Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNl 1975 25 vel eftir hve miklum tíma hann varði i þágu þessara aðila. Það munu lika skólasystkini hans þekkja ennþá betur en ég. Ekki verður svo hægt að minn- ast þessa að Stokkseyringafélagið verði manni ekki minnisstætt og vart mun Hróbjartur gleymast meðan það er við líði. Árnesinga- félagið átti einnig hug hans all- an. Formennska þess var um langt skeið i hans höndum. Svo myndarlega var þar á málum haldið, að í nafni þess félags var reistur minnisvarði að Ashildar- mýri, til þess að minnast þess atburðar í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar er Arnesingar komu þar saman árið 1496 og gerðu kröfu til þess að Hákon Noregs- konungur stæði við gerða samn- inga og loforð gagnvart Islending- um. I kjölfar þess kom siðan skóg- græðsla bæði þar og víðar. Uppbygging Skálholtsstaðar mun þó e.t.v. hafa verið honum hjartfólgnast mála og að þeirri hugsjón starfaði hann heils hugar. Þótt því mikla starfi sé á engan hátt lokið, er það von mín, að þeir draumar er hann ól með sér og það starf er þar hefur verið lagt fram verði ekki að eimyrju í höndum manna er handleika þann hættulega grip, óskastein- inn. Hann hefur margar aðskiljanlegar náttúrur. Og ég leyfi mér til minningar þessa áhugamáls hans að tilfæra ljóð- línur úr kvæði skáldsnillingsins frá Fagraskógi: IVIig heilla hvorki grafir með gömlum náum né gæfuleysi þeirra, sem mikið lála, en hjartað skilur hjúfur f grænum stráum og heyrði Ragnheiði Brynjólfsdóttur gráta. Ekki komst Hróbjartur hjá því að umsvif hans kring um allt aukastarfið yrði manni að nokkru kunn, þótt hann reyndi frekar að dylja þau en halda á lofti. Ég veit að hann reyndi að láta heimili sitt sem minnst liða fyrir hinn nauma tíma er hann hafði til skipta, þótt á því hlytu að verða einhverjir annmarkar. Árið 1938 giftust þau skóla- systkinin Hróbjartur og Evelyn Hobbs. Hjónaband þeirra varð einstaklega farsælt og skópu þau sér fagurt heimili á Hávallagötu 47, er varð nánast- miðstöð fjöl- skyldulifs hins stóra hóps er um þau bæði myndaðist. Þar voru allir aufúsugestir og hinn fyrsti dagur hvers nýs árs varð sérstak- ur dagur húsbóndans, er konan reyndi af nærfærni að gera sem mest heillandi og eftirminni- legan, og henni ávallt tókst. Auðvitað varð heimilið einnig vettvangur þeirra er stóðu með honum að framkvæmd áhugamál- anna. Allt þótti það sjálfsagt og var um það eining og samstaða. Ég fullyrði að þar rikti gagnkvæm virðing, ást og traust. Hróbjartur og Evelyn eignuðust tvo mann- vænlega drengi, Hróbjart, nú starfandi arkitekt hér í Reykjávík og Skúla, búfræðing stjórnanda þungavinnuvéla á Selfossi. Megi þeim takast að fullkomna það starf er föðurnum hefur máske ekki enst ævi til. Megi óskasteinn sá er þeir hafa höndlað aldrei vikja frá sönnum óskum — það gerir hann heldur ekki, ef hjartað er með í ráðum. Ef við gætum séð fyrir veður, Olafur Hákonar- son-Minningarorð Fæddur 1. júní 1885 Dáinn 7. júnf 1975. Ólafur Hákon Hákonarson, sem í dag er borinn til hinstu hvíldar, fæddist á Disastöðum í Sandvík- urhreppi 1. júni 1885, og var þvl nýlega orðinn niræður er hann lést. Foreldrar Ölafs