Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 Minning: Páll A. Ingvason frá Leysingjastöðum ók eftir þessari sléttu að sjá þá nær samfellda breiðu af rúsínu- Fæddur 30. apríl 1890 Dáinn 18. maí 1975. Þegar liður á ævi verður mörgum tamt að minnast gamalla daga. Er það hvorttveggja, að at- burðir þeirra tíma geymast í skarpara ljósi betra minnis, sem og að flestir vilja heldur muna ungdómsár en elli. Þegar sá er þetta ritar fór í námsleit vestur til Kaliforníu fyrir meira en hálfri öld, var margt nýstárlegt, sem fyrir auga og eyra bar, bæði land og fólk og athafnir manna. — Mikill dalur eða slétta liggur eftir meginhluta Kalifroniu endilangri. Ilann heit- ir San Joaquin Valley, og er ákaf- lega langur og mikiliar viðáttu og ef ekið er eftir honum miðjum á heitum sumardegi sér ekki á milli fjalla. I jöðrum dalsins og nokkuð upp til hliða vaxa ávaxtatré marg- víslegra tegunda, en dalbotninn er fyrst og fremst heimkynni vin- viðarins, sem vex þar á næsta ótrúlegum víðáttum. í sunnan- verðum dalnum hiifðu vinekru- bændur myndað einskonar sam- vinnufélag um ræktun vínviðar- ins, sem og siilu afurðanna, sem fyrst og fremst voru rúsínur. Pakkarnir með mynd af blómarós m'eð vínberjaklasa í fanginu og vörumerki þeirra, Sunmaid Raisins, undir myndinni, voru þekktir um allar jarðir, enda hér stærstu rúsínuframleiðendur i heimi. Heldur þótti mér það undarlegt landslag, þegar ég lyrst kössum, sem hvarf út í hitamóðu sumarsins í allar áttir, en vínber- in voru þarna sjálfþurrkuð i sólarhitanum. Þó fannst mér þar furöulegra, að heilinn að baki þessarar stórfenglegu ávaxta- ræktunar var tslendingur, Páll Ingvason frá Leysingjastöðum i Húnavatnssýslu, en hann var þá aðalráðunautur í öllum ræktunar- málum félagsins, valdi vínviðar- tegundirnar og sagði fyrir um uppeldi þeirra og meðferð alla. — Það lætur að likindum, að ekki er valið í svo þýöingarmikiö starf að óathuguðu máli eða úr flokki meðalmenna, enda vissu það allir, sem kynntusl Páli, að hann var enginn meðalmaður, hvorki um mannvit né þekkingu. Þetta gamla atvik vaknaði í huga mér þegar ég frétti lát hans fyrir nokkrum diigum. Páll Ingvason var fæddur á Leysingjastöðum í Húnaþingi 30. apríl 1890. Ilann var kominn af traustum húnvetnskum ættstofn- um i báðar æltir. Eaðir hans var Guðjón Ingvi bóndi á Leysingja- stöðum sonur .Jóns bónda á Þing- eyrum, hins kunna og listfenga hagyrðings og hestamanns, As- geirssonar alþingismanns Einars- sonar, en kona Jóns á Þingeyrum, móðir Guðjóns Ingva, var Ingunn Magnúsdöttir Olsen, systir Björns Ólsen rektors. Móðir Páls var hinsvegar Stein- unn Pálsdóttir dannebrogsmanns og hreppstjóra á Akri, Olafssonar, en þeir voru hálfbræður Páll á Akri og Jóhannes faðir Sigurðar Nordal. Steinunn var föðursystir Ingibjargar móður Jónasar Rafnar bankastjóra en systir séra Bjarna prófasts i Sieinnesi föður Ólafs hreppstjóra i Brautarholti, magister Björns menntaskóla- kennara og þeirra kunnu Steins- systkina. — Páll Ingvason var elstur fjögurra bræðra og eru tveir þeirra enn á lífi, þeir Bjarni Guðjönsson forstjóri innkaupa- sambandsins í New York á stríðs- árunum og Aðalsteinn verzlunar- maður, báðir kunnir og vel metnir Reykvikingar. Fjórði bróðirinn var heitinn eftir ömmubróður sín- um, Birni Ólsen, en dó ungur. Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum næstu ættargreinum, en nægir þö tii að varpa ljósi að merkan ættargarð. Páll naut venjulegrar upp- fræðslu í heimasveit, en árið 1908 héll hann til Hóla og settist þar í bændaskölann. Hugur hans stóð þó til frekari menntunar og árið 1914 hélt hann til Englands, ferðaðist þar viða um og kynnti sér iandbúnað. Honum virtist landbúnaður Breta með kyrr- stöðublæ og ákvað því að leita annað. Hann sigldi þá til Banda- ríkjanna um haustið og kynnti sér landbúnað í Norðvesturrikjunum og slétturikjunum og leist þar vel á ailt skipulag. Hann innritaðist siðan í landbúnaðarháskólann i Minnesota, en sumarið eftir fékk hann námsstarf í tilraunastöð landbúnaðarvisinda í Brookings í North-Dakota. Þaðan lá leiðin til Utah, þar sem hann kynnti sér áveituræktun, en það var jafnan hugðarmál hans og eftir að hann kom hingað heim aftur var það álit hans, að við ættum að taka upp engjaræktun stargresis sem varaskeifu í harðærum og til hollustu og fjölbreytni í fóðrun búpenings. Árið 1916 settist Páll í landbúnaðarháskólanum í Den- ver í Colorado með áveitufræði og búfjárfræði sem aðalnáms- greinar. Hann vann síðan sumarið eftir við býflugnarækt og réð sig svo til náms og starfs í búvísinda- og tilraunastofnun landbúnaðar- háskólans í Kaliforníu að þvi loknu. Páll var nú búinn að afla sér ágætrar menntunar á breiðum grundvelli ræktunar- og bú- vísinda. Hann var afburða náms- maður og minnið frábært og allt sem hann lærði var geymt en ekki gleymt. Hann fór nú að sinna verkefnum sem urðu stærri og fjölbreyttari eftir því sem árin liðu. Mikið af störfum hans var fólgið í því að leysa úr vandamál- um, sem aðrir höfðu ekki fyllilega ráðið við. Þegar hann fór að vinna fyrir vínekrubændurna í San Joaquindalnum, var það vegna þess að ekki hafði tekist að vinna bug á jarðvegsefnaskorti svæðis- ins á hagkvæman hátt. Páll gerði þetta með notkun belgjurta, en vandinn var fólginn i því, að finna þá réttu tegung og víxl- rækta vínviðinn og belgjurtirnar á þann hátt, að hvorugt væri skemmt með vinnubrögðum við ræktun annars eða truflaði vöxt annars. Og þetta tókst. Páll starfaði þarna I nokkur ár, bæði fyrir félagið og aðra ávaxta- ræktcndur og hann fann upp sér- staka gerð af þurrkunarköss- um úr léttum pappa, sem mjög auðvelduðu tilfærslu og söfnun rúsínanna. Næsta verkefni Páls var að leiðbeina hrísgrjónaræktendum við Saeramentóána við áveitu- búskap sinn. Hann kunni vel til þeirra verka, en var þó svo óhepp- inn að fá malaríu, sem þar var þá landlæg. Hann varð þá að flytja burt af þessum slóðum og i holl- ara loftsiag og hélt nú suður til Imperial-dalsins við landamæri Kaliforníu og Mexikó. Þarna biðu mörg verkefni og aðstoðaði Páll bændur þar við bómullar rækt, hamprækt og döðlupálmarækt. Leysti hann þar úr ýmsum vanda- málum og var nú orðinn allvel þekktur sem maður sem bjó yfir mikilli þekkingu I ræktunarmál- um, næstum hverrar tegundar, sem var. Það var á þessum árum sem ég kynntist Páli fyrst. Hann var þá í senn hinn mikli leitar- maður og úrlausnarmaður á veg- um ræktunarvísindanna, alltaf að læra og alltaf að kenna. Starfs- þrekið var gífurlegt og áhuginn kyngimagnaður. Hann vann að verkefnpnum af lífi og sál, hlífði sér hvergi og ætlaðist til þess sama af öðrum. Honum var ekkert fráhverfara en sýndar- mennska og sérhlífni og hann var þannig skapi farinn að hann lét Sigurður Páll Jónsson kaupmaður á Dalvík K. 22. apríl 1890 I). 