Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNI 1975 List til lækninga: Ráðstefnu og sýningu að ljúka GÓÐ aðsókn hefur verið að sýringunni List tii lækninga 1 kjallara Norræna hússins. 1 kvöld vcrða þar sérstakir kynningarfyr- irlestrar. Thomas Bcrgmann, ljósmyndari frá Svlþjóð, talar um börn á sjúkrahúsum og aðstöðu fjölfatlaðra barna, og kynnir sýningar sínar. Þá talar Rafael Wardi frá Finnlandi um list til lækninga á geðsjúkrahúsum og sýnir myndir. Síðasti fyrirlesturinn verður á morgun, laugardag, kl. 14.00 Þá talar Lise Giödesen, iðjuþjálfi frá Danmörku, um „Börn á sjúkra- húsum". Hún sýnir einnig kvik- myndir um þetta efni, sem vakið hafa athygli og fengið góða dóma. Fyrirlestur hennar verður í sam- komusal Norræna hússins. Sýningin í kjallara Norræna hússins verður opin frá kl. 14—22 í dag, og frá kl. 14—19 á morgun. Ekki verður hægt að hafa sýning- una opna lengur, þar sem erlendu gestirnir halda utan með sýning- armunina á sunnudagsmorgun. — Orðan Framhald af bls. 36 henti onctndum islenzkum aðila f sambandi við opinbcra heimsókn sína hingað. Fékkst kaupandi að orðunni sam- dægurs og var kaupverðið 20 þúsund krónur. Morgunblaðið ræddi f gær við Guðmund Axelsson kaup- mann í Klausturhólum. Hann sagði, að þessi Islendingur sem ekki væri hægt að nefna, hefði haft samband við sig á mið- vikudagskvöld og boðið orðuna til sölu. Keypti Guðmundur orðuna og hafði síðan samband við mann sem var á „orðubið- Iista“ hjá honum, en nokkuð margir menn eru á biðlista eftir orðum sem kunna að koma á markaðinn, aðallega ís- lenzkum fálkaorðum og stór- krossum. Var sá ólmur í að fá orðuna og var umsamið kaup- verð 20 þúsund krónur. „Miðað við þetta verð hef ég liklega verðlagt íslenzku orð- urnar heldur lágt, en þar hef ég selt á 25 þúsund krónur," sagði Guðmundur Axelsson. — Óbreytt Framhald af bls. 36 Morgunblaðinu, að full niður- greiðsla á öllum þáttum búvöru- verðs hækkunarinnar kostaði rlkið um 125 milljónir króna á mánuði eða í kringum 875 milljónir króna. Hins vegar hefði verið um það rætt, að niðurgreiðslurnar nú næðu fyrst og fremst til nýmjólk- ur, smjörs og kindakjöts, sem væru auðvitað lang veiga- mestu neyzluvörur almennings en næðu ekki t.d. til rjóma, osts og kartaflna. sem minna máli skiptu. — Samningarnir F'ramhald af bls. 36 metur_ verkalýðsforystan pað að minnsta kosti sem 3%. Með þvl hefur ríkisstjórnin orðið við meginóskum ASI. Eins og að framan greinir þýðir fyrri kauphækkun samninganna 11,6% kauphækkun miðað við 6. taxta Dagsbrúnar og með kaup- hækkuninni 1. október er kaup- hækkunin á samningstímanum 15,9%. Þessir samningar munu vera hinir hæstu í krónutölu, sem gerðir hafa verið. Verkalýðsfélög munu almennt boða til félagsfunda árdegis í dag, til að fjalla um samningana og ef þau samþykkja þá mun verk- föllunum sem komu til fram- kvæmda á miðnætti s.I. verða aflýst. Mbl. er kunnugt um að t.d. Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavik hafi þegar í gærkveldi boðað til félagsfundar í Alþýðu- hússkjallaranum við Hverfisgötu. Fundurinn hefst klukkan 10.30. Þá heldur verkamannafélagið Dagsbrún fund I dag klukkan 10 .f.h. í Austurbæjarbíói. I gærkvöldi fréttist, að einhver félög hefðu frestað verkfallinu um einn sólarhring og boðað til félagsfunda I kvöld. Höfðu ein- hver verkalýðsfélög á Suðurnesj- um gefið út tilkynningu um slíkt, þar á meðal Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavlkur. Verður millilandaflug þvf með eðlilegum hætti í dag. Verkalýðsfélagið Eining á Akureyri frestaði i gærkvöldi boðaðri vinnustöðvun fram yfir félagsfund, sem halda skal á Akureyri á morgun, laugardag — um samnintrana. FLUGMENN og forráðamenn Flugleiða sátu á fundi fram til kl. 5 I gærmorgun, og hefur annar fundur vcrið boðaður hjá sátta- scmjara I dag kl. 2. Þá verður fundur I togara- deilunni I dag kl. 4 eða 6. — Afrýjanir Framhald af bls. 1 Mohan Lal Sinha, dómara f heimaborg hennar, Allahabad. Akæruatriðin snerust um lög- brot við þingkosningarnar árið 1971 en þá vann hún yfirburða sigur. I heimafylki sínu sigraði hún sósíalistaleiðtogann Raj Naraian með 183.000 atkvæðum gegn 71.000-Naraian bar brigður á lögmæti sigursins og sagði, að hún hefði misnotað embættismenn stjórnarinnar I þágu baráttu sinn- ar, varið meira fé til hennar en hinum leyfilegu 35.000 rúpium og notað trúmál tii að krækja í atkvæði hindúa sem þarna eru í meirihluta. Þessar ásakanir Naraian urðu kveikja fjögurra ára langra málaferla, sem hámarki náðu er frú Gandhi bar vitni síðust 97 vitna í marz s.l. Þar lýsti hún sig saklausa af öllum ákæruatriðum. Dómurinn lýsir frúGandhi seka um að hafa notað opinbera em- bættismenn til að tryggja sigur i kosningunum, og þ.á m. eru nafn- greindir lögreglustjórinn og æðsti stjórnmálaleiðtogi Utter Prades- hylkis. Hins vegar var hún lýst saklaus af ýmsum öðrum ákæru- atriðum m.a. um notkun trúar- tákna og of mikils fjármagns i kosningabaráttunni. Dómsúrskurðurinn var ekki birtur í dag í heild og ekki var vitað um önnur ákæruatriði. Hins vegar nægir hvert sakarefni fyrir áðurnefndu banni. Frú Gandhi þarf einnig að greiða málskostn- að. Meðal þeirra sem fögnuðu úr- skurði dómarans var Raj Naraian og sagði hann að dómurinn hefði viðhaldið háum kröfum indversks réttarfars. Leiðtogi nýstofnaðs hægri flokks, Piloo Moody, sagði, að ákvörðun frú Gandhi um að segja ^kki af sér staðfesti þá skoð- un sína, að hún léti ekki af völd- um á kyrrlátan hátt. Leiðtogi kommúnistaflokksins, sem stutt hefur Kongressflokkinn, flokk forsætisráðherrans, sagöi hins vegar, að úrskurðurinn „gleddi hjörtu heimsvaldasinna og aftur- haldssinna". Staða forsætisráðherrans virtist ekki sízt veik fyrir þá sök að flokkur hennar virðist ætla að gjalda mikið afhroð í kosningum I fylkinu Gujarat. Er 100 af 181 sæti höfðu verið talin hafði flokkur hennar fengið 28 en fimmflokka kosningabandalag 65. — Færeyjar Framhald af bls. 1 en innganginum að skrifstofun- um var lokað, afhentu fiskimenn- irnir lögreglunni bréf þar sem þeir sögðust hafa fulla stjórn á hlutunum og þess var óskað að lögreglan skipti sér ekki af þeim. Yrði það gert, gæti það haft alvar- legar afleiðingar. Lögreglan svaraði bréfinu á þann veg, að hún teldi aðgerðir fiskimannanna ólöglegar. Eftir að þessi bréfa- skipti höfðu verið rakin í fær- eyska útvarpinu róuðust menn heldur og sama kvöld hófust við- ræður milli landsstjórnarinnar og fiskimannanna sem I dag leiddu til samkomulagáBátar eru byrjað- ir veiðar og fiskvinnslustöðvar hafa þegar hafið vinnslu afla. Hins vegar er enn óljóst hvort aðgerðir