Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNt 1975 17 Norður leið- beinir suðri Tokyo 12. júní — AP EMBÆTTISMAÐUR stjórnar Norður-VIetnams sagði, að Hanoi- stjórnin „leiðbeindi" Suður- Víetnam og að herir landanna hefðu verið sameinaðir. Vy Quoc Uy, formaður utan- rfkismenningarnefndarinnar I N- Vietnam, sagði I viðtali við jap- anska blaðið Ashai Shimbun á miðvikudag, að bráðabirgðabylt- ingarstjórnin í Saigon færi með dagleg málefni S-Vietnam, þar til löndin yrðu sameinuð. Þeim var skipt árið 1954. Hann sagði að sameiningin gæti orðið þegar lifnaðarhættir Suður- Vietnama hefðu verið samræmdir lifnaðarháttum landa þeirra I norðri. Fínnska stjórn- in fer frá í dag Helsingfors 12. júní — NTB RlKISSTJÖRN Kalevi Sorsa fer frá völdum á morgun, föstudag, og við tekur að öllum líkindum embættismannastjórn með nokkurri þátttöku stjórnmála- manna þó. Sorsa afhenti Urho Kekkonen forseta lausnarbeiðn- ina á miðvikudagskvöld, og for- setinn samþykkti hana í grund- vallaratriðum. Forsætisráðherr- Republica á að koma út á mánudaginn Lissabon 12. júní AP — Reuter. REPUBLICA, málgagn portú- galska Jafnaðarmannaflokksins, mun skilyrðislaust hefja útkomu á ný á mánudag, að þvi er Copcon, öryggissveitir ríkisihs, skýrðu frá í kvöld, en skrifstofur Republica hafa verið innsiglaðar í þrjár vikur vegna deilna kommúnískra prentara og ritstjórnarinnar. Upphaflega átti að taka innsiglin af skrifstofum blaðsins í dag og það síðan hefja útkomu á morgun, föstudag, en talsmaður ritstjórn- arinnar sagði i dag, að Copcon hefði tilkynnt henni að blaðið gæti ekki hafið starfsemi að nýju þar eð Copcon gæti ekki ábyrgzt öryggi ritstjórnarinnar. Bar Cop- con við mannaflaskorti, en siðar var sagt, að nauðsynlegur mann- afli yrði til öryggisgæzlu á mánu- dag. Ekki virðist þó enn ljóst hvort deilur prentara og ritstjórn- ar séu leystar og útgáfan geti haf- izt með eðlilegum hætti. ann sagði, að starfið á þinginu gæti ekki lengur grundvallazt á samvinnu stjórnarflokkanna. Á miðvikudag gátu stjórnar- flokkarnir fjórir ckki einu sinni komið sér saman um þau Iaga- frumvörp sem Ieggja skal áherzlu á I þinginu áður en það verður leyst upp. Þetta ósamkomulag er fyrst og fremst milli tveggja stærstu stjórnarflokkanna, Jafn- aðarmannaflokksins og Mið- flokksins, einkum er varðar efna- hagsstefnuna. Boðað er til nýrra þingkosninga 21. og 22. september. Föstudagur- inn verður sennilega síðasti starfsdagur þingsins, en ákvörð- un um það verður ekki tekin fyrr en samdægurs. Stjórn Sorsa hefur setið í 1012 daga, eða lengur en nokkur önnur stjórn í Finnlandi frá stríðslokum. ALÞÝÐUDÖMSTÓLL DÆMIR TIL DAUÐA — Þessi mynd sýnir Alþýðudómstól i Saigon hinna nýju kommúnísku valdhafa dæma Nguyen Tu Sang til dauða fyrir að hafa varpað handsprengjum að varðmönnum byltingarstjórnarinnar. Sang, sem er handjárnaður á myndinni, var tekinn af lífi stuttu eftir að mynd þessi var tekin, 29. maí s.l. EBE hjálpar Portúgal Lissabon, Brússel 12. júní — AP. Reuter. FASTANEFND Efnahagsbanda- lags Evrópu