voru hjónin Hákon Grimsson bóndi á Dísa- stöðum og Katrín Ögmundsdóttir. Hákon var fimmti ættliður frá Bergi Sturiaugssyni í Brattsholti, sem Bergsætt er kennd við, af ættlegg Jóns Bergssonar, en raun- ar einnig af ættlegg Ingimundar Bergssonar, því að Jón Grímsson afi Hákonar átti fyrir konu Ingi- björgu Jónsdóttur Ingimundar- sonar. Foreldrar Katrínar móður Ólafs voru Ögmundur Brandsson frá Raufarfelli undir Eyjafjöllum og Guðrún Bjarnadóttir frá Syðsta- Kekki í Stokkseyrarhreppi, en hún var þriðji ættliður frá Vig- fúsi Gislasyni á Reykjum á Skeið- um, sem Reykjaætt er kennd við. Ólafur ólst upp með foreldrum sinum á Disastöðum til 17 ára aldurs. En vorið 1902 brugðu þau búi og fluttust til Reykjavíkur, og fluttist hann með þeim suður ásamt þremur yngri systkinum sínum, Grími, Guðbrandi og Ólafíu. Sama ár réðst hann háseti á kútter Ragnheiði, en skipstjóri á því skipi var Kolbeinn Þorsteins- son. Þar með urðu þáttaskil á ævi- ferli Ólafs. Sautján ára sveita- drengurinn varð sjómaður. Og sjómaður varð hann af lífi og sál. Fyrst á þilskipum til ársins 1916, en i byrjun þess árs réðst hann háseti á togarann Snorra Sturlu- son með Guðmundi skipstjóra Guðmundssyni frá Nesi. Hann var siðan á togurum, háseti, bátsmað- ur og netamaður til ársins 1931, er hann hætti sjómennsku. Sjómennskuferill Ólafs Hákon arsonar var einstaklega farsæll. Sjálfur var hann hörkuduglegur sjómaður og vel verki farinn, og jafnframt snyrtimenni svo að af bar. Geta má nærri, að oft hefur syrt í álinn á hartnær þriggja áratuga sjósókn á íslenskum fiski- miðum, en þótt fast væri sótt og hlifðarlaust oft og einatt, urðu aldrei slys á skipshöfnum þeim sem Ólafur var með. Mikil samheldni ríkti á heimili foreldra Ólafs, einnig eftir að þau fluttust til Reykjavíkur. Fyrstu árin var heimili þeirra í Oddgeirs- bæ við Framnesveg, en árið 1905 keypti Hákon lóð við Brekkustig, og reisti þar, með aðstoð þriggja sona sinna, hús, Brekkustíg 14, og fluttist fjölskyldan í hið nýja hús árið eftir. Arið 1912 urðu á ný þáttaskil á æviferli Ólafs, en 11. október það ár gekk hann og unnusta hans, Snjáfriður Magnúsdóttir, í hjóna- band og stofnuðu sitt eigið heim- ili. Snjáfríður var mikilhæf kona, og eins og algengt er um sjó- mannskonur, kom uppeldi barn- anna að verulegu leyti í hennar hlut. Börn þeirra eru fjögur, Kat- rín, gift Guðmundi Elíasi Guðmundssyni á Selfossi, en hin þrjú búsett í Reykjavik, Magnússína, gift Sigurjóni Pálssyni múrarameistara, Hákon Guðmundur, kvæntur Svövu Ingimundardóttur, og Astríður, gift Kristjáni Guðlaugssyni málarameistara. Þótt Ólafur Hákonarson væri löngum heillaður af sjónum, er skiljanlegt að konu hans og börn- um, og jafnvel honum sjálfum i aðra röndina, þætti mál að linnti fangbrögðum hans við Ægi, er hann árið 1931 ákvað að hætta sjómennsku. Börnin voru þá á aldrinum 7 til 18 ára. Það var þó öðru nær en að hann lagði hendur í skaut, því að nú réðst hann til starfa hjá Reykja- víkurhöfn, og þar vann hann hörðum höndum fram yfir átt- rætt. Verkstjóri var hann þar um alllangt skeið. væri hægt að fara í hlé meðan það dynur yfir. Þannig erum við fæst úr garði gerð og því fer oft sem