18. maí 1975 I dag er færður til hinstu hvílu í kirkjugarði á Dalvík Siguröur Páll Jónsson, sem um langa ævi stundaði kaupmennsku og ýmis iinnur stiirf. Með honum er af vettvangi lifs og starfs þar i sveit horfinn litríkur persónuleiki, fjölhæfur aðili til orða og athafna, sem á mörgum sviðum lét til sín taku. Um þær mundir, sem Sigurður Jónsson sá dagsins ljós i fyrsta sinn, hét staðurinn Biiggvisstaða- sandur, en þangað hiifðu fpreldr- ar hans — Rösa Þorsteinsdóttir og Jón Stefánsson — flutt 3 árum aður en Sigurður fæddist og svo er talið að hann hafi verið sá, er fyrstur var í heim borinn á þeim stað, en þá var þur aðeins einn torfbær og nokkrar sjóbúðir, sem sveitamenn hiifðust við í þegar þeir stunduðu þaðan sjóróðra haust og vor. Á þeim árum var skólask.vlda ungmenna ekki á vettvangi dags- ins en nokkurrar fræðslu naut Sigurður þó í æsku og síöar för hann til náms í gagnfræðaskólann á Akureyri og enn síðar, eða um tvítugs aldur, í Verslunarsköla Is- lands, í Reykjavík, og^ þar lauk hann námi með miklum heiðri, enda þótt hann í báðum nefndum skólum forfallaöist og lefðisl við nám sökum alvarlegra veikinda. En forsjónin hafði fært Siguröi í vöggugjöf sérlega fjiilhæfni og sannnefnt listaeðli, sem hann á ævivegi efldi á ýmsa lund fyrst og fremst með sjálfsnámi. 1 þvi sam- bandi má telja hæfni hans til íþróttaiðkana, sem hann á unga aldri lagöi rækt við með ágætum árangri og hvatti síöar æsku unt- hvejfis síns til að stunda. Með- fæddir hæfileikar til söngs og hljómlistar voru honum áhuga- efni til eflingar og til mikillar styrktar í félagslegum athöfnum um langa ævi. Án þess að hafa numið hjá öðrunt, heldur aöeins með eflingu og iðju eigin fram- taks, spilaði hann á fiðiu, har- nióniku, orgel og píanó og hafði auðveld tök á hljóðfærunum þótt spilað væri aðeins „eftir skyni heyrnarinnar". Rithönd hans var frábær og handbragð allt við dráttlist og meöferó á smiðatólum tjáði með- fædda hæfni hans á þessum svið- um. XXX A niorgni aldarinnar voru sann- ir drengir gagnteknir af þeim hugsjónum, sem þá voru efst á baugi. Aldamótaljóðin kveiktu neista í brjöstum hinna framsýnu og svo kom ungmennafélags- hreyfingin, bjóðandi fjölþætt verkefni þeim ungu, sem eitthvað vildu og sitthvaö gátu. Með stofn- un Ungmennafélags Svarfdæla á Dalvík gerðist Sigurður strax einn hinna djörfu framherja í þeirri sveit og hugsjónir og verknaður allur, tengdur þeim félagsskap eða bein afkvæmi hans, varð ákaflega sterkur og farsæll vettvangur starfa hans um nálægt hálfrar aldar skeið. Þar kom að góðu gagni hljóm- listarhæfni og söngrödd Sigurðar. Þar voru íþröltir af ýmsu tagi ræktar og af kappi stundaðar með köfium, með