Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNl 1975 Sigríöur K. Sigurðar- dóttir - Minningarorð Fædd 8. ágúst 1903. Dáin 27. desember 1974. Fregnin um lát Sigríðar Sigurð- ardóttur kom sem reiðarslag yfir okkur vini hennar. Það lá svo fjarri, að dauðinn sækti heim þessa konu, sem gædd var svo miklum lffsþrótti og lífsvilja. Enga manneskju hef ég þekkt, sem hefur elskað lífið svo heitt, dáðst að fegurð þess og notið þess í jafn ríkum mæli sem hún. Sigríður Kristín, sem hún hét fullu nafni, var fædd í Melshús- um á Akranesi 8. ágúst 1903 og ólst þar upp. Reyndar átti það fyrir Sigríði að liggja að setja á stofn heimili sitt á Akranesi og þar bjó hún alla tíð. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Sigurður Jónsson og Kristin Árnadóttir. Sigurður var sjómaður, þrekmikill og mjög farsæll í starfi. Kristín, sem ættuð var úr Hafnarfirði, þótti tíguleg í fasi og húsmóðir mikil. ,Þau eignuðust 8 börn, 1 dó á fyrsta ári. Systkini Sigríðar, sem upp kom- ust, voru: Júlíana, Aðalbjörg, Árni, Júlíus, Sveinsína og Ingileif og þá Sigríður sem var næst yngst. Eftir lifa: Júlfana, fyrrv. sim- stöðvarstjóri í Borgarnesi, Svein- sína, húsmóðir i Borgarfirði, og Ingileif, húsmóðir í Hafnarfirði. Öll voru þau systkini viður- kennt sæmdarfólk, þekkt fyrir at- orku og framtakssemi. Sérlega var samheldni þeirra mikil alla tíð. Árið 1923 er mikið hamingjuár í lífi Sigríðar er hún giftist Jó- hanni B. Guðnasyni síðar bygg- ingarfulltrúa á Akranesi. Foreldr- ar hans voru Guðni gestgjafi Þor- bergsson á Kolviðarhóli og kona hans Margrét Jónsdóttir. Voru þau á þeim tíma víðþekkt fyrir rausn og skörungsskap. Snemma mun hafa borið á tón- listarhæfileikum Sigriðar, og rétt eftir fermingu hóf hún að syngja í kirkjukórnum. Hélt hún því áfram alla ævi og mun sennilega eiga met á þeim vettvangi, sem vart verður hnekkt. Þetta var örlagaríkt spor, því að þar átti Sigríður eftir að hitta lifsförunaut sinn. Það hjónaband var sannkallað ævintýri lífs þeirra, svo frábær var sambúð þeirra. Þau eignuðust tvo syni: Ríkharð húsasmíða- meistara kvæntur Guðbjörgu Sigurðardóttur. Búa þau í Gröf f Miðdölum í Dalasýslu og eiga 2 börn. Yngri bróðirinn er Sveinn verkamaður á Akranesi kvæntur Ingibjörgu Kristjánsdóttur og eiga þau 7 börn. Sveinn var kvæntur áður og á uppkominn son, Jóhann, frá því hjónabandi. Báðir eru þeir bræður drengir góðir, sem hafa fengið rikulega í arf mannkosti og tónlistarhæfi- leika foreldra sinna. Á þeim árum er Sigríður var að hefja söngferil sinn voru hvorki aðstæður né efni til söngnáms. Veit ég að innst inni tók Sigríður þetta nærri sér, en síðar meir hafði hún möguleika að sækja tima hjá Róbert Abraham, Sig- urði Birkis, o.fl. Sigriður söng i útvarpið á stríðsárunum í 3—4 skipti og hlaut mikið Iof fyrir. Var þá út- varpað beint og mun því miður ekkert hafa varðveitzt af þeim sön^ á stálþræði eða plötum. Sigríður hafði óvenju fagra, hreina og silfurtæra sópranrödd. Örlögin höguðu þvi þannig, að það voru fyrst og fremst Akur- nesingar, sem fengu að njóta list- rænna hæfileika Sigriðar. Ég held, að íbúar staðarins hafi í raun og veru lengi, fyrst framan af ekki gert sér grein fyrir, hvers konar dýrgrip þeir höfðu sín á milli sem Sigríður var. En þetta átti eftir