Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAl 1975 3 Höfundaleikhúsinu vel tekið FRUMSÝNING á verki Höfunda- leikhússins, Hlæðu Magdalena. hlæðu, eftir Jökul Jakobsson, fór fram að Hótel Loftleiðum sl. fimmtudagskvöld að viðstöddum forsetahjónunum og fleiri gest- um, þar á meðal fulltrúum Kín- verska alþýðulýðveldisins. Húsið var fullskipað áheyrendum og var leikendum og höfundi fagnað ákaft í leikslok. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugs- son, en leikendur Herdís Þor- valdsdóttir og Þóra Friðriksdótt- ir. Næstu sýningar verða í kvöld, laugardag kl. 20.00 og 21.30. Það eru jafnframt siðustu sýningar verksins. Skipafélögin: 22% meðaltalshækkun á flutningi stykkjavöru RlKISSTJÓRNIN hefur staðfest þá ákvörðun verðlagsnefndar að heimila skipafélögunum 22% meðaltalshækkun á flutningi .stykkjavöru til landsins en undir þá skilgreiningu munu falla 30% af öllum flutningi skipafélag- anna. Hækkunin er breytileg eftir því frá hvaða löndum varan er flutt. Fyrir vöru frá flestum löndum er hækkunin 13,2% en mun meiri á flutningi vöru frá Bandaríkj- unum og Bretlandi eða um 49%. Er ástæðan sú, að þar er verið að leiðrétta að hluta mismun, sem orðinn var vegna fallandi gengis dollara og sterlingspunds. V öraskipta- jöfnuður hag- stæður í aprílmánuði Vöruskiptajöfnuðurinn i aprilmánuði varð hagstæður urn 268 milljónir króna og er það fyrsta sinni um alllangan tima, sem slikt á sér stað. Þrátt fyrir þetta er vöruskipta- jöfnuðurinn þó óhagstæður fyrstu fjóra mánuði ársins um rúmlega? milljarða króna. Sambærilegar tölur frá ár- inu 1974 voru þær að vöru- skiptajöfnuðurinn var þá óhagstæður um 740 milljónir í april, en fyrstu fjóra mánuði ársins var hann óhagstæður um 3,3 inilljarða króna. Þess ber að geta að tölur þessar eru ekki fyllilega sambærilegar, þar sem tölurnar frá í fyrra eru miðaðar við gengi, sem gilti fyrir gengisbreytinguna 14. febrúar 1975, en verðupp- hæðir fyrir marz og apríl 1975 eru miðaðar við gengisskrán- ingum eftir þann dag. Félagsstarf aldraðra: 130 konur hafa unnið ómehinlegt sjálfboðastarf t 1653 skipti hafa sjálfboðaliðar, 130 konur frá 10 kvenfélögum safnaða, Rauða krossi og eldri skátum, komið og lagt lið við tómstundastarfið, sem Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar rekur fyrir aldraða 1 borginni á Norðurbrún 1 og Hallveigarstöð- um, en vetrarstarfinu er að ljúka og af því tilefni bauð borgarstjóri konunum til kaffidrykkju á Höfða í gær og þakkaði þeim þetta ómetanlega framlag. Sé reiknað með að í hvert skipti sé verið í 4 klst. sagði hann að þetta vinnuframlag sparaði borginni 2—2'A milljón króna. Það væri þó ekki aðalatriðið, heldur miklu fremur að með þessu fyrirkomu- lagi skapaðist sá góði andi og tcngsl milli aldraða fólksins og þeirra sem annast þjónustuna, sem ekki mundi koma til skila annars. Félagsstarf aldraðra í Reykja- vík er byggt upp og rekið innan ellimáladeildar Félagsmálastofn- unar. Geirþrúður Hildur Bern- höft veitir deildinni forstöðu, en Helena Halldórsdóttir hefur um- sjón með daglegum rekstri félags- starfsins. Það hófst í Tónabæ 1969, en er nú rekið i Norðurbrún 1 og á Hallveigarstöðum. Á Norð- urbrún er félagsstarf fyrir aldr- aða borgara alla dagá vikunnar í húsnæði, sem sérstaklega er hannað og útbúið fyrir slíkt. Það hefst tvisvar í viku kl. 9, en þrisv- ar kl. 1 og lýkur kl. 18 dag hvern, frá 1. september til 1. júlí. Þar liggja frammi blöð og tímarit, upplýsingaþjónusta er um mál- efni aldraðra, strætisvagnakort og matarkort