingum frá Moskvu og hvort út- varpið væri tilbúið að greiða eitt- hvað fyrir þá þjónustu. Var því fálega tekið og manninum bent á að fréttastofan hefði sínar frétta- leiðir, enginn samningur væri í gildi milli fréttastofunnar og Novosti og auk þess væri fjár- hagsstaða útvarpsins það slæm að það gæti ekki staðið undir þessum fréttasendingum frá Moskvu sem hlytu að vera mjög dýrar. „Það er því ekki rétt að áframhald verði á þessum fréttasendingum," sögðu fréttastjórarnir. Þeir sr. Emil Björnsson og Eið- ur Guðnason, fréttastjórar sjón- varpsins, tóku mjög í sama streng. Þeir hefðu talið rétt að þiggja boð um þessa einu frétt beint frá Moskvu og það væri mál Novosti að kjósa að senda hana á fjarrita. Fréttin hefði reyndar sáralítið verið notuð í fréttum sjónvarps- ins, heldur hefði fréttin um af- mæli styrjaldarlokanna að mestu verið unnin upp úr fréttaskeytum AP og NTB. „Áframhald á þess- um fréttasendingum frá Moskvu hefur alls ekki komið til um- ræðu,“ sögðu þeir Emil og Eiður. — Mótmæla Framhald af bls. 48 vegna skoðana sinna, verði leystir úr haldi. 1 yfirlýsingu sinni segja laga- nemarnir ennfremur, að þeir liti á þessar fangelsanir sem ofbeldi gegn mannréttindum eins og þau eru skýrð innan vébanda Samein- uðu þjóðanna. Þá óskuðu laga- nemarnir sérstaklega eftir því, að kennarinn Ing Bohumir Kuba verði ieystur úr haldi, en hann var fangelsaður í september 1974. — Ótti og flótti Framhald af bls. 1 Souvanna Pouma forsætisráð- herra, sem telst hlutlaus aðili i stjórninni en þykir i raun styðja hægri menn, á að ávarpa þjóðina á morgun, sunnudag, sem er stjórnarskrárdagurinn og markar 21 árs afmæli endaloka frönsku nýlendustjórnarinnar i landinu. Er búizt við að forsætisráðherr- ann krefjist þess að vopnahlés- samkomulaginu frá 1973, sem batt enda á 10 ára borgarastyrj- öld, verði framfylgt í öllum atrið- um. Talið er að Pathet Lao- hreyfingin vilji einnig viðhalda samsteypustjórninni í raun. Talsmenn stjórnarinnar hafa vísað á bug bollaleggingum um að afsögn hægri ráðherranna hafi opnað leið fyrir algjöra valdatöku kommúnista. Samkvæmt hinum flóknu skil- málum samsteypustjórnarinnar eru fimm hægri ráðherrar í henni, fimm Pathet Lao- ráðherrar og tveir hlutlausir. Pathet Lao-ráðherrarnir hafa all- ir hægri sinnaða vararáðherra og er fyrirkomulagið öfugt hvað varðar hægri ráðherrana. Annar hlutlausi ráðherrann hefur vara- ráðherra frá Pathet Lao, og hinn vararáðherra frá hægri mönnum. — Ráðstefna Framhald af bls. 2 heimilislækningum í betra horf sé sú, að þessi grein verði kennd hér við háskólann. A ráðstefnunni hélt kanadískur læknir, dr. Donald Rice, erindi um skipulag heimiiislækninga, en hann er forseti alþjóðasambands heimilislæknafélaga. Sex umræðuhópar störfuðu á ráðstefnunni. Meðal þess, sem rætt var um i hópnum, var skipu- lag heilsugæzlustöðva frá sjónar- miði stjórnunar, tengsl sjúkra- húsa og heilsugæzlustöðva, slysa- þjónusta, göngudeildir, sálfræði- þjónusta, geðvernd, áfengis- og fíknilyfjavarnir, kynsjúkdóma- varnir, heilsugæzla barna, vakt- þjónusta og endurhæfing, en allt eru þetta þættir almennrar heilsugæzlu. Við upphaf ráðstefnunnar flutti Matthias Bjarnason heilbrigðis- ráðherra ræðu og gerði þar sér- staklega að umræðuefni tilgang