að breytast og á 70 ára afmælinu kom í ljós mikil virðing, vinarhugur og hlýja bæjarbúa til Sigriðar, þar sem henni var haldið veglegt samsæti og færðar stórar gjafir. Þetta gladdi Sigriði óvenju mikið og yljaði inn að hjartarótum. Það var ekki aðeins á söngpalli kirkjunnar að Sigriður lét til sín taka. Hún tók mikinn þátt í félagsmálastarfi í Slysavarnar- félaginu, Kvenfélaginu og Góð- templarareglunni, svo að eitthvað sé nefnt. Það hefur þegar hér í blaðinu verið gerð grein fyrir þessum þætti í lífsstarfi hennar. Sigríður var óvenju sterkur og litríkur persónuleiki, sem verður með öllu ógleymanleg þeim sem kynntust henni. Það má segja, að sönglistin hafi verið eins og ívaf í lífi hennar. Sigríður gerði miklar kröfur til sin I þeim efnum og lagði metnað sinn i að ná sem beztum árangri. Hún var fram- sækin, gersamlega laus við feimni og hafði heilbrigt traust á hæfi- leikum sínum. Ég man eftir Sigríði alveg frá blautu barnsbeini. Hún var mikill vinur foreldra minna, hún og pabbi höfðu gengið saman i barnaskóla, og Jóhann maður Sig- ríðar bjó hjá afa og ömmu á Bræðraparti, þegar hann kom fyrst á Akranes. Það kom því ein- hvern veginn af sjálfu sér, að samband myndaðist á milli okkar Sigríðar, og heimili þeirra Jó- hanns og Sigríðar var mér opið frá fyrstu tið. Margar ferðirnar var ég búinn að koma á Suðurgötu 100, sem mér fannst alltaf minna mig á lítinn kastala. Margs er að minnast frá þessum árum. Ferðir inn á Langasand, fá að fara með Laxfoss til Reykja- vikur, sem alltaf var mikil til- hlökkun, vera með að taka upp úr kartöflugörðunum i haustblíð- unni o.s.frv. Mér er í fersku minni, þegar ég var 8—9 ára, að ég fékk að búa hjá Jóhanni og Sigríði í nokkra daga, þar sem foreldrar mínir voru í burtu. Fékk ég að vera í herbergi Sveins, Denna, en hann var á ferðalagi. Hann var skáti og ég man hvað ég leit upp til hans. Hafði ég frían aðgang að bókaskáp hans. Réðst ég fyrst á „Bláu bækurnar“, en síðan komst ég í „feitt“, sem voru ein 12—14 hefti af Basil fursta. Ég held, ég hafi aldrei í lífinu verið eins gagntekinn af nekkrum lestri. Eftir þetta var ég ekki i neinum vafa um, að lífsferli mínum yrði bezt varið að hjálpa litilmagnanum og klófesta þessa hættulegu glæpamenn!! Fæddur 13. mai 1923 Dáinn 5. júnf 1975 Kveðjafrámági Góðvinur minn og mágur hvarf af sjónarsviði okkar í vikunni sem leið og er jarðsettur í dag. Garðar fæddist á Seyðisfirði, sonur hjón- anna Eyjólfs Jónssonar ljósmynd- ara, kaupmanns og bankaútibús- stjóra, og síðari konu hans, Sigríð- ar Jensdóttur. Hann ólst upp í foreldrahúsum og nam ljós- myndaiðn af föður sínum. Hann starfaði við ljósmyndastörf á Seyðisfirði, Akureyri og Fá- t Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarð- arför bróður okkar, PÉTURS ÁSTRÁÐS KRISTÓFERSSONAR, frá Klúku í Arnarfirði. Systkini hins látna. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengda- móður og ömmu, MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR, hjukrunarkonu. Jón Ármann Jakobsson, Hrefna Pétursdóttir, Hafdís Einarsdóttir, Bolli Kjartansson, og barnabörn. Já, björt eru bernskuárin. Aldrei er eins gaman að vera til, aldrei er veröldin eins yndislega fögur og heillandi. Albert Schweitzer segir á einum stað: „Ef menn héldu áfram að vera það, sem þeir eru, þegar þeir eru fjórtán ára, myndi veröldin sannarlega vera öðru- vísi.