Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 19 nýjum hugmyndum | Einn af mörgum þáttum f samstarfi Norðurlanda á sviði tónlistar eru hinir svokölluðu „Norrænu músikdagar“ sem haldnir eru annað hvert ár, til skiptis í löndunum fimm. Þettá er eins konar tónlistarhátíð Norðurlanda, þar sem nútímatónlist skipar öndvegi og fer hún næst fram á íslandi 1976. Músikdagarnir eru haldnir á vegum norræna tónskáldaráðsins, sem er samband allra tónskáldafélaganna á Norður- löndum. Núverandi formaður ráðsins er Atli Heimir Sveinsson tónskáld og fengum við hann til að segja lítillega frá starfsemi þess. B Norræna tónskáldaráð- ið, sagði Atli Heimir, kem- ur saman til fundar tvisvar á ári og var síðasti fundur þess í Osló í febrúar sl. Það er skipað 10 mönnum, tveimur frá hverju landi; formönnum tónskáldafél aganna og venjulega einu öðru tónskáldi frá hverju landanna um sig. Tón- skáldaráðið er komið nokkuð til ára sinna, Jón Leifs var einn af stofnend- um þess og átti stóran þátt í að koma þvf á laggirnar. Að nokkru leyti má líta á þetta ráð sem verkalýðs- félag tónskálda. Það fjallar um sameiginleg hagsmuna- mál og reynir gjarnan að styðja þau baráttumál, sem ofarlega eru á baugi í hverju landanna fyrir sig. Það stendur jafnframt fyrir norrænu músik- dögunum, sem síðast voru haldnir I Danmörku en verða næst hér, sfðan í Sví- þjóð, þá Noregi og Finn- landi. Við höfum tvisvar haldið norræna músik- daga, fyrst árið 1954 og aft- ur 1967 — þeir áttu raunar að vera 1966 en töfðust af einhverjum ástæðum. Leit- að hefur verið stuðnings ýmissa aðila við að halda þessa hátíð. Síðast tók Rfkisútvarpið að sér fram- kvæmdina og gerði það svo myndarlega og eftirminni- lega, að til þess er enn tek- ið meðal frænda okkar og vina á Norðurlöndum. Þeir höfðu þá mestan veg og vanda af henni pólski hljómsveitarsjórinn Bod an Wodizcko og Þor- kell Sigurbjörnsson tón- skáld, sem þá var starfs- maður Ríkisútvarpsins. Undirbúningur næstu hátfðar, hélt Atli áfram, var eitt helzta viðfangsefni fundar norræna tónlistar- ráðsins í Osló. Þar var sú stefna nörkuð að sjá um, að öllum tónlistarformum væri ætlaður sess á efnis- skrám hljómleika músik- daganna i framtíðinni. Til þessa hafa alltaf verið haldnir kirkjutónleikar, kammertónleikar og hljómsveitartónleikar en flutningur elektróniskrar tónlistar verið tilviljunum háður. Nú stendur til að innlima hana í kammer- múskikina og gera jafn- framt að skyldu að flytja músikdramatísk verk á borð við kammeróperu og verk fyrir mixed media. — Hvernig músik er það? — Kammeróperur eru bara óperur ætlaðar fyrir lítið leiksvið, fáa flytjend- ur og fábreyttan búnað, slík verk ætti t.d. að mega flytja í Norræna húsinu. Þetta form hefur orðið dálftið vinsælt upp á síð- kastið og nokkuð verið samið af slíkum verkum, til dæmis fékk Per Nörgaard tónlistarverð- laun Norðurlanda sfðast fyrir kammeróperuna Gil- gamesh. Af eldri verkum slíkum mætti nefna Sögu hermannsins eftir Stravinsky. Með tónverk- um fyrir mixed media er aftur átt við músik við hin- ar ýmsu listgreinar, kvik- myndir, ballett, leiklist, myndlist o.s.frv., þ.e. verk sem höfða svo að segja til allra skilningarvita. Hugmyndin er að gera tilraun með að flytja þetta allt í sameiningu og sjá hvernig það gefst. Við höf- um áhuga á því að draga úr þeirri stifu flokkun á músik, sem hefur viðgeng- ist. Út úr fílabeinsturn- inum? — Hvenær gerið þið ráð fyrir að halda músik- dagana. — Upphaflega var miðað við að hafa þá í sambandi við næstu listahátíð þar sem hana ber upp á sama ár. Nú skilst mér hins veg- ar, að örlög hennar séu óráðin, en við höldum okk- ar striki eftir sem áður og höfum farið þess á leit við Sinfóníuhljómsveitina