fiskimannanna munu leiða til málssóknar gegn þeirn. Það mál mun lögreglustjórinn i Þórshöfn nú hafatil athugunar. Samkomulagið milli deiluaðil- anna er I því fólgið, að lands- stjórnin mun leggja fram frum- varp á Lögþinginu sem kemur saman eftir hálfan mánuð, þar sem tilskilin er aukagreiðsla fyrir ákveðnar fisktegundir á tímabil- inu 15. júní til 30. september. Þá gaf landsstjórnin einnig vilyrði fyrir því, að slík aukagreiðsla kæmi á aðrar tegundir ef hlutföll verðs á einstökum tegundum breytast við næstu verðákvörðun á fiski. — CIA Framhald af bls. 1 og varð að aflýsa yfirheyrslunni um óákveðinn tlma þar eð reglur kveða á um, að a.m.k. einn þing- maður minnihlutans verði að vera viðstaddur. Formaður undir- nefndarinnar, demókratinn James Stanton, segir I dag I blaða- viðtali, að CIA hafi a.m.k. skipu- lagt „velheppnað" morð á einum erlendum þjóðarleiðtoga. Stanton, sem Carl Albert forseti fulltrúadeildarinnar sagði í kvöld að kæmi til greina sem arftaki Nedzis I formennsku rannsóknar- nefndarinnar, segir þetta I viðtali við blaðið Cleveland Plain Dealer. I kvöld voru þessi ummæli borin undir hann á ný, og hann staðfesti að þau væru rétt eftir höfð en neitaði hins vegar að skýra málið frekar. Hann tilgreinir ekki fórnarlamb leyniþjónustunnar í viðtalinu, en blaðið segir að CIA hafi staðið fyrir morðinu á annað- hvort Patrice Lumumba, leiðtoga Kóngómanna, Rafael Trujillo, einræðisherra I Dóminikanska lýðveldinu, eða chileanska herfor- ingjanum Rene Schneider. Þessi ummæli Stantons virtust ganga skrefi lengra en ummæli þingnefnarmanna rannsóknar- nefndar hinnar deildar þingsins, öldungadeildarinnar, ámorðfyrir- ætlunum leyniþjónustunnar, en formaður þeirra nefndur, Frank Church, öldungadeildarþingmað- ur, hefur ítrekað sagzt hafa undir höndum ótvfræðar sannanir um aðild CIA að morðtilræðum, en hins vegar ekki viljað fara nánar út í málið. Richard Schweiker, repúblíkani, sem sæti á i nefnd Church, sagði í sjónvarpi í gær- kvöldi, að nefndarmenn hefðu fengið „yfirþyrmandi, dapurlegar og hryllilegar sannanir" um aðild CIA að morðfyrirætlunum, bæði beinar og óbeinar. — Wilson Framhald af bls. 1 bandið brezka mun leggja fyrir félög sín. Efnahagsútlitið varð enn dekkra í dag vegna yfirvofandi verkfalls 170.000 járnbrautar- starfsmanna landsins eftir 11 daga, en það var ákveðið í dag er stjórn félags þeirra hafnaði mála- miðlunartilboði um 27,5% kaup- hækkun. Krafa félagsins er hins vegar 30%. I þinginu réðst Margaret Thatcher, leiðtogi Ihaldsflokksins, á „aðgerðaleysi" Wilsons, og sagði að hann gæti auðveldlega talað sig út úr vand- ræðum á þinginu, en ekki út úr efnahagsvandræðum. Wilson vís- aði til ræðu Healys, og spurði Thatcher hvort hún hefði ein- hverjar úrbætur fram að færa, en flokkur hennar hefur klofnað ný- lega vegna mótunar efnahags- stefnu. Innanflokksmálin eru ekki minna vandamál fyrir Wilson. Vinstri armur Verkamanna- flokksins er enn æíareiður yfir uppstokkun Wilsons-á ríkisstjórn- inni, sem m.a. færði Tony Benn, helzta foringja vinstri manna, úr valdamiklu embætti iðnaðarráð- herra í orkumálaráðuneytið. Ött- ast vihstri menn að þessi breyting þýði að ríkisstjórnin kunni að láta undan þrýstingi frá stórfyrirtækj- unum og draga I land helztu þjóð- nýtingarákvæði