Morgunblaðið - 13.06.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.06.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNI 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80 Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40.00 kr. eintakið Lokið er hér í Reykja- vík viðræðum ís- lenzkra stjórnvalda og Jens Evensens hafréttarráð- herra Noregs, sem hér hef- ur dvalizt til þess að ræða um hafréttarmálin og fyr- irhugaða útfærslu land- helgi hér við land og i Nor- egi. Evensen er í hópi fremstu hafréttarsérfræð- inga í heiminum nú og hef- ur vakið verulega athygli vegna forystu sinnar fyrir undirnefnd hafréttarráð- stefnunnar, sem við hann hefur verið kennd. Það er mikils um vert að fá Even- sen hingað til viðræðna á þessum tíma, þegar unnið er að lokaundirbúningi fyr- ir útfærslu landhelginnar í 200 sjómílur. Norðmenn hafa farið nokkuð aðrar leiðir en við i landhelgismálum. Þeir hafa ekki talið rétt að færa landhelgi sína út einhliða. Þess í stað hafa þeir undir forystu Evensens reynt að tryggja fyrirhugaða út- færslu með samningum við þau ríki, sem hagsmuna eiga að gæta. Evensen sagði hér, að samninga- leiðin myndi reynast Norðmönnum happa- drýgst, þar eð ekki væru fyrir hendi í Noregi forsendur fyrir ein- hliða útfærslu. Hann lýsti þó yfir því, að Norðmenn hefðu fullan skilning á þeim aðstæðum, er knýja íslendinga til að grípa til einhliða aðgerða í þessum efnum. Það kom einnig fram hjá Evensen á blaöa- mannafundi, er hann hélt hér, aö með stífni og ósveigjanlegri afstöðu þeirra ríkja, sem Norð- menn telja sig þurfa að ræða við og taka tillit til mætti þarma svo að lang- lundargeði og samnings- vilja Norðmanna að þeir kynnu einnig að grípa til einhliða aðgerða í þessum efnum. Fram til þessa hafa Norð- menn stefnt að útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 50 sjómílur. En norska stjórn- in hefur nú til athugunar að breyta stefnunni í þess- um efnum í samræmi við það aukna fylgi, sem 200 sjómílna efnahagslögsaga nýtur nú meðal þjóða heims. Viðræður Evensens við ríkisstjórnir ýmissa landa nú eru einmitt einn þáttur í þeim athugunum, sem fram fara í Noregi að því er þetta atriði varðar. Norski hafréttarráðherr- ann hefur einmitt haft for- ystu í þeirri undirnefnd á vegum hafréttarráðstefn- unnar, sem hefur haft það hlutvek fyrst og fremst að samræma hin ólíku sjónar- mið varðandi meginregl- una um 200 sjómílna efna- hagslögsögu. Ráðherrann hefur unnið gífurlegt starf á þessu sviöi, og öll fram- vinda málsins hefur verið okkur íslendingum í hag. Hans G. Andersen sendi- herra hefur setið í Even- sennefndinni og fylgt þar fram íslenzkum hafréttar- hagsmunum. Á fundi með fréttamönn- um hér sl. miðvikudag benti Evensen á, að á Gen- farráðstefnunni í vor hefði náðst samstaða um grund- vallartexta að samkomu- lagi um 200 sjómílna efna- hagslögsögu sem megin- reglu í hafrétti. Evensen sagði, að í framhaldi af þessu væri þess að vænta, að ríki við Atlantshaf kynnu að grípa til einhliða útfærslu fiskveiðilögsög- unnar i 200 sjómílur. Hann sagðist þekkja áform Is- lendinga í þessum efnum, en taldi, að einnig mætti búast við, að Kanadamenn fylgdu í kjölfarið, svo og Bandaríkjamenn og Mexi- kanar. Þá benti hann á, að um þessar mundir væri einnig verulega mikill og vaxandi þrýstingur á brezk stjórnvöld að taka ákvörð- un um slíka útfærslu. Evensen lét í ljós þá skoðun sína að heita mætti fullvíst, að ekki yrði unnt að ná endanlegri niður- stöðu á fundi hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna í New York, sem hefj- ast á í marzmánuði á næsta ári. Fyrir þeim fundi lægju það viðamikil verkefni, að harla litlar líkur væru á, að tveir mánuðir myndu nægja til þess að fjalla um þau viðfangsefni þannig að unnt yrði að leggja málið fyrir til ákvörðunar í lok þess fundar. Aftur á móti taldi hann ekki útilokað og raunar mjög æskilegt, að annar fundur yrði haldinn nokkru síðar á árinu 1976, þar sem ný hafréttarlög yrðu til endanlegrar af- greiðslu. Það hafa að sjálfsögðu orðið íslendingum nokkur vonbrigði, hversu hafrétt- arráðstefnan hefur dregizt á