að hún sjái um tvenna hljóm- sveitartónleika. Svo er ætlunin að hafa 4 kammer- tónleika og einnig gerum við ráð fyrir einum hljóm- leikum með fslenzku áhugafólki. Það er ekki ai- veg ákveðið, hverjir taka þátt f þeim, en væntanlega verða það nemendahljóm- sveit Tónlistarskólans, Karlakór Reykjavíkur, skólakór menntaskólans í Hamrahlíð kirkjukór Háteigssóknar og e.t.v. hópur nemenda úr tón- listarskólanum í Reykja- vík. Við höfum sent um- sókn til NOMUS um tón- verk handa þessu áhuga- fólki á ýmsum aldri. Þetta var reynt í Kaupmanna- höfn seinast og sömdu þá fimm tónskáld verk fyrir börn að flytja. Ákveðið var að breyta til núna og athuga, hvort tónskáldin hefðu upp á eitthvað að bjóða, er áhugafólki hentaði. Markmiðið með þessu uppátæki er m.a. að athuga, hvort tónskáldin geti brotizt út úr þeim „fílabeinsturni" sem oft er sagt, að nútímamúsik sé setzt að í. Loks er þess að geta, að tilraun hefur verið gerð til að færa dálítið út svið norrænu músikdaganna með þvf að bjóða öðrum þjóðum þátttöku. Síðast buðu Danir Pólverjum að vera með og fyrirhugað er, að Kanada verði 6. landið hjá okkur. Er þetta gert til þess að kynna þessum þjóðum norræna músik og gefa okkur færi á að bera okkar st^rf saman við það, sem þeir hafa fram að færa. — Hvers vegna Kanada- menn hér, er það vegna tengslanna við flautu- leikarann Robert Aitken? — Já, meðal annars, við höfum mjög gott samband við hann og hann hefur unnið vel fyrir okkur — og jafnframt vegna þess, að við liggjum milli gamla heimsins og hins nýja. Við eigum von á u.þ.b. 15 manna hóp frá Kanada, sem flytur kanadísk og norræn verk. — Svo vikið sé að öðrum viðfangsefnum norræna tónskáldaráðsins, hver eru þau helzt? — Eins og ég nefndi áð- an, sagði Atli, er tónskálda- ráðið hagsmunasamtök tónskálda á Norðurlöndum og komu þvf til umræðu á Oslóarfundinum ýmis mál, er varða afkomu tónskálda. Sérstaklega höfum við í því sambandi lagt áherzlu á viðurkenningu og vernd- un höfundarréttar, svo að tónskáld fái þær tekjur af hugverkum sínum, að þau geti lifað af þeim. Löggjöf um höfundarrétt er mis- munandi á Norðurlöndum. Sennilega er íslenzka lög- gjöfin hvað hagstæðust, hún er yngst og tekur yfir allan höfundarrétt. Af norrænum lögum tekur hún mest tillit til höfunda og þar kemur skilyrðis- laust fram sú afstaða, að hugverk sé eign höfundar. Rætt hefur verið um að samræma höíundar- réttarlögin á Norðurlönd- um svo sem gert hefur verið á fleiri lagasviðum — og taka þá mið af íslenzku löggjöfinni. Hér heima hafa lög um höfundarrétt raunar alltaf verið allgóð,- miðað við það sem gerðist annars staðar, allt frá tíma Hannesar Hafstein. Menn byrjuðu mjög snemma að sinna þessu máli hér á landi. Nú er það mjög f sviðs- ljósinu því að þarna eru þó nokkrir fjármunir í húfi og það skiptir meginmáli fyr- ir framtið tónsmíða. Vilja tónlistar- verðlaunin árlega Annað hagsmunamál tónlistarmanna, sem hefur töluvert verið rætt er að efla og auka tónlistarskipti milli landanna, til dæmis í því formi, að ríkishljóm- sveitir, útvarpshljómsveit- ir og aðrir, sem stunda tón- leikahald leiki meira af músik norrænna tón- skálda, annarra en frá heimalandinu. Þannig fengist fyrr og betur vitneskja um það sem er að gerast hjá frændþjóðun- um. Er nú unnið að því að hafa samband við alla slíka aðila f löndunum fimm og reyna að þoka þessu máli áleiðis. Þess ber að geta, að tón- skáldin hafa yfirleitt all- góða aðstöðu til að fá verk sfn flutt í heimalandinu. íslenzkir tónlistarmenn og hljóðfæraleikarar eru til dæmis mjög fúsir að flytja íslenzkar tónsmíðar og hafa gjarnan frumkvæði í þeim efnum, — en þeir flytja kannski minna af músik frá hinum löndun- um. Og svipað er að segja þar. Enn