Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JUNI 1975 (talirnir gera klárt iPORÐAKÖST PEGILFLUÐ eftir Ingva Hrafn Jónsson a o ia ann voru son, Ingi Örnólfsson, Árni Þorvaldsson og Jóhann Sigurðs- son, en auk þeirra voru þarna sonur Höskulds. Höskuldur yngri, og tveir italskir iSjuhöldar, sem hafa veitt i Laxð i mörg ár. Þegar búiS var að gera klárt komu veiðimennirnir sér fyrir á hinum fjölmörgu veiðistöðum ár- innar og i glampa morgunsólarinn- ar sást silfra i lax á svifi um alla á. Við gátum þvi fyrirfram vitað að veiði yrði góð, en það kom ekkert á óvart, þvi að Laxá i Kjós hefur um áratugaskeið verið ein gjöful- asta áin á landinu og þeir sem hana þekkja segja að hún bregðist aldrei. Eigendur hennar hafa lika alltaf séð um að halda henni i góðri ræktun og miklum seiða- fjölda sleppt i hana á ári hverju. Á undanförnum árum hefur sérstak- lega verið vandað til stofnanna, sem í hana hafa verið látnir og hefur það borið góðan árangur, þvi laxinn er vænn og algengasta stærðin i kringum 10 pund. Og það var eins og við manninn mælt, nokkrum mínútum eftir að byrjað var voru stangirnar þeirra Árna og Inga orðnar kengbognar og slagurinn hafinn. Nýgenginn lax getur verið óhemju sterkur og erf- iður viðfangs og menn þurfa að sýna mikla aðgát, sérstaklega i upphafi vertíðar, þegar menn eru ekki búnir að fá tilfinninguna fyrir fiskinum i sig. Ýmsum hættir þá við að taka of sterkt á með miður skemmtilegum afleiðingum. En þeir Ingi og Ámi höfðu þetta greinilega í huga og tóku sér góð- an tlma i að þreyta fiskinn. Árni varð aðeins fyrri til að landa, en Ingi stuttu síðar. Árni var handan árinnar, en ekki erum við alveg grunlausir um að hann hafi verið svolitið skjálfhentur, þegar hann kveikti sér i vindlingi eftir að hafa rotað fiskinn. Skömmu seinna sá til Höskuldar, þar sem hann land- aði fallegum fiski úr Kvlslarfossi. Nú sáum við greinilega að það var alit morandi af laxi i ánni og áður en varði voru 10 laxar komnir á land allt stórir og fallegir fiskar, en nokkrir höfðu lika sloppið með skrekkinn og gátu þakkað lif sitt að menn voru aðeins of veiðibráð- ir. En kannski er það líka taktík hjá laxinum að þykjast vera orðinn þreyttur og svo þegar menn ætla að fara að landa. þá sýnir hann i sér tennurnar og fer með sigur af hólmi. Sjálfsagt er erfitt að sanna þessa kenningu, en hver ætlar að afsanna hana? Þeir feðgar, Höskuldarnir, voru nú komnir upp á breiðu eftir að hafa þrautreynt Kvislarfossk og þar sem sonurinn hafði ekki bússur, og er það að auki bara 11 ára, gerðu þeir feðgar samning um að pabbinn væði út i ána og setti í fiskinn og kæmi siðan með stöng- ina að landi og afhenti hana synin- um, sem myndi sjá um hitt. Og það var gaman að sjá eftirvænt- inguna i svipnum á stráksa, þar sem hann sat á bakkanum og Þeir voru ekkert úrillir félagarn- ir, sem við hittum uppi við Laxá í Kjós á þriðjudagsmorgun. þótt klukkan væri ekki nema 7. liklega væri bezta lýsingin að segja að þeir hefðu verið eins og kálfar, sem verið er að hleypa úr fjósi i fyrsta sinn að vori, enda búnir að biða 9 mánuði, heilan meðgöngu- tíma, eftir að laxveiðivertiðin byrj- aði. Sama má nú segja um blaða manninn, sem þeir Páll Pálsson og félagar leyfðu góðfúslega að slást i förina, og ekki laust við að hann væri svolitið skjálfhentur er film- an var sett i myndavélina og þess beðið að fyrsti laxinn tæki. Félag- arnir, sem opnuðu ára þennan fyrsta morgun hafa haldið hópinn nokkuð lengi. en þeir eru Páll Pálsson, Jón H. Jónsson, Hall- grimur Dalberg, Höskuldur Ólafs- Fylgzt með veiði- mönnum á opnunar- daginn í Laxá í Kjós fossinn, rétt fyrir eitt er hópurinn var að fara i mat og þegar ég var að draga inn i siðasta sinn var hann á. Það er erfitt að lýsa þeirri tilfinningu sem um mann fer þegar maður finnur titringinn á linunni og höggin snöggu. sem aðeins geta táknað að lax sé á færi. Ekki varð það til að róa taugarnar að ég var orðinn einn eftir og laxinn var 12—14 punda, feiknalega sterk- ur, en leyndi þó á sér (ef einhver heldur að það hafi verið út i blá- inn, þegar ég var að tala um taktík laxins, þá er það misskilningur). Þegar leikurinn var búinn að standa f um 15 mínútur og ég búinn að koma mér á land og siga nokkuð niður með ánni, fannst né laxinn vera farinn að þreytast það að ég gæti farið að taka hann að landi og jók því átakið á stöng- inni. Allt f einu var hann kominn upp að bakkanum og ég seildist í sporðinn á honum. Ég ætla ekki að hafa söguna lengri, en engan lax borðaði ég um kvöldið. og einhvers staðar f Laxá f Kjós er 12—14 punda hængur með öngul í kjaftinum og blaðamaður f bæn- um með öngul í rassinum. Félög- unum þakka ég mikla ánægju- stund á fögrum sumarmorgni. Hallgrímur Dalberg með fallegan 14 punda fisk. Það er eins gott að vanda sig við að rota'fiskinn, þegar hann er kominn á land. sleppti ekki augunum af pabba sfnum. Hann var ekki nema fimm ára þegar hann dró sinn fyrsta lax, er þeir feðgar voru I heimsókn hjá vinafólki ! sumarbústað við Langá. Var Höskuldi fengin stöng f hend- ur og hann settur á stein við Stangarhyl og áður en menn vissu var hann kominn með stærðarlax á,sem hann náði eftir nokkur átök. Og svo rennur stundin upp, stöng- in hjá pabba er orðin kengbogin og hann farinn að fikra sig hægt og sfgandi að landi, þar sem út- réttar hendur gripu stöngina og það var ekki annað að sjá, en þar væri þaulvanur veiðimaður á ferð- inni, og mikil var gleðin og stoltið er pabbinn tók þéttingsfast um sporðinn á laxinum og gekk með hann á land. Undir hádegið voru komnir 19 laxar á land og létt yfir hópnum og undirritaður þáði boð Páls um að renna. Eftir að hafa reynt á ýms- um stöðum endaði ég uppi við Höskuldur yngri þreytir laxinn og fær góð ráð hjá föður sínum, Höskuldi Ólafssyni, sem landar laxinum örugglega. Og svo sjá- um við stoltan 1 1 ára veiðimann með 1 1 punda hrygnu. Ingi Örnólfsson með fyrsta fiskinn Jón H Jónsson með 14 og 17 punda fiska Laxinn f Laxá í Kjós er mjög vænn og aðeins fékkst þennan morgun 1 fiskur undir 10 pundum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.