bauðst í dag til að leggja fram háa f járupphæð til að hjálpa Portúgölum í efnahags- örðuglcikum þeirra. Henry Simonet, sem á sæti I nefndinni, skýrði frá því á blaðamanna- fundi, að ráðherranefnd EBE, sem f fyrra mánuði var falið að Grikkir senda EBE umsókn BrUssel 12. júní—AP GRIKKLAND sótti á fimmtudag um fulla aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Sendiherra Grikkja hjá Efnahagsbandalaginu, Jason Stathatos afhenti sendiherra íra hjá EBE, Brandan Dillon, umsóknar- bréf frá Konstantine Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands. Grikk- land hefur átt aukaaðild að bandalaginu síðan 1962 og sækist nú eftir að verða 10. ríkið með fullri aðild. Jason Stathatos batt óskir Grikkja um inngöngu ekki við neinn ákveðinn tíma, en talið er að Aþenustjórn- in vilji að hún verði ekki seinna en 1978 eða 79. Griska stjórnin hefur átt i samningaviðræðum við Efnahagsbandalagið en þeim viðræðum er enn ekki lokið. Álitið er að EBE-ríkin séU jákvæð gagnvart umsókn Grikkja, en hikandi vegna deilna Grikkja og Tyrkja, ea þeir siðar- nefndu eru aukaaðilar og vilja fara sér hægar I sókn sinni að fullri aðild. gera áætlun um skjóta cfnahags- aðstoð, hefði komizt að samkomu- lagi um fyrirkomulag aðstoðar- innar. Simonet vildi ekki segja neitt um hve mikið fé yrði veitt Portú- gölum en heimildir segja það vera i kringum 50 milljónir sterlings- punda næstu fimm ár. Að auki leggur fastanefndin til að fríverzlunarsamningarnir við Portúgal frá 1973 verði rýmkaðir til að auðvelda útflutning frá Portúgal til Efnahagsbandalags- ins. GEGN NÝLENDUSTEFNU Portúgal lýsti í dag þeim ásetn- ingi sínum að berjast gegn apart- heid og gera and-nýlendustefnu að hornsteini utanríkisstefnu sinnar. Það var forsætisráðherra lands- ins, Vasco Goncalves, sem sagði þetta í ræðu við opnun 24 þjóða ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um nýlendustefnu, og sem nú kemur i fyrsta sinn saman í Evrópu. Goncalves, herforingi, sagði að sú ákvörðun ráðstefnunnar að koma saman i Lissabon væri tákn þess, að núverandi stjórn landsins hefði tekizt að vinna Portúgal sess meðal virtari landa með því að snúa baki við nýlendustefnu gömlu stjórnarinnar. U.þ.b. 300 þúsund nianns, meira en helmingur allra hvítra ibúa Angóla, hafa óskað eftir að fá að flytjast úr landi áður en landið verður sjálfstætt í haust, sagði talsmaður Portúgalsstjórnar á fimmtudag. Sagði hann að stjörn- in vonaði að sem flestir drægju umsóknir sínar til baka eftir að meiri ró kæmist á í Angóla, því miklir brottflutningar hvitra manna hefðu í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir efna- hag beggja landa. Þrátt fyrir þetta mun brott- flutningi hvítra manna frá Angóla til Portúgal verða haldið áfram en til þessa hafa 500 manns verið fluttir á hverjum degi. Ætlunin er að halda á næstunni fund Portúgalsstjórnar með þremur frelsishreyfingum í Angóla, en mjög róstusamt hefur verið í landinu vegna bardaga milli hreyfinganna þriggja. Alitið er að um 1000 manns hafi látið lífið í