er okkur kappsmál, að tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs verði veitt árlega eins og bók- menntaverðlaunin en ekki annað hvert ár, eins og nú tíðkast, — svo og, að verð- launaupphæðirnar séu jafnháar. Það hefur komið til tals, að norræna tón- skáldaráðið setti fram uppástungur um verðlauna hafa, — ekki svo að skilja að við séum ekki ánægðir með starf dómnefndanna, sem verðlaunaveitingun- um hafa ráðið. Þetta er ein- ungis spurningum hagræð ingu og kannski sparnað. Það fer alltaf eitthvert fé í starf nefnda á borð við tón- skáldaráðið og því gæti kannski verið hagkvæmt, að það hefði þarna hönd í bagga, það kemur hvort sem er saman til fundar tvisvar á ári. Það fé, sem þarna sparaðist, mætti nota til að hækka verðlaun- in. Þá hafa tónskáld áhuga á frekari aðild að NOMUS- nefndunum, sem vinna að norrænni tónlistarsam- vinnu. Ég held að starf þessara nefnda hafi verið mjög gott, en tónskáldun- um hefur fundizt þau dálít- ið sniðgengin um sæti í nefndunum. Sambærilegt við formbreytingar Ijóðlistarinnar — Það kom fram hjá Árna Kristjánssyni, píanó- leikara, formanni íslenzku NOMUS-nefndarinnar í samtali við Morgunblaðið á dögunum, að xslenzk tón- skáld hefðu notið verulega góðs af pöntunarverkasam- starfi Norðurlanda. Hvað viltu segja um það? — Já, það er hárrétt, það er ætlazt til að þeir aðilar, sem panta verk til flutn- ings leiti út fyrir eigin landsteina til hinna Norðurlandaþjóðanna og Islendingar hafa notið mikils góðs af þessu starfi. Jón Nordal fékk fyrsta pöntunarverkið, að mig minnir, það var „Leiðsla", sem sinfóníuhljómsveitin í Bergen frumflutti. Og ég held mér sé óhætt að segja, að hann sé að semja annað verk núna fyrir sænska hljómsveit. Því næst fékk Páll P. Pálsson pöntun á verki, sem hann skrifaði fyrir blásarakvintett sin- fóníuhljómsveitarinnar í Stokkhólmi, mjög skemmtilegt verk, sem hef- ur verið flutt víða um lönd. Þar næst gerði Þorkell Sigurbjörnsson elek tróniskt verk „Fipur“ i Stokkhólmi, en þar er mjög gott elektróniskt stúdío. Siðan kom verk mitt. „Flower Shower", sem var skrifað fyrir sinfóníu- hljómsveitin í Norkjöping og auk þess var ég að skrifa annað verk fyrir dómkirkjuna í Gautaborg, orgelverk, sem ég nefni „Iter Mediae Noctis“ eða „Ferð gegnum miðnættið". Ragnar Björnsson organ- leikari flutti það. Þá var flutt pöntunar- verk eftir Jón Ásgeirsson á norrænu músikdögunum f Kaupmannahöfn, en það var gert fyrir barnakór danska útvarpsins. Það var við ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og nefndist „Á þessari rímlausu skálm- öld“. Loks held ég hafi ver- ið pöntuð tvö jazzverk hjá Leifi Þórarinssyni og flutt af Nordjazz kvintettinum. Allt hefur þetta verið gert með milligöngu NOMUS-nefndanna og er okkur að sjálfsögðu mikil uppörvun. — Kannski við minn- umst þá að lokum á hljóm- grunn ykkar meðal hlustenda, hvernig hefur aðsóknin verið að tónleik- um þar sem nútimamúsik hefur verið ráðandi: — Hún er afar misjöfn, svaraði Atli, og fer talsvert eftir löndum. Hér heima höfum við ekki þurft að kvarta, til dæmis var tals- vert mikil aðsókn að ISCM tónleikunum á Kjarvals- stöðum vorið 1973, að vísu voru það ekki stórir salir, en áhuginn virtist talsvert mikill. Það sem hefur verið að gerast i músik er að verulegu leyti sambærilegt við það, þegar menn hættu að nota rím í skáldskap. Sú var tíðin, að menn rök- ræddu tilvistarrétt hins svokallaða atómskáldskap- ar i fúlustu alvöru. Þeir dagar eru löngu liðnir og sama gerist í tónlistinni. Það tekur tíma að venjast nýjum hugmyndum. — mbj. Samtal vlð Atia Helml Svelnsson tðnskáld um start norræna tónskáldaráðslns og norrænu múslkdagana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.