Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.05.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1975 35 Stefnuhreytingu kölluðu stjórnarmenn HSI viðhorf sín til þjálfunarmála landsliðsins Frá blaðamannafundi HSl í gær. Fyrir borðsenda situr Jón Magnús- son, varaformaður HSl, en við hlið hans situr Bergur Guðnason, formaður tækninefndar HSl, og við hlið hans stendur hinn nýráðni landsliðsþjálfari, Viðar Sfmonarson. Það voru þeir Jón og Bergur sem höfðu helzt orð fyrir stjðrninni, er stefnubreytingin í þjálfunarmálum var skýrð. Kovacs hló er hann sá Laugardalsvöllinn Franska landsliðið kom til landsins seinni partinn f gær með flugvél beint frá Frakklandi. Fljótlega eftir komuna til lands- ins héldu leikmennirnir niður á LaugardalsvöII ásamt þjálfara, aðstoðarmönnum og fjölmennum fararstjórahópi. Er hinn heimsfrægi þjálfari Frakkanna, Stefan Kovacs, kom inn á LaugardalsvöIIinn, spurði hann ljósmyndara Morgunblaðsins hvort þetta væri völlurinn, sem leika ætti á á morgun. Er hann fékk jákvætt svar hló hann og leizt greinilega ekkert á Laugar- dalsvöllinn, sem varla getur staðið undir nafni sem grasvöllur. I dag er ætlun Frakkanna að taka æfingu fyrir hádegið, slappa sfðan af og ræða um leikinn á morgun. Enn hvflir hula leyndardómsins yfir þvf hvernig franska liðið verður skipað og vildi Kovacs ekki gefa okkur upp skipan liðsins, frekar en fjölmörgum frönskum blaðamönnum, sem bfða spenntir eftir leiknum á morgun. Frakkarnir komust ekki hingað til lands með alla sfna beztu menn þar sem þeir eiga við meiðsli að stríða. Þykir Frökkunum það miður þvf þeir leggja mikla áherzlu á leikinn gegn landan- um á morgun. Byriað strax EFTIR UM það bil árs umhugsun komst stjórn Handknattleikssam- bands fslands að því að þjálfunar- málum Islenzka landsliðsins yrði bezt borgið með því að ráða innlendan þjálfara, en sem kunnugt er lýsti stjórnin þvl yfir þegar I byrjun starfs- ferils sins, að eitt meginverkefni hennar væri að fá erlendan „topp- þjálfara" til starfa með landsliðinu og að eigin sögn hófust strax tilraun- ir til þess að fá slikan mann til starfa. Var leitað eftir þvi að fá ákveðinn tékkneskan þjálfara hingað. en þegar stjórnin var að þvi spurð á blaðamannafundi er hún efndi til I gær, til hvaða annarra landa en Tékkóslóvakiu hefði verið leitað, voru svörin á þá leið, að ekki hefði formtega verið leitað eftir þjálfara nema í Tékkóslóvakiu og i Sviþjóð. Stefnubreytingu kölluðu stjórnar- mennirnir hin nýju viðhorf sín á blaða- mannafundinum í gær, og sögðu jafn- framt að sú skipan mála sem ákveðin hefði verið væri eitt merkasta spor sem stigið hefði verið í þjálfunarmálum innan islenzku iþróttahreyfingarinnar, þar sem gefa ætti hinum nýja þjálf- ara sambandsins, Viðari Simonarsyni, kost á þvi að sækja þjálfunarnámskeið erlendis. Fyrr í vetur hafði það komið fram á fréttamannafundi hjá HSÍ, að til boða stæði að senda þjálfara á nám- skeið í Rúmeníu og var þeirri spurn- ingu beint til Viðars Simonarsonar hvort hann hefði i hyggju að sækja það. Kom þá i Ijós, að ekki var um slíkt að ræða, þar sem námskeið þetta er þegar hafið í öðru lagi þótti stjórninni það svo markvert að ráðning Viðars gildir til ársins 1 978, eða í þrjú ár, en við athugun kom þó í Ijós að þarna er ekki um nýmæli hjá HSÍ að ræða, þar sem Hilmar Björnsson var einnig ráð- inn til starfa til langs tíma, er hann var landsliðsþjálfari. Allir stjórnarmenn HSI sem á annað borð tjáðu sig um ráðningu innlends þjálfara nú, voru sammála um að þarna væri um að ræða beztu lausnina og þá sem liklegust væri til hagsældar fyrir handknattleiksíþróttina og vitnuðu þeir m.a. til ummæla Kunst, formanns tækninefndar alþjóðasambandsins, sem lýst hafði þeirri skoðun sinni i vetur við HSl-menn að farsælast væri að hafa'innlendan þjálfara. Með tilliti til þessara ummæla stjórnarmannanna verður enn erfiðara að átta sig á því hvað fyrir þeim hefur vakað með tilraununum til að fá erlendan þjálfara til starfa og þeirra ummæla þeirra allt fram til þessa tíma, að málefni lands- liðsins yrðu ekki leyst svo að verulegs árangurs mætti vænta nema erlendur þjálfari fengist. Stefnubreyting HSÍ-manna virðist ekki einskorðuð við það eitt að ráða innlendan þjálfara, heldur kom það fram á fundinum í gær, að nú er alveg óráðið hvort landsliðsmönnum verður greitt kaup fyrir æfingar i sumar, svo sem verið hafði annað af aðalmark- miðum stjórnarinnar og síðast lýst yfir á fundi sem hún hélt með fréttamönn- um í vor. Á fundinum i gær var sagt, að um þetta hefði enn engin ákvörðun verið tekin, og óvíst væri hvort fjár- magn væri fyrir hendi til þess að framkvæma þetta. jafnvel þótt vilji væri fyrir hendi. Þá fékkst einnig staðfesting á þvi á blaðamannafundinum, að stjórn HSÍ leitaði ekki formlega eftir því við Birgi Björnsson, sem verið hefur þjálfari landsliðsins siðan I fyrrahaust, að hann tæki við þjálfun liðsins til frambúðar. Hins vegar var leitað eftir samningum við Hilmar Björnsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara, og sögðu stjórnar- menn að hann hefði sett þau skilyrði sem ekki hefði verið hægt að ga'nga að, og hefði þvi slitnað upp úr þeim samningum á siðustu stundu. Þegar spurt var um hver þau skilyrði hefðu verið, fengust ekki svör, en geta má þess að skilyrði Hilmars munu hafa verið mjög svipuð þeim sem Viðar Simonarson setti fram, og gengið var orðalaust að. Á blaðamannafundinum hjá HSÍ, i gær kom einnig fram, að það atriði í störfum stjórnarinnar, sem einnig var lögð mikil áherzla á, að fjárhag sam- bandsins yrði komið til betri vegar, hefur gengið sæmilega, en þó ekki eins vel og ætlað var. Kvörtuðu stjórnarmenn yfir að undirtektir félag- anna við sölu happdrættismiða hefðu verið mjög daufar. Þau hefðu aðeins selt um 6000 miða, eða álíka og landsliðsmennirnir 15 gerðu Happdrættið hefði þó skilað nokkru af sér, þannig að unnt hefði verið að grynnka verulega á skuldum sambandsins, sem voru töluverðar er núverandi stjórn tók við völdum. Hins vegar sögðu þeir mjög vafasamt hvort HSI myndi leggja út í jafn viðamikið verkefni aftur eins og íbúðar- happdrættið var. — stjl. — ÞAÐ er ekkert því til fyrir- stöðu að ég geti hafið störf nú þcgar, sagði hinn nýráðni lands- liðsþjálfari HSl, Viðar Símonar- son, á fundi með fréttamönnum f gær. — Ég hef reyndar þegar haft samband við nokkra landsliðs- menn og kannað viðhorf þeirra til æfinga í sumar. Þau hafa yfirleitt verið jákvæð, en sumir vilja þó taka sér nokkurn umhugsunar- frest. Ætlunin er að hafa fund á sunnudagskvöldið, þar sem málin verða rædd.og skýrast væntanlega nokkuð eftir hann. Viðar Símonarson hefur gert samning við stjórn HSl um þjálf- un islenzka karlalandsliðsins fram yfir forkeppni HM árið 1978. Auk þess mun Viðar svo sjá um þjálfun unglingalandsliðsins og leiðbeina og veita aðstoð við ýmis tæknimál innan sambands- ins. Fyrsta stórverkefni Viðars með islenzka karlalandsliðið verð- ur í júli n.k., en þá mun það taka Stjarnan Aðalfundur handknattleiks- deildar Stjörnunnar í Garða- hreppi verður haldinn í Gagn- fræðaskóla Garðahrepps laugar- daginn 24. maí og hefst kl. 16.00. þátt í fjögurra landa keppni i Júgóslaviu. Viðar sagði það enn óráðið hvort hann yrði einvaldur um val landsliðsins, eða hvort skipuð yrði landsliðsnefnd. Hann myndi alla vega velja hópinn sem færi til Júgóslaviu, en síðan kynnu mál að skipast á þá leið að sett yrði landsliðsnefnd og myndi hann þá ráða vali manna i hana, i samráði við stjórn HSI. Vinnings- númerið IBÚÐARVINNINGURINN í Happdrætti HSI var birtur í gær. Það féll á seldan miða númer 52749. Er vinningsnúmerið birt án ábyrgðar. Kraftlyftingamót Kraftlyftingamót KR fer fram i KR-húsinu við Kaplaskjólsveg á morgun og hefst kl. 15.30. Má búast við góðum árangri á móti þessu en meðal keppenda i því verða margir af fremstu lyftinga- mönnum landsins, m.a. Gústaf Agnarsson og Skúli Öskarsson. G0LF A BRETLANDSEYJUM 0G G0LF Á HVALEYRINNI UM ÞESSAR mundir or hópur is- lenzkra golfleikara i hinni árlegu Skotlandsferð, sem orðin er aS hefS fré þvi Flugfélag fslands efndi fyrst til slíkrar hópferSar voriS 1970. Þeir SigurSur Matthiasson og Birgir Þor- gilsson hjð Flugfélaginu höfSu veg og vanda af þessum ferSum og eiga þakkir skildar fyrir. Vegna þessara ferSa hefur allstór hópur islenzkra golfleikara kynnzt þvi aS leika golf á miklu fullkomnari golfvöllum en viS getum enn státaS af hér á landi. Þar aS auki er Skotland upprunastaSur golfsins og einskonar Mekka þessar- ar íþróttar, enda standa flestir vell- irnir þar á gömlum merg; sumir 200 ára gamlir. f East Lothian viS Forth-fjörSinn, þar sam Skotlandsfarar hafa dvaliS, er aS segja má völlur viS völl og þó nokkrir þeirra heimsfrægir, enda fer virSulegasta golfmót Breta — og kannski alls heimsins — British Op- en, eSa „The Open" eins og þeir láta sér nægja aS segja þar i landi, oftast fram á þessum völlum. Þessir vellir eru flestir af því tagi, sem Skotar kalla frá fornu fari „links" — þ.e. vallarstæSiS er i hörSu, sendnu og hæSóttu landi viS sjó. Af öllum golfvöllum þar um slóSir er St. Andrews frægastur og marg- háttaSar og virSulegar hefSir tengd- ar þeim staS. Sjálfur er völlurinn flatur og frægur fyrir hyldjúpar sand- gryfjur, sem mér skilst aS hafi veriS þar frá náttúrunnar hendi. Svo mikiS orS fer af St. Andrews, aS Japanir eru nú aS byggja nákvæma eftirllk- ingu. Af öSrum stórvöllum í austan- verSu Skotlandi má nefna Muirfield, Carnoustie, Gullane, West Links í North Berwick og Gleneagles. En auk þeirra er þar gnægS annarra valla; sumir i skóglendi eins og Roy- al Burgess viS Edinborg og Longn- iddry aS nokkru leyti. East Links er likastur islenzkum völlum og þannig mætti áfram telja. f niu daga ferS er hægt aS fara á nýjan staS á hverjum degi, en sumir hafa hinsvegar þann háttinn á aS leika sem mest á einum og sama vellinum. ViS vesturströnd- ina eru lika frægir vellir, t.d. Turn- berry, Troon og Old Prestwick. Golf i Skotlandi er meS sérstökum hætti og engu öSru likt. Þar rikja gamlar hefSir; sumar tæpast i takt viS timann öllu lengur. Svo er til dæmis um þann siS aS konum leyfist ekki aS láta sjá sig innan dyra i sumum hinna virSulega klúbbhúsa. Og menn geta heldur ekki fengiS sér þar aS borSa, nema hálstauiS sé i lagi. Skozkir golfvellir eru langir, en hogglengd verSur oft mun meiri en hér heima vegna hörkunnar. Flatir eru oft geysistórar, mjög snögg- slegnar og gengur fslendingum aS jafnaSi illa aS átta sig á rennslinu. FerSir á einhverja velli eru innifaldar i verSinu, en i vaxandi mæli hafa menn tekiS bilaleigubíla til þess aS geta sjálfir ráSiS sinum ferSum. f fyrra þótti mörgum, aS ferSin væri orSin full fjölmenn og þung i vöfum. Var nú horfiS til þess ráSs aS skipta henni i tvo hópa og fariS utan talsvert siSar en aS undanförnu. Framan af voru SkotlandsferSir ódýr- ar og ferSin i fyrra gat naumast talizt dýr. En nú bregSur svo viS. aS Skot- landsferSin hefur af einhverjum ástæSum hækkaS stórum meir en aðrar utanlandsferSir. Ýmsir fastir áskrifendur undanfarinna ára fóru hvergi í ár af þessari ðstæSu. En fleira er á döfinni af þessu tagi. Geir Þormar, ökukennari, sem skipu- lagt hefur hópferSir meS GuSna I Sunnu aS bakhjarli, er meS haust- ferð til SuSur-Englands i athugun, liklega til Bournemouth, en tilboð hans liggur ekki fyrir ennþá. irski golfkennarinn Tony Bacon hefur nú starfaS i rúmlega viku á Hvaleyrinni. Hlýtur hann mikiS lof þeirra, sem tilsagnar hans hafa notið og aðsóknin hefur verið miklu meiri en búizt hafði verið við. Gert var ráS fyrir 8 kennslustundum á dag, en oft verða þær 15—20. Það golf, sem Tony Bacon kennir, er miklu fremur ameriskt en enskt. Hann segir al- gengasta gallann hér vera sundur- laust grip, sem hefur i för meS sér losaralega stöðu i baksveiflunni og veldur allskonar ónákvæmni. Hann notar hvorki né kennir þá miklu úln- liðahreyfingu, sem svo einkennandi hefur veriS fyrir brezkt golf. í dag hefst opið tveggja daga golf- mót á Hvaleyri: Þotukeppni Flugfé- lags Islands. Tvö undanfarin ár hafa um 90 manns tekið þátt i þessu móti, en mörgum finnst miður, að gengið hefur verið til móts viS óskir Golfsambandsins um að leika 36 holur á sunnudaginn. Það gera þó þeir einir, sem vilja keppa án forgjaf- ar — og næla sér i landliðsstig. Þeir, sem taka þátt i mótinu meS forgjöf, leika samkvæmt hefðbundnum hætti 18 holur i dag og 18 holur á morgun. Vegna götunar á flötum, hefur ekki verið hægt að taka sumarflatir i notkun fyrr en nú i þessu móti. I dag fer einnig fram ötdungakeppni i Grafarholti, sem svo er nefnd, en öldungarnir mega vera 45 ára og eldri. g.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.