Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAt 1975 15 umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON Hér scst hinn tvöfaldi sigur- vegari á hvítasunnukappreið- um Fáks, Sleipnir, koma í mark á skeiði. Knapinn á Sleipni er Reynir Aðalsteins- son á Sigmundarstöðum en eigandi Sleipnis er Gylfi Jóns- son. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Skeifukeppnin 1975 að Hólum FYRIR skömmu fór fram á Bændaskólanum að Hólum i Hjaltadal Skeifukeppnin 1975. Vcrðlaun í keppninni voru Morgunblaðsskeifan, gefin af Morgunblaðinu. Áður hefur hér 1 þættinum verið skýrt frá úrslitum skeifukeppninnar á Hvanneyri. En Morgunblaðið veitir þessi verðlaun á báðum bændaskólunum fyrir besta árangur við tamningu ung- hrossa. Vill blaðið með þessu móti hvetja alla unga hesta- menn til að leggja stund á tamningar. Nemendur Bændaskólans á Hólum hafa með sér hesta- mannafélag og ber það nafnið Hreinn. Auk nemenda er kenn- urum og starfsfólki skólans heimilt að taka þátt í starfsemi þess. Verkefni félagsins eru einkum fólgin i því að fá ýrnsa fróða og reynda hestamenn til að koma og segja frá samskipt- um sínum við hross og flytja erindi um einstök atriði s.s. dóma, tamningar og ræktun. 1 þessu sambandi hafa einnig verið kvikmyndasýningar. Þá á félagið nokkurt magn reiðtygja, sem nemendur geta fengið til afnota. Síðast en ekki síst annast félagið að hluta til um hesthús staðarins. Skólinn leggur til starfsmann til að gefa hrossunum en nemendur skipt- ast á um að hreinsa hesthúsin. Á hverjum vetri hefja nem- endur tamningu unghrossa, sem mörg hver eru svo leidd fram í Skeifukeppninni. Leið- beinandi við þessar tamningar er Magnús Jóhannsson, ráðs- maður á Hólum. Urslit keppn- innar nú urðu þau að Sigur- vegari varð Ragnheiður Hjör- leifsdóttir, Heggstöðum Borg- arifðri. Fjórir næstu urðu allir jafnir að stigum. Þeir voru: Jón Pétur • Ölafsson, Hafnarfirði, Jósef Valgarð Þorvaldsson, Sveinatungu, Borgarfirði, Sigurgísli Kolbeinsson, Reykja- vík og Sigurður Björnsson, Kópavogi. Morgunblaðið þakkar kepp- endum þátttöku i keppninni og óskar sigurvegurunum til ham- ingju með árangurinn. Um hclgina 60 hross keppa hjá Gusti KAPPREIÐAR Hcstamanna- félagsins Gusts í Kópavogi fara fram á morgun, 25. mai, og hefjast kl. 13.30. Kappreið- arnar fara fram á velli félags- ins á Kjóavöllum. 1 dag kl. 14.00 verða gæðingar félags- manna dæmdir á Kjóavöllum. Til keppni i hlaupum á kapp- reiðunum eru skráð um 60 hross. Keppnisgreinar verða 250 m skeið, 250 m unghrossa- hlaup, 300 m stökk, 1500 m brokk, einnig verður keppt i 250 m yfirferðartölti. t skeiðinu er sennilegt að þeir Ljúfur, Harðár G. Alberts- sonar, og Vafi, Erlings Sigurðs- sonar keppi um fyrsta sætið. Mörg kunn hross keppa i 250 m unghrossahlaupinu og erfitt er að segja um hver séu likleg- ust til sigurs. Þó má ætla að baráttan verði milli Jerimíasar, Björns Baldurssonar, Hreins, Harðar G. Albertssonar, og Freydisar, Arnar Þórhaijssonar en miklu getur ráðið hvernig hrossin veljast saman í riðla er verða fjórir i þessari grein. 1 300 m stökkinu keppa ýmsir hestar, sem vanari eru lengri hlaupum, má þar nefna Breka, Trausta Þórs Guðmundssonar, og Loft, Ragnars Tómassonar. Gera má ráð fyrir mjög harðri keppni i þessu hlaupi þvi auk þessara tveggja hesta mæta til leiks Botna-Brúnn, Harðar G. Albertssonar og Sigurbjörns Bárðarsonar, Stjarni, Hólmars Pálssonar, Geysir, Helgu Claes- sen og Muggur, Sigurbjörns Bárðarsonar. Blesi, Valdimars Guðmunds- sonar, sem sigrað hefur í brokk- inu bæði á vorkappreiðum Fáks og Gusts og hvítasunnukapp- reiðunum, er meðal keppenda i 1500 m brokki. Keppni i 250 m yfirferðartölti er nýjung og verður því skemmtilegt að fylgjast með framvindu þessarar töltkeppni. Firma- keppni Fáks I DAG kl. 15.00 hefst á skeió- velli Fáks á Vfóivöllum hin ár- lega firmakeppni Hestamanna- félagsins Fáks. Um 240 fyrir- tæki og jafnmörg hross taka þátt í kcppninni en keppt veróur í tveimur flokkum, fuil- oróinsflokki og unglingaflokki yngri en 16 ára. Fyrirtækin, sem sigra f hvorum flokki fá til varóvcislu farandhikara. 