stoð og styrk hans, hvorl sem unt ræddi glíntur, sund eða aðra þætti á þeim meiði. En vafalausl á þó sá menningar- meiöur, setn lýtur aö leiklist félagsins og staðarins, engum ein- staklingi meira en honum, að þakka framgang og þroskaferil. Þar var hann „primus motór" allt frá upphafi æfinga til leiksloka hverju sinni um áratugi og i hverju leikriti. Gervi Ieikaranna voru langoftast aö tnestu eða öllu hans verk og ómæld voru þau dagsverk, sem hann lagöi þar af mörkum árlega. Félagshyggjan var Sigurði í blóð borin og sér- staklega þeir þættir, sem lutu að lista- og menningarmálum. Saga þeirra ntála í Svarfaðardal verður ekki rétt sögð nema hans sé getið að verðleikum í þeim samböndum. Frá upphafi vega og til elliára fyllti hann hóp þeirra, sem eldleg- um áhuga voru gæddir til eflingar hverri hugsjón, sent auka mætti manndóm og menningu í heil- brigðu félagslífi, og vart er of- mælt þótt fullyrt sé, að um ára- tugi hafi hann verið lífið og sálin í miirgum þeim athöfnum, sem félagsleg samlök færðu til vegs. Þjóðleg viöhorf voru ákaflega sterkur þáttur í fari hans og um- fram allt unni hann snyrti- mennsku. Tískufyrirbæri voru lítt að hans skapi, en fegurðar- skyn frábært og umhverfismenn- ing og listrænar athafnir, voru Sigurði alltaf yndisauki. XXX A vettvangi almennra hlut- verka til lífsframfæris var Sigurð- ur álíka fjiilhæfur og á sviði menningarmála. Við hefilbekk stóð hanrr bara í hjáverkum, ólærður að öðru en því, er hann hafði séð föður sinn aöhaf- ast á því sviði, en hvert hand- tak varð þar að listaverki. Véla- mennskan hóf innreið sína þegar liann var enn á unga aidri, og hana greip hann tveim hönd- urn, fyrst í skiprúmi og síöan sem umboðsmaður. þar sem lillu láni var að fagna. og svo varð hann fyrstur eigandi og ökumaður á bifreið í sinni sveit. En þetta voru aukaverk. Útgerð stundaði hann í félagi við Þorstein bróður sinn og að nokkru á eigin vegum og í sambandi við hana fiskv.erkun, þar serh heílum hópi af fólki var til verka stýrt, til óblandinnar ánægju fyrir alla aðilja, því að umgengni Sigurðar við starfslið hans var með ágætum. Sterkasti þátturinn í ævistarfi hans var þó kaupmennskan, þótt aldrei færði hún honum auð né nægtir nema rétt til framfæris honum sjálfum, eigin fjölskyldu stofriaði hann aldrei til, en marg- ar fjölskyldur áttu honum bæði þökk og mannlega tilveru að gjalda því að úr hans hendi fengu ýmsir vel greidd vinnulaunin, einkum þeir, sem við efnahags- lega örðugleika og heilsufarslega annmarka hlutu að etja. Um það get ég vel vitnað frá rúmlega tveggja ára þjónustu, er ég gegndi á hans vegum á sinum tíma. Með ágætum árangri eftir námsdvöl í Verslunarskólanum og síðan frá meira en árs dvöl við störf í Kaupmannahöfn, hlaut Sigurður að vera vel búinn undir sjálfstæðan atvinnurekstur í þágu kaupmennsku. Það hefur Hall- grimur heitinn Kristinsson, síðar forstjóri SlS, vafalaust séð og fundið þegar hann vildi gera Sigurð að útibústjóra KEA á Dal- vík. Af því varð ekki, af ástæðum, sem Siguröur hefur sjálfur sagt frá, en hér skulu ekki tjáðar, en verzlun stundaði hann á Dalvík þrátt fyrir það. Það var- sérstætt við