“ Ég held einmitt, að leyndar- dómurinn við persónutöfra Sig- ríðar hafi verið, að henni tókst allt sitt lif að varðveita hrein- leika, hrifnæmi og lífslotningu barns- og unglingssálarinnar. Enginn skyldi þó halda, að Sig- ríður hafi farið varhluta af mót- læti lífsins. Um 15 ára skeið var maður hennar heltekinn af parkinson- ismus á háu stigi. Var þetta mikill reynslutími fyrir Sigriði, en hin sterka Guðstrú hennar gaf henni styrk til að bera þær þungu byrðar, sem lögðust á hana. Jóhann sýndi frábært þrek í veik- indum sínum, enda sannkallað göfugmenni i allri skaphöfn. Man ég, að Jóhann mat mjög heimsóknir sr. Jóns M. Guðjóns- sonar og dr. Arna Árnasonar hér- aðslæknis. Við þessa vini var gott að ræða. Jóhann andaðist í ágúst 1965. Ég held það sé satt, sem þýzkur heimspekingur segir, að guðirnir gefi Ijúflingunum sínum ómælda gleði og hamingju, en einnig dýpstu sorgir og nístandi sárs- auka. En þrátt fyrir allt mótlæti lét Sigþríður aldrei bugast. Hvað mikið, sem syrti í álinn sá Sigríð- ur alltaf birtu framundan. Hún var sem eikin hans Stephans G.: „Bognar aldrei — brotnar í, byln- um stóra seinast." Sigríður var alla tíð með eindæmum hraust til líkama og sálar. „Eg ætla bara að verða veik, þegar Nonni minn er orðinn læknir." Sigríður gisti þó aldrei neina spitala, hélt reisn sinni fram á síðustu stund, varð bráðkvödd og fékk rólegt og friðsælt andlát. Ég sakna þess mikið, að síðustu árin fór fundum okkar fækkandi. Síðustu samvistir okkar voru frá hausti 1971 fram á vor 1972, er við fluttum til útlanda. skrúðsfirði, en í Reykjavík frá 1954 til 1960. Þá hvarf hann frá þessu starfi og stundaði sjó- mennsku til dauðadags, sfðustu árin við vélgæzlu á togaranum Ingólfi Arnarsyni. Garðar kvæntist árið 1946 Guð- rúnu Þorvaldsdóttur frá Fá- skrúðsfirði, en foreldrar hennar eru Þorvaldur Sveinsson sjómað- ur og múrari og Guðrún Sigur- borg Vilbergsdóttir áður á Fá- skrúðsfirði, en nú að Lágholti í Mosfellssveit. Garðar og Guðrún eignuðust tvær dætur, Sigur- borgu og Sigríði. Sigurborg er gift og á tvö börn, Eyjólf og Guðrúnu. Guðrún og Garðar slitu samvist- um og sneri Garðar sér þá að sjómennskunni, en áður höfðu þau starfað saman við Ijósmynda- störf. Hann kvæntist siðar Krist- ínu Þorkelsdóttur austan af Hér- aði. Vinur minn Garðar var einstakt ljúfmenni og góðmenni og elskað- ur af öllum á heimili mínu. Hann var músíkalskur og elskaði tónlist og lék hana sér til eigin ánægju og fróunar áýmis hljóðfæri. Garð- ar var prúðmenni og dagfar hans notalegt og hans er saknað af öll- um umhverfis mig. Ég blessa minningu hans og bið honum góðrar heimkomu í hóp horfinna ástvina. Halldór B. Ólason. Af hverju, sagði sonur minn ungur, þegar ég sagði honum.að stóri Garðar, eins og hann ávallt kallaði nafna sinn, væri dáinn. Þessi sama barnslega spurning leitaði einnig á huga minn, er mér var skýrt frá láti Garðars frænda mins og vinar. Eitthvað held ég að mér finnist tómlegra að koma á Konu, minni var Sigríður ein- staklega hlý og ástúðleg. Sigríður var reyndar með afbrigðum elskuleg í framkomu við alla. En hún var vönd að vinum og vönd að virðingu sinni. Mér verður sér í lagi