RKl eru seld, bóka- útlán er frá Borgarbókasafni og lánaðar út að meðaltali 150—170 bækur í hvert sinn. Margskonar þjónusta er, svo sem fótsnyrting, hársnyrting, baðhjálp, sem hjúkr- unarkona veitir, en þessarar þjón- ustu njóta mánaðarlega um 200 gestir. Og leikfimi fyrir aldraða er einu sinni í viku og við vaxandi áhuga, en um 30 taka venjulega þátt í tímum. Þá er margskonar klúbb- og fræðslustarfsemi, kennsla í ensku, skák, föndri og margskonar handavinnu og spilað er og opið hús einu sinni í viku. Á Hallveigarstöðum er opið hús hvern mánudag kl. 1—5.30, útlán á bókum 95—110 hvert sinn, föndur er á hverjum þriðjudegi og félagsvist annan hvern þriðju- dag. Gestir vikulega að Hallveig- arstöðum eru 200—230. I jóla- fagnaði á báðum stöðum mæta 300—400 gestir og farnar eru 2—3 leikhúsferðir með 100—130 þátttakendum. Eftir að vetrarstarfi lýkur er haldið uppi sumarstarfi. Farnar eru ikoðunarferðir fyrir aldraða á ýmsa staði innán borgar og utan og á sýningar. Þátttakendur sl. sumar voru 690 samtals og eru ferðirnar mjög vinsælar. I ár hefj- ast þær 19. júní og lýkur 31. ágúst. Sumarið 1973 var farið í orlofs- ferð í fyrsta sinn og dvöldu þá 23 gestir á Löngumýri í Skagafirði 7.—18 ágúst. 1974 fóru þangað 3 hópar og í ár hefur verið samið um dvöl fyrir 4 hópa og verður lagt af stað í fyrstu ferðina 23. júní n.k. Þetta starf er í samvinnu við þjóðkirkjuna. Rallý-keppni F IB 24. mai 1975 Akstursleið og timovaröstö&var tveimur flokkum. jeppaflokki og flokki annarra bíla. Ekið verður eftirtalda leið frá Loftleiðum, Vesturlands- veg, Olfarsfellsveg, Hellisheiði, Svínahraun, Hellisheiöi, Þor- lákshafnarveg, Krísuvíkurveg, Reykjanesbraut, Vífilsstaðar- veg, (Jtvarpsstöðvarvegur, nið ur Breiðholt, Miklubraut til Loftleiða Hótels. Samtals 154 km 145 m og er áætlaður öku- timi 2 klst. 45 min. á hverja bifreið. Bifreiðar eru ræstar frá Hót- el Loftleiðum sú fyrsta kl. 1.31 og síðan með einnar rnínútu millibili. Halldór E. Sigurðsson samgöngumálaráðherra opnar keppnina með ávarpi. Bifreiðar eru með greinilegum rásnúmer- um og auglýsingum. Vegfar- endur eru beðnir að hliðra til ef hægt er fyrir keppendunt og starfsmönnum. Sérstök keppn- isskrá er gefin út með öllum upplýsingum um keppnina. Að- gangur verður ekkí seldur. F.l.B. lét gera sérstakan minn- ispening í tilefni keppninnar. Peningurinn er teiknaður og steyptur af Gull- og silfur- smiðju Bárðar Jóhannessonar, upplag er 150 stk. og fáein ein- tök óseld. Sérstakt póstkort er gefið út og untslag og er hvort tveggja númerað. F.t.B. sendir póst með fyrsta bíl stimplaðan á keppnisdag. Talstöðvarbílar fé- 54 þátttakendur í fyrstu íslenzku -rally-ökukeppninni FY’RSTA rally-ökukeppnin sem haldin er hérlendis verður f dag, laugardag. Það er Félag íslenzkra bifreiðaeigenda sem heldur keppnina. Hún fer fram á venjulegum bifreiðum á al- mennum vegum og samkvæmt umferðarlögum. Samtals verða eknir rúmir 154 kflómetrar og hefur akstursleiðinni verið haldið vandlega leyndri fram til þessa en mynd af leiðinni birtist með þessari frétt. Þátt- takcndur eru 54 og keppa þeir í laga úr F.I.B. verða staðsettir á öllum tímavarðstöðvum og gangi keppninnar yerður lýst jafnóðum i Ráðstefnusal Hótels Loftleiða, og er öllum velkomið að fylgjast með því sem fram fer þar. Þátttakendur f fyrstu rally-ökukeppninni hér á landi. BORGARSTJÓRI, Birgir ísl. Gunnarsson, þakkar sjálfboðaliðum fyrir ómetanlegt starf í félagsstarfi aldraðra í borginni í Höfða í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.