Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1975 5 Arni Johnsen: Vinsamleg ábending til verkfræð- ingsins Benedikts Bogasonar — Áminningar eða eitthvað meira 1 „alvarlegri orðsendingu" Benedikts Bogasonar verkfræð- ings til mín í Morgunblaðinu í gær vegna greina minna um stað- reyndir í starfi Viðlagasjóðs byrjar greinarhöfundur á að þakka þa kurteisi að hafa ekki verið nefndur í téðum greinum sem „verkfræði- eða tækniræn- ingi“ eins og greinarhöfundur nefnir stétt sína. Óþarft var að þakka kurteisina, því það kom skýrt fram í minni grein að ég nefndi aðeins verkfræðistofur, sem höfðu fengið yfir 5 millj. kr. greiddar, en Benedikt upplýsir að hann hafi fengið liðlega 3 millj. kr. I grein sinni segir Benedikt ekkert og svarar engu er hnekkir þeim staðreyndum sem ég byggi mitt mál á. Því miður er grein verkfræðingsins tilfinningasamt píp, en ekki rökföst og málefna- leg. Hann um það. Ég tel þó rétt að hnekkja þeim villum sem hann veður í. Fyrst getur verkfræðingurinn um að skipulag fyrir Viðlaga- sjóðshúsin hafi 1 stórum dráttum verið klárt og framkvæmdir vel á veg komnar þegar eldgosinu lauk í Eyjum. Hið sanna er að þegar eldgosinu lauk var ekki byrjað að byggja a.m.k. hátt á annað hundrað grunna undir húsin. Þá þegar kom fram mikill vilji Vest- manneyinga til að fá hluta hús- anna reistan í Eyjum, en þá ruku verktakar til allvíða og drifu grunnana upp, og kerfið var svo seinvirkt að ekki eitt einasta „alvöru“ Viðlagasjóðshús för út í Eyjar. Þar er hins vegar mikill húsnæðisskortur f dag, sem hefði ekki verið, ef stjórnin á húsbygg- ingamálunum hefði verið í lagi, en Benedikt upplýsir að verk- fræðingar hafi stjórnað málinu. Þá nefnir Benedikt að „fjórir traustvekjandi menn“ hafi grund- vallað pöntun Viðlagasjóðshús- anna f ferð til Norðurlanda. Einn fjórmenninganna var Bárður Daníelsson, embættismaður rfkis- ins, og ég verð að segja eins og er, að mér finnst reikningur hans upp á 1,5 millj. kr. fyrir það starf ekki traustvekjandi. Kostnaður við þessa ferð var greiddur sér, en þarna fékk einn maður ótrúlega háan hlut af þeim 2000 millj- ónum, sem íslenzka ríkið stofnaði Viðlagasjóð með. Verkfræðingurinn segist „hlessa á fljótfærnislegum skrif- um mínum“, og í framhaldi af því segir hann orðrétt: „Ég hjó í það í grein Á.J., að hver grunnur hefði kostað kr. 500 þús. (bls. 15 Mbl. 7/6. ’75), en auk þess hefði Við- lagasjóður greitt efnið. — Þetta er endemis vitleysa. — Á.J. taldi, að verðið hefði átt að vera kr. 200 þús. — Þarna eru seint komin fram fróðleg „sannindi", því að Á.J. hefði getað þénað vel á bygg- ingum grunna fyrir 200 hús. pr. stk„ ef hann hefði getað sýnt fram á það, að hann gæti staðið við það tölulega og tímanlega á sínum tíma.“ I einu atriðinu enn liggur verk- fræðingurinn i þvi. Samkvæmt skjölum Viðlagasjóðs og staðfest- ingu framkvæmdastjóra Viðlaga- sjóðs og formanns stjórnar Við- lagasjóðs þá kostuðu 500 grunn- byggingar Viðlagasjóðshúsanna um 250 millj. kr. fyrir utan ýmsan efniskostnað og ef verkfræð- ingurinn notar einfaldan reikning og deilir 500 f 250 millj. kr. þá kemur út talan 500 þús. Nú hef ég aldrei haft tíma til að græða peninga fyrir sjálfan mig, en úr því að hægt var að græða á grunnbyggingum fyrir 200 þús. kr. pr. grunn, eins og Benedikt segir, þá er ljóst að einhver hefur grætt ríflega. Auðvitað er mis- munandi kostnaður við gerð hvers grunns, en það voru undan- tekningar ef grunnbyggingarað- staðan var dýr. Meðaltalið, 500 þús. kr„ er bláköld staðreynd, hvað sem verkfræðingurinn segir, en það er fróðlegt að honum skuli líka ofbjóða. Ég er sammála Bene- dikt um þakklæti til almættisins fyrir að gosið skyldi hætta, en maður var nú samt sem áður alltaf svo forstokkaður að reikna með því. Enn gengur Benedikt í grein sinni fram hjá öllum staðreynd- um í vangaveltum sfnum og segir: „Auðvitað verða peningarnir, sem Viðlagasjóðshúsin á fasta- landinu verða smám saman seld fyrir, með hæfilegu verðbólgu- álagi, notaðir til uppbyggingar í Vestmannaeyjum. Þannig hefur dæmið verið hugsað. Hitt er svo annað mál, hvort þið Eyjabúar sjálfir (Á.J. lfka) berið gæfu til að byggja yfir ykkur ný, fín hús eins snarlega og vel skipulega, eins og þessi 500—600 „milli- reddingarhús”, eins og raun ber vitni um, og hvort undirbúnings-, tækni- og eftirlitskostnaður verður lægri. — Ef svo verður, Árni Johnsen —til hamingju!” t fyrsta lagi liggur það auðvitað ekkert fyrir það þessir peningar verði notaðir til uppbyggingar í Framhald á bls. 20 Verður Jackie „blönk"? Jackie afsalaði sér erfðaréttinum Samkvæmt erfðaskrá Aristotel- es heitins Onassis á ekkja hans Jaqueline að fá sömu upphæð og hún notaði af auðæfum hans á meðan hann lifði. Onassis hand- skrifaði erfðaskrána, sem er upp á 18 slður, á meðan hann var á flugi ! einkaþotu sinni frá Acapulco til New York í janúar í fyrra. Eins og búizt hafði verið við, þá ánafnaði Onassis í erfðaskrá sinni, sem birt var sl. laugardag, hinni 24 ára gömlu dóttur sinni, Kristínu, obbanum af auðæfum slnum. Helmingur eigna hans hafði verið settur til hliðar til stofnunn- ar sjóðs I Lichtenstein, sem átti að annast líknarmál, aðallega ! Grikk- landi. I erfðaskránni kom fram að i árslok 1973 var Onassis að gera ráðstafanir til að takmarka þær upphæðir sem ekkja hans gat krafizt af eignum hans, sam- kvæmt griskum erfðalögum. Um leið lét hann I Ijós áhyggjur af því að frú Onassis gæti höfðað mál i þeim tilgangi að ná stærri sneið af kökunni. í erfðaskránni benti hann á það Framhald á bls. 35 TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS # KARNABÆR SjP AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Allt fullt af bolum, gallabuxum, stutterma skyrtum á herra og dömur’ herraskyrtum, dömublússum, þunnum dömujökkum. Herrasport jökkum, kápum, herrafötum úr rifluðu flaueli, dömudröktum, stökum terelyne og ullarbuxum, o.mfl. o.mfl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.