Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNl 1975
29
+ Enska stúlkan Jane Birkin,
sem er mjó eins og hrífuskaft
og þekktust vard fyrir lagið „Je
t’aime moi non plus“, hefur aft-
ur komið umróti á Frakka. I
beinni útsendingu á sjónvarps-
þætti sagði hún að þegar hún
var í skóla hefði hún sett tann-
krem á brjóstin á sór til þess að
þau yrðu stærri. „En eins og
þið sjáið bar það engan árang-
ur. Kannski var það vegna þess
að ég notaði ranga tegund,“
sagði hún við hneykslaða
áhorfendur í sjónvarpssalnum.
Það hefur þó ekki komið f veg
fyrir það að hún er nú ein eftir-
sóttasta ieikkona Evrópu. Samt
hefur hún tíma til að sinna
eiginmanni sfnum Serge Gains-
bourg og börnunum Charlotte
þriggja ára og Kate sjö ára sem
hún átti f fyrra hjónabandi.
Drap föður
sinn með
búrhníf
+ Lögreglan f Japanska bæn-
um Sukumo handtók síðastlið-
inn föstudag tuttugu ára
gamlan mann er hann kom út
úr húsi föður sfns eftir að hafa
skorið af föður sfnum höfuðið.
Morðinginn, Shinya Horimoto,
tjáði lögreglunni er hún yfir-
heyrði hann að morðið hefði
hann framið á þeim forsend-
um að faðir hans hafði yfirgef-
ið móður hans til þess að gift-
ast annarri konu. Lögreglan
handtók Shinya á tröppunum
fyrir framan hús föður hans
þar sem hann stóð með höfuð
föður síns f fangi sér. Verknað-
inn framdi Shinya með búr-
hnff.
Paulene Stone: Liz Taylor
taladi eingöngu um dauðann
+ Allir þekkja leikkonuna
Jane Fonda. Hins vegar eru
þeir ekki eins margir sem vita
hver eiginmaður hennar er.
Hann heitir Tom Haydcn og
var myndin af þeim hjónum
tekin fyrir utan hótel eitt f
Sacramento í Kalifornfu eftir
að Tom hafði tilkynnt um
framboð sitt í prófkosningum
Demókrataflokksins árið 1976.
Jane Fonda er ekki bara þekkt
fyrir kvikmyndaleik, hún
hefur einnig tekið mikinn þátt
f að mðtmæla stefnu Banda-
ríkjastjórnar í málefnum
Indókfna.
+ Alvin Lee gítarleikari hljóm
sveitarinnar THE YEARS
AFTER hefur nú skýrt frá þvf,
að sú hljómsveit starfi ekki
lengur. Meðlimir hljómsveitar-
innar hafi ekki komið saman f
10 mánuði og megi það heita
ótvfræð sönnun þess að ekki
verði um meira samstarf að
ræða. Alvin sagði ennfremur,
að nýja hljómsveit hans,
Alvin Lee og Co, æfði af kappi
og þar væri mikið um að vera.
+ Paulene Stone fer ekkert
sérlega vinsamlegum orðum
um leikkonuna Elizabeth
Taylor f nýrri bók sinni „One
tear is enough“, en Paulene var
áður gift leikaranum Laurcnce
Harvey sem lézt í desember ár-
ið 1973 úr krabbameini. 1 bók-
inni ræðir Paulene Stone um
sjúkdóm hans og fólk það sem
umgekkst hann mest sfðustu 18
mánuðina í Iffi hans. Og þar er
Liz Taylor svo sannarlega ekki
hælt. Hún kom eins oft og hún
gat á hcimili Laurence Harveys
f I.ondon. „En hún var svo
sannarlega ekki upplffgandi
fyrir Laurence. Það eina sem
hún ræddi um var Iffið eftir
dauðann og hvað það væri
hræðilegt að hann væri svona
veikur og ætti ekki annað eftir
en að deyja,“ segir Paulene
Stone. Hún segir líka að það
Lourence Harvey
hafi verið Laurence sem hafi
boðið Liz að heimsækja sig.
„Honum hcfur alltaf þótt vænt
um Liz og var jafnvel svolftið
skotinn í henni, en undir það
sfðasta bað hann mig að skila
til hennar að hann væri of sjúk-
ur til að taka á móti henni. Hún
hafði svo niðurdragandi áhrif á
hann,“ skrifar Paulene. Það var
einnig önnur leikkona sem
Paulene Stone féll ekkert sér-
lega vel við, Mia Farrow, en
þau Laurence bjuggu um skeið
saman. „Hún lfktist lítilli og
saklausri skólastúlku, en inn-
rætið var allt annað. Hún þoldi
mig ekki, og þegar hún heim-
sótti Laurence á sjúkrahúsið,
bað hún hann að reka „þessa
þarna" út svo að þau gætu rætt
saman án þess að nokkur ónáð-
aði þau.“
í óskilum í Kjalarneshreppi
jörp hryssa.
Verður seld á uppboði laugardaginn 21. júní
n.k. kl. 2 eh. að Brautarholti hafi réttur eigandi
ekki gefið sig fram.
Hreppstjóri.
Glæsilegt úrval af gallasettum á 1. ár — 7 ára frá Belgíu
(Lee Cooper).
Einnig stórglæsileg barnafötfrá Frakklandi
Aldrei
meira
úrval.
Sendum í
póstkröfu
um land
allt.
C
hnömmu-
8ÖL
MIÐBÆJARMARKADI ADALSTRÆTI9
sími 27340.