Morgunblaðið - 13.06.1975, Page 4

Morgunblaðið - 13.06.1975, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNl 1975 ef þig Nantar bíl Til aö komast uppi sveit út á land eða i hinn enda borgarinnar.þá hringdu i okkur *ál át, ift j átn LOFTLEIDIR BÍLALEIGA Starsta bilalelga landslns Q^p RENTAL ‘ST21190 BÍLALEIGAN MIÐBORG HF. sími 19492 Nýir Datsun-bílar. Feröabílar hf. Bílaleiga, sími 81260 Fólksbílar — stationbilar — sendibilar — hópferðabilar. Níu Eddu- hótel verða starfrækt í sumar Utn og upp úr miðjum júní taka Eddu-hótelin til starfa á ný og verða opin til ágústloka. Ferða- skrifstofa rfkisins starfrækir þessi sumarhótel í heimavistar- skólum víðsvegar um land, og verða þau alls níu í sumar. A Eddu-hótelunum fást allar al- gengar veitingar að undanskild- um hótelunum á Reykjum í Hrútafirði og á Akureyri, en þar er aðeins morgunverður. 1 Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni fylgir bað hverju herbergi, en annarsstaðar er handlaug með heitu og köldu vatni. Þá eru sund- laugar ýmist á staðnum eða i næsta nágrenni. Verð á gistingu er allsstaðar hið sama, eða 2.520 krónur fyrir tveggja manna her- bergi og 1.875 fyrir eins manns herbergi. 1 Húsmæðraskólanum á Laugarvatni er gisting þó nokkru dýrari. Börn innan,12 ára aldurs, sem gista í svefnpokum í herbergi með foreldrum sínum, fá ókeypis gistingu, en einnig fæst uppbúið aukarúm í herbergi við vægu verði. Sú nýjung verður tekin upp i sumar að veita sérstakan afslátt þeim, sem vilja eyða sumarleyf- inu hér heima og fara t.d. hring- ferð um landið og gista á Eddu- hótelum (einu eðafleiri) í minnst 7 nætur. „Þá má benda á að á Eddu- hótelunum bjóðast hinar ákjósan- legustu aðstæður til hverskonar fundahalda, hvort heldur er fé- lagsfunda, stjórnar- eða nefnda- funda, námskeiða eða þá ráð- stefna," segir í fréttatilkynningu frá Ferðaskrifstofunni. Fjárhagslega hefur rekstur Eddu-hótelanna orðið mjög mis- jafn. Sum hafa skilað hagnaði en taprekstur orðið annars staðar. Heildartapið á síðasta ári var rúmlega 600 þús. kr. Launa- greiðslur voru þá 28 milljónir króna og húsaleiga til skólanna nam nálega 6 millj. króna. Sam- kvæmt samningum Ferðaskrif- stofu ríkísins við menntamáia- ráðuneytið og skólastjórnir hinna einstöku skóla eru leigu- tekjur eftir rekstur Eddu-hótela í húsnæðinu notaðar til endurbóta á þvi svo og á búnaði þeim, sem kemur báðum aðilum að notum. utvarp Reykjavík föstudagur 13. júnf IVIORGUNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir les söguna „Malenu f sumar- frfi“ eftir Maritu Lindquist (10). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar, kl. 11.00: Enska Kammersveitin leikur Sinfónfu nr. 3 f F-dúr og Michel Tournus leika Trfó fyrir píanó fiðlu og selló eft- ir Hoffmann/ Loránt Kovács og Fflharmonfusveitin f Györ leika Konsert fyrir flautu og hljómsveit f D-dúr eftir Haydn. 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „A vfga- slóð“ eftir James Hilton. Axel Thorsteinson les þýð- ingu sfna (19). 15.00 Miðdegistónleikar: Sænsk tónlist. Hljómsveit undir stjórn Stig Rybrants leikur „Aladdin", forleik op. 44 eftir Kurt Atterberg. / Arve Tellefsen og Sinfónfuhljómsveit sænska útvarpsins leika tvær rómönsur fyrir fiðlu og hljómsveit op. 28 eftir Wilhelm Stenhammar; Stig Westerberg stjórnar. / Kábi Laretei Fflharmonfusveit Stokkhólms leika Píanókon- sert eftir Gösta Nýström Sixten Ehrling stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 „Bréfið frá Peking" eft- ir Pearl S. Buck. Málmfrfður Sigurðardóttir les þýðingu sfna (8). 