Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 8
8 Sextugur: Bjarni Vil- hjálmsson þjóð- skjalavörður I yfir þrjátíu ár hefir Bjarni Vilhjálmsson staðið á mismun- andi vígvöllum islenzks þjóðlífs. Eitt er víst, að I hvaðastarfi sem hann er viðriðinn, sýnir hann frá- bæran dugnað og réttvísi, er vek- ur ótakmarkað traust og tiltrú hjá öllum þeim, er umgangast hann. Islenzkum fræðum og íslenzk- um þjóðlegum fróðleik hefir hann unnið að af dæmafárri einlægni og af ótakmörkuðum áhuga. Hann er manna háttprúðastur í framgöngu, hefur heillandi segul- magn. I kennaraembætti var Bjarni enginn hversdagsmaður, og vandfyllt er það sæti. Allir hlustuðu, nemendum sínum veitti hann bæði fjölbreytt og óvænt umhugsunarefni. Nemendum sín- um var Bjarni andlegur vinur og félagi vegna góðgirni, vitsmuna og fróðleiks. Fljótastur að skilja fyrir hvaða efni nemendur hans höfðu mestan áhuga. Bjarni saddi forvitni nemenda sinna með skýrri, öruggri og skipulegri framsetningu. Að Hátúni á Nesi í Norðfirði stóð vagga Bjarna Vilhjálms- sonar, þar fæddist hann 12. júní, 1915, og þar bjuggu foreldrar hans, hjónin Vilhjálmur útvegs- bóndi Stefánsson og s.k.h. Kristín Arnadóttir. Bæði voru þau af bezta bergi brotin á Austfjörðum. Hátindur hamingjusólar Bjarna var, er hann gekk að eiga konu sína, Kristínu Eiríksdóttur, 3. júlí 1943. Kristfn er flestum mann- kostum búin. Hún er hispurslaus og grandvör í allri framkomu. Heimili þeirra er viðbrugðið fyrir ljúfmennsku og gestrisni. Og margur hefir lifað ógleymanlegar ánægjustundir í samvistum við þau hjón á ’sérstaklega fallegu heimili þeirra. Nú á þessum merku tima- mótum, þakka ég honum bless- unarrík áhrif og við sendum inni- legar árnaðaróskir. Helgi Vigfússon. Beðið var um að birta kveðju þessa í blaðinu í gær. Mistök, sem blaðið harmar, ollu því að svo varð ekki. AUGLÝSIIMG ATEIK NISTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 sími 25810 Endurgreiðsla tannlæknareikninga. Með vísun til laga nr. 62 1974 og nánari upplýsinga í fréttum fjölmiðla 1 0. og 11. þ.m., um framkvæmd tannlæknaþjónustu á vegum sjúkrasamlaga, ervakin athygli á: 1. Að sjúkrasamlög og sveitarfélög greiða að fullu tannlæknaþjónustu fyrir börn 6—15 ára frá 1. sept. s.l., enda sé hún framkvæmd hjá skólatannlæknum, þar sem sú þjónusta er fyrir hendi. 2. Að frá 1. jan s.l. greiða sjúkrasamlög að hálfu tannlæknaþjónustu fyrir 16 ára unglinga, örorkulífeyrisþega, van- færar konur og þá, sem eldri eru en 67 ára. Þetta tekur þó ekki til gullfyllinga, krónu- éða brúargerðar. Sjúkrasamlög eru byrjuð að endurgreiða reikn- inga fyrir þessa þjónustu. Það skal þó tekið fram, að sérfræðingar í tannréttingum hafa ekki gerst aðilar að samningi um þessa þjónustu og verða reikningar frá þeim því ekki endurgreidd- ir. TRYGGIIMGASTOFIMUIM RÍKISINS nc ■ i cr\T Range Rover Bifreiðin X-400 sem er árg. 1972 og ekin 40.000 km. er til sölu. Upplýsingar í síma 99-1 1 57 eftir kl. 1 9 í kvöld og næstu kvöld. Kippteljarar (impúlsteljarar) Til sölu eru notaðir kippteljarar, allt að 9000 stk. talningar svið 0000-9999 viðnám spólu 100 Ohm vinnustraumur 100mA mál 3 X3 X 10 cm (breiddx hæð X lengd) Gera má ráð fyrir að 10—20% teljaranna séu gallaðir, þ.e. standi á sér. Tilboðum skal gera í ákveðinni teljarafjölda, sem skal vera heilt margfeldi af 50. Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð merkt K-9815 söndist blaðinu fyrir 20.6. 1975. SÍMAR 21150 - 21370 Til sölu meðal annars Parhús á tveim hæðum Við Hlíðarveg Kópavogi 70x2 fm. — 6 herb. glæsileg íbúð á tveim hæðum. í kjallara er föndurherb., geymsla og þvottahús. Falleg lóð. Útsýni. Við Skólagerði 70x2 fm. 5 herb. glæsileg íbúð á tveim hæðum. Nýtt bað, nýtt eldhús. 2ja herb. íbúð í kjallara svið Skipasund. Stór og góð. Sérhitaveita, sér inngangur. Ræktuð og skipt lóð. Ennfremur nýjar og glæsilegar íbúðir 2ja herb. við Dalsel, Dúfnahóla og Vesturberg (sér þvottahús) 3ja herb. góðar rishæðir Við Vallargerði Kópavogi um 80 fm. góðir kvistir Góð sameign. Útsýni. Mjög hagstæðir greiðsluskilmálar Við Drápuhlíð um 80 fm. rúmgóð og sólrík íbúð. Kvistir á öllum herb. Gott bað. Útborgun aðeins kr. 3,5 millj. 4ra herb. mjög góð íbúð við Álftamýri. Vönduð harð- viðarinnrétting í kjallara um 96 fm. Sér inngangur. Ræktuð lóð, malbikuð bílastæði. Við Ásbraut í Kópavogi mjög góð 4ra herb. íbúð á 1. hæð um 100 fm. Góð sameign. w Raðhús við Asgarð Stofa og eldhús og forstofa á 1. hæð. 3 herb. og bað á 2. hæð Þvottahús og miklar geymslur í kjallara. Laust strax og góð kjör. 4ra herb. góðar sérhæðir Við Hlégerði í Kópavogi og Ásenda í Reykjavík. Úrvals innréttingar. Mjög hagstætt verð. í Vesturborginni 2ja herb. góð íbúð óskast. Skiptamöguleiki á góðri 4ra herb. íbúð á Högunum. Þurfum að útvega 2ja herb. íbúð Rvík. — Hafnarfjarðar 3ja herb. ibúð í R.vík. Mikil útborgun. 3ja—4ra herb. íbúð með bílskúr Góða sérhæð með bilskúr Ný söluskrá heimsend. AIMENNA FASTEIGNASALAW LAUGAVEGI49 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.