bardögunum. I STUTTU MÁLI INDIRA GANDHI: Leiðast stjómmál — en lét til leiðast Indira Gandhi — lækkandi sól? Nýju Delhi — AP INDIRA Nehru Gandhi kynntist stjórnmálum i gegn- um föður sinn Jawaharlal Nehru, fremsta stjórnmála- manns Indlands og fyrsta for- sætisráðherra. „Mér leiðast stjórnmál og mér likar ekki að vera f sviðs- ljósinu," sagði hún eitt sinn. Sem barn var hún oft ein- mana, þvf báðir foreldrar henn- ar voru önnum kafnir i sjálf- stæðisbaráttu Indlands og sátu margsinnis f fangelsum Breta. Indira tók á námsárum sin- um I Indlandi, Sviss og Englandi mikinn þátt f sjálf- stæðisbaráttunni. 1938 var hún dæmd f 13 mánaða fangelsi fyr- ir afskipti af stjórnmálum. Árið 1942 giftist hún verzlunarmanni, Feroze Gandhi, og hveitibrauðsdögum þeirra lauk saögglega þegar þau voru bæði'fangelsuð fyrir stjórnmálastarfsemi. Þau áttu tvo syni, en maður Indiru dó árið 1960. Árið 1959 var Indira kosinn formaður Kongressflokks föður sfns. Hún gegndi því starfi fremur af skyldu en löngun og baðst undan endurkosningu ár< sfðar. Lal Bahadur Shastri bauðst til að styðja Indiru sem forsætisráðherra eftir lát föður hennar 1964, en hún færðist undan. Shastri varð þvf annar forsætisráðherra landsins, en frú Gandhi átti sæti f stjórn hans. Eftir lát Shastri 1966, vildu leiðtogar Kongressflokksins fá Indiru, sem þá var 48 ára, sem forsætisráðherra, þar eð þeir töldu hana leiðitama. Það kom þó fljótt í Ijós að hún var sjálf- stæðari og harðari í horn að taka en þeir. Sem einlægur sósfalisti átti hún í baráttu við ihaldsama Iciðtoga flokksins, og upp úr sauð 1969 þegar hún studdi Giri, sem var óháður, í forseta- kosningunum gegn frambjóð- anda flokkslciðtoganna. Giri sigraði f kosningunum. Flokksleiðtogarnir reyndu þá að fá hana rekna úr sæti forsæt- isráðherra, en þingið lýsti trausti sfnu á lndiru með 75% atkvæða og hún stofnaði nýjan Kongressflokk. Hún festi sig enn f sessi með yfirgnæfandi kosningasigri 1971 og sigri f strfðinu við Framhald á bls. 20 FORINGI FUNDINN Angers 11. júní — Reuter BEATE Klarsfeld, sem leitað hef- ur uppi gamla nazistaforingja, segist hafa fundið Hans Dietrich Ernst, sem var Gestapoforingi í Frakklandi, og bar ábyrgð á 'dauða fjölda manna úr and- spyrnuhreyfingunni. Ernst starf- ar sem lögfræðingur í Vystur- Þýzkalandi. SAS FLÝGUR Á NÝ Kaupmannahöfn 12. júnf — NTB. FLUG SAS til og frá Kastrup- flugvelli við Kaupmannahöfn hófst samkvæmt áætlun á fimmtudag, eftir að hafa stöðvazt í 18 klst. vegna verkfalla. Sfðustu 10 daga hefur flug SAS frá og til Kastrup verið stopult vegna verk- fallsaðgerða ýmissa starfshðpa. RÆNDUM LÍÐUR VEL Nairobi 12. júní — AP BANDARtSKUR prófessor sagði á fimmtudag, að 2 bandarfskir stúdcntar og 1 hollenzkur, sem rænt vai' fyrir 3 vikum af skæru- liðum og fluttir voru inn í frum- skóga Zaire, væru á lífi og við góða heflsu. Meira sagðist hann ekki geta sagt, þar sem annars gæti hann eyðilagt tilraunir, sem gerðai' hafa verið til að fá stúdcntana lausa. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.