Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 Sigurður Dagsson: Þettaeruhögg, enekkiskotfrá honumAsgeiri ENN IIEFUR Landsliðsnefnd KSl ekki tilkynnt hvaða 11 leikmenn hefja leikinn Kej{n Friikkum á sunnudaginn. Eigi að síður erum við Morgunblaðs- menn nokkurn vej{inn vissir um að það verður Sigurður Dagsson sem kemur til með að verja mark íslenzka liðsins. Sigurður hefur átl góða leiki með Val í vor og það ka>mi meira en lítið á óvart ef Arni Stefánsson yrði seltur í markið, en hann hefur ekki leikið landsleik fram að þessu. Sigurður Dagsson er hins vegar leikmaöur sem býr yfir mikilli reynslu. Hann hóf að leika með meistaraflokki Vals fyrir nákvæmlega 10 árum, var þá beðinn um að vera með vegna markmannshallæris hjá Val, eins og hann sagði sjálfur er við ræddum við hann i gær. Á þessum 10 árum hefur hann leikið 9 landsleiki og leikurinn á sunnudaginn verður hans tíundi. Sigurður er þrítugur íþrótta- kennari og síðustu landsleikir hans voru gegn Belgíumönnum ytra árið 1972. Þeir leikir voru i undankeppni Heimsmeistara- keppninnar og lauk báðum með 4:0 sigri Belgana. Sagði Sig- urður að hann reiknaði með að Frakkarnir lékju svipaða knatt- spyrnu og Belgarnir og gæti ekki neitað því að hann væri hálfsmeykur „við þessa karla“. — Ég hef svona fengið for- smekkinn af skotum þeirra reikna ég með eftir að hafa þurft að verja frá Ásgeiri Sig- urvinssyni á æfingum, sagði Sigurður. — Þetta eru ekki skot sem koma frá drengnum, þetta eru högg. Sigurdur byrjaði sinn feril með Val á skemmtilegan hátt, þvi félagið varð bíkarmeistari sama ár. Síðan fylgdu tveir ts- landsmeistaratitlar og árið 1968 sigraði liðið aftur i bikarkeppn- inni. Síðan kom löng bið eftir meistaratitli og það var ekki fyrr en í fyrra að Valsmenn urðu aftur meistarar, unnu nýbakaða Islandsmeistara Akurnesinga 4:1 i úrslitum bikarkeppninnar. Sigurður varð fyrir þvi óhappi að handleggsbrotna árið 1973 og sagðist þá hafa verið alvarlega að hugsa um að hætta knattspyrnuiðkunum, en fyrir hann eins og svo marga aðra er það hægara sagt en gert að segja skilið við íþróttina. — Máður er alltaf að hætta og svo verður aldrei neitt af því, sagði Sigurður. Að lokum spurðum við Sig- urð hvernig hann héldi að leik- urinn færi. — Ég vil ekki spá unt úrslit, en það eitt er öruggt að við munum allir gera okkar bezta. Helgi Daníelsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður: Stóð mig þokkalega þrátt fyrir ÞAD var 2. júní 1957 að tslendingar léku sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu gegn Frökkum. Leikurinn fór fram í Nantes í Frakklandi og endaöi með stórtapi fslenzka liösins, 0:8. I marki íslenzka liösins stóð Helgi Danfelsson, núverandi for- maöur Mótanefndar KSl. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Helga í gær og bað hann að segja frá þessum leik. Sagðist Helgi hafa staðið sig allþokkalega í þessum leik þó svo að hann hafi mátt gjöra svo vel aö hirða knött- inn átta sinnum úr netamöskvun- um. — Frakkarnir voru með geysilega sterkt lið á þessu tíma- bili og ef ég man rétt þá urðu þeir f þriðja sæti i Heimsmeistara- keppninni ári eftir að við lékum fyrst gegn þeim, en sá leikur var einmitt í forkeppni HM. — Ég man nú ekki nákvæm- lega gang leiksins, né eftir ein- stórtap stökum leikmönnum. Þó er mér minnisstæður hægri útherjí franska líðsins. Hann var blökku- maður frá Alsír að ég held, frábær listamaður með knöttínn. Hann einlék fram og aftur um völlinn og lét sér ekki nægja að „sóla“ islenzku varnarmennina einu sinni, heldur kom hann til baka og lék á þá aftur. Ég held hann hafi ekki gefið knöttinn á samherja í eitt einasta skipti allan leiktímann. En þó hann hafi verið snjall að leika sér, þá gagnaði hann liði sínu lítíð og ég held að þessi leikur hafi verið hans síð- asti fyrir Frakkana. — Eg man það að við fengum eitt mjög gott marktækifæn í leiknum. Þórður Jónsson komst aleinn innfyrir vörn Frakkanna og framhjá markverði þeirra. Ég var búinn að bóka mark og knött- urinn stefndi í bláhornið i rúm- lega eins metra hæð. En á mark- Mynd þessi er af þeim leikmönnum Frakka, sem léku landsleikinn gegn Portúgölum í síðasta mánuði. Leikmennirnir eru, í fremri röð frá vinstri: Adams, Trésor, Bracci, Guillon, Charrier, Jodar. I aftari röð eru Parizon, Huck, Coste, Michel