1 full- oróinsflokki er þaó hikar gef- inn af Ilalldóri Siguróssyni gullsmió, Skólavöróustíg 2, en i unglingaflokki gcfur Verslun- in Sport, Laugavegi 13, bikar- inn. Þrjú efstu fyrirtækin hljóta bikara til eignar. Knapar, sem veróa í þrem efstu sa'Umum í hvorum flokki fá verólaunapcning og eigendur hrossanna fá litmynd af vió- komandi h>"ossi. Keppendur eru beónir um aö mæta vió vallarhlióió eigi síðar en kl. 14.30. Klaki tefur kartöflurækt í Þykkvabænum verið brotin upp og tæmd. Hvergi gat að líta óbreytta borgara, aðeins hermenn, sem búið höfðu um sig i verzlununum og á gang- stéttum. Skyndilega beygðu bílarnir til hægri, þ.e.a.s. í vesturátt, niður eftir veginum, sem lá í átt að flugvellinum, og okkur brá i brún, því að við höfðum gert ráð fyrir að aka í norður- og norðvest- urátt, áleiðis að landamærum Thailands. Á leiðinni sáum við sitt hvað, sem aldrei hefur borið fyrir augu Vesturlandabúa, að ég held. Við fengum örstutta en þó mjög greinilega innsýn inn í njósna- kerfi kommúnista, svo og skipu- lag það, sem þeir hafa komið upp í sveitum landsins. Leið okkar lá eftir ýmsum vel skýldum moldarvegum sem þeir hafa gert með eigin höndum og þeir hafa notað sem leynilegar birgðaflutningaleiðir i þau 5 ár, sem strióið hefur staðið, og þar til því lauk með töku Phnom Pehn 17. apríl sl. Engir af þessum veg- um eru merktir inn á kort af Kambódiu, en samt eru sumir þeirra i aðeins í seilingarfjarlægð frá þjóðvegunum. Við sáum vatnsból skurði og brýr og allt var þetta gert með handverkfærum, hvergi voru sjáanlegar vélar eða ýtur. Enn- fremur sáum við hvarvetna flokka ungra hermanna á eftir- litsferðum og hópa karla og kvenna, sem unnu við viðgerðir á vegum. Samkvæmt því, sem við vorum færir um að dæma, virtist svo sem svæði þessi hefðu verið skipulögð á löngu árabili, og að þau hefðu verið öruggt griðland, sem annar stríðsins náðu aldrei til. Ekki sáust þess nokkur merki, að bandariskar flugvélar eða flugvélar fyrrverandi Kambódíu- stjórnar hefðu gert loftárásir á þessi svæði né heldur voru þar nokkur ummerki um, að landher fyrrverandi stjórnar hefði reynt að gera þar árás. Hvergi var að sjá för eftir byssukúlur á trjám, en slik ummerki erú ævinlega eftir bardaga i skóglendi. Sú heildar- sýn, sem við fengum, var mjög áhrifarík, og margt var það, sem furðu vakti. Til að mynda sáum við vatnsból meitluð með handafli og við þau voru tengd áveitukerfi fyrir landbúnaóinn. Birgðaflutningaleið sú sem við fengum gleggsta yfirsýn yfir hlykkjaðist í gegnum þétt skóg- lendi og fenjamýrar vestan við þjóðveg 5, og var allt að því sam- siða honum. Hún náði yfir u.þ.b. 40 mílna vegalengd og lá frá ut- jaðri bæjarins Oudöng til héraðs- höfuðborgarinnar Kompong Chang. Gott skipulag Þessir moldarvegir voru stund- um mjög breiðir, en stundum svo örmjóir, að trjágreinar slógust i bílinn okkar til beggja hliða. A þessari ferð leitaði sú hugsun á mann, að byltingarhreyfingin i þorpum og sveitum hafi verið miklu betur skipulögð én nokkurn af andstæðingunum hefði órað fyrir. En þegar leiðin lá urn aðra vegi hafði maður allan hugann við þá dapurlegu sjón, sem þar gat að líta. Flóttamenn sem hraktir höfðu verið út úr Phnom Pehn og viðar voru enn á ferli. Þeir ýttu kerrum á undan sér og báru þunga poka á herðum. Leiðin lá lengra inn í landið þar sem þeir áttu