Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 Jörgen Harbue skrifar frá Afríku: Uppskipt- ing jarða — og hvað svo • • • • Fólkið streymir í stórum hópum um götur Addis Abeba, höfuðborg ar Eþíópíu. Það heldur því áfram til kvölds. Það syngur og dansar í takt. Sumir bera stór pappírsskilti með amharískum rittáknum, aðrir veifa fánum og pálmagreinum. Við og við heyrist „ululala", hávært fagnaðaróp kvennanna. Jafnskjótt og ein skrúðgangan hverfur, birt- ist önnur. í sumum eru aðeins börn, í öðrum verkamenn, stúdentar og konur. Það er opinber fridagur í land- inu. í gær, 4. marz, lýsti bráða- birgðastjórnin því yfir í Útvarpi Eþíópíu, að hin langþráða jarða- bylting væri hafin. Sama daga var krökkt af fólki fyrir framan upplýs- ingamálaráðuneytið, sem prentar dagblöðin í Eþiópíu. Upplag Ethiopian Herald, sem kemur út á ensku, er venjulega 6.000 eintök, en 4. marz kom það út í 200.000 eintökum. Jarðabyltingin kemur eftir þús- und ára lénsskipulag í landbúnaði i Eþiópiu. Áður en herinn steypti Haile Selassie keisara skyndilega af stóli á siðasta ári, var talið að hann, aðallinn og eþíópíska rétt- trúnaðarkirkjan ættu til samans rúma tvo þriðja hluta alls ræktaðs lands í Eþíópíu. 50% jarðnæðis var í eigu manna, sem lifðu sældarlífi i borg- um landsins. Leiguliðar sáu um ræktun landsins og fengu eins og tveggja hektara landskika fyrir að afhenda herranum helming uppskerunnar. Vélvæðing í suður- og miðhéruðum landsins hafði þær afleiðingar, að leiguliðunum var unnvörpum sagt upp. Jarðeig- endunum varð Ijóst, að hagnaður þeirra varð meiri við notkun dráttarvéla og annarra stórvirkra vinnuvéla en með því að deiia uppskerunni með leiguliðunum. Ennfremur neyddust margir smá- bændur til að bregða búi sl. ár jarðabyltinguna yrði gefin út 28. febrúar, og þann dag var fjöldi erlendra ferðamanna kominn til borgarinnar að því tilefni. Af ástæðum, sem enn eru ókunnar, var tilkynningunni hins vegar frestað til 4. marz. Jarðabyltingin felur það í sér, að allt ræktað land verður hér eftir i ríkiseign án þess að fyrri eigend- ur fái greiddar skaðabætur. Verð- ur landinu skipt upp í skika, sem eru í hæsta lagi 10 hektarar og þeir eru hverjum og einum til ráð- stöfunar, sem eru fúsir til að rækta þá. Fyrst um sinn er fyrri eigendum gert að rækta jarðir sín- ar á vegum ríkisins, en begar skiptingin hefst fá þeir sem hing- að til hafa verið leiguliðar, for- gangsrétt á landi þvi, sem þeir hafa ræktað. Fyrri eigendum er einnig heimilt að rækta 10 hekt- ara af fyrra landi sínu. Samkvæmt yfirlýsingum ríkis- stjórnarinnar um jarðabyltinguna, verða það landbúnaðarsamtök bænda í héruðum Eþíópíu, sem fá það verkefni að framkvæma hana. Hver samtök skulu hafa umsjón með a.m.k. 800 hektara svæði. Samtökin skulu skipta upp land- svæðunum og fulltrúar þeirra sitja í sérstökum héraðssamböndum, en það eru æðstu yfirvöld i land- búnaðarmálum. Margir höfðu búizt við, að stjórnin hefði undir lokin samþykkt tillögu, sem gerði ráð fyrir rýmra jarðnæði, og hefði ekki eins ströng ákvæði um hámarksstærð jarða. Sérfræðingar telja, að sjónarmið Kinverja hafi sigrað. — Það leikur enginn vafi á því, að skipting jarðeigna var nauðsyn- leg ráðstöfun, — sagði talsmaður alþjóðlegs hjálparstarfs i Eþíópíu-. — Þetta var bara gert of seint. Ef endanlega hefði verið frá þessu gengið i nóvember, hefði allt farið vel. En nú hafa breytingarnar sennilega í för með sér, að upp- skera verður minni á þessu ári, og þar af leiðandi er hætta á hungur- sneyð á næsta ári. Hann sagði ennfremur, að bændur i Eþíópíu hefðu fyrir löngu þurft að hafa lokið plægingu, en jarðyrkjustörfin hefðu óvíða verið byrjuð, þegar tilkynningin um jarðskiptinguna var gefin út. Menn verða að beita sig hörðu, ef þeir eiga að geta sáð í tæka tíð, og mjög vafasamt er, hvort menn geta almennt náð þvi. Við þvi má búast, að uppskeran árið 1976 verði 5—-15% rýrari en i meðalári sem bein afleiðing af jarðabylting- unni, — sagði hann. Ástæðuna fyrir því, að menn hafa dregið svo lengi að plægja akra sína taldi hann beinlínis vera þá miklu óvissu, sem bændur og óðalseigendur hafa verið í, meðan ekki var vitað hvort jarðaskipting- in myndi ná fram að ganga eða ekki. Fyrri eigendur höfðu engan hug á að sá í jörð, sem þeir