Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR OG LESBOK 114. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Forsætisráðherra Thailands: Þurfum kaiudd að berjast tíl að halda frelsinu . Bangkok, 23. maí. Reuter. THAILAND mun ef til vill þurfa að berjast fyrir því að halda frelsi sínu, sagði Kukrit Pramoj, for- sætisráðherra, í kvöld f fyrstu meiriháttar ræðunni, sem hann flytur þjóðinni sfðan hann varð forsætisráðherra fyrir tveimur mánuðum. Forsætisráðherrann lagði áherzlu á, að Thailand yrði að losa sig að verulegu leyti undan áhrifum Bandaríkjanna og hann ítrekaði að stjórn Thailands æskti þess eindregið að þeir 27 þúsund bandarísku hermenn, sem eru í landinu, væru allir á braut innan árs. Forsætisráðherrann, sagði, að Thailendingar hefðu úr því sem komið væri, ekki á aðra að treysta en sjálfa sig, þar sem nú væru kommúnistastjórnir komnar til valda í Kambódiu og Suður- Víetnam og áhrif kommúnista í stjörn Laos væru mjög að eflast. Hann sagði að Thaiiendingar hefðu í hyggju að taka upp stjórn- málasamband við þessi riki til að varna að til vopnaskaks kæmi, „en við verðum að verjast ef það verður óhjákvæmilegt, og ég tel, að við séum reiðubúin til þess svo að við varðveitum frelsi okkar“. Viðræður standa nú yfir milli Thailendinga og Norður- Víetnama, og áreiðanlegar heim- ildir hafa fyrir satt að Víetnamarnir leggi mikla áherziu á þörfina á „gagnkvæmu trausti" og er talið að þeir hvetji Thailendinga óspart til að Banda- ríkjamenn verði látnir flýta brott- för sinni úr landinu. Kukrit Pramoj sagði að ástand- ið í Laos væri hreint ekki gott en Thailendingar styddu enn sam- steypustjórnina í Laos og þar sem Laos væri næsti nágranni Thailands, væri nauðsynlegt að vera gætinn og forðast að nokkur gæti sakað Thailendinga um af- skipti eða íhlutun um málefni þeirra. Kissinger nú bjart sýnn á Kýpurlausn Ankara 23. maí. Reuter. HENRY Kissinger utanríkisráð- herra Bandarfkjanna lét f Ijós vcrulega bjartsýni eftir viðræður sem hann hefur átt við tyrkneska ráðamenn, um að takast muni að finna farsæla lausn á Kýpurdeil- unni. Kissinger ræddi i dag við utan- ríkisráðherra Tyrklands, Ihsan Sabri Caglayangil, og Demirel, forsætisráðherra. Auk þess hitti hann árla i morgun að máli Bulent Ecevit, fyrrverandi for- sætisráðherra, en hann fyrirskip- aði innrás tyrkneska herliðsins á Kýpur í fyrrasumar og er nú leið- togi stjórnarandstöðunnar. Tók Kissinger svo til orða að hann væri viss um að Tyrkir myndu gera alvarlegar tilraunir til að semja um lausn deilunnar. Kissinger er talinn hafa lagt nokkurt kapp á að reyna að sætta og setja niður jnnbyrðis deilur stjórnmálaflokka í Tyrklandi, svo að allir flokkarnir stæðu heilir að baki væntanlegum Kýpurviðræð- um. Aðspurður um hvort hann héldi að samningur milli Grikkja Eramhald á bls. 20 Símamynd AP MARIO SOARES, — foringi sósíaldemókrata í Portúgal, veifar til stuðningsmanna sinna eftir fjölda- gönguna sem farin var í Lissabon í fyrrakvöld. Tóku þátt í henni um fimmtíu þúsund manns. Miðflokkur- inní Finn- landi vill að stjðrnin víki Helsinki 23. mai Ntb. FINNSKI Miðflokkurinn, sem er næststærsti flokkurinn í sam- steypustjórn landsins, hvatti í dag ríkisstjórnina til aó segja af sér. Miðstjór.i flokksins lýsti því yfir sem skoðun sinni að fimm ráðherrar Miðflokksins ættu að draga sig í hlé út úr stjórnarsam- starfinu ef þeir gætu ekki talið ríkisstjórnina á að segja af sér. Miðstjórnin sagði að kosningar yrðu að fara fram sem allra fyrst til að hægt væri að móta nýja efnahagsstefnu. Það var fjármála- ráðherra landsins og formaður Miðflokksins, Johannes Virolain- en, sem stýrði miðstjórnarfundin um og greindi frá niðurstöðum hans. Sagði þar að efnahag Iands- ins yrði að færa til skynsamlegs jafnvægis til að tryggja launþeg- um boðlegan hag og til að hægt væri aó gera nauðsynlegar samfé- lagsbreytingar. Kaievi Sorsa, for- sætisráðherra, sagði aðspurður um yfirlýsingu miðstjórnar mið- flokksins