og Bereta, sem var fyrirliði liðsins. Þrír þessara leikmanna komu ekki hingað til lands, þeir Carrier, Jodar og Coste. Leikmenn með mikla reynslu, en lélegan árangur á útivelli ÞAÐ franska landsliö sem hleypur inn á Laugardals- völlinn á sunnudaginn til leiks við íslenzka landsliö- ið, er skipað þrautreyndum atvinnumönnum í knatt- spyrnunni. Allir hafa þeir áður leikið með landsliði og meðalaldur leikmanna liðs- ins er rúmlega 25 ár, yngsti leikmaðurinn er 22 ára og sá elzti er 31 árs. Síðustu tvö ár hafa Frakkarnir leikið 13 lands- leiki og þá gjarnan viö mjög sterk lið. Hafa Frans- mennirnir unnið 5 þessara leikja, tapað jafn mörgum línunni kom einn frönsku varnar- mannanna á fullri ferð og „klippti" knöttinn skemmtilega aftur fyrir sig og út á völlinn. Ég held þetta sé ein glæsilegasta björgun á marklínu sem ég hef séð. — Ef ég á að spá um leikinn á sunnudaginn þá er ég svona hóf- lega bjartsýnn á úrslitin. Mín reynsla er sú að þegar minnst bjartsýni ríkir þá verða úrslitin alltaf þægilegust. Ég veit að strákarnir geta sýnt stórgóðan leik, það sá ég í A-Þýzkalandi f fyrra. Við megun þó ekki gera okkur of miklar vonir. Frönsku atvinnumennírnir eru að ljúka sinu knattspyrnutímabili, en við að byrja okkar svo aðstöðumunur- inn er mikill. Við skulum bara vona að vel gangi og strákarnir eigi þarna einn af sínum stóru dögum, sagði gamla landsliðs- kempan Helgi Daníelsson að lok- um. leikjum og gert þrjú jafn- tefli. Á þessu ári hefur franska liðið aðeins leikið einn landsleik og var sá við Portúgal og töpuðu Frakk- ar 0:2. Ásgeir Sigurvinsson sá þann leik og fannst ekki mikið til franska liðsins koma. Síðustu 2 árin hafa Frakkarnir unnið eftirtalin landslið: Grikk- land 3:1, Danmörku 3:0, Rúmeníu 1:0, Pólland 2:0 og Ungverjaland 2:0. Frakkarnir hafa tapað fyrir Sovétríkjunum 0:2, V-Þýzkalandi 1:2, Argentínu 0:1, Belgíu 1:2 og Portúgal 0:2. Jafnteflisleikir Frakkanna voru gegn Tékkum 3:3, Irum 1:1 og A-Þjóðverjum 2:2. Það er athyglisvert að Frakk- arnir hafa aðeins unnið einn leik á útivelli síðan í maí 1973. Sá sigur vannst gegn Pólverjum í september i fyrra. Á heimavelli hafa þeir hins vegar fengið 10 stig af 14 mögulegum siðustu 2 árin. Greinilega erfiðir heim að sækja en ekki eins sterkir á útivelli. Mjög litlar upplýsingar hafa borizt um frönsku leikmennina, leikjafjölda þeirra með landsliði og þess háttar. Þó er enginn vafi á því að lið Frakkanna er mjög sterkt og róðurinn fyrir íslenzku leikmennina í leiknum á morgun verður án efa erfiður. Tveir af leikmönnum franska landsliðsins leika með Frakklandsmeisturun- um Saint Etienne. Eru það varn- Sex leikir — sex töp ISLAND hefur sex sinnum leikið landsleik við Frakka í knatt- spyrnu og enn ekki tekizt aö ná stigi af Frökkunum. Urslit leikjanna hafa orðið sem hér segir: 1957: Frakklancl —Island S:0 1957: lsland — Frakkland 1:5 1966: Island — Frakkland 0:2 1970: Island — Frakkland 0:1 1971: Frakkland — Island 1:0 armaðurinn Lopez, sem er yngsti leikmaður franska landsliðsins, og miðvallarspilarinn Larque. Léku þeir ásamt félögum sínum í Etienne gegn Bayern Múnchen í undanúrslitum Evrópumeistara- keppninnar og stóðu sig vel þó svo að þeir mættu ekki við ofur- eflinu. Þeir 16 leikmenn sem hingað komu í gær og skipa franska landsliðið koma frá 9 fé- lögum og leika flest þeirra í frönsku 1. deildinni. Flestir leik- menn koma frá félögunum Nice og Marseille, þrír frá hvoru. Keflvíkingar hættu eftir 20 mínútna leik við landsliðið ÍSLENZKA knatt- spyrnuliðið, sem á sunnudaginn leikur gegn Frökkum, ætlaði í fyrrakvöld að leika æfingaleik gegn Keflvík- ingum í Keflavík. Nokkuð varð sá leikur þó styttri en ráð haföi verið fyrir gert, en leik- urinn átti að vera 3x20 mínútur. Að fyrstu 20 mínútunum loknum héldu Keflvíkingarnir til búningsklefa sinna og sáust ekki meira. Er Keflvíkingarnir hættu var staðan 0:0 og í stað þess að ljúka leikn- um við Keflavík tók landsliðið létta æfingu. Voru rifjaðar upp leik- aðferðir þær sem gáfu svo góða raun í lahds- leikjunum gegn Dönum og A-Þjóðverjum í fyrra- haust. Einnig voru æfðar skotæfingar í fyrrakvöld. í gærkvöldi æfði landsliðið svo á hin- um skemmtilega velli í Kópavogi, sem er án efa bezti grasvöllurinn um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.