vissu ekki, hvort þeir myndu njóta af- raksturs af. Spurning dagsins er sú, hver verða viðbrögð hinna fyrri eigenda við jarðabyltingunni, — hélt hann áfram. — Hún gerir ráð fyrir, að þeir erji áfram jörðina um stundar- sakir á vegum ríkisins, þar til skiptingin hefur farið fram. Það íbúar Addis Abeba fagna uppskiptingu jarðeigna Ljósm: Jörgen Harboe vegna mikilla þurrka í stórum hluta landsins Þegar herinn gerði uppreisn í febrúar á fyrra ári, var það til- kynnt, að jarðbylting væri með því fyrsta, sem hinir nýju leiðtogar hygðust beita sér fyrir. Mál þetta hafði lengi blundað í þjóðþinginu, sem var svo til valdalaust, keisar- inn hafði látið í Ijós stuðning við það, en ekkert varð úr fram- kvæmdum. Óðalseigendur og kirkjan voru of valdamikil. En nú átti að hefjast handa. Samt sem áður urðu yfirlýsing- arnar um jarðbyltinguna stöðugt færri, eftir því sem leið á árið 1974. Hershöfðingjarnir áttu í innbyrðis deilum, stríðið í Eritreu hófst, og í mörgu var að snúast vegna þurrkanna. Það var ekki fyrr en eftir blóðbaðið i nóvember sl., þegar Andon fyrrverandi yfir- maður hersins var tekinn af lífi ásamt 53 öðrum fyrrverandi stjórnmálamönnum og ráðamönn- um í hernum, að menn tóku að snúa sér að jarðabyltingunni. Að þessu sinni var það Teferi Bantés herforingi, sem réð ferðinni, og hafði hann greinilega marxískar hugmyndir að leiðarljósi. í Addis Abeba var það hald manna, að opinber tilkynning um Það er almennt álit manna í Addis Abeba, að sendiráð Kína hafi veitt mjög dyggilega aðstoð við skipulagningu jarðabyltingar- innar, og að landbúnaðarsamtök- in, sem minnzt er á í yfirlýsing- unni verði sniðin eftir kinversku kommúnum, þar sem bændurnir rækta jörðina í sameiningu. Ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna þetta skipulag, og segja, að slík samyrkja, sem það gerir ráð fyrir, striði mjög gegn erfðavenjum í Eþiópiu. Einkum er það stærsti þjóðflokkur landsins, Amharar, sem taldir eru einstaklingshyggjan holdi klædd. Samt eru Kínverjar ekki þeir einu, sem beitt hafa áhrifum sín- um á hið nýja jarðaskipulag. Her- stjórnin hefur ráðfært sig við fjölda sérfræðinga, og til að mynda eru tveir ráðgjafar frá FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, í Addis Abeba. Á undanförnum mánuðum hafa þeir oft verið á ráðstefnum um landbúnaðarmálin i hinni fornu Menelik-holl, þar sem eru aðalbækistöðar stjórnarinnar. í samanburði við önnur drög að jarðaskiptingu i Eþíópíu, sem til greina komu, er talið að þau sem ofan á urðu séu mjög róttæk. þarf litlum getum að því að leiða, hvort þeir leggja mikið á sig við þá vinnu. Önnur spurning varðar leigu- liðanna. Hvað hyggjast þeir fyrir? Þeir hafa forgangsrétt, þegar skiptingin hefst, og fá nú allan afrakstur erfiðis síns í stað helm- ings áður. — En þeir gátu komizt af með helminginn. Halda þeir nú áfram að rækta eins mikið og áður, eða rækta þeir bara það, sem nægir þeim til framfæris? — spyr sér- fræðingurinn. Þetta mun næsta uppskera leiða í ljós. Sumir telja, að herforingja- stjórnin sé einnig uggandi um framgang stefnu sinnar og hafi í hyggju að koma á fót borgaralegri stjórn, e.t.v. með Michael Imru, núverandi upplýsingamálaráð- herra I forsæti. Skuli það verða verkefni ríkisstjórnarinnar að bera ábyrgð á landbúnaðarstefnunni, ef hún mistekst og leiðir ekki af sér aukninau í framleiðslunni eins og vonir standa til. Gangi hins vegar allt vel, tileinkar herforingjastjórn- in sér að sjálfsögðu allan heiður- inn, þvi að það var hún, sem hrinti jarðabyltingunni af stað við syngj- andi fögnuð þjóðarinnar. Jörgen Harboe Arsþing H.S.Í. verður haldið í fHlagsheimilinu á Seltjarnarnesi föstudaginn 20. júní kl. 20 og laugardaginn 21. júní. Málefni sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu sendast skrifstofu H.S.Í. í íþróttamiðstöðinni fyrir 5. júní. Handknattleikssamband íslands. Af sérstökum ástæðum er þessi glæsilega bifreið Citroen d Super 1974 til sölu. Upplýsingar i síma 66148, eða hjá Globus í síma 81555, eftir helgina. STELPUR! Hvað hefur búðin til brunns að bera? «&aaw Sjómenn — Útgerðarmenn Hinirvinsælu portúglsku TOGHLERAR fyrirliggjandi í öllum stærðum. Tryggvagata 10 Simi 2 1 91 5-21 286 P O Box 5030 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.