heilsugæzlu, þ.e.a.s. fyrir- byggjandi starf í stað lækningar, og nefndi hann sérstaklega í því sambandi hrörnunarsjúkdóma. Þá fjallaði ráðherrá um nauðsyn þess að skipulag sjúkrastofnana kæmist í það horf, að stofnanirn- ar nýttust sem bezt og komið yrði i veg fyrir þá misnotkun, að sjúkrastofnanir, sem byggðar eru fyrir bráða læknisþjónustu, vist- uðu langlegusjúklinga. I ræðu Matthíasar Bjarnasonar kom fram, að enda þótt eðlilegt væri að náin tengsl væru milli heilsugæzlustöðva og sjúkrahúsa úti á landi, þá hentaði slíkt fyrir- komulag siður á þéttbýlissvæðun- um í kringum Reykjavík og Akur- eyri. — Rætt við Hans G. Framhald af bls. 1 því fram, að þau hafi engu af- salað sér enn sem komið er. En eftir að þessi texti liggur fyrir, verður það erfiðara fyrir þau. Ég tel öruggt, ef haldið er á málum af sanngirni og lagni, að þá verði árangurinn af Genfar- ráðstefnunni veigamikið og gott veganesti. — Kambodia Framhald af bls. 1 um með áróðri. Ráðherrann sagði að reynt yrði á allan hátt að sam- eina þjóðina og gleyma fortióinni en þeim sjö „svikurum" sem hefðu leitt fráfarandi ríkisstjórn yrði refsað og væri refsing þeim til handa sjálfsögð forréttindi Rauðu Khmeranna. — Kröfluspjall Framhald af bls. 2 Flestir þeirra fóru norður að Kröflu til að líta á allar aðstæður þar. Telja verður að þessi fundur hafi verið i senn bæði jákvæður og gagnlegur og að heimamenn hafi orðið nokkru fróðari um þær fyrirhuguðu framkvæmdir, sem nú standa fyrir dyrum norður i Kröflu, en það er fyrsta stóra gufuvirkjunin, sem reist verður á Islandi. Eftir því sem kom fram á fundinum verður reynt aö hraða uppbyggingu þessa raforkuvers eins og mögulegt er. Vil ég láta í ljósi ánægju með fundinn og færa öllum þakkir er lögðu á sig lar.gt ferðalag hingað norður og þann áhuga sem þeir hafa á þessu máli. — Kristján. — Sparnaður Framhald af bls. 2 kreíur vegna bilana. Auk þess veróur þar hægt að blanda fluor i vatnið, ef ákvörðun yrði tek- in um slíkt. í sumar verður haldið áfram með æðina frá Hraunbrún og Skyggni, þar sem hún tengist þverlögn, og jafnframt byrjað frá Heiðmörk og að Rauðhólum, yfir Rauðhólana verður vatnsæðin væntanlega lögð 1976. í nýja geyminum á Selásnum er gert ráðfyrirdælustöðsem tekin verður í notkun þegar efri hluti Árbæjarhverfis og Selásinn verða fullbyggð. Einnig á það að vera miðstöð fjarskipta Vatnsveitunn- ar, þegar komin er á tölvustjórn- un, þvi þaðan er bein loftlina í allar áttir þ.e. að Gvendarbrunn- um og Heiðmörk, í tvo fyrirhug- aða vatnsgeyma fyrir Breiðholt í Vatnsendahverfi og í geymana sem eru vestan til i bænum. Síðar meir einnig í fyrirhugaða geyma vegna framtíðarbyggðar á Grafar- holti, í Úlfarsfelli og í Gufunesi. Vatnsgeymirinn í Litluhlíð tek- ur nú 10 þúsund tonn af vatni, sá nýi í Selásnum 4000 tonnn og Rauðarárholtsgeymarnir 2000 tonn. Eru þá þegar um 16 þúsund tonn af vatni í geymum. En geym- arnir á Vatnsendahverfi eiga að taka 14 þúsund tonn. I Heiðmörk er unnið aö borun- um eftirvatniogeruþegar fengn ar 9 holur sem gefa vatn, en þar er í gangi tveggja ára verkefni, sem miðað að því að tryggja nægt og gott neðanjarðarvatn. Er byrj- að að bora og verið að leggja vegi að nýjum borstöðum fyrir sumar- ið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.