fer. Hreggið lemur niður jafnt styrkan sem veikan gróður og veðurblíða vaxandi æsku endist oft skemur en útlit gefur til kynna. Svo má máske segja um hin siðustu ár þessara elskulegu hjóna. Ekki treysti ég mér að visa þar til vegar og hljóta flestir að vera mér sammála um það, að slíkt er á einskis færi. Ættingjar og vinir. Þessum kveðjuorðum fylgir mín innileg- asta samúð og þakkir fyrir liðnar stundir. Hafsteinn Guðmundsson. Vinakveðja frá bekkj arsystkinum. Enn er einn horfinn úr hópi okkar bekkjarsystkina, sem í æsku og glaðværð kvöddu við brottfararpróf Verzlunarskóla Islands, 30. apríl 1933, fyrir 42 árum. Höggvið hefir oft verið i þann knérunn og góðir vinir fallið í valinn fyrir aldur fram. Siðastliðinn fimmtudagsmorg- un 5. júni andaðist i Borgar- s'pítalanum Hróbjartur Bjarnason fyrrum stórkaupmaður. Um áraraðir hafði hann eigi gengið heill til skógar, lífsþreyttur á stundum og loks yfirbugaður af ólæknandi sjúkdómi, er að lokum varð til þess að veita honum nábjargir. A þessu tímabili voru þrír hafn- arstjórar, hver eftir annan, verk- fræðingarnir Þórarinn Kristjáns- son, Valgeir Björnsson og síðustu árin Gunnar Guðmundsson. Ég hef orð Valgeirs Björnssonar fyr- ir þvi, að Ólafur Hákonarson hafi verið óvenjulega traustur maður á alla lund. Og mér er vel kunn- ugt um, að Ólafur mat Valgeir Björnsson mjög mikils og bar til hans hlýjan hug. Einhvern tíma sagði hann við mig um Valgeir hafnarstjóra, að „hann hefði ver ið góður skipstjóri“, og lagði áherzlu á orðin, og í þvi fólst mikil aðdáun á manninum. I hafn- arvinnunni eignaðist Ólafur marga góða vini, og sérstaklega er mér kunnugt um, að mjög kært var með þeim Þorláki Ottesen, sem lengi var yfirverkstjóri við höfnina, og Ólafi. Einnig frá sjómannsárunum átti Ólafur marga góða vini, og margar sögur kunni hann að segja frá þeim árum. Hann hafði góða kímnigáfu og var gæddur ágætum frásagnarhæfileika. Atvikin höguðu þvi þannig, að haustið 1936 eignaðist Ólafur Há- konarson litla snotra húsið Brekkustig 14, og fluttist fjöl- skyldan þangað. Allmörgum árum seinna var gerð mikil breyting á húsaskipan við þessa götu. Há- konarhús og fleiri hús voru flutt burt í heilu lagi, og fjögurra hæða fjölbýlishús reist á staðnum, og fékk Ólafur og yngsta dóttirin Ástríður, og hennar maður ásamt tveimur ungum dætrum þeirra stóra og vistlega íbúð á fyrstu hæð i hinu nýja húsi, Brekkustíg 14, og þar átti Ólafur heimili til æviloka, við mikið ástríki barna sinna og barnabarna. Snjáfríður kona Ólafs lést 5. apríl 1961, og höfðu þau hjónin búið saman í farsælu hjónabandi i 49 ár. Sá er þetta ritar var i nánum fjölskyldutengslum við Ólaf Há- kónarson, kvæntur Ólafiu systur hans, en hún lést fyrir rúmlega einu ári, og hef ég og min fjöl- skylda á langri ævi notið einlægr- ar vináttu hjónanna Ólafs og Snjáfríðar og þeirra barna og nánustu ættingja. Ólafur Hákonarson var hraust- menni og heilsugóður fram á elli- ár. En um páskaleytið í fyrra var hann skorinn upp við innvortis meinsemd. Fékk hann eftir þá aðgerð undraverðan bata, en á þessu ári sótti aftur i sama horfið. Hann andaðist á Landakotsspitala 7. júni. Um leið og honum er með þess- um linum