kaup- mennsku hans, að hagur við- skiptamannsins var ævinlega i fyrirrúmi, hver sem í hlut átti. Ef kaupmaðurinn var óheppinn með innkaup þá benti Sigurður við- skiptamanningum alltaf á hlut- fallið milli verðs og vörugæða, og þar kom það ósjaldan fyrir, að ágóðahlutur verslunarinnar varð enginn af því að kaupmanni fannst ógerlegt að taka nokkuð fyrir snúð sinn, verslunarálagn- ing varð engin þegar svo bar und- ir. Frá Kaupmannahöfn kom hann með fyrsta reiðhjólið, sem sést hafði í okkar sveit. Þá voru vegir ekki komnir. Þegar hann keypti fyrsta bílinn voru vegastúfar um þorpið og nokkuð inn í sveitina. Hjólin snerust því á misjöfnum vegum og á torleiði í hendi Sigurðar, og hið sama var uppi á teningi í daglegum athöfnum þeirra atvinnugreina, sem hann lagði stund á enda varð hann aldrei efnaður maður þótt eigi hefði fjölskyldu á framfæri. Hann átti hluta á mótorbát um skeið og hann byggði hús og notaði þar eigið herbergi, en leigði öðrum annars að mestu. I fjölþættum verkefnum voru vinnudagar stundum langir, ekki af því að hann væri öðrum ár- risulli, heldur vegna þess, að ein- att var morgunsól af haffleti risin í norðri áður en til náða var geng- ið, um langdegi vors og sumars, enda annir þá mestar. XXX Með félagslega þjálfun frá æskuárum og alla tíð síðan var ósköp eðlilegt, að Sigurði væru falin hlutverk á sviði almennra athafna sveitarfélagsins. Þar kom í hans hlut um áraraðir að starfa í skólanefnd og skattanefnd. Þegar til undirbúnings og athafna kom um byggingu slippstöðvarinnar á Dalvik, var bæði eðlilegt og sjálf- sagt að Sigurður ætti þar sinn hlut að, þar var partur af hans áhugmálum. I stjórn Sparisjóðs Svarfdæla átti hann sæti um skeið. Má svo vera að enn séu ótalin hlutverk, sem hann rækti um langa stund eða skamma fyrir sveitarfélagið eða önnur samtök, en svo sem á er minnst var félagshyggjan sérlega ríkur þáttur og traustur í fari Sigurðar, frá vissum sjónarhóli þó með ólíkindum þar eð hann á aðra sveif var i stjórnmálaskoðun- um bjargtraustur sjálfstæðismað- ur. Eins og þegar er greint frá, safnaði Sigurður ekki fjármunum um langa ævi, en átti vel fyrir sig til framfæris. Meginhluta eigna sinna hafði hann ráðstafað með erfðaskrá nokkru fyrir dánardægur og ánafnað þær elliheimili, sem væntanlega mun reist verða á Dalvík. 1 ágætri umönnun systurdóttur sinnar og manns hennar naut hann elliáranna uns þörf á heimilisvist öldunga varð hlut- skiptið, en af því á slíkt heimili var enn ekki risið á Dalvík hlaut hann að leita á aðrar slóðir að lokum og dvaldi því þar tvö siðustu ár ævinnar, híð fyrra i Hveragerði og á Hrafnistu hið siðara. Þótt líkamskraftar færu ört þverrandi við leiðarlok, hafði hann enn þrótt til þess að sjá Dalvík og njóta útsýnisins þaðan, til hafs og til hárra fjalla, sumarið 1964. Frá dánarbeði á öndverðu landshorni liggur hinsta för Sigurðar Páls Jónssonar heim í sveitina aftur, þangað heim, sem hann sleit barnsskónum, sem allir leikir bernsku og æsku og ævi- störfin voru rækt með högum höndum og af heilum hug. Minningin um mætan son sveitarinnar mun lengi lifa. Gísli Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.