iðnaðarfrum- varpsins sem nú liggur fyrir þing- inu. I gærkvöldi skrifuðu t.d. 30 af 80 vinstri sinnuðum þingmönn- Um f svonefndum Tribunehópi innan þingflokks Verkamanna- flokksins Wilson bréf þar sem þeir segjast ætla að berjast hat- rammlega gegn öllum slíkum til- slökunum. Og í dag gengu vinstri menn út af fundi þingnéfndar sem ræðir frumvarp þetta. — Vinsamleg Framhald af bls. 5 Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum formanns Viðlaga- sjóðs i umræddri grein minni bendir einmitt fátt til þess sam- kvæmt væntanlegu lokauppgjöri og áætlun Viðlagasjóðs. Það er ekki nóg að hugsa dæmið, það verður að eiga sér stoð i veru- leikanum. Verkfræðingurinn efast um það að við Vestmann- eyingar berum gæfu til að byggja yfir okkur, „ný, fín hús eins snar- lega og vel skipulega" og Viðlaga- sjóðshúsin. Verkfræðingurinn þarf ekki að bera neinn kvíðboga fyrir Vestmanneyingum. Þeir hafa -ávallt staðið fyllilega fyrir sínu þótt þeir hafi ekki haft áhuga á að krækja sér í eins stóran og óeðlilegan hluta af fjár- málakökunni og sumir. Enginn efast um hlut Vestmanneyinga til þjóðarbúsins og því eru þessar dylgjur skammarlegar. Það er engin spurning um þakklæti Vest- manneyinga til þorra landsmanna fyrir vinarhug í erfiðri stöðu, en það er spurning um það hvort það sé eðlilegt að meirihluti alls fjár- magns Viðlagasjóðs skuli hafa farið í hendur milliliðanna, en minnihlutinn í hendur tjón- þolanna, Vestmanneyinga, eins og ég hef sýnt fram á í greinum mínum. Benedikt lýkur máli sínu á því að óska mér til hamingju, ef Vest- manneyingum reynist unnt að hafa undirbúnings-, tækni- og eft- irlitskostnað við nýbyggingar í Eyjum ekki hærri en við grunn- byggingar Viðlagasjóðshúsanna. Það er verkfræðingur sem skrifar og honum dettur samt i hug að miða við sömu tölu og var fyrir tveimur árum. Hvaða vit er í þvf? Ég sé það á grunnfærnislegri grein Benedikts að hann ætlar sér ekki að verja það óeðlilega. Til þess veður hann of mikinn reyk, en ég vil benda honum vinsam- legast á að kynna sér betur stað- reyndir málsins áður en hann „áminnir" mig aftur í þessu máli. Ég held að ég sé ekki maður nr. I sem hef þörf fyrir áminningu í þessu máli — og ef til vill dygði ekki áminning sumum. Benedikt hefur grein sína á því að segja að sér hafi verið „bent“ á grein mína í Morgunblaðinu. — Hver skyldi hafa benthonum? — Almenna bókafélagið Framhald af bls. 3 þjóðin á yfir höfði sér menningar- lega upplausn. Á aðalfundinum lagði félags- stjórnin fram tillögu að nýjum lögum fyrir Almenna bókafélag- ið, sem var samþykkt einróma. Baldvin Tryggvason gerði grein fyrir hinum nýju lögum, sem m.a. gera ráð fyrir, að AB sé rekið sem sjálfseignarstofnun. Ákvæðið úr fyrri lögum um 42 manna full- trúarráð, sem kýs stjórn félags- ins, er fellt niður, en þess í stað er gert ráð fyrir að fjölga i félaginu til mikilla muna og geta menn gerzt ævifélagar í AB gegn greiðslu ævifélagagjalds með full- um atkvæðisrétti og kjörgengi. Aðild að félaginu er bundin við nafn og háð samþykki félags- stjórnar. I stjórn félagsins voru kjörnir: Karl Kristjánsson formaður, Jóhann Hafstein, Gylfi Þ Gíslason, Halldór Halldórsson, Eyjólfur K. Jónsson, Erlendur Einarsson, > Davíð Oddsson, og í varastjórn Davíð Ólafsson, Geir Hallgrímsson, Erna Ragnarsdóttir, Formaður