send hinsta kveðja, er börnum hans og öðrum vanda- mönnum færð einlæg samúðar- kveðja. Guðmundur Marteinsson. I huga mínum frá fyrstu kynnum okkar Hróbjarts í Verzlunarskóla Islands, haustið 1933, geymi- ég I hjarta mínu fagrar myndir og bjartar um góðan skólafélaga, vin og tryggan samferðamann allt til síðustu samverustunda, er við hittumst skólafélagarnir á 40 ára afmæli brautskráningar árgangs okkar fyrir tveimur árum. Hróbjartur Bjarnason fæddist þann 1. janúar 1913 á Stokkseyri. Foreldrar hans voru alþekkt dugnaðarfólk þar í sveit, Jóhanna Hróbjartsdóttir og Bjarni Grimsson, aflasæll formaður, kominn af hinni merku Bergsætt, er dr. Guðni Jónsson, prófessor gerði merk skil i Niðjatali um Berg hreppstjóra Sturlaugsson i Brattsholti í fræðiriti, er út kom 1932. Hróbjartur fluttist úr I fæðingarsveit sinni ungur að aldri með foreldrum sínum, þegar þau brugðu búi á Stokkseyri og faðir hans gerðist fiskimatsmaður í Reykjavík. Siðan hefir Hróbjartur verið Reykvíkingur, en rætur hans hafa aldrei slitnað úr jarðvegi þeirrar sveitar, er ól hann, Árnessýslu. Hann var einn af forgöngumönnum stofnunar Árnesingafélagsins í Reykjavík og formaður þeirra samtaka um langt árabil og meðal brautryðjenda þess, að félagið lét afgirða svæði i Ashildarmýri, á sögufróðum stað, og reisa þar vörðu um merkan atburð Islandssögunnar á 15. öld. Þar komu saman oft í formannstið Hróbjarts, á vormótum, félagsmenn úr Arnesingafélaginu í Reykjavík, til mannfagnaðar með sveitung- um sínum í heimabyggð. I Verzlunarsköla Islands var Hróbjartur Bjarnason góður og áhugasamur nemandi, geðprúður, skyldurækinn og lærdómsfús. Við vorum ekki í sömu bekkjardeild, en að störfum félagsmála i skólanum var náið samstarf milli okkar. Ég var formaður málfundafélagsins en hann formaður skemmtinefndar. Þótt starfssvið okkar væri þannig á sitt hvoru sviði, kepptumst við báðir að því marki að styðja hvor annan. Var það mér óblandin ánægja að starfa með Hróbjarti, fylgjast með áhuga hans, að bæði málfundir og dansæfingar væru í hávegum hafðar í skólalifi okkar. Hróbjartur naut virðingar, trausts og vináttu skólastjóra, kennara og skólasystkina sinna í Verzlunarskóla Islands. Hann hafði bjart og brosmilt yfirlit, hlýlegt viðmót, ól í hjarta góðan og falslausan hug til allra samferðamanna sinna. Hróbjartur var um margra ára skeið formaður Nemendasam- bands Verzlunarskóla Islands og um hríð átti hann sæti i skóla- nefnd Verzlunarskólans. Hann kvæntist 26. febrúar 1938 Evelyn Þóru Hobbs. Þau eignuð- ust tvo syni, en voru skilin sam- vistum. Að leiðarlokum mæli ég fyrir hönd okkar bekkjarsystkina Hróbjarts Bjarnasonar hugheilar þakkir fyrir fagrar og bjartar samverustundir i Verzlunarskóla Islands og ætíð síðan, þegar endurfundir hafa kallað fram ljúfar minningar. Megi auðna fylgja þér um ævibraut eilifðarinnar. Adolf Björnsson. Afmælis- og minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmadis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. 1 litmyndir yöar á 3 dögum Umboösmenn um land allt — ávallt feti framar. Hans Petersent Bankastræti — Glæsibæ S 20313 S 82590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.