langinn. Á hinn bóginn hljótum við að fagna því, hversu framvinda mála hefur verið okkar málstað hagstæð. Það er okkur ó- metanlegur styrkur nú, þegar við færum fiskveiði- landhelgina einhliða út í 200 sjómílur, að alþjóðleg viðurkenning á þeirri me'g- inreglu er skammt undan. Við höfum því betri að- stöðu nú til útfærslu i 200 sjómílur en við útfærsluna í 50 mílur fyrir þremur ár- um. Þó að Norðmenn hafi val- ið aöra leið en við, er á það að líta, að báðar keppa þjóðirnar að sama marki og á alþjóðavettvangi, og þá fyrst og fremst á hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, hafa Norðmenn átt verulegan þátt í að móta tillögur um 200 sjómílna efnahagslögsögu. Áð því leyti höfum við átt sam- stöðu með Norðmönnum og við höfum notið góðs af frumkvæði Evensens haf- réttarráðherra á þeim vett- vangi. Við höfum einfald- lega gjörólíka aðstöðu en Norðmenn og það er mun brýnna fyrir okkur að koma þessu hagsmunamáli fram. Af þeim sökum höf- um við orðið að fara aðra leió með einhliða útfærslu og munum halda áfram að vinna á þeim grundvelli með útfærslu í 200 sjómíl- ur á þessu ári. Landhelgisviðræður Evensens Leonid Brezhnev á grafhýsi Lenins 1. maí ásamt Podgorny (t.v.) og Kosigyn (t.h ). Kapphlaup Brezhnevs við EFTIR VICTOR ZORZA WASHINGTON. — Þær raddir gerast nú æ háværari, aS Brezhnev sé ! miklu kapphlaupi við timann, og sé af þeim sökum mjög viðkvæmur fyrir þrýstingi af hálfu vesturveldanna. 25. flokks- þing sovézka kommúnistaflokks- ins verður haldið ! febrúar n.k. og þar mun Brezhnev væntanlega láta af embætti með heiðri og sóma, og vill hann að líkindum búa þannig um hnútana, að hann geti státað af nýunnum afreks verkum á sviði utanrikismála, þeg- ar hann hverfur úr sviðsljósinu. Þar sem það er á valdi vesturveld anna, að gera þessi áform að engu, er talið, að þau sjái sér leik á borði og láti hann greiða þau dýru verði með mikilvægum póli- tískum tilslökunum. Þessar rök- semdir láta vel i eyrum, en ýmis- legt gæti þó mælt gegn þeim. Vafalitið er það rétt ályktun, að Brezhnev þurfi að vinna stórvirki á sviði utanrikismála, eigi hann að halda valdaaðstöðu sinni fram að flokksþinginu. Veikindi hans og allt talið um væntanlega afsögn hans hljóta að hafa veikt pólitiska aðstöðu hans, að miklu leyti á sama hátt og það veikir aðstöðu Bandaríkjaforseta, þegar hann er ekki lengur álitinn verða i fram- boði til endurkjörs. Þeir, sem hing- að til hafa átt frama sinn undir aðalritara kommúnistaflokksins, fara nú að lita á hann sem hálf- gerðan afsláttargrip og framfylgja ekki lengur stefnumiðum hans. Sennilegt er. að bandamenn hans séu ekki -jafnódeigir i stuðningi slnum við hann og áður i þeim stjórnmáladeilum, sem stöðugt eru háðar með leynd í Kreml. Á sama hátt má telja, að þeir, sem andvigir hafa verið stefnu aðalrit- arans, verði einarðari i andstöðu sinni, standi fast á sínu og fái aðra til fylgis við sig. Fyrir þessu eru fordæmi i valda- streitu, sem áður hefur verið háð f Sovétrikjunum. Áður en Krútsjef missti völdin fyrir rúmum 10 árum hafði hann átt i höggi við and- stæðinga bæði á sviði utanríkis- og innanrikismála, og fór sú and- staða stöðugt vaxandi. Sumir flokksmenn buðu honum birginn og visuðu á bug áætlunum hans um að endurskipuleggja flokks- kerfið, og varð þetta til þess að hleypa öðrum kapp i kinn og standa gegn sáttatilraunum hans við Vestur-Þýzkaland. íhaldsöflun- um veittist þannig auðveldara að gera að engu tilraunir hans til að draga úr pólitiskum viðsjám, og þessi margþætta andstaða reið baggamuninn og fall Krútsjefs varð óumflýjanlegt. Helzta andstaðan, sem Brezhnef hefur mætt, er á sviði utanríkis- mála. Þeir, sem hafa óbeit á „þiðu " áformum hans hafa þráspurt um þær tilslakanir, sem þeir telja hann hafa gert gagnvart Banda- rikjunum varðandi t.d. málefni Nlið-Austurlanda, brottflutninga Gyðinga frá Sovétrikjunum og SALT- viðræðurnar. Á öllum þess- um sviðum hafa Rússar verið harðari i horn að taka að undan- förnu en áður var. En ef SALT- viðræðurnar leiða ekki til sam- komulags, er hætt við þvi að Washington-toppfundurinn sem Brezhnev telur sig þurfa á