útgáfuráðs er Tómas skáld Guðmundsson, og aðrir í útgáfuráðieru: Birgir Kjaran, Guðmundur G. Hagalín, Höskuldur Ólafsson, Indriði G. Þorsteinsson, Jóhannes Nordal, • Kristján Albertssón, Matthías Johannessen, Sturla Friðriksson, A aðalfundi Stuðla h.f. gerði framkvæmdastjóri félagsins, Eyjólfur K. Jónsson, grein fyór reikningum félagsins og starf- semi þess. I stjórn Stuðla h.f. voru kosnir til eins árs þeir Geir Hallgrímsson, formaður, Geir Zoéga, Kristján Loftsson, Magnús Víglund^son, Sveinn Benediktsson. — Ræsir Framhald af bls. 2 samkomulagi aðila, til greiðslu að- flutningsgjalda af bifreiðinni. Hefur kaupandi síðan sýnt veruleg vanskil og neitar jafn- framt að greiða skuldina á grund- velli skráningar vestur-þýzka marksins. Forstjóri fyrirtækisins hefur lýst því yfir, að fyrirtækið hafi talið sér heimilt að nota lán vegna annarrar bifreiðar, sem kom sam- tímis til landsins á sömu láns- skjölum, en var greidd út í hönd. Það hefur nú endurreiknað skuld- ina út frá þeirri forsendu, að skuldbinding kaupanda bifreiðar- innar í vestur-þýzkum mörkum hafi ekki numið hærri fjárhæð en fyrirtækið bjó sjálft við gagnvart hinum erlenda lánveitanda vegna þeirrar bifreiðar sém um var að ræða. Hinn hluti skuldarinnar hafi því verið krónuskuldbinding frá upphafi eða frá þeim tíma, er hin erlenda skuldbinding var greidd, enda semjist um endur- greiðslu lánsins og vaxtakjör af því. Seðlabankinn telur nú mál þetta upplýst og hefur afhent niðurstöður sfnar og gögn málsins saksóknara til athugunar, svo hann geti fellt sinn úrskurð um, hvort tilefni sé til frekari rann- sóknar eða annarra aðgerða af opinberri hálfu í málinu. 12. júni 1975, — 60-80 millj. Framhald af bls. 2 koma við svo nákvæmri stjórnun að framleiðslan héldist í hendur við eftirspurnina á innanlands- markaði, en viðurkenndi að um- deilanlegt væri hvort ekki væri allt eins ráðlegt að nota þá fjár- muni sem i útflutningsbætur færu til að greiða niður einhverja flokka nautakjöts á innan lands- markaði til að örva neyzluna hér innanlands. — Indira Framhald af bls. 17 Pakistan, sem leiddi til sjálf- stæðis Bangladesh. Sfðan hefur sól hennar farið lækkandi vegna margra óleysanlegra vandamála, eins og erfiðleika indversks Iandbúnaðar ein- angrunarstefnu ýmissa héraða og spillingar innan stjórnar- innar. — Bandala^ Framhald af bls. 1 förnu borið á þrýstingi innan- Iands f þeim tilgangi. Fyrir nokkrum dögum gerði t.d. Pio Cabanillas, fyrr- um upplýsingamáiaráðherra spænsku stjórnarinnar, það að til- Iögu sinni í ræðu, að Franco ein- ræðisherra afsalaðí völdum sín- um i hendur útnefnds arftaka, Juan Carlos prins. I yfirlýsingu frá bandalagi mið- og vinstri- flokkanna segir að stofnun þess hafi verið ákveðin á fundi ýmissa stjórnmála- og verkalýðssamtaka i Madrid í gær. — Eru þeir að fá’ann Framhald af bls. 2 ur og tyrir hádegi voru komnir 2 laxar á land, en hann vissi ekki hvernig veiðimönnum hefði gengið síðdegis. Þeir höfðu þó séð mikið af fiski. MIÐFJARÐARÁ Þrjátfu og fimm laxar hafa nú fengizt i Miðfjarðará og flestir hafa veiðzt á maðk. Laxinn, sem er nú i ánni, er mjög vænn og meðalþyngd fisk- anna, sem á land eru komnir, er 10—11 pund. 8 stengur eru leyfðar í Miðfjarðará.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.