að hún fæli i sér ekkert nýtt. Forystumenn stjórnarflokk- anna fjögurra munu ræða við Kekkonen forseta i næstu viku og kemur þá væntanlega i ljós, hvenær efnt verður til þingkosn- inga. Portúgal Byltingarráðið boðar fund sós- íaldemökrata og kommúnista Lissabon, 23. maí. — Reuter BYLTINGARRAÐIÐ í Portúgal bauð í dag forystumönnum sóslaldemókrata og kommúnista að koma á fund saman í dag til að freista þess að fá einhverja niður- stöðu á hinni erfiðu pólitísku stöðu sem upp er komin í landinu. Var það Vasco Lourenco, talsmaður byltingarráðsins, sem greindi frá þessu, en segja má að byltingarráðið hafi verið á stöðugum fundum síðustu dagana. Þegar fundinum lauk i kvöld var allt á huldu um, hvaða árang- ur yrði af honum og sagði Mario Soares að framtíðin ein gæti skorið úr um það hvort hann leiddi til einhvers sem jákvætt Herforingj astj órn skipuð í Líbanon Enn bardagar í Beirut í gær Beirut 23. maí Reuter. FORSETI Líbanons, Suleiman Franjieh, skipaði í dag Nureddin Rifai fyrrv. hershöfðingja for- sætisráðherra nýrrar stjórnar I landinu sem verður að mestu skipuð herforingjum. Verður að- eins einn af átta ráðherrum óbreyttur borgari. Kom þessi skipan nokkuð á óvart og her- stjórn hefur ekki setið við stjórn- völinn í Líbanon sfðustu 32 árin. Er talið víst að forsetinn hafi gripið til þessa ráðs vegna þess erfiða ástands sem hefur ríkt í landinu eftir að ljóst var að ekki tekst enn að koma á vopnahléi milli falangista og Palestínu- skæruliða. Rifai, herra, hinn nyi áður forsætisráð- yfirmaður öryggissveita landsins, en lét af störfum fyrir tólf árum. Skæruliðar Palestínumanna börðust í dag við hægrisinnaða falangista af mestu hörku og var beitt vélbyssum og eldvörpum, Virðist því ljóst, að vopnahlé það, sem reynt var að fá aðiia til að fallast á að gera í gærkvöldi, er að engu orðið. Nú er talið að fallið hafi 25 manns og 150 séu særðir eftir þriggja daga nær linnulaus átök milli þessara afla. Framhald á bls. 20 mætti teljast að mati- sósialdemókrata. Aðspurður um hvort hann myndi sækja ríkis- stjórnarfundi á ný sagðist hann kjósa að bíða með að svara þeirri spurningu. Strax og lokið var fundi Soares og fleiri forystumanna Sósial- demókrata með byltingarráðinu hófst fundur með fulltrúum kommúnista. I orðsendingu sem ráðið gaf einnig út í dag var tekið fram að ekki hefði nokkurn tíma komið til álita að neins konar einræði yrði aftur komið á í landinu. Var þessu augsýnilega beint sérstaklega til Mario Soares, forystumanns sósialdemókrata, en hann hefur hótað að flokkur hans hætti þátt- töku í ríkisstjórn nema dregið yrði stórlega ú>- áhrifum kommúnista. Hafa Soares og dómsmálaráðherra, Salgado Zenha, hætt að sækja rikis- stjórnarfundi síðan bækistöðvum málgagns flokksins, Republica var lokað. I orðsendingu byltingarráðsins var hvatt mjög eindregið til þjóð- areiningar i Portúgal og sagt að mikilvægt væri að öll öfl samein- uðust til að hægt væri að takast á við þann mikla efnahagsvanda sem að steðjaði og fleiri aðkall- andi mál. Áður hafði Kommúnistaflokk- urinn sent frá.sér álitsgerð þar sem Sósíaldemókrataflokknum er borið á brýn að hann ógni öllu stjörnkerfi landsins með fram- komu sinni og líti út fyrir að flokkurinn telji sig nær þvi að vera í stjórnarandstöðu, þó svo hann eigi aðild að ríkisstjórninni. Soares sagði í gærkvöldi að hann skoraði á byltingarráðið að sýna hvort það hugsaði sér að stjórna með meirihluta að baki sér eða gegn þessum meiríhluta þjóðarinnar. Hann sagði að án að- Framhald á bls. 20 Sato hrakar Tókíó 23. maí AP IIEILSU Eisaku Sato, fyrr- verandi forsætisráðherra Japans, hrakaði mjög í dag og er hann nú rænulaus. Hann var fluttur á sjúkrahús í dag, en hafði verið undir læknis- hendi eftir að hann fékk að- kenningu að slagi fyrir fáein- um dögum. Líðan hans var svo slæm, að læknar óttuðust að það kynni að ríða honum að fullu að flytja hann á sjúkra- hús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.