hugsað til Lovisu (Lúllu) og Axels og Rutar og Ingimundar, en það voru þeir vinir Sigríðar sem hún hafði hvað mest samband við og mat mest. Sigríður hafði hugsað sér að heimsækja okkur hjónin í sumar og þá auðvitað sjá litlu heima- sætuna, sem nú er rétt 2ja ára. Mikil hefði tilhlökkunin orðið. En það verður ein af þeim ferð- um, sem aldrei verður farin. Frá þvi um 1950, er ég eins og fer að átta mig á tilverunni, er margt breytt á Akranesi. Siðan hefur líka liðið um einn aldar- fjórðungur. Margir af þeim sem „settu svip á bæinn“ eru horfnir af sjónarsviði lífsins eða fluttir burt. En innst i djúpum sálarlífsins fylgja okkur áhrif þess fólks, þó að maður búi í úthverfi stórborg- ar. Maður ber að einhverju leyti svipmót af æskustöðvunum og fólkinu sem maður umgekkst. Minningin um Sigríði er eitt það dýrmætasta sem ég á, og mun geyma i hjarta minu meðan ég lifi. Aldrei var gengið svo til náða á Suðurgötu 100, að ekki annað hvort hjónanna settist við orgelið og sungið var og spilað. Sérstakt dálæti höfðu þau á skozku þjóðvísunni „Silver threads among the gold“ eða „Fyrir handan fjöllin háu“ (islenzkur textahöf. ókunnur). Mig langar að lokum til að tilfæra þetta hugljúfa erindi sem mína hinztu kveðju til Sigríðar og Jóhanns með dýpstu þökk og virð- iugu fyrir allt og allt. Fyrir handan fjöllin háu finn ég liggja sporin þín yndisfögru augun bláu aftur birtast minni svn. Ljúft er þá að lifa og dreyma lítayfir farinn veg. Minningarnar mun ég geyma meöan lífs ég anda dreg. Kaupmannahöfn á páskum 1975, Jón E. Gunnlaugsson. Framnesveginn og hitta ekki Garðar glaðan og hressan, eins og hann var vanur að vera, heyra ekki drengina mína segja að þeir ætluðu að fara niður til frænda, þar sem þeir þáðu oftast einhverj- ar góðgerðir, en mættu þó fyrst og fremst skilningi og þolinmæði, er þeir skýrðu honum frá áhuga- málum slnum. Þolinmæði og skilning hafði Garðar í ríkari mæli en ég hef kynnzt hjá öðrum mönnum. Sjálfur varð ég aðnjót- andi þessara góðu mannkosta hans, bæði í leik og starfi, þegar ég fór nokkrar veiðiferðir með honum á b.v. Ingólfi Arnarsyni, en á því happaskipi starfaði hann síðastliðin sextán ár. En það lýsir Garðari kannski bezt hvað vin- margur hann var. Þar sem hann fór, fór maður sem geislaði af góðvild og hjálpsemi. Ég hef þessi orð ekki fleiri. Þó frændi sé horf- inn okkur, skilur hann eftir sig góðar og hlýjar minningar. Að endingu vil ég kveðja Garðar vin minn og hafi hann þökk fyrir allar ánægjulegu samverustund- irnar. Hvíl I friði. Eyjólfur Halldórsson. + BJÖRN ÞÓR JÓHANNSSON, Meðalholti 9, andaðist 28. mats.l. Útförin hefurfarið fram. Jóhann Sölvason og systkini hins látna. t Konan mín, UNA MAGNÚSDÓTTIR, frð ísafirði, andaðist á Hrafnistu 1 1. júni. Guðmundur Árnason. Jarðarför, SIGURBJARGAR ÁSBJÖRNSDÓTTUR, frá Álafossi, fer fram á morgun laugardag, 14 júnt frá Fossvogskirkju kl 10.30 fyrir hádegi Sigrtour Sigurjónsdóttir, Sæunn B. Jónsdóttir, Pétur Sigurjónsson, Ásbjörn Sigurjónsson. + Maðurinn minn EINAR JÓNSSON, skólastjóri, Ásbyrgi, Bessastaðahreppi verður jarðsettur laugardaginn 14 júnt kl. 2 frá Bessastaðakirkju. Blóm vinsamlega afþökkuð Guðrfður Þórðardóttir. Garðar Egjólfsson Ijósmgndari - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.