aö gerast bændur samkvæmt fyrirskipunum kommúnista og fara að rækta hrísgrjón. Rændir og rúðir bílar stóðu hér og hvar á sumum þjóð- vegunum. Borgarbúar höfðu aug- sýnilega ekið af stað i þeim en skilið þá eftir, þegar þeir voru orðnir bensinlausir. Ennfremur lágu út um allt stálhjálmar og önnur herklæði, svo og vopn sem hermenn höfðu fleygt frá sér á flótta. Hér og þar lágu lík, en erfitt er að dæma um hvort þau voru af fólki sem látizt haföi af harðrétti á leiðinni æða af hermönnum og borgurum, sem höfðu fallið í síðustu orrustunum. Þykkvabæ 21. maí. HÉR er ennþá klaki í jörðu nema næst Hólmsá og hefur því ekki verið mögu- legt að setja niður kartöfluútsæðið. S.l. ár hófst niðursetning al- mennt 7. mai, en vegna kuldanna í vor hefur þetta dregizt. 4—5 bændur næst Hólmsá hafa getað sett niður, en reiknað er með að byrjað verði almennt upp úr næstu helgi að koma útsæðinu í jörð. — Magnús. Blóm ® vlkunnar Rabb um mat- jurtir o.fl. Pistillinn I dag er skrifaður til þess að minna ofurlitið é matjurt- ir, ekki mun veita af nokkurri hagsýni I þeim efnum nú I allri dýrtlðinni, og enn er timi til stefnu að fá sér plöntur og jafn- vel að sá. T.d. SPÍNATI en talið er að í þvi sé hreinasta upp- spretta af vitamini og blaðgrænu og ætti þvi að gefa kraft í köggla. Spinatið er sannarlega vel þess virði að það sé ræktað og borðað. í venjulegu árferði er hæfilegt að sá því þegar hlýna tekur um mánaðamót mai/júni í vel frjóan jarðveg. Best er að sá I raðir með 18—20 cm millibili. Nauðsyn- legt er að grisja plönturnar þannig að bilið á milli þeirra sé 8—12 cm. Af afbrigðum má nefna: Dynamo, Kongen af Dan- mark og Viking, öll eru þau áþekk og gefa svipaða uppskeru. Á hverju vori má í gróðrar- stöðvum fá keyptar káiplöntur, þó úrvalið sé fremur fáskrúðugt. Hvitkál og blómkál eru lang al gengustu tegundirnar, á siðari árum hefur spergilkál (broccoli) rutt sér nokkuð til rúms, þykir það afar branðgott og er auðugt af næringarefnum. Þá mætti minna á grænkálið sem ekki ætti að vanta i nokkurn matjurtagarð. Heita má að það þrifst hvar sem er og má iðulega sjá græn og hrokkin blöð þess i görðum langt fram á vetur. Allar þessar matjurtir þurfa áburðarrikan jarðveg, einkum köfnunarefni og kali og gott er að gefa þeim ögn af kalksaltpétri öðru hverju á vaxtartimanum. Við væntum þess að matjurtarækt- unin takist vel á komandi sumri þótt seint hafi vorað og varla sé að vænta annars eins árangurs og meðfylgjandi mynd gefur til kynna, en hún var tekin af jarðar- ávexti i Kópavogi s.l. haust. Garðyrkjufélag íslands er 90 ára um þessar mundir. Félögum fjölgar jafnt og þétt og eru þeir nú á fjórða þúsund. Félagið er opið almenningi og geta þeir sem hafa áhuga á að ganga i það hringt í sima félagsins 27721, mánud. og fimmtud. kl. 2—6 eða skrifað til: Garðyrkjufél. Islands, Amtmannsst. 2. — ÁB REYKJAVfK. PÓSTHÓLF 209. t Gulrófa 3.100 gr — Gulrót 340 gr — Blómkálshöfuð 1 500 gr. Mynd: Jóh Björnsd Lyfjaverðskrá 1 FRÁSÖGN af erindi Ivars Dani- elssonar á Viðskiptaþingi V.I. átti að standa: „Taldi hann að samtök lyfsala ættu að hafa ríkari áhrif en nú er á samningu svokallaðrar lyfjaverðskrár." I frasögninni stóð lyfjaskrár. Unnið að verklýsingu VERKLÝSING vegna skemmda á Hvassafelli verður i fyrsta lagi tilbúin á þriðjudag og ekki er gert ráð fyrir, að hægt verði að bjóða út verkið fyrr en í fyrsta lagi 5.—10. júni. Hjörtur Hjartar, framkvæmda- stjóri Skipadeildar S.I.S., sagði í gær, að á næstu dögum væru væntanlegir til landsins menn, sem hefðu áhuga á að gera við skipið og gæfist þeim kostur á að skoða skipið með eigin augum og meta skemmdirnar sjálfir áður en þeir byðu i viðgerðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.