að halda til að styrkja stöðu sina fyrir flokksþingið, verði aldrei haldinn, og þó að hann yrði haldinn, kæmi Brezhnev tæplega þaðan með pálmann i höndunum. f fyrstu var gert ráð fyrir, að fundur þessi yrði haldinn i Vladivostok í vor, siðan var honum frestað fram (júli, enn var honum frestað fram ( septem- ber, og nú hefur verið minnzt á að halda hann ekki fyrr en i október. Sovétstjórnin taldi til skamms tima vist, að fundur leiðtoga Evrópuríkja yrði haldinn i júnilok, en nú er það einnig vafamál. Að ýmsu leyti er sá fundur Brezhnev enn meira metnaðarmál en fundurinn moð Bandarikjafor- seta. Að áliti ráðamanna i Sovét- rikjunum var öryggisráðstefna Evrópurikja kveikja að nýrri milli ríkjaskipan i Evrópu, skipan, sem gerði það að verkum, að Sovét- menn urðu í fyrsta sinn meðal ráðandi afla i stað þess að vera eins konar utangarðsmenn. Ýmsir sérfræðingar telja mat Rússa á leiðtogafundi Evrópurikja vera i hæsta máta óraunsætt, en staðreyndin er sú, að rússnesk blöð hafa á undanförnum árum, skrifað mjög mikið um þennan tímann fund og ætla sér þar greinilega stóran hlut af borði. Blöðin hafa æ ofan i æ látið i Ijósi vissu, um að hann verði haldinn f bráð, þrátt fyrir „fjandsamlegar" tilraunir til að fresta honum, og verði honum frestað, er engum vafa undirorpið, að það verður mikill hnekkir fyrir Brezhnev. Þar sem vesturveldin hafa enga sérstaka þörf fyrir leiðtogafund Evrópuríkja, hefur verið sagt, að sé Brezhnev það mikið i mun að hann verði haldinn, þurfi hann að greiða fyrir hann með meiriháttar tilslökunum varðandi málefni Mið- Austurlanda á Genfarráðstefnunni i sumar. Þá gætu Vesturveldin látið það eftir honum, að halda fundinn i sumar, þó nokkru áður en valdatfmabil hans er úti. Önnur tiilaga hljóðar þannig, að fundinn eigi ekki að halda fyrr en i haust, eftir þvf sem nær dregur fundinum með Bandarikjaforseta, þannig að hægt sé að nota hann á raunhæf- ari hátt til samningaumleitana. Þegar þar að kæmi yrði Ijóst orðið, hvort Sovétrikin eru reiðu-. búin til að gera þær tilslakanir, sem af þeim hefur verið krafizt f SALT-viðræðunum. Neiti þeir að láta af þessum kröfum, stofni þeir i hættu öllum áætlunum um leið- togafund Evrópurikja. Þeir, sem binda vonir við þennan gang mála, telja, að leiki hætta á þvi að vonir Brezhnevs um þessi þrjú mikil- vægu atriði, SALT-viðræðurnar og leiðtogafundina tvo renni út i sandinn, nái vesturveldin miklu betri samningsaðstöðu og geti knúið Rússa til undanlátssemi ekki aðeins varðandi vigbúnaðar- kapphlaupið heldur einnig i samningaviðræðunum um Mið- Austurlönd. sem væru þá ef til vill að komast á alvarlegt stig. Það er vel Ifklegt, að Brezhnev sé fús til þess að gera tilslakanir, sem gerðu honum kleift að stjórna sögulegu flokksþingi, sem hefði til staðfestingar samning um nýja millirikjaskipan i Evrópu, nýjan SALT-sáttmála, er gæti verið hemill á vopnakapphlaupi, og samning um málefni Mið- Austurlanda, sem hefur látið á sér standa um langt árabil. Ef hann gæti státað af þessu öllu, gæti hann áreiðanlega dregið. sig i hlé umvafinn dýrðarljóma ’og fengið þann sess sem hann æskir eftir i sögukennslubókum. En þó að Brezhnev vilji gera þessar tilslak- anir, er ekki þar með sagt að félagar hans i miðstjórn Komm- únistaflokksins séu jafnfúsir til þess. Ekki er hægt að skilja þessar flóknu samningaviðræður, sem fram fara um málefni Evrópu. Mið- Austurlanda og vigbúnaðarkapp- hlaupið, frá þvi sem er á seyði innan veggja Kremlar. Á yfirborð- inu er allt slétt og fellt, en valda- baráttan er i fullum gangi, eins og brottvikning Alexanders Shelepin hefur leitt í Ijós, og stjórnmála- hagsmunir Brezhnevs geta þurft að vikja i slikri baráttu. Ef gengið er of langt i þvi að knýja Brezhnev áfram eins og Bandarikjamenn gerðu varðandi brottfaraleyfi Gyðinga úr Sovét- rikjunum, er Ijóst, að það verður til þess að styrkja aðstöðu þeirra i Kreml, sem andvfgir eru þeim til- slökunum, sem hann er fús að gera. Þvi gæti farið svo, að vestur- veldin sætu eftir með sárt ennið, með engar tilslakanir og engan Brezhnev.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.