18.00 Tilkynningar. Tónleik- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Fréttaauki. Tii- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Húsnæðis og byggingar- mál. Ólafur Jensson ræðir við Reyni Vilhjálmsson garð- arkitekt. KVOLDID 20.00 Sinfónfskir tónleikar. Sinfóníuhljómsveit útvarps- ins f Leipzig leikur Tilbrigði og fúgu op. 132 eftir Reger um stef eftir Mozart; Robert Hager stjórnar. Hljóðritun frá Austur-þýzka útvarpinu. 20.30 Arið 1101. Fyrri þáttur. Umsjón Vilborg Sigurðar- dóttir og Vilborg Harðar- dóttir. 21.00 Sónata nr. 3 f A-dúr op. 69 fyrir selló og pfanó eftir ' Beethoven. Jacqueline Du Pré og Stephen Bishop leika. 21.30 títvarpssagan: „Móðir- in“ eftir Maxim Gorkf. Sigurður Skúlason leikari les (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Iþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.35 Afangan Tónlistarþáttur f umsjá As- mundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir f stuttu máli. Dagskráarlok. 13. maf 1975 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Töframaðurinn Bandariskur sakamáia- myndaflokkur. I kattaklóm Þýðandi Kristmann Eíðsson. 21.25 Kjaramálin Eiður Guðnason stjórnar um- ræðum í sjónvarpssal. 22.05 Undur Eþíópiu Breskur fræðslumynda- flokkur. Lokaþáttur. Simien-fjöli Dagskrárlok. Á eftir Töframanninum í kvöld, tekur Eiður Guðnason fyrir í sjónvarpinu mál mál- anna um þessar mundir, kjaramálin. Hann hafði hugs- að sér að fá fulltrúa atvinnu- rekenda og launþega til að ræða fyrirkomulag kjaramála og þá einkum þau vinnu- brögð, sem viðhöfð hafa ver- ið um langan tíma og allir eru sammála um að þurfi að breyta. I-4^XB ER RB HEVRR rP um húsin og opin svæði í En hugsanlegir við- mælendur um þau efni eru mjög önnum kafnir og hafa um margt að hugsa. Og í gær, er við höfðum tal af Eiði, áður en þessum línum þurfti að skila í prentun, var alls ekki Ijóst hverja hann fengi og hvernig viðræður yrðu, þó Eiður væri af sínum alkunna dugnaði mættur niðri í Tollstöð, þar sem samningafundir fara fram, strax í gærmorgun. Þátturinn Húsnæðis- og byggingarmál heldur áfram í sumar. Ólafur Jensson hefur næsta haust haft hann á hendi í tvö ár við góðan orðstír, og segir okkur að þá hyggist hann hætta. í kvöld ræðir hann við Reyni Vil- hjálmsson garðaarkitekt, sem undanfarin 15 ár, eða siðan hann kom frá námi í Danmörku, hefur unnið að skipulagningu opinna svæða og lóða á höfuðborgar- svæðinu og úti á landi, t.d. sumarbústaðasvæði BSRB í Munaðarnesi, skólalóða eins og við Reykjaskóla í Hrúta- firði, og í Reykjavík t.d. á Elliðaársvæðinu. í kvöld ræða þeir Ólafur og Reynir vítt og breytt um skipulag opinna svæða og náttúru landsins, sem þar þurfi að taka mikið tillit til. M.a. koma þeir inn á þjón- ustuþætti og bllvegi í þjóð- görðum, þýðingu skipulags sumarbústaðabyggðar, svo hún falli að landslaginu o.fl. En síðar er ætlunin að taka í öðrum þætti fyrir lóðir kring byggð. Ólafur hefur verið að viða að sér efni í fleiri þætti um húsnæðis og byggingarmál. Sl. helgi var hann t.d. á Akureyri, þar sem hann ræddi við Áskel Einarsson framkvæmdastjóra Fjórð- ungssambands Norðurlands og Ingólf Jónsson formann Byggingarmeistarafélags Akureyrar um ráðstefnu, sem þessir aðilar höfðu efnt til um stöðu byggingariðnaðar á Norðurlandi nú og horfurnar í framtíðinni. Og er von á þeim þætti síðar. Myndin er af Ólafi Jenssyni og Reyni Vilhjálmssyni að ræða saman í þættinum Húsnæðis- og byggingamál en hann hefst kl. 19.40 í kvöld. Þeir eru hér við hljóðnemann. Kl. 20,35 f kvöld er töframa8ur'n